Morgunblaðið - 19.12.1985, Page 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. DESEMBER1985
Samodan er vel viö DawP
Þeir framleiða
rauðrófur. rauðkál og fleira
á dönsku steikurnar.
Nu stendur þér
það einnig til boöa:
I Samodan.
ss
Evrópumeistarakeppnin í rallakstri:
Ekkert varð úr
íslenzkri þátt-
•töku vegna slyss
„ÞETTA var eins og slæmur draum-
ur, þad gekk alit á afturfótunum.
Það gerði útslagið að aðstoðaröku-
maðurinn, Frakkinn Christian Gil-
bert lenti í bílslysi á leiðinni í keppn-
ina og við lögðum því aldrei af stað,“
sagði Gunnlaugur Rögnvaldsson, í
samtali við Morgunblaðið. Hann er
nýkominn frá Frakklandi, þar sem
hann ætlaði að keppa í Evrópumeist-
arakeppninni í rallakstri á Opel
Manta, með frönskum aðstoðaröku-
manni.
„Keppnin hófst í Saint Maxime á
Rivierunni. Ég kom þangað eftir
j- tæplega tveggja sólahringa bram-
bolt. Bíll sem ég fékk að láni í
Þýskalandi til að komast til Frakk-
lands, bilaði í byrjun og ég ók 1500
km á þremur cylindrum, eftir að
hafa ekið erfiðustu leiðina á stað-
inn, vegna rangra leiðbeininga
svissnesks landamæravarðar. Svaf
ég m.a. í bílnum einhverstaðar í
Ölpunum. Þegar ég loks komst á
keppnisstað, var aðstoðarökumað-
urinn ókominn. Ég frétti ekkert af
honum fyrr en sólarhring síðar,
nagaði bara neglurnar ... Hann
hafði þá lent í umferðarslysi á leið-
v inni. Stöðvaði hann bíl sinn fyrir
aftan oltinn flutningabíl, en fékk
þá bil á fullri ferð í skottið. Brákaði
hann þrjá hryggjarliði á hálsi og
gat ekki keppt."
„Ég vildi ekki fá annan aðstoðar-
ökumann i hans stað, enda erfitt
að finna enskumælandi mann
þarna. Dró ég þátttökuna því til
_haka, áður en Opel í Belgíu sendi
Keppnisbílinn á staðinn. Þetta hefði
getað orðið góð reynsla, en Gilbert
Aðstoóarökumaöurinn Christian Gil
bert gat ekki keppt í rallinu eftii
umferðarslys. Hann mætti með kraga
um hálsinn á keppnisstað, merktui
Opel, en hann er samningsbundinn
þeim og varð franskur meistari í ár.
er franskur meistari með Opel og
gjörþekkir leiðirnar. Hann hafði
unnið umrædda rallkeppni árið áð-
ur ásamt ökumanninum Guy
Frequelin, sem hann keppir venju-
lega með. Það voru fjögur hundruð
keppendur í rallinu og við höfðum
fengið rásnúmer átta. Það virðist
óheillanúmer, þvi við Birgir Viðar
duttum út með sama rásnúmer
nokkrum vikum áður af fáranlegum
orsökum," sagði Gunnlaugur.
Timman veitir
Kasparov ekki viðnám
Skák
Margeir Pétursson
GRAY Kasparov, heimsmeistari
í skák, hefur unnið tvær fyrstu
skákirnar í einvígi við hollenska
stórmeistarann Jan Timman,
sem nú stendur yfir í Hollandi.
f annarri einvígisskákinni, þar
sem Kasparov hafði hvítt, náði
hann mjög öflugu frumkvæði
eftir mistök Timmans í 14. leik.
Hollendingurinn lenti í mikilli
klemmu og er hann hugðist
koma kóngi sínum í skjól fyrir
sókn Kasparovs, tapaði hann
riddara bótalaust. Þar með var
taflið gjörtapað, en Timman
gafst þó ekki upp fyrr en í 35.
leik.
Þar með ættu úrslit einvígis-
ins að vera ráðin, því aðeins
verða tefldar sex skákir. Skýr-
ingin á slakri frammistöðu
Timmans kann að vera sú að
hann sé þreyttur eftir einvígið
við Mikhail Tal í Frakklandi,
en Kasparov hefur teflt tvær
fyrstu skákirnar gríðarlega vel
og ekki gefið nokkurn höggstað
ásér.
Einvíginu lýkur um næstu
helgi og á Þorláksmessu mun
Kasparov halda blaðamanna-
fund á Schipholflugvelli í
Amsterdam. Blaðamenn hugsa
sér þá gott til glóðarinnar, því
í blaðaviðtölum sl. sumar var
Kasparov mun opinskárri en
sovézkir borgara leyfa sér
almennt við slík tækifæri. Nú
er þess vænst, að Campoma-
nes, forseta FIDE og sovézka
skáksambandinu verði hressi-
lega sagt til syndanna.
Önnur einvígisskák Kasp-
arovs og Timmans gekk þannig
fyrir sig:
Hvítt: Gary Kasparov.
Svart: Jan Timman.
Drottingarindversk vörn
1. d4 — Rf6,2. c4 — e6,3. Rf3
í heimsmeistaraeinvíginu
við Karpov í haust, bauð Kasp-
arov venjulega strax upp á
Nimzoindverska vörn með 3.
Rc3.
— b6, 4. Rc3 — Bb4, 5. Bg5 —
Bb7, 6. e3 — h6, 7. Bh4 — g5,
8. Bg3 — Re4,9. Rd2!?
Dæmigert fyrir Kasparov.
Hann hafnar algengasta leikn-
um, 9. Dc2, en fórnar peði fyrir
frumkvæðið.
Rxc3, 10. bxc3 — Bxc3, 11. Hcl
— Bb4,12. h4 — gxh4,13. Hxh4
— Bd6,14.Dg4-Bxg3?
Upphafið að erfiðleikum
svarts. í skákinni Plaskett-
Short, Brighton 1984 lék svart-
ur 14.... De7 og eftir 15. c5 —
Bxg3, 16. Dxg3 — Rc6, náði
hann fljótlega að langhróka,
en það er einmitt lífsspursmál
fyrir svart í þessu afbrigði að
koma kóngnum í örugga höfn
á drottningarvængnum. Það
hefði verið fróðlegt að sjá
hvernig Kasparov ætlaði að
svara 14 ... De7.
15. Dxg3 — Rc6, 16. d5! —
Re7,17. Bd3 — d6
Líklega var skárra að hleypa
hvítu drottningunni ekki til g7,
en leika 17... Hg8,18. Dh3 —
Rg6.
18. Dg7! — Hg8,19. Dh7
19.. .. Hf8
Ömurlegur leikur, en hvíta
sóknin var orðin óstöðvandi.
T.d. 19 ... Hxg2, 20. Hf4! og
ekki er hægt að valda f7 peðið
á sómasamlegan hátt. Eða
19 ... exd5, 20. cxd5 — Bxd5,
21. Re4 — Bxe4, 22. Hxe4
o.s.frv.
20. Re4 — Rf5
20. - Rg6 21. Hxh6 De7 22.
dxe6 var skárra, en hefði varla
breytt neinu um úrslitin.
21. Hh3 — De7, 22. g4 — Rh4,
23. Dg7 0-0-0
Loksins nær svartur að
hróka, en það kostar heilan
mann og þar með er skákinni
í raun lokið. 23 ... Rg6, 24.
Rf6+ — Kd8, 25. Hxh6 var
einnig vonlaust, t.d.
25.. .. Re5,26. Hh8!
24. Rf6 — exd5, 25. cxd5 —
Kb8, 26. Hxh4 — Bxd5, 27. g5
— Bxa2, 28. gxh6 — d5, 29. h7
— Da3, 30. Hdl — Hh8, 31.
Rg8! — Bb3, 32. Hal — Dc5,
33. Dxh8 — d4, 34. Hxd4 —
Dc3+, 35. Ke2 og Timman gafst
upp.
Gimilcgur ostabakki gerir
ávallt lukku.
Við óvænt innlit vina, sem
ábætir í jólaboðinu eða sér-
réttur síðkvöldsins.
OSTABAKKI-GÓÐ TILBREYTING
ORÐIÐ
Láttu hugmyndaflugið ráða ferð-
inni, ásamt því sem þú átt af
ostum og ávöxtum. Sannaðu
til, árangurinn kemur á óvart.
BINU 06 SÚKKULAÐINU