Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESBMBER1985
Góða skapið skemmir ekki
Ragnhildur Helgadóttir, heilbrigóisráðherra, lætur hvorki skammdegi né þingannir skyggja á hinar jákvæðu
hliðar tilverunnar, ef marka má þessa svipmynd frá Alþingi
Fjármálaráðherra:
Barnabótaauki
— vaxtafrádráttur
húsnæðislána
Þorsteinn Pálsson fjármálaráð-
herra mælti í fyrradag fyrir tveimur
stjórnarfrumvörpum: um barnabóta-
auka og um vaxtafrádrátt húsnæðis-
skulda.
Barnabótaauki
f febrúar 1984 féllst ríkisstjórn-
in á að greiða tekjutengdan barna-
bótaauka til þess að liðka fyrir
samningum milli ASf og VSÍ.
Rétturinn til barnabótaaukans var
bundinn við það að tekjur og eignir
fari ekki yfir ákveðið mark. Þessi
háttur gilti 1984 og 1985 og sam-
kvæmt þessu frumvarpi einnig á
næsta ári. Þannig var stuðlað að
því að þeir, sem erfiðasta afkomu
hafa, njóti aukans. Auk þess er
stefnt að því að barnabótaaukinn
bæti að einhverju leyti þá kjara-
skerðingu, sem þeir tekjulægstu
hafa orðið fyrir, sagði fjármála-
ráðherra.
Tekjuskattur 1986
3.150 m.kr.
Fjármálaráðherra mælti einnig
fyrir vaxtafrádrætti húsnæðis-
skulda við útreikning tekjuskatts.
Vextir og verðbætur af sjálfskuld-
arábyrgðum til húsnæðismála
njóta sama réttar og veðlán. Frá-
dráttartímabil vaxta lengist úr 3
og 6 árum í 4 og 7.
Horfið er frá öflun viðbótar-
tekna til ríkissjóðs í formi hækk-
aðs vörugjalds. Ekki þótti fært að
hækka þann veg framfærslukostn-
að í upphafi nýs samningatímabils
á vinnumarkaðinum.
Lagt er til að skattvísitala 1986
verði 136 stig miðað við 100 1985.
Samkvæmt því er ráðgert að nettó-
tekjur ríkissjóðs af tekjuskatti
1986 verði 3.150 m.kr.
MÞin
Stuttar þingfréttir
Krafla seld Landsvirkjun
Þriðja umræða fjárlaga á morgun
Það var þungur straumur í þing-
störfum í gær. Lög afgreidd nánast
á færibandi. Meðal laga sem sam-
þykkt vóru má nefna: 1) Nala
Kröfluvirkjunar til Landsvirkjunar;
2) Hitaveita Suðurnesja (skipting
hlutafjáreignar o.fl.), 3) Lög um
iðnráðgjafa (gildistími framlengdur
til ársloka næsta árs); 4) Lög um
sóknargjöld; 5) Lög um almanna-
tryggingar (fæðingarorlof/fleirbura-
fæðing); 6) Lög um sjúkratrygging-
argjald (framlenging gildistíma).
Líkur stóðu til að lagagildi hlytu á
kvöldfundi: A) Tímabundið vöru-
gjald (framlengdur gildistími) B)
Lög um staðfestingu viðbótarsamn-
ings við Alusuisse; C) Lög um verð-
jöfnunargjald á raforku og D) Lög
um skráningu skipa.
Deilumál
Á dagskrá efri dcildar var þing-
mannafrumvarp um þrengingu
heimilda til fóstureyðinga, fyrsta
umræða í fyrri þingdeild. Á dag-
skrá neðri deildar var stjórnar-
frumvarp um varnirgegn kynsjúk-
dómum, það er að alnæmi skuli
skrá sem kynsjúkdóm, framhald
fyrstu umræðu í síðari þingdeild.
Skoðanir eru skiptar um þessi má!
og má búast við nokkrum umræð-
um. Möguleiki er þó talinn á því
að síðara þingmálið geti orðiö að
lögum fyrir jólahlé.
“Nýtt Víðishús“
Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) vék
að því — í umræðu um málefni
aldraðra — að framkvæmdavaldið
gangi freklega á rétt fjárveitinga-
valdsins. Nefndi hann til ákvörðun
menntamálaráðherra um kaup á
húsi Mjólkursamsölunnar í
Reykjavík fyrir 110 m.kr., án þess
að málið væri borið upp við fjár-
veitinganefnd eða Alþingi. Jafnvel
þeir sem „standa blóðugir upp að
öxlum í niðurskurði" taka sér slíkt
eyðsluvald, sagði Ólafur. Svavar
Gestsson (Abl.-Rvk.) sagði „nýtt
Víðishús“ komið til sögunnar.
Upptaka ólöglegs
sjávarafla
Á árabilinu 1980—1985 hafa
verið kveðnir upp samtals 678 úr-
skurðir um upptöku ólöglegs sjáv-
arafla, samkvæmt svari Halldórs
Ásgrímssonar, sjávarútvegsráð-
herra, við fyrirspurn Skúla Alex-
anderssonar (Abl.-Vl.). Samtals
nemur fjárhæð, samkvæmt þess-
um úrskurðum, rúmum 15 m.kr.,
þar af eru 8 m.kr. útistandandi,
aðallega frá yfirstandandi ári.
Ráðstöfun fjár úr upptökusjóði
í ár (1985) er sem hér segir: 1)
Hafrannsóknastofnun, tækjakaup
1 m.kr., 2) Tölvuvæðing vegna
veiðieftirlits 612 þúsund og Vinna
við landgrunnskort 94 þúsund.
Fjárlög á morgun
Þriðja umræða frumvarps að
fjárlögum komandi árs fer fram á
morgun, föstudag. Þingstörfum
fyrir jólahlé lýkur með fjárlagaaf-
greiðslu. Bjartsýnismenn telja að
þingmenn fari í frí á föstudags-
kvöld. Aðrir telja líklegra að at-
kvæðagreiðslu, eftir þriðju um-
ræðu fjárlagafrumvarðs, verði
frestað fram á laugardagsmorgun.
Eggert Haukdal
Eðlilegt er, sagði Eggert, að
minnka útflutningsbætur búvöru
í áföngum, við núverandi aðstæð-
ur. Niðurgreiðslustig innanlands
má hinsvegar ekki minnka. Þvert
á móti þyrfti það að hækka. Kjöt-
sala til Keflavíkurflugvallar
greiddi oggötu landbúnaðarins.
Aðalatriðið er að ríkisstjórnin
og stuðningslið hennar nái góðu
sambandi við þjóðina. Það þarf að
eyða ágreiningi í samstarfinu. Við
þurfum að láta verkin tala —
betur.
Heiðurslaun listamanna 1986:
Tillaga um fimmtán einstaklinga
FIMMTÁN listamenn fá heiðurs-
laun á næsta ári samkvæmt breyt-
ingartillögu við fjárlagafrumvarp,
sem þrettán þingmenn úr öllum
þingflokkum flytja. Fyrsti flutn-
ingsmaður er Halldór Blöndal,
(S-Ne.). Heiðurslaun listamanna
samkvæmt tillögunni verða sam-
tals 4.125.000 og koma kr. 250.000
í hlut hvers.
Listamennirnir sem heiðurs-
launa njóta á næsta ári eru:
Finnur Jónsson, Guðmundur
Daníelsson, Halldór Laxness,
Hannes Pétursson, Indriði G.
Þorsteinsson, Jóhann Briem, Jón
Helgason, Jón Nordal, María
Markan, Matthías Johannessen,
Ólafur Jóhann Sigurðsson,
Snorri Hjartarson, Stefán fs-
landi, Svavar Guðnason, Valur
Gíslason.
Tízkuverslunin Betty
NÝLEGA var opnuð tískuverslunin
„Betty“ á Skólavörðustíg 12 í
Reykjavík. Verður þar boðið upp á
kvenfatnað frá vestur-þýska fyrir-
tækinu „Betty Barclay".
í fréttatilkynningu frá eigend-
um verslunarinnar, sem eru Ragna
Kemp Guðmundsdóttir og Elín
Reynisdóttir, segir að fyrirtækið
„Betty Barclay" framleiði einnig
fatnað undir merkjunum „Gil
Bret“ og „Vera Mont“. Hjá „Gil
Bret“ er aðallega boðið upp á káp-
ur, jakka og dragtir, en „Vera
Mont", sem staðsett er í Frakk-
landi, sérhæfir sig í samkvæmis-
fatnaði.
Eggert Haukdal um fjárlögin:
Látum verkin
tala betur
falli niður
TVEIR þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, Halldór Blöndal og
Björn Dagbjartsson, hafa flutt
breytingartillögu við frumvarp
til fjárlaga fyrir árið 1986, þess
efnis, að gjaldaliðurinn Menn-
ingarmálastofnun Sameinuðu
þjóðanna, UNESCO, falli niður.
Bæði Bandaríkjamenn og Bret-
ar hafa sagt skilið við þessa
stofnun, en starfsemi hennar
hefur verið umdeild hin síðari
árin.
Eggert Haukdal (S.-SI.) gagnrýndi
sitt hvað við fjárlagagerð í fjárlaga-
umræðu. Ekki sízt að niðurskurðar-
hnffnum væri einkum beint að
framkvæmdahlið fjárlaga. Síður
væri tekið á rekstrarhliðinni, til
dæmis hjá heilbrigðis- og mennta-
málaráðuneyti, sem taki til sín
stærstan hluta fjárlagadæmisins.
Eggert Haukdal spurði efnislega:
Er ekki lyfjanotkun hér á landi úr
hófi? Er ekki kostnaður við sér-
fræðinga of hár miðaö við laun
láglaunafólks, t.d. í heilbrigðis-
þjónustu? Er ekki hægt að draga
úr miðstýringu í skóla- og mennta-
kerfinu? Er víst að ekki megi færa
til betri vegar hjá Lánasjóði náms-
manna? Er ekki hægt að nýta mun
betur fyrirliggjandi lánsfé í hús-
næðiskerfinu — með breyttum
reglum?
Frumvarp til fjárlaga:
Framlag til
UNESCO
Ræðumaður vék að sveiflum í
atvinnu- og efnahagslífi, sem væru
tíðar og miklar. Ef ríkisstjórnin
telur nauðsynlegt að færa út tekju-
öflun ríkissjóðs, sagði þingmaður-
inn, verður hún að leita þangað
sem fjármunir eru fyrir. Ekki þýð-
ir að íþyngja framleiðslunni eða
blóðmjólka launþega.
„Þá vil ég láta koma fram þá
skoðun mína“, sagði Eggert, „að
tiltölulega fáar milljónir til hækk-
unar á helztu framkvæmdaliðum,
svo sem skóla, sjúkrahúsa, hjúkr-
unarheimila og hafna hefðu sætt
menn betur við niðurstöður fjár-
laga án þess að skipt hefði sköpum
í búskap ríkisins."
Við höfum rætt of mikið um
fiskveiðistefnu en of lítið um af-
komumál sjávarútvegsins að öðru
leyti, sagði þingmaðurin. Fast-
gengisstefnan er tvíeggjuð. Lækk-
un vaxta og endurskoðun á grund-
velli verðtryggingar er eitt brýn-
asta hagsmunamál atvinnuveg-
anna.