Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 39

Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 39 Almanak Þroskahjálpar ÚT ER komið happdrættisalmanak Landssamtaka Þroskahjálpar fyrir árið 1986. Aimanakið er gert í sam- vinnu við félaga í fslenskri grafík og prýða það 13 grafíkmyndir eftir íslenska listamenn, ein fyrir hvern mánuð, auk litmyndar á forsíðu. Sami háttur var hafður á sl. ár og mæltist vel fyrir; almanakið seldist upp. Eins og nafnið bendir til er almanakið jafnframt happdrætt- ismiði og eru vinningar tveir bílar, Toyota Corolla, og tíu sjónvarps- tæki af Orion-gerð, samtals að verðmæti 1,1 millj. kr. Verður dreginn út vinningur mánaðarlega allt árið. Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð 1976 f því skyni að sameina í eina heild þau félög sem vinna að máiefnum fatlaðra sem ekki geta barist fyrir hagsmunum sínum sjálfir. Eru nú í samtökun- um 26 aðildarfélög sem starfa um land allt, bæði foreldra- og styrkt- arfélög og fagfélög þeirra sem hafa sérhæft sig í kennslu og þjálfun fatlaöra. Þroskahjálp er í senn baráttuaðili fyrir rétti fatlaðra og samstarfsaðili við ríkisvaldið um málefni þeirra og á ótvíræðan þátt í þeirri ánægjulegu uppbyggingu sem orðið hefur i þjónustu við fatlaða undanfarin ár. Auk þess sinna samtökin fræðslu- og útgáfustarfsemi, standa m.a. að fræðslunámskeið- um fyrir aðstandendur fatlaðra barna og ungmenna og gefa út tímaritið Þroskahjálp sem kemur út fjórum sinnum á ári. Þá rekur Þroskahjálp gistiheimili í Kópa- vogi fyrir foreldra utan af landi sem þurfa að sækja til höfuð- borgarinnar með fötluð börn sín til rannsókna eða meðhöndlunar. Almanakshappdrættið er megin fjáröflunarleið Þroskahjálpar og vænta samtökin þess að fólk taki vel á móti sölumönnum þeirra næstu vikurnar. nemendur í 6. bekk Verslunarskóla Islands og Söngsveitin Fílharmónía munu annast sölu á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, ásamt félagsmönnum. í boði er glæsilegt listaverkaalman- ak og veglegir happdrættisvinn- ingar. (FrétUUIkynning frá landssamtökunum Þronkahjálp.) • ISLENSK BÓKAMENNING ER VERÐMÆTI • FODURLAND VORT HAíFT ER HAHD LÚÐVÍK KRISTJÁNSSON: ÍSLENSKIR SJÁVARHÆTTIR IV. Fyrri bindi þessa mikla ritverks komu út 1980,1982 Meginkaflar þessa nýja bindis eru: og 1983 og eru stórvirki á sviði íslenskra fræða. BEITA OG BEITING, VEIÐAR MEÐ HANDFÆRI, § VEIÐAR MEÐ LÓÐ OG ÞORSKANETUM, LEND- | Bókin er 546 bls. með 469 myndum þar af eru 35 ING-UPPSETNING-FJÖRUBURÐUR, SKIPTI- I prentaðar í litum. VÖLLUR-AFLASKIPTI, LANDLEGUR, VER- GÖGN, HAGNÝTING FISKIFANGS, ÞORSK- HAUSAR OG SKREIÐARFERÐIR OG FISKI- FANGSVERSLUN.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.