Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 50

Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 50 Morgunbladið/Sigrún Að sjálfsögðu mættu jólasveinarnir þegar kveikt var á jólatrénu Hveragerði; Kveikt á jólatré frá vinabæjunum Hveragerði, 16. desember. KVEIKT var á stóru og fallegu jólatré, við hátíðlega athöfn, hér í Hveragerði í gær, sunnudaginn 15. des. Jólatréð er gjöf frá vinabæjum Hveragerðis á Norðurlöndum. Lúðrasveit grunnskólans lék, kirkjukór Hveragerðis og Ölfus söng jólalög ásamt börnum úr grunnskólanum. Frú Pamela Morreson, formað- ur æskulýðsnefndar, flutti ávarp. Þá komu jólasveinar í heimsókn. Margt manna á öllum aldri var Danmörku og Aanekoski í Finn- samankomið á opnu svæði í miðju þorpinu, til að sjá kveikt á trénu og fylgjast með athöfnini þrátt fyrir leiðindaveður. Mátti sjá bros á hverju andliti og að bæjarbúar fagna innilega þessum vináttuvotti, sem okkur er sendur á hverju ári frá vinabæjunum á Norðurlöndum, en þeir eru Sigdalur í Noregi, Örnsköldsvík í Svíþjóð, Brande í landi, en þeir skiptast á að senda trén sitt árið hver. Vaxandi áhugi er hér í Hvera- gerði fyrir norrænum samskiptum sem sést á því að stöðugt fleiri bæjarbúar sækja vinabæjamótin, en það næsta verður í Örnsköldsvík á næsta sumri og er vonast eftir góðri þátttöku. Sigrún Iðnaðarbankinn; Jólakort með teikningu 9 ára stúlku NÝVERIÐ efndi Iðnaðarbankinn til myndlistarsamkeppni á Akur- eyri meðal 9—II ára nemenda barnaskólanna í tilefni 20 ára afmælis útibúsins á Akureyri. Dómnefnd skipuðu Helgi Vil- bergs, skólastjóri Myndlistarskól- ans á Akurcyri, Hringur Jóhannes- son, listmálari, og Sigurður Ringsted, útibússtjóri Iðnaðar- bankans á Akureyri. Fimmtíu myndir fengu viður- kenningu og var haldin sýning á þeim og útbúin sérstök sýningar- skrá. Sýningin var í Lundi við Eiðsvöll dagana 21. nóvember til 1. desember. Auk þess að veita viðurkenningu, keypti Iðnaðar- bankinn tólf myndanna og er ein þeirra á jólakorti bankans í ár. Hún er eftir níu ára nemanda í Margrét Ásta Jóhannsdóttir, 9 ára nemandi í Glerárskóla á Akureyri, og Sigurður Ringsted, útibússtjóri Iðnaðarbankans á Akureyri, með mynd Margrétar Astu sem er á jólakorti bankans í ár. Glerárskóla, Margréti Ástu Jó- hannsdóttur. Þetta er í þriðja skipti sem Iðnaðarbankinn efnir til mynd- listarsamkeppni meðal barna. Hann efndi til slíkrar samkeppni í Garðabæ 1983 og á Selfossi 1985. Iðnaðarbankinn vill efla skiln- ing og áhuga á myndlist barna og unglinga hérlendis en víða erlendis skipar barnalist sér- stakan sess. Næsta skref verður myndlistarsamkeppni sem bank- inn mun efna til á komandi vori meðal barna og ungiinga í Reykjavík, segir í fréttatilkynn- ingu frá bankanum. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna 1 Beitingamenn vantar á 120 rúmlesta bát sem rær frá Suðurnesjum á næstkomandi vetrarvertíö, (jan-maí). Beitt í Garði. Upplýsingar í símum: 92-7130 og 92-7148. Sendill óskast allan daginn. Sölumiðstöö hraöfrystihúsanna, sími22280. Skipstjóri Skipstjóra vantar á 70 tonna bát. Upplýsingar í síma 97-5610. Suðurvör hf. Þorlákshöfn Óskar eftir yfirmönnum í eftirfarandi störf strax eftir áramót. Skipstjóra, stýrimann og 1. vélstjóra á 45 tonna bát. Stýrimann og 1. vélstjóra á 150 tonna yfir- byggðan netabát. 1. vélstjóra á 102 tonna humarbát sem fer á línu og síöan á net. 1. vélstjóra á 52 tonna humarbát sem fer á net. Upplýsingar í símum 99-3965, 99-3566 og á kvöldin 99-3965. Húsmóðir óskast á stórt heimili í Reykjavík. Góð aðstaða fyrir hendi. Skilyrði er búseta á heimilinu og góð kunnátta í matargerð. Tilboð óskast sent augld. Mbl. merkt: „Húsmóöir — 3060“. Ræsting Óskum eftir ræstingafólki i eftirtalin störf: • Þrjú morgunstörf í Hlíðarhverfi. • Fjögur kvöldstörf frá kl. 17.00-19.30. • Tvö störf 2/viku frá kl. 17.00-19.30. • Þrjú störf frá kl. 22.00-02.00. • Nokkur störf við aukavinnu um helgar. Upplýsingar í símum 687601 og 687603. Ræstingamiöstööin sf. Módelsamtökin leita eftir góðum starfskrafti í hálfs dags starf strax. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir réttan starfsmann með aðlaöandi framkomu. Vélritunarkunnátta og bílpróf nauðsynlegt. Skriflegar umsóknir sendist: 'I' Unni Arngrímsdóttur, | Grænuhlíð 20, 105 Reykjavík. Stýrimenn — vélstjórar II. stýrimann og II. vélstjóra vantar til afleys- inga á Framnes ís. 708 frá áramótum til marsloka. II. stýrimann og II. vélstjóra vantar til afleys- inga á Sléttanes ís. 808 frá áramótum. Upplýsingar hjá útgeröarstjóra í síma 94-8200. Fáfnirhf., Þingeyri. Fóstrur Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir forstöðumanni til starfa á Pálmholt, heil staða og leikskólann Iðavöll, 50% starf frá 1. febrúar 1986. Einnig vantar fóstrur til starfa á deildum, starfskraft til starfa á leik- skólann Iðavöll í fullt starf. Nánari uppýsing- ar á Félagsmálastofnun Akureyrar sími 96-25880 alla virka daga frá kl. 10-12. Dagvistarfulltrúi. ^JRARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Laugavegi 118,105 Reykjavík. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Reynsla í skráningu á diskettuvél og/eða reynsla í skjávinnslu æskileg. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist deildarstjóra starfsmannadeild- ar fyrir 7. janúar 1986. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.