Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 19.12.1985, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 49 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Helgi Bergs, bæjarstjóri, mælir fyrir fjárhagsáætlun næsta árs á bæjarstjórnarfundi á þriðjudagskvöld. Til vinstri á myndinni er forseti bæjarstjórnar, Sigurður Jóhannesson, Framsóknarflokki, og hægra megin er Sigurður J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki. Fjárhagsáætlun líklega 40 milljónir fram úr áætlun: Óskhyggja og rangar áætlanir meirihlutans — urðu til þess að ekki var meiru veitt til Síðuskóla, segir Gunnar Ragnars Akureyri, 18. deaember. GUNNAK Ragnars, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum um fjárhagsáætlun í gærkvöldi að eitt aðaleinkenni stöðu bæjarins væri að harðnað hefði á dalnum hjá bæjarsjóði. „Fjárhagsáætlun fer verulega úr skorðum á þessu ári — líklega 40 milljónir fram úr áætlun. Þetta er stór upphæð — um 10%af fjárhagsáætlun ársins,“ sagði Gunnar. „hefði ekki verið farið í þessa för“. Gunnar sagði einnig að auðvitað væri óþolandi að bæjarfélag eins og Akureyri þyrfti nánast að byggja grunnskóla sína upp á eigin spýtur. „Mér sýnist ríkið munu hafa greitt 3,6 milljónir af 40 sem farið hafa í Síðuskóla," sagði hann, en ríkið á að greiða helming af kostnaði. Akureyri: Bæjarfulltrú- ar vilja halda verðjöfnunar- gjaldinu í bænum Akurcvri. 18. desember. VILJI ER fyrir því í bæjarstjórn Akureyrar að fellt verði niður verð- jöfnunargjald af hitunarkostnaði eða að gjaldið fari a.m.k. ekki úr bæjarfé- laginu. A fundí bæjarstjórnar í gær- kvöldi kom fram að Akureyringar eigi að greiða ríflega 20 milljónir í verðjöfnunargjald á næsta ári. „Við höfum ekki efni á að greiða niður hitunarkostnað annars stað- ar á landinu. Ég vil ná í okkar framlag. Það yrði gott fyrir Hita- veitu Akureyrar að fá þessa fjár- upphæð," sagði Jón Sigurðarson, Framsóknarflokki, sem vakti máls á þessu. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, tók undir prð Jóns og sagðist vilja að kannað yrði hvort hægt væri að fá gjaldinu aflétt eða það yrði fært til innan bæjarfélagsins. Að það færi ekki úr bænum eins og nú væri. „Ég er ekki að kasta rýrð á verðjöfnun orku í landinu en það eru engin rök sem mæla með því að Akur- eyringar, sem búa við eitt hæsta INNLEN-T orkuverð landsins, greiði milljóna- tugi í verðjöfnunargjald á ári. Við greiðum t.d. V/i til 2-falt verð miðað við sveitarfélögin í kringum okkur," sagði Sigurður. Sigurður sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að fengi hitaveitan verðjöfnunar- gjaldið til sín gæti það jafnvel komið í veg fyrir miðsárshækkun á gjaldskrá hennar á næsta ári. Bæjarsjóður 1986: Heildar- tekjur 559.520 milljónir Akureyri, 18. desember. í FRUMVARPI að fjárhags- áætlun Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir 1986 er gert ráð fyrir að heildartekjur verði 559,520 milljónir króna. Það er 35,8% hækkun frá því í fyrra. Tekjun- um er þannig skipt: 410,658 milljnir fara í rekstrargjöld, 60,281 milljón í gjaldfærðan stofnkostnað og 88,581 milljón er færð á eignabreytingar 1986. Hann tók undir það sem Sigríður Stefánsdóttir (Abl.) sagði að fagna bæri því að hægt væri að greiða starfsmönnum bæjarins góð laun en stærsti þáttur framúrkeyrsl- unnar væri þó Síðuskóli. „Það er ekki vitað hvernig slíkt gerist en það hlýtur að hafa verið vitað miklu fyrr að fjárhagsáætlun færi svo langt fram úr áætlun og ég tel það gagnrýni vert að ekki skuli hafa verið reynt að koma í veg fyrir þetta fyrr á árinu," sagði Gunnar. Gunnar sagðist hins vegar telja að menn þyrftu ekki að vera svo undrandi því ljóst væri að fjár- hagsáætlun meirihlutans hefði verið röng. „Það er ekki hægt að koma skólanum í kennsluhæft ástand fyrir 16 milljónir króna. Ég er sannfærður um að rangar álykt- anir og óskhyggja meirihlutans hafi orðið til þess að ekki var veitt meira fé til skólans." Gunnar taldi upp ýmis atriði sem virtust hreinlega hafa gleymst — svo sem byggingargjöld (2,5 milljónir), stjórnun og hönnun (um 2 milljónir), verðbætur á samninga og á samninga og tengi- gjöld hitaveitu og rafveitu svo nokkuð sé nefnt. Sjálfstæðismenn vildu fara aðr- ar leiðir en meirihlutinn til að Akureyri: Ókeypis í strætó Akareyri, I8.deaember. ÁKVEÐIÐ hefur verið að ókeypis verði í strætisvagnana á Akureyri á Þorláksmessu og aðfangadag. Er þetta gert í því skyni að fá fólk til að nota vagnana meira og til að létta á umferð. Vagnarnir ganga fram undir miðnætti á Þorláksmessu og til hádegis á aðfangadag. útvega skólahúsnæði í Síðuhverfi fyrst um sinn. Gunnar sagði: „Við vildum leggja kirkjubyggingu í hverfinu lið og nota kjallara henn- ar til grunnskólakennslu. Ég er næstum viss um að við hefðum ekki leyst málið verr þannig og við hefðum getað notað þessa aðstöðu í 2—3 ár. í staðinn töldum við að hægt hefði verið að ráðast í gerð sundlaugar í Glerárhverfi — sem lengi hefur verið á dagskrá — og að setja meira fé í Verkmennta- skólann. Mér sýnist að 40 milljónir króna verði komnar í Síðuskóla eftir næsta ár og þrjár kennslu- stofur verði nýttar. Það er varla góð nýting." Gunnar sagðist halda að ef óskhyggja og rangar áætlanir meirihlutans hefðu ekki verið uppi Hvað tekjuhliðina varðar sagði Gunnar ljóst að ekki kæmi til greina að innheimta meiri skatta en gert væri. „Álagning á útsvar nú, og jafnvel fasteignagjöld líka, er mjög svipuð því sem við lögðum til í fyrra og er verulega komið til móts við bæjarbúa." Gunnar sagði það vekja menn mjög til umhugsunar hve rekstrar- gjöld færu upp á við. „Hvar endar þetta?“ spurði Gunnar, og bætti við: „Nánast öllum beiðnum um nýmæli á næsta ári er hafnað. Það þarf að fara á gagnrýnan hátt ofan í rekstur bæjarins og taka hann að ýmsu leyti til endurskoðunar ef takast á að framkvæma eitthvað hér á næstu árum af því sem þarf.“ Gjaldskrárhækk- unin samþykkt Akureyri, 18.de»ember. Á BÆJARSTJÓRNARFUNDI í gærkvöldi var samþykkt 16% gjaldskrár- hækkun Hitaveitu og Rafveitu Akureyrar. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu er hér ekki um grunnhækkun að ræða, einungis er verið að meta verðlagsþróun í landinu. Hækkun þessi tekur gildi um áramót. Á fundinum var einnig sam- að álagningarprósenta til útsvars þykkt að álagsprósenta á fast- hækki úr 10,4% í 10,8% milli ára. eignagjöld verði 15% á næsta ári Segja bæjarfulltrúar það nauðsyn- í stað 25% síðast. legt til að fylgja verðbólgu. Því má bæta við að lagt er til Sérstakt rannsóknarefni hvernig þetta getur gerst — segir Helgi Bergs bæjarstjóri um 100 % „framúrkeyrslu“ við framkvæmdir í Síðuskóla Akureyri, 18. desember. FYRRI umræða um fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar fyrir næsta ár var á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi. Allt stefnir í að fjár- hagsáætlun þessa árs fari 40 millj- ónum króna fram úr áætlun. Helgi Bergs, bæjarstjóri, hafði framsögu um fjárhagsáætlun — og sagði hann einkum þrjár ástæður fyrir því hve hún fari fram úr áætlun nú: í fyrsta lagi hefðu verðlags- forsendur sem áætlunin hefði verið gerð eftir ekki staðist, í öðru lagi hefðu kjarasamningar sem gerðir voru í sumar mikið að segja og í þriðja lagi hefði töluvert meira fé farið til nýbygginga en gert hefði verið ráð fyrir. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu er nokkuð ljóst að framkvæmdir við Síðuskóla í Glerárhverfi fara 16 milljónum króna fram úr áætlun — eða um 100%. Helgi sagði það sérstakt rannsóknarefni hvernig slíkt gæti gerst. „Ég get ekki skýrt það nú — það eina sem ég get sagt, og það með fyrirvara, í fyrsta lagi að áéætluð upphæð til framkvæmda við skólann hafi verið of lág, í öðru lagi að verð- hækkanir á árinu hafi verið meiri en við gerðum ráð fyrir — og það veit ég að er rétt — og í þriðja lagi að verkið hafi verið unnið á þann hátt að ef til vill sé búið að vinn meira en við gerðum ráð fyrir. Og það kann að vera að búið sé að greiða sem því nemi. Verktaki réði því hvort hann ynni meira en gert var ráð fyrir á árinu — ef hann fjár- magnaði það sjálfur fyrst í stað, og fengi það síðan greitt á næsta ári. En svo gæti verið að hann hefði þegar fengið greitt fyrir það,“ sagði Helgi. Þess má geta að 25 milljónir króna eru ætlaðar til Síðuskóla á næsta ári. Sigríður Stefánsdóttir, Al- þýðubandalagi, sagði meiri óvissuþætti í frumvarpinu en áður. „Frumvarpið ber þess merki að bærinn býr við erfiða greiðslustöðu," sagði Sigríður. Hún sagði það skoðun sína að slæmt væri að ekki væri hægt að halda áfram af fullum krafti við uppbyggingu Síðuskóla. Sig- ríður upplýsti að greiðslur frá ríkinu vegna byggingar Síðu- skóla hefðu dregist verulega saman — 1984 hefði rikið greitt 2,1 milljón, á þessu ári 1,6 millj- ón og á næsta ári væri gert ráð fyrir 1 milljón króna frá ríki til framkvæmda við Síðuskóla. „Framlög ríkis til sveitarfélaga eru orðin þannig að það er ekki hægt að sitja þegjandi,” sagði Sigríður. Hún sagðist ekk: ánægð með þessa fjárhagsáætlun en taldi hana skynsamlega miðað við ástandið í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.