Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 38

Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 38
38 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 Gyllenhammarnefndin sitjandi frá vinstri: Poul J. Svanholm, Ulf Sundquvist, Georg Paulsen, Tor Moursund og Sören Mannheimer. Standandi frá vinstri: Kari Karimao, Torvild Aakvaag, Erlendur Einarsson, Percy Barnevik og dr. Pehr G. Gyllenhammar. Gyllenhammar-nefndin skilaði lokaskýrslu í Helsinki í gæn Vill tryggja velmegun og auka áhrif Norðurlanda út á við Gyllenhamarnefndin afhenti í gær í Helsinki forsætisráðherrum Norð- urlanda lokaskýrslu sína, en nefndin átti upphaflega að kanna ýmsa möguleika á norrænu efnahagssam- starfi, útfæra tiliögur, sem þegar lágu fyrir, í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir sem hlut áttu að máli, og marka langtímastefnu á ýmsum mikilvægum sviðum í því skyni að stuðla að viðtækum framförum í efnahagslífi á Norðurlöndum. Um verkefnið sagði í yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlanda frá 29. febrúar 1984: „Ráðherrarnir álíta að samstarfsnefnd, skipuð fulltrúum sem gegna leiðtogahlut- verki á öllum helztu sviðum við- skipta og framleiðslu — nefnd sem starfi sjálfstætt utan opinberra norrænna samtaka — geti stuðlað að markvissri þróun í efnahags- legu samstarfi meðal Norðurlanda með víðtækri reynslu sinni og frumkvæði. Hin almenna stefnu- yfiriýsing varðandi norrænt efna- hagslegt samstarf, sem samþykkt var af forsætisráðherrum og ráð- herranefndinni í desember 1981, gæti skoðast sem upphafsgrun- dvöllur að væntanlegum störfum vinnuhópsins." í útdrætti úr lokaskýrslu Gyll- enhammernefndarinnar segir m.a.: „Við álítum að samstarf meðal Norðurlandaþjóðanna hljóti að verða þeim öllum til hagsbóta. Unnt er að nýta sameiginlegar auðlindir þeirra betur en nú er gert. Ef við brytjum niður „múrana" sem enn aðskilja þessi lönd, ykist styrkur þeirra og hag- kvæmni í framleiðslu, viðskiptum og stjórnun. Við getum tekið hönd- um saman um að sinna gagnlegum verkefnum í rannsóknum og fræðslu. Með samstarfi getum við tryggt betur velmegun okkar og látið meira að okkur kveða á al- þjóðlegum vettvangi. Þetta myndi ennfremur hlúa að sameiginlegu gildismati. Norðurlandabúa, þ. á m. skoðunum þeirra á mannlegri virðingu, samstöðu og friði. Við álítum að áform norrænu fjármálaráðherranna, hvað snert- ir efnahagslegt samstarf Norður- landa á breiðari grundvelli, séu traust undirstaða að aukinni samræmingu í efnahagslegri stefnumörkun. Við teljum að unnt sé að bæta hag Norðurlandaþjóðanna en bætt þróunarskilyrði munu leysa aukna atorku úr læðingi. Forsendurnar, sem hér mætti nefna til, snerta t.d. samræmingu á löggjöf um fjár- magnsmarkað, viðskipti, niður- greiðslur, byggðastefnu, samgöng- ur og fræðslumál." Um vinnuhætti nefndarinnar segir, að samstarfsnefndin hafi lagt megináherzlu á að skilgreina og útskýra grundvallarforsendur norræns samstarfs í efnahagsmál- um. Ennfremur hafi vinnuhópur- inn leitast við að benda á vanda- mál, sem hafa takmarkað efna- hagslegt samstarf Norðurlanda. Nefndin hvetur einnig til frum- kvæðis og framtaks á ýmsum svið- um efnahagslífsins. Talsvert af starfinu hefur átt sér stað utan vinnuhópsins. Ann- ars vegar var um að ræða verkefni sem nefndin fól öðrum, en hins vegar kom til framtakssemi aðila, sem fengu hvatningu af hug- myndum og umræðum nefndar- innar. Skoðanakönnun var gerð fyrir tilstilli nefndarinnar og hún sýndi að um 46 af hundraði þeirra sem svöruðu álitu að samstarfi Norður- landaþjóðanna væri of þröngur stakkur skorinn. Þeir sem töldu samstarfið ganga of langt námu aðeins einum af hundraði." Um aðgerðir nefndarinnar segir á sviði efnahagslífs, skipulagning- ar og samræmingar, að í samvinnu við Norræna fjárfestingarbank- ann hafi nefndin falið „Institute of Industrial Economics" að fram- kvæma rannsóknir á sviði norræns samstarfs í einkarekstri, mögu- leika þess og vandamál, rar.nsókn- ir á útflutningskerfi Norðurlanda og á samstarfi í viðskiptum og eignaraðild að fyrirtækjum á Norðuriöndum. Þá hefur Iðnþróunarstofnun Norðurlanda — Industrial Deve- lopment Foundation" verið endur- skipulögð sem samnorræn stofnun og stofnaður hefur verið fjárfest- ingasjóðurinn „Euroventure Nordica" í samvinnu við „Euro- venture". Tillögur hafa verið lagðar fram um stofnun norrænnar upplýs- ingatæknistofnunar „Norit“ og tillaga hefur verið lögð fram um samnorrænan háskóla í tilrauna- skyni. í samgöngumálum Norðurlanda hefur nefndin ýtt úr vör verkefn- inu „Scandinavian Link“, sem miðar að því að stytta um helming ferðatíma milli helstu borga á Norðurlöndum landleiðis — og eins að tengja Norðurlönd betur við aðra hluta Evrópu (ísland er að sjálfsögðu undanskilið). Framkvæmd var skoðanakönn- un meðal Norðurlandabúa um álit þeirra á þessum bræðraþjóðum, stofnuð var vinnumiðlun fyrir Norðurlandabúa, „Nordjobb", sem útvegar ungu fólki störf í fríum og haldin var ráðstefna um stöðu kvenna og framtíðarhorfur. f menningarmálum er nú í gangi undirbúningur að norrænni menn- ingarhátíð, sem áformað er að halda í Gautaborg árið 1989 og frumkvæði var veitt að fyrstu norrænu æskulýðshátíðinni, sem haldin var á breiðum grundvelli. Um framtíðarverkefni í löggjög telur nefndin að undirbúa þurfi lög um samnorræn fyrirtæki og nema þarf úr gildi lög, sem tiltaka Norð- urlandabúa sem „útlendinga" hverja hjá öðrum. Þá vill nefndin auka frjálsræði á samnorrænum fjármagnsmarkaði með óhindruðu fjármagnsstreymi milli landanna, frjálsræði í fjárfestingu og eignar- aðild að fyrirtækjum og auknu frjálsræði í viðskiptum á þjónustu- sviði svo og samræmingu á lögum þar að lútandi. Þá telur Gyllenhammarnefndin að aflétta þurfi viðskiptamismun- un svo sem eins og takmörkunum á vöruflutningum milli landanna, mismunu á töxtum og skilmálum almennra vöruflutninga, misræmi í stöðlun og reglugerðum varðandi viðskipti, beinum styrkjum til óarðbærra fyrirtækja og ríkis- styrktum lánafyrirgreiðslum í viðskiptum milli Norðurlandanna. Þá vill nefndin gera ráðstafanir til þess að auka samkeppnishæfni norræns útflutningsiðnaðar, ásamt aukinni innbyrðis sam- vinnu, lánafyrirgreiðslu og stofn- un Norræns þróunarsjóðs — „Nordic Development Fund“. Loks vill nefndin skoða stefnu í fræðslumálum sem samnorrænt verkefni og afla gagnkvæmrar viðurkenningar á lærdómsgráðum, tryggja að háskólar og rannsókna- stofnanir á Norðurlöndum njóti alþjóðlegrar viðurkenningar, hefja samvinnu og umræðu í því skyni að laga háskólamenntun að breyttu skipulagi í efnahagslífinu, leggja áherzlu á almenna kunn- áttu, rannsóknir og tækifæri til menntunar á þeim sviðum þar sem slíku er ábótavant á Norðurlönd- um og gera menntakerfið sveigjan- legra. f Gyllenhammarnefndinni eru eftirtaldir menn: dr. Pehr G. Gyll- enhammar, formaður Volvo AB, Svíþjóð, formaður, Ulf Sundqvist, bankastjóri Finlands Arbetar- sparbank, Finnlandi, varaformað- ur, og aðrir nefndarmenn: Percy Barnevik forstjóri ASEA AB Sví- þjóð, Erlendur Einarsson forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufé- laga fslandi, Kari Kariamo for- stjóri OY Nokia AB Finnlandi, Sören Mannheimer borgarráðs- maður í Gautaborg Svíþjóð, Tor Moursund bankastjóri Cristiania Bank og Kreditkasse Noregi, Ge- org Paulsen formaður Dansk Met- alarbejderforbund Danmörku, Poul J. Svanholm, aðalfram- kvæmdastjóri De Forenede Brygg- erier A/S Noregi. Erlendur Einarsson um starf GyUenhammar-hópsins: Margt getur komið okkur vel í tillögum nefndarinnar „ÞAÐ ER æði margt, sem gæti komið okkur ísiendingum vel, ef tillögurnar næðu fram að ganga, auk þess sem vissar framkvæmdir hafa verið ákveðnar," sagði Erlend- ur Einarsson, forstjóri SÍS, um tillögur Gyllenhammar-nefndar- innar, en hann hefur átt sæti í nefndinni frá því er hún var skipuð. Sem svar við spurningunni, hvernig gætu tillögur nefndar- innar komið íslendingum til góða, nefndi Erlendur, að ýmsum hindrunum á sviði viðskipta og samstarfs í iðnaði eða öðrum viðskiptum yrði rutt úr vegi — næðu tillögurnar fram að ganga. Þar nefndi Erlendur einnig, að flutningur fjármagns milli Norð- urlandanna yrði frjálsari en nú er og samræming á ýmsum lög- um og reglugerðum er snerta verzlun, framleiðslu og viðskipti myndi eiga sér stað. Þá myndu ýmsir ríkisstyrkir verða sam- ræmdir eða felldir niður t.d. í iðnaði og öðrum viðskiptum. Erlendur kvað Island geta orðið aðila að norrænum útflutn- ingssjóði og útflutningstrygging- um, en I þessum efnum væru íslendingar gjörsamlega út úr kortinu ef svo mætti segja. Þá gætu íslendingar einnig orðið aðnjótandi sameiginlegs nor- ræns átaks í tæknimenntun, en Norðurlönd væru eftirbátar annarra þjóða á þessu sviði. Tæknimenntun væri undirstaða þátttöku íslands í tækniiðnaði og á því sviði værum við mjög skammt á veg komnir, þótt nokkrir sprotar hafi fest rætur á sviði rafeindatækni. Erlendur Einarsson kvað Is- land ekki vera aðila að Scandi- navian Link-áætluninni, en mjög þýðingarmikið væri fyrir okkur að ná meiri framleiðni í flutn- ingamálum. Sé litið til aðalfram- leiðslu þjóðarinnar, sem er fisk- urinn, þá er flutningskostnaður gífurlega mikill þáttur í verð- myndun fisksins. Sjálf væru veiðiskipin flutningatæki. Mörg aðföng þyrfti að flytja um langan veg, hvort sem er til útgerðar eða vinnslu og síðar verður að flytja fiskinn á markað — oft um mjög langan veg á borð neytenda. Erlendur Einarsson sagði: „Eins og fram kemur í fréttatil- kynningu frá okkur í Gyllen- hammar-hópnum, þá er ákveðið að koma á fót sjálfstæðri iðn- þróunarstofnun í Stiftelsen af Industriutvikling í Norden, sem verður staðsett í Osló. Þessi stofnun, sem verður í eigu fyrir- tækja á Norðurlöndum, er óháð ríkisafskiptum, á að vinna sér- staklega að því að koma í fram- kvæmd samvinnu í iðnaði, versl- un eða þjónustu milli fyrirtækja á Norðurlöndum eða hjálpa fyr- irtækjum sem eru með álitlegar hugmyndir á þessum sviðum að gera þær að veruleika. Þá verður sett á stofn sérstakur fjárfest- ingarsjóður — Euroventure Nordica, en sjóður þessi á að geta lagt fram áhættufjármagn í minni fyrirtæki, sem talin eru hafa góða rekstrarmöguleika. NORIT, menntastofnun á sviði upplýsingatækni, verði einnig sett á stofn." Þá gat Erlendur einnig um Norræna listahátíð, sem ákveðið er að halda í Gautaborg í júlí- og ágústmánuðum 1989. „Verður hún meiri að umfangi en nokkur slík listahátíð, sem áður hefur verið haldin á Norðurlöndum," sagði Erlendur Einarsson. Að lokum sagði Erlendur Ein- arsson: „Ég vil að lokum láta í Ijós þá skoðun að aukin norræn efnahagssamvinna getur átt mikla möguleika í framtíðinni, ef ráðamenn hafa þor og dug til að ryðja úr vegi ýmsum hindrun- um, sem takmarka þessa sam- vinnu nú. Við íslendingar verð- um að gæta þess vel að einangr- ast ekki um of. Vegna smæðar okkar þurfum við nánara sam- starf við þær þjóðir, sem standa okkur næst þjóðernis- og menn- ingarlega. Aukið norrænt efna- hagssamstarf á að geta treyst efnahag okkar og reist fleiri stoðir undir atvinnulífið á Is- Iandi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.