Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 37

Morgunblaðið - 19.12.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 37 Horfumst í augu við ljósið Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Páll H. Jónsson: Blindálfar Útgefandi Vaka - Helgafell 1985 Páll H. Jónsson hefur skrifað margar bækur og gefið út, leikrit, ævisögur, greinasöfn og síðast en ekki sízt barnabækur og það er skömm frá því að segja, að Blind- álfar er það fyrsta sem ég hef lesið eftir hann. Hér segir frá skáldinu Ara Jóns- syni sem býr í bæ úti á landi. Hann varð blindur fyrir fjórum árum og hefur ekki sent frá sér bók. Þörfin hefur blundað í honum en hann er ekki reiðubúinn að takast á við skriftir fyrr en nú, í bókarbyrjun. Hann ræður til sín stúlkuna Rúnu Björk, sautján ára stúlku, líklega að sunnan. Hún hefur bæði ör á sál og líkama og hefur búið um sig inni í harðn- eskjulegri skel. Óttast manneskj- urnar sem henni finnst hæða sig og spotta fyrir lýti þau sem blasa við. Með stúlkunni og skáldinu tekst afar fallegt og ljúft samband. Þeim tekst að komast á rekspöl með bók Ara, en það skiptir kannski megin- máli að Ara lánast að ná stúlkunni út úr þeirri sálarsjálfheldu sem hún er í. Og þau gefa hvort öðru og standa uppi ríkari að lokum, þó svo að Rúna Björk ákveði að fara til mannsins sem hún hefur verið að bíða eftir. Og Ari ákveði að fara á blindraheimilið sem hann hafði reynt í lengstu lög að forðast til að verða ekki upp á aðra kom- inn. Páll segir vel frá og persónu- sköpun þeirra beggja, stúlkunnar og skáldsins, verður mjög skýr. Sömuleiðis er konan Þrúða, hjálp- arhella beggja, ágætlega dregin. Styrkur Páls fannst mér liggja í samtölunum. Hann hefur ótví- rætt og áreynslulaust vald yfir þeim. Hann hefur einnig næmt auga fyrir ýmsu smálegu í mann- legum samskiptum, sem dýpkar frásögnina. Það er enginn bægslagangur í þessari bók, en hún skilur eftir áhrif sem eru ákaflega þekkileg, vegna meðferðar Páls á efni og persónum. Eftirminnileg saga sem verðskuldar athygli og lestur. Höföar til .fólks í öllum starfsgreinum! Afmæliskringla. Uppskriftin er á Gluten Blue Star umbúöunum.' Gluten Blue Star er náttúrulegt, óbleikjaö hveiti. Heimabaksturinn fær þess vegna fallegan, gullinn blæ. Gluten Blue Star er danskt hveiti sem blandað eramerísku mjöli. Hátt htutfall sterkju (gluten) tryggir frábæra bökunareiginleika og fallegan bakstur. Prófaðu uppskriftirnar á umbúðunum. í versluninni þar sem þú kaupir Gluten Blue Star færðu einnig bækling með uppskriftum að girnilegum kökum og tertum Gluten Blue Star. Danskt hveiti blandað amerísku mjöli. Biðjið um hveitið með bláu stjörnunni. Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.