Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 57

Morgunblaðið - 19.12.1985, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985 57 r Hljómplata úr Eyjum ÚT er komin hljómplata med 10 lögum tengdum Vestmannaeyjum, sem ber heitið „Ég vildi geta sungið þér“. Lögin eru eftir Oddgeir Krist- jánsson, Gísla Helgason og Gylfa Ægisson, en Ijóð eru eftir Asa í Bæ, Árna úr Eyjum, Loft Guðmundsson, Jón Sigurðsson og Gylfa Ægisson. Meðal laga eru „Eg veit þú kemur“, „Kvöldsigling" og „Minning um mann“ sem var upphaflega flutt af hljómsveitinni Logum frá Vest- mannaeyjum. Flytjendur á plötunni eru m.a. tveir fyrrverandi meðlimir í Log- um, bræðurnir Hermann Ingi og Helgi Hermannssynir, Einar klink Sigurfinnsson, Runólfur Dag- bjartsson og Jónas Þórir. Hljóð- færaleikarar á plötunni eru Frið- rik Karlsson, Þorsteinn Magnús- son, Bjarni Sveinbjörnsson, Stein- grímur óli, Pétur Grétarsson, Bernard Wilkinson, Jónas Þórir og strengjasveit. Upphaf plötunnar má rekja til skemmtikvölds á Gestgjafanum í Vestmannaeyjum, svokölluð Eyja- kvöld með undirtitlinum „Ég vildi geta sungið þér“. Þessi kvöld mæltust svo vel fyrir að uppselt var í 18 skipti og fyrirhugað er að taka þráðinn upp að nýju næsta haust. Með plötunni fylgir lítil bók þar sem Runólfur Dagbjartsson skrif- ar um höfunda þá sem eiga lög á plötunni ogöll ljóðin fylgja. Einnig er lagið Kvöldsigling skrifið á nót- ur. Útgefandi er Skans-útgáfan, en dreifingu annast Skífan. 280 meðlimir íVélprjóna- sambandinu AÐALFUNDUR Vélprjónasambands íslands var haldinn nýlega á Hótel Hofi í Reykjavík. Vélprjónasamband fslands eru samtök einstaklinga sem eiga heim- ilisprjónavélar. Meðlimir sam- bandsins eru 280 talsins hvaðanæva af landinu. Námskeið hafa verið í gangi innan sambandsins um hönnun og frágang á prjóni en Sigrún Gunnarsdóttir og Lovísa Aðalsteinsdóttir hafa séð um. í nýkjörinni stjórn sitja Ingi- björg Jónsdóttir formaður, Lovísa Aðalsteinsdóttir gjaldkeri, Sæunn Sigurgeirsdóttir ritari, Hólmfríður Gestsdóttir meðstjórnandi og Svan- fríður Jónasdóttir meðstjórnandi. Minningar Huldu A. Stefánsdóttur — bemska Hulda Á. Stefánsdóttir er ein þeirra kvenna sem sett hafa svip á öldina og þjóðin öll þekkir og ann. Frásögn hennar stendur djúpum rótum í þjóðlífl og sögu. Mannlýsingar eru skýrar og hispurslausar, yljaðar kímni og næmum skilningi. Minningar Huldu rnunu, efað líkum lætur, skipa henni á bekk með nokkrum þeim löndum hennar sem samið hafa merkastar minningabækur á síðustu áratugum. í HC 1 merkustu MIIHIHIIHGABOKA KNUT 0DEGÁRD JÓLALJÓS SÍGILDAR JÓLASÖGOR ! VÍSNA GÁTUR fyrír fullordna eftir SIGURKARL STEFANSSON Arnungar eftir tinut 0degaard, fors(jóra riorræna hússins, i þýðingu Heimis Pálssonar Ari, ungur drengur af Arnungaættinni, fékk nisti í arf eftir föður sinn sem myrtur var af Eiríki konungi blóðöx og fjölkunn- ugri drottningu hans, Gunnhildi. Arnungar er fyrsta skáldsagan í flokki sem greinir frá örlögum drengsins með nistið. Jolaljos Helgiblær jólanna í sígildum jólasögum og listaverkum Snorra Sveirts listmálara í bókinni eru sígildar sögur og ævintýri um jólin — úrval þess helsta sem birst hefur af slíku efni á íslensku. Sumar sögurnar eru góðvinir úr æsku ömmu og afa og pabba og mömmu, aðrar eru fáum kunnar. Litmyndir Snorra Sveins Friðrikssonar flytja sérstakan helgiblæ og gera bókina einstæða. Vísnagátur fyrir fullordna eftir Sigurkarl Stefánsson fyrrum menntaskóiakennara Þetta er skemmtileg bók sem þroskar mál og hugsun og svo er einnig til nokkurs að vinna því verðlaun eru í boði fyrir réttar ráðningar á tíu gátum af þeim 157 sem eru f bókinni. TÍU VERDLAUNAGATUR BÓKAÚTGÁFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumúla 11. sími 84866

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.