Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 19.12.1985, Blaðsíða 88
BTT KDRT AIIS SIIMR FIMMTUDAGUR 19. DESEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Hæstu til- boðin í Helga S. 70 milljónir - Mörg tilboðanna talin óraunhæf AF ÞEIM 13 tilbodum, sem Fisk- veidasjóði bárust í fiskiskipið Helga S, eru þau hæstu upp á tæpar 70 milljónir króna. Mörg tilboðanna eru talin óraunhæf. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins koma tvö þeirra helst koma til greina. Fiskveiðasjóði var slegið skipið á nauðungaruppboði fyrir rúma 61 milljón króna eða svipaða upp- hæð og hvíldi á skipinu. Stjórnend- ur Fiskveiðasjóðs og stjórnarmenn sjóðsins hafa ekki viljað tjá sig um tilboðin, en afstaða til þeirra verður hugsanlega tekin á fundi stjórnar sjóðsins í dag, fimmtu- dag. Ekki hefur fengizt uppgefið hvaðan tilboðin eru, en í flestum þeirra er gert ráð fyrir því að gera skipið út á rækjuveiðar. Tilboðsfrestur í annað skip Fisk- veiðasjóðs, Kolbeinsey, sem gerð var út frá Húsavík, rennur út í dag. Borgin kaupir húsnæði fyrir MS-sjúklinga Konan komin til meðvitundar Akureyri, 1H. desenber. KONAN, sem slasaðist í bruna á Akureyri, er á batavegi og líður eftir Akureyri, kviknaði ekki í af völdum rafmagns. atvikum vel, að sögn lækna. Hún komst til meðvitundar í morgun. Á myndinni vinna slökkviliðsmenn að því að hreinsa til eftir Eldsupptök eru enn ekki Ijós, en að sögn rannsóknarlögreglunnar á brunann.ogsvosemsjámáeríbúðinstórskemmd. Borgarráð synjar erindi Kópavogsbæjar varðandi breytingar á aðalskipulagi: Umferðaræð í Fossvogs- dal virðist óhjákvæmileg - segir í bréfí borgarstjóra til bæjarstjórnar Kópavogs BORGARRÁÐ hefur samþykkt kaupsamning, milli borgarsjóðs og Arnar Isebarn, byggingameistara, um kaup á húsnæði að Alalandi 13, þar sem rekin verður stofnun fyrir sjúklinga sem þjást af mænusiggi eða svokölluðum MS-sjúkdómi. Kaupverð er rúmar 4,6 millljónir króna og greiðist að fullu á tveimur árum. Húsnæðið að Álalandi 13 þykir henta vel til þessarar starfsemi, en MS-félagið hefur ekki bolmagn til kaupanna nú, en á hins vegar von á fjárframlögum úr opinber- um sjóðum til slíkra kaupa, en fjárframlögin myndu greiðast fé- laginu á nokkru árabili. Þvl var lagt til að borgarsjóður festi kaup á húsnæðinu og jafnframt var lagt til að borgarsjóður gerði leigu- samning við MS-félagið, þar sem félaginu er jafnframt gefinn kost- ur á kaupum á umræddu húsnæði á framreiknuðu því verði, sem borgarsjóður kaupir það á. Var það samþykkt á fyrrnefndum fundi borgarráðs. BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt að synja erindi bæjar- stjórnar Kópavogs þess efnis, að skipulag svæðisins { Fossvogsdal innan bæjarmarka Kópavogs verði fellt út af aðalskipulagi Reykjavík- ur. Borgarráð hefur fjallað um bréf borgarstjóra frá 10. desember varðandi umrætt erindi Kópavogs- bæjar þar sem segir meðal annars að engar forsendur séu til þess að verða við óskum Bæjarstjórnar Kópavogs. Hvergi hafi verið sýnt fram á, að sveitarfélögin tvö geti verið án þeirrar umferðaræðar, sem staðfest aðalskipulag geri ráð fyrir. Þvert á móti bendi flest til þess, að þróun umferðar geri hana óhjákvæmilega. Fyrirliggjandi samningar Reykjavikur og Kópa- vogs gefi þar að auki ekki tilefni til að þessi ákvörðun verði úr gildi felld. Borgarráð samþykkti synjunina með 3 samhljóða atkvæðum. Kristján Benediktsson, Framsókn- arflokki, og Sigurjón Pétursson, Alþýðubandalagi, óskuðu eftirfar- andi bókunar: „Þar sem við teljum ótímabært að taka á þessu stigi afstöðu til Fossvogsbrautar, þá sitjum við hjá við þessa atkvæða- greiðslu. í þeirri hjásetu felst engin afstaða til réttarstöðu í málinu." Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað: „Bókun Sigurjóns Péturssonar og Kristján Benediktssonar er á mis- skilningi byggð, þar sem hér er ekki verið að taka afstöðu til þess, hvort Fossvogsbraut verði lögð eða ekki. Hins vegar er ekki hægt að fórna hugsanlegum framtíðar- hagsmunum borgarinnar og höf- uðborgarsvæðisins í umferðarmál- um nú.“ 5DAGAR TILJÓLA Álitsgerð um útflutn- ingsráð í burðarliðnum NEFND i vegum viöskiptaráöuneytisins er að ganga frá álitsgerö um stofnun útflutningsráös, sem yröi sameiginlegur starfsvettvangur allra atvinnugreina sem standa aö sölu á vörum og þjónustu erlendis. Matthías Á. Mathiesen þáverandi viöskiptaráöherra skipaöi nefndina í janúar sl. og mun hún, aö sögn Ólafs Davíðssonar framkvæmdastjóra Félags íslenskra iönrekenda, skila áliti sínu til Matthíasar Bjarnasonar núverandi viöskiptaráöherra á na-stu dögum. „Það á ennþá eftir að hnýta ýmsa lausa enda, svo það er ekki tímabært að skýra í smáatriðum frá huwnyndum nefndarinnar,” 3agði Olafur Davíðsson. „En í meginatriðum er gert ráð fyrir að útflutningsráðið verði vettvangur fyrir allar atvinnugreinar sem að útflutningi standa. Hlutverk ráðs- ins yrði að skipuleggja sameigin- legar sýningar erlendis, gera markaðsáætlanir, og reyna að styðja við bakið á nýjungum í út- flutningi. í nefndinni eiga sæti aðilar frá helstu útflutningsaðil- um okkar og eru allir sammála um að nauðsynlegt sé að koma á fót slíkum samstarfsvettvangi. Við höfum hins vegar verið að reyna að sameina sjónarmið um hvernig best verði að slíku staðið og hvern- ig fjármögnun yrði hagað,“ sagði Ólafur Davíðsson. ólafur sagði að ekki væri endan- lega ákveðið hvað yrði um Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins, en líklegt væri að sú stofnun kæmi inn í heildarráðið. Arnarflug hefur flug til Hamborgar í vor ARNARFLUG hefur fengiö leyfi samgönguráðherra til að hefja flug til Hamborgar í V-Þýskalandi. Fyrir- hugað er aö fljúga fyrst um sinn einu sinni í viku en síðan tvisvar og hefst flug þann 10. apríl næstkom- andi. Þá hefur félagið fcekið að sér leiguflug á næstu fjórum vikum milli Kaupmannahafnar og Spán- ar fyrir danska flugfélagið Conair, sem er í eigu hinnar þekktu ferða- skrifstofu Spies. Flogið verður föstudaga, laugardaga og sunnu- daga milli Kaupmannahafnar og þriggja staða á Spáni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.