Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 50 Morgunbladið/Sigrún Að sjálfsögðu mættu jólasveinarnir þegar kveikt var á jólatrénu Hveragerði; Kveikt á jólatré frá vinabæjunum Hveragerði, 16. desember. KVEIKT var á stóru og fallegu jólatré, við hátíðlega athöfn, hér í Hveragerði í gær, sunnudaginn 15. des. Jólatréð er gjöf frá vinabæjum Hveragerðis á Norðurlöndum. Lúðrasveit grunnskólans lék, kirkjukór Hveragerðis og Ölfus söng jólalög ásamt börnum úr grunnskólanum. Frú Pamela Morreson, formað- ur æskulýðsnefndar, flutti ávarp. Þá komu jólasveinar í heimsókn. Margt manna á öllum aldri var Danmörku og Aanekoski í Finn- samankomið á opnu svæði í miðju þorpinu, til að sjá kveikt á trénu og fylgjast með athöfnini þrátt fyrir leiðindaveður. Mátti sjá bros á hverju andliti og að bæjarbúar fagna innilega þessum vináttuvotti, sem okkur er sendur á hverju ári frá vinabæjunum á Norðurlöndum, en þeir eru Sigdalur í Noregi, Örnsköldsvík í Svíþjóð, Brande í landi, en þeir skiptast á að senda trén sitt árið hver. Vaxandi áhugi er hér í Hvera- gerði fyrir norrænum samskiptum sem sést á því að stöðugt fleiri bæjarbúar sækja vinabæjamótin, en það næsta verður í Örnsköldsvík á næsta sumri og er vonast eftir góðri þátttöku. Sigrún Iðnaðarbankinn; Jólakort með teikningu 9 ára stúlku NÝVERIÐ efndi Iðnaðarbankinn til myndlistarsamkeppni á Akur- eyri meðal 9—II ára nemenda barnaskólanna í tilefni 20 ára afmælis útibúsins á Akureyri. Dómnefnd skipuðu Helgi Vil- bergs, skólastjóri Myndlistarskól- ans á Akurcyri, Hringur Jóhannes- son, listmálari, og Sigurður Ringsted, útibússtjóri Iðnaðar- bankans á Akureyri. Fimmtíu myndir fengu viður- kenningu og var haldin sýning á þeim og útbúin sérstök sýningar- skrá. Sýningin var í Lundi við Eiðsvöll dagana 21. nóvember til 1. desember. Auk þess að veita viðurkenningu, keypti Iðnaðar- bankinn tólf myndanna og er ein þeirra á jólakorti bankans í ár. Hún er eftir níu ára nemanda í Margrét Ásta Jóhannsdóttir, 9 ára nemandi í Glerárskóla á Akureyri, og Sigurður Ringsted, útibússtjóri Iðnaðarbankans á Akureyri, með mynd Margrétar Astu sem er á jólakorti bankans í ár. Glerárskóla, Margréti Ástu Jó- hannsdóttur. Þetta er í þriðja skipti sem Iðnaðarbankinn efnir til mynd- listarsamkeppni meðal barna. Hann efndi til slíkrar samkeppni í Garðabæ 1983 og á Selfossi 1985. Iðnaðarbankinn vill efla skiln- ing og áhuga á myndlist barna og unglinga hérlendis en víða erlendis skipar barnalist sér- stakan sess. Næsta skref verður myndlistarsamkeppni sem bank- inn mun efna til á komandi vori meðal barna og ungiinga í Reykjavík, segir í fréttatilkynn- ingu frá bankanum. atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna 1 Beitingamenn vantar á 120 rúmlesta bát sem rær frá Suðurnesjum á næstkomandi vetrarvertíö, (jan-maí). Beitt í Garði. Upplýsingar í símum: 92-7130 og 92-7148. Sendill óskast allan daginn. Sölumiðstöö hraöfrystihúsanna, sími22280. Skipstjóri Skipstjóra vantar á 70 tonna bát. Upplýsingar í síma 97-5610. Suðurvör hf. Þorlákshöfn Óskar eftir yfirmönnum í eftirfarandi störf strax eftir áramót. Skipstjóra, stýrimann og 1. vélstjóra á 45 tonna bát. Stýrimann og 1. vélstjóra á 150 tonna yfir- byggðan netabát. 1. vélstjóra á 102 tonna humarbát sem fer á línu og síöan á net. 1. vélstjóra á 52 tonna humarbát sem fer á net. Upplýsingar í símum 99-3965, 99-3566 og á kvöldin 99-3965. Húsmóðir óskast á stórt heimili í Reykjavík. Góð aðstaða fyrir hendi. Skilyrði er búseta á heimilinu og góð kunnátta í matargerð. Tilboð óskast sent augld. Mbl. merkt: „Húsmóöir — 3060“. Ræsting Óskum eftir ræstingafólki i eftirtalin störf: • Þrjú morgunstörf í Hlíðarhverfi. • Fjögur kvöldstörf frá kl. 17.00-19.30. • Tvö störf 2/viku frá kl. 17.00-19.30. • Þrjú störf frá kl. 22.00-02.00. • Nokkur störf við aukavinnu um helgar. Upplýsingar í símum 687601 og 687603. Ræstingamiöstööin sf. Módelsamtökin leita eftir góðum starfskrafti í hálfs dags starf strax. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir réttan starfsmann með aðlaöandi framkomu. Vélritunarkunnátta og bílpróf nauðsynlegt. Skriflegar umsóknir sendist: 'I' Unni Arngrímsdóttur, | Grænuhlíð 20, 105 Reykjavík. Stýrimenn — vélstjórar II. stýrimann og II. vélstjóra vantar til afleys- inga á Framnes ís. 708 frá áramótum til marsloka. II. stýrimann og II. vélstjóra vantar til afleys- inga á Sléttanes ís. 808 frá áramótum. Upplýsingar hjá útgeröarstjóra í síma 94-8200. Fáfnirhf., Þingeyri. Fóstrur Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir forstöðumanni til starfa á Pálmholt, heil staða og leikskólann Iðavöll, 50% starf frá 1. febrúar 1986. Einnig vantar fóstrur til starfa á deildum, starfskraft til starfa á leik- skólann Iðavöll í fullt starf. Nánari uppýsing- ar á Félagsmálastofnun Akureyrar sími 96-25880 alla virka daga frá kl. 10-12. Dagvistarfulltrúi. ^JRARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Laugavegi 118,105 Reykjavík. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Reynsla í skráningu á diskettuvél og/eða reynsla í skjávinnslu æskileg. Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist deildarstjóra starfsmannadeild- ar fyrir 7. janúar 1986. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.