Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 47
!-
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
47
rísa nýtt skipafélag hér. Þeir segja
að möguleikinn á nýju félagi og
samkeppnin frá þeim aðilum sem
fyrir eru sé þeim nægjanlegt að-
hald.
Starfsmannafélag Hafskips hef-
ur nú óskað eftir því að það verði
kannað hvort hægt er að rifta þeim
hlutafjárloforðum, sem einstakir
starfsmenn fyrirtækisins gáfu í
febrúar sl. Er Útvegsbankinn nú
með þessa ósk félagsins til at-
hugunar. Fjölmargir aðrir hlut-
hafar og viðskiptavinir Hafskips
eru einnig mjög óánægðir með þá
stefnu, sem málið hefur tekið, og
nú á eftir að reyna á það hvað
þeir gera. Munu þeir stofna til nýs
ævintýris strax á næsta ári, eins
og sumir þeirra eru þegar farnir
að ræða innan sinna raða eða
munu þeir að megninu til beina
viðskiptum sínum til Eimskips?
Einn viðmælandi minn, sem tapað
hefur talsverðu fé vegna gjald-
þrots Hafskips, sagðist ekki í
nokkrum vafa um að nýtt skipafé-
lag yrði stofnað. Hann sagði að
mikillar óánægju gætti í röðum
Hafskipshluthafa með þá stöðu
sem nú væri komin upp. Margir
þeirra gætu alls ekki hugsað sér
að taka upp viðskipti við Samband-
ið, og aðrir væru þegar farnir að
finna fyrir því að Eimskipsmenn
væru farnir „að breikka í stólun-
um“. Nú þýddi ekki lengur að segja
„Ég hef nú fengið þetta á þessum
kjörum hjá Hafskip". Einokun
Eimskips á markaðnum væri þeg-
ar orðin að veruleika, sem mætti
ekki verða viðvarandi.
Gengur ekki svo
langt aö segja að hann
hafi verið blekktur
Þessi athafnamaður sagðist óán-
ægður með það hvernig staðið var
að hlutafjáraukningunni í febrúar
sl. þó hann segðist ekki vilja ganga
svo langt að segja að hluthafarnir
hefðu beinlínis verið blekktir.
Hann sagði að mikið af upplýsing-
um hefði vantað, til þess að hlut-
hafar gætu tekið málefnalega af-
stöðu til þess hvort þeir ættu að
leggja fé í hlutafjáraukninguna.
Því hafi verið borið við að erfiðlega
og seint gengi að fá upplýsingar
frá Bandaríkjunum, en slikar við-
bárur væru einfaldlega ekki nógu
sterk röksemdafærsla árið 1985,
þegar tölvuvæðing fyrirtækja væri
orðin að raunveruleika.
Forsvarsmenn Hafskips segja
það fráleitt að halda því fram að
þeir hafi vísvitandi blekkt hlut-
hafa á hluthafafundinum. Vekja
þeir athygli á því að stjórnar-
hópurinn og fyrirtæki þeirra áttu
75% hlutafjáraukningarinnar.
Það sé einfaldlega sorgleg stað-
reynd, að menn hafi ekki vitað
betur, þar sem svo mikið hafi skort
á að upplýsingar um kostnað lægju
fyrir.
Fjölmargir sem sætta
sig hvorki við
Eimskip né SÍS
Einn viðmælandi minn segist
vera í hópi þeirra fjölmörgu sem
sætti sig hvorki við viðskipti við
Eimskip né SÍS og því muni hann
ásamt öðrum nú á næstunni hefja
undirbúning að stofnun nýs skipa-
félags. Það segi sína sögu að Skipa-
deild Sambandsins, með um 20%
flutninganna, virðist hafa þokka-
lega afkomu og þá ætti nýtt félag,
með um 30% flutninganna, ekki
síður að geta náð slíkri afkomu.
Stofnun nýs félags þurfi mikinn
og góðan undirbúning, og þurfi að
Ibyggjast á sterkum mönnum, sem
hafi fjármagn, en þurfi sem
minnst að leita eftir bankafyrir-
greiðslum. Stærsta áhyggjuefnið
sem þeir sem hugi að stofnun nýs
félags hafi, sé það hvort Eimskip
takist að tryggja sér einokunarað-
stöðu sína um ókomna framtíð,
með því að fá með í kaupunum
hafnaraðstöðuna í austurhöfninni
I Reykjavík og útiloka þar með
möguleikann á því að nýtt skipafé-
lag geti athafnað sig í Reykjavík-
urhöfn. Hann telur að slíkt mark-
mið hafi verið höfuðástæða þess
að Eimskip vildi kaupa Hafskip.
Þessi maður segist að sjálfsögðu
harma það hvernig fór fyrir Haf-
skip, en engu að síður finnist
honum fyrir neðan allar hellur
hvernig alþingismenn hafi hagað
sér í þessu máli, og velt sér upp úr
því. Hann bendir á að Hafskip
hafi tekið áhættu, og tapað. Hlut-
hafarnir hafi margir hverjir tapað
stórfé, en það hafi verið áhætta
sem þeir voru fúsir að taka, til
þess að reyna að tryggja eðlilega
samkeppni á flutningamarkaðnum
hér. Bendir hann á að þingmenn
mættu líta sér nær, þegar þeir eru
að tala um hvað Hafskipsævintýr-
ið kosti hverja fjölskyldu í landinu.
Þeir tali ekki um þjóðarskatt
þegar minnst sé á Kröfluævintýr-
ið, sem hafi kostað þjóðina millj-
arða. Það ævintýri, ásamt Krísu-
víkurskólaævintrýi og fjölmörgum
öðrum, hafi verið pólitísk ævintýri
ákveðið af alþingismönnum og
þjóðin muni þurfa að greiða fyrir
þá sóun langt fram á næstu öld.
Hafskip var þann 5. desember
sl. tekið til gjaldþrotaskipta, eftir
að kaupsamningi íslenzka skipafé-
lagsins hafði verið rift. Höfðu
forsvarsmenn félagsins þá um
nokkra hríð þráast við að biðja
fógeta um gjaldþrotaskipti. Eim-
skip hafði þá gert bindandi tilboð
í eigur Hafskips að upphæð 9,3
milljónir dollara. Framlengdi
Eimskip tilboðinu þrisvar sinnum,
nú síðast þriðjudaginn 17. desem-
ber, en það átti að renna út þann
dag kl. 17. Veitti Eimskip skipta-
ráðanda frest til 6. janúar 1986 til
þess að aðrir hugsanlegir kaupend-
ur gætu haft tíma til þess að skoða
eigur þrotabús Hafskips og gera
kauptilboð.
Vildarkjör á greiðslum
Ljóst er að tilboð Eimskips nú
er mun lægra en það sem upp-
haflega var rætt um í haust. Út-
vegsbankinn hefur fyrir sitt leyti
samþykkt að taka tilboði Eim-
skipafélags íslands, en ekki mun
liggja fyrir fyrr en í desember-
mánuði hvort skiptaráðandi tekur
tilboðinu. Allt þykir þó benda til
þess í dag að tilboðinu verði tekið.
Vildarkjör eru á greiðslum, eink-
um þeim sem fram eiga að fara
fram í íslenskri mynt. Liðlega
helming andvirðisins á Eimskip
að greiða Útvegsbankanum í er-
lendri mynt, með erlendum bank-
avöxtum, og greiðist sú fjárhæð
upp á 10 árum. Fyrsta afborgun
er hins vegar ekki fyrr en í árs-
byrjun 1988. Það sem eftir er greið-
ir Eimskip í íslenskri mynt á 15
árum og byrjar sömuleiðis að
greiða það eftir 2 ár. Kjörin á því
láni eru þannig að það er verð-
tryggt, en vaxtalaust. Meta menn
þetta svo að þessi kjör jafngildi
a.m.k. 2 milljónum dollara til
lækkunar kaupverðinu. Eimskip
sé því að kaupa á yfirverði, án
þess þó að þurfa að borga það
yfirverð. Það komi Útvegsbankan-
um betur að fá bókfærðar 9,3
milljónir dollara í söluverð, eða
um 393 milljónir króna, heldur en
t.d. 300 milljónir króna. Tap bank-
ans sé þegar svo stórt. Banka-
stjórnin segir að tap bankans
vegna viðskiptanna við Hafskip sé
um 350 milljónir króna, en ljóst
er að það verður talsvert umfram
það og 400 milljónir er líklega síst
of lág tala. Til dæmis liggur fyrir
að bankinn getur ekki fengið í sinn
hlut allt kaupverðið, því forgangs-
kröfur eins og sjóveðskröfur og
launakröfur eru kröfum bankans
sterkari. Bankinn á í eigið fé um
530 milljónir króna, en þegar þetta
dæmi er endanlega uppgert gæti
sú tala verið í kringum 100 milljón-
ir króna. Það liggur því beint við,
nú eftir að tillögur um sameiningu
bankanna hafa séð dagsins ljós,
að bankinn sameinist á næstunni
annað hvort Verzlunarbankanum
og Iðnaðarbankanum eða Búnað-
arbankanum, eins og valkostir
nefndarinnar gera ráð fyrir.
Hvort nýtt skipafélag á svo eftir
að líta dagsins ljós á næsta ári eða
í náinni framtíð og hvar það fær
bankafyrirgreiðslu getur tíminn
einn leitt í ljós.
Jólasaga og
litabók fyrir börn
ELLÝ, Ulli og Bananajólasveinagildran heitir jólasaga og litabók, sem gefin
hefur verið út í tilefni af ári æskunnar 1985 og er tileinkuð börnum á íslandi.
Höfundar textans eru Brynjar
Ragnarsson og Margrét Kristín
Björnsdóttir, teikningar eru eftir
Brynjar og Ásgeir Bergmann.
Sagan segir frá systkinunum Ellý
og Úlla, sem kvöld nokkurt
skömmu fyrir jól eru ein heima
og fá þá hugdettu að veiða jóla-
sveininn. Þau ákveða að noca til
þess bananagildru. Þetta ráða-
brugg heppnast og síðan segir
sagan af því sem gerist hjá þeim
systkinum og Jóla.
í hverri opnu eru myndir, sem
börnin geta litað og aftast eru
auðar síður, þar sem börnin geta
bæði teiknaö og litað það, sem
sagan blæs þeim í brjóst.
ELLÝ. ÚLU OG
mMmnm
HUGUÚFJÓLASAGA OG UTABÓK
Tapaði
brúnu
veski
FÖSTUDAGINN 13. desem-
ber varð eldri maður fyrir
því óláni að týna brúnu
seðlaveski í miðbænum. I
veskinu voru peningar og
skilríki. Mjög bagalegt er
fyrir manninn að týna vesk-
inu og peningunum svona
rétt fyrir jólin og er skilvís
finnandi beðinn að hringja
í síma 30224 eða 82380.
Morgunblaðið/Björn Guðmundsson
Jólaföndur í Ólafsvík
NÝLEGA var haldinn jólafondurdagur í grunnskóla Ólafsvíkur á vegum
Foreldra- og kennarafélagsins. Var þar allt efni til fondursins skaffað í
skólanum, einnig voru seldar veitingar, spiluð jólatónlist og fl. Þarna ríkti
sannkölluð jólastemmning og höfðu allir mjög gaman af, jafnt fullorðnir sem
börn.
ÚRVALS AMERÍSK HEIMILISTÆKI
GENERAL
ELECTRIC
HEIMILIS- OG RAFTÆKIADEILD
IhIHEKLAHF
LAUGAVEGI 170 172 SIMAR 11687 • 21240