Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 Kolkrabbinn spriklar Nóttin siglir að gluggum húss- ins eins og skútan í æskumál- verki Kjarvals. Það er kyrrð á voginum og hinn íslenski friður umvefur húsið. Undirritaður svelgir síðasta kaffíbollann fyrir svefninn. Miðnæturtónleikar hljóma í við- tækinu. Tónaflúrið sest einhvers staðar í vitundina á mörkum hins ósegjanlega. Æ, það _er best að hlusta á fréttimar: Ábendingar hafa borist til dómsmálaráðu- neytisins frá Interpol um að hryðjuverkamenn hyggist láta til skarar skriða á Norðurlöndum. f fyrstu barst viðvörunin aðeins til Skandinavíu og Danmerkur en nú hafa stjómvöld í Finnlandi og á íslandi verið vöruð við. Vörður hefur verið efldur í Finnlandi og hér heima. Sér- þjálfaðir Vikingasveitarmenn, vopnaðir vélbyssum, eru í við- bragðsstöðu á Keflavíkurflug- velli, Reykj avíkurlögreglan hef- ur ekki sérstaka gæslu um sendi- ráð Bandaríkjamanna og ekki er sérstök gæsla á Reykjavíkurflug- velli. Kaffið kólnaöi... Kaffíð kólnaði í bolla undirritaðs við fyrrgreinda frétt. Nóttin tók á sig mynd herskips og stjömumar á heiðum himinum umbreyttust í sprengjuregn. í voginum sveima kafbátar og froskmenn skeiða upp í fjörur í gúmmíbátum samkvæmt þaulunnum áætlunum. Á auga- bragði hefír hin íslenski eilífðarfrið- ur yfírgefíð hina lágu byggð. Vél- byssukjaftar gæta landans og gesta hans af erlendri grund. Já, skjótt skipast veður í lofti og það er var- legt að treysta á afdalinn í sí- smækkandi heimi. Skothríð er dynur á sendiráð á eykríli við hið ysta haf er ekki síður frétt en skothríð er dynur í heimsborgunum. Slíkur er máttur fjölmiðlanna. Tœki morðingja? Morðingjar þeir er leika nú laus- um hala í hinum vestrænu lýðræð- issamfélögum og ganga undir nafn- inu hryðjuverkamenn hafa engan áhuga á að skjóta vamarlausa ferðamenn og sendiráðsmenn nema fyrir framan augu sjónvarpsvél- anna. Væri ekki ráð að hafa sér- staka þætti í sjónvarpi á Vestur- löndum þar sem þessum mönnum yrði gefíð færi á að viðra skoðanir sínar? Kannski linnti þá „§ölmiðla- stríðinu" — þessu óskastríði alræð- isaflanna. Skjót viðbrögð Ég vil taka skýrt fram að ég er persónulega þeirrar skoðunar að flölmiðlum bera að greina frá hryðjuverkum, jafnvel þótt slík umfjöllun gefí morðingjum færi á að baða sig í sviðsljósinu. Eina von okkar er máski sú að almenningur verði vakandi gagnvart vélabrögð- um heimsins. Að menn geri sér grein fyrir því að það kostar stöð- uga árvekni og baráttu að veija lýðræðisskipulagið. Fasistamir em hvarvetna á stjái og áætlanir um valdarán í lýðræðisrílqunum liggja fyrir á herstjómarskrifstofum. Fyr- ir nokkmm dögum fundust sprengj- ur hér í borg við Oddfellowhúsið. Hending réð því að púðrið var ekki til staðar. Ég verð að lýsa yfír mikilli ánægju með hin skjótu við- brögð Ingva Hrafns fréttastjóra er mætti með myndavélina við Odd- fellowhöllina örskoti áður en sprengjulíkin vom sprengd. Hið óþekkta vekur ætíð mesta skelfíngu og því er bráð nauðsyn að færa atburðina sem fyrst inn í stofu til hins almenna borgara. Ólafur M. Jóhannesson. ÚTVARP / SJÓNVARP „A líðandi stundu“ Nýr íslenskur þáttur ■■■■ Nýr íslenskur Q"| 30 þáttur með " A — blönduðu efni hefur göngu sína í kvöld kl. 21.30 í umsjá Ómars Ragnarssonar, Agnesar Bragadóttur og Sigmundar Emis Rúnarssonar. Þátturinn verður í beinni útsendingu að viðstöddum áhorfendum í sjónvarpssal eða af öðmm stöðum, þar sem atburðir líðandi stund- ar em að gerast. Inn í þátt- inn getur verið skotið atrið- um, sem tekin em upp fyrirfram, þegar beinni út- sendingu verður ekki kom- ið við. Þátturinn verður Sögublik um biskupsstól á Hólum Sögublik — Q1 30 þáttur um bisk- 1 — upsstólinn að Hólum í Hjaltadal — er á dagskrá rásar 1 í kvöld kl. 21.30. Umsjónarmaður er Friðrik G. Olgeirsson og lesari með honum er Guð- rún Þorsteinsdóttir. í þessum þætti er drepið á markverðustu atburði úr sögu biskupsstóls Norð- lendinga á Hólum í Hjaltadal, sem þar var allt frá 1106 til 1801. Nokkuð er einnig vikið að Hólaskóla sem Jón biskup Ögmunds- son stofnaði þar á staðnum og nokkmm fomum bygg- ingum lýst eftir því sem heimildir leyfa. Á 14. öld varð fískur helsta útflutningsvara ís- lendinga. Við það jókst ásókn efnamanna mjög í sjávaijarðir. Hólamenn höfðu allar klær úti og varð vel ágengt í jarðasöfnun- inni. Árið 1550, sama árið og Jón Arason var háls- höggvinn, átti biskupsstóll- inn samtals 350 jarðir. Getið er markverðustu biskupa Norðlendinga í lút- erskum sið og rætt um þau áhrif sem þeir höfðu á gang mála í landinu á sínum tíma. Getið er Amgríms lærða og lesið úr bók hans, Crymogæu, sem út kom skömmu fyrir nýafstaðin jól. Að endingu er sagt frá hnignun Hólastaðar á 17. öld og því er hann var lagður niður með konungs- bréfí árið 1801. fyrst um sinn einu sinni í viku á miðvikudögum. Stjóm útsendingar og upptöku sjá þeir Tage Ammendrup og Óli Öm Andreassen um. Sjónvarpsmenn á Hombjargi þar sem þeir heim- sóttu vitavörðinn og fjölskyldu hans. Myndir úr ferðinni verða í þættinum „Á líðandi stundu“ í kvöld. íslenska landsliðið í handknattleik. Eystrasaltskeppnin í handknattleik ■■■■ Ingólfur Hann- 1 Q00 esson íþrótta- lö— fréttamaður lýs- ir í beinni útsendingu leik íslands og Austur-Þjóð- veija á rás 2 í kvöld frá kl. 18.00 til 20.00. Leikurinn er liður í Eystrasaltskeppninni í handknattleik og fer keppnin fram í Danmörku. Meðfylgjandi mynd sýnir landslið íslands í hand- knattleik og var hún tekin skömmu fyrir keppnina fyrir utan nýja útvarps- húsið þar sem rás 2 er til húsa. Bein útsending verð- ur einnig annað kvöld og föstudag. Annað kvöld keppa íslensku strákamir á móti Sovétmönnum og á föstudagskvöld á móti Pól- veijum. UTVARP MIÐVIKUDAGUR 15.janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin 7.20 Morguntrimm. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „Stelpurnar gera uppreisn'' eftir Fröydis Guldahl. Sonja B. Jónsdóttir les þýðingu sna (8). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegt mál. Endurtek- inn þáttur frá kvöldinu áður sem Sigurður G. Tómasson flytur. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Lesið úr forystugreinum dagblaðanna. 10.40 Hin gömlu kynni. Val- borg Bentsdóttir sér um þáttinn. 11.10 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 dagsins önn - Frá vettvangi skólans. Umsjón: Kristín H. Tryggvadóttir. 14.00 Miðdegissagan „Ævin- týramaður", — af Jóni Ólafs- syni ritstjóra. Gils Guð- mundsson tók saman og les(ío). 14.30 Óperettutónleikar. a. Herta Talmar, Birgitta Mira, Willy Schneider o.fl. flytja atriði úr óperettunni „Frú Lúna" eftir Paul Lincke ásamt kór og hljómsveit undir stjórn Franz Mars- zaleks. b. „Stórhertogafrúin af Ger- olstein", forleikur eftir Jacq- ues Offenbach. Fílharmon- iusveitin í Berlín leikur; Her- bert von Kjarajan stjórnar. c. „Viö erum ung", laga- syrpa eftir Walter Kollo. Maria Mucke, Lonny Kelln- er, Gerard Wendland o.fl. syngja með kór og hljóm- sveit undir stjórn Franz Marszaleks. 15.15 Hvað finnst ykkur? Umsjón: Örn Ingi. (Frá Akur- eyri). 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Sðdegistónleikar. 17.00 Barnaútvarpið. Meðal efnis: „Stna" eftir Babbis Friis Baastad þýðingu Sig- uröar Gunnarssonar. Helga Einarsdóttir les (4). Stjórn- andi. Kristn Helgadóttir. 17.40 Úr atvinnulfinu -Sjávar- útvegur og fiskvinnsla. Umsjón: Gsli Jón Kristjáns- son. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.35 Eystrasaltskeppnin í handknattleik í Danmörku. ísland — Austur-Þýskaland. Ingólfur Hannesson lýsir síðustu mínútum leiks ís- lendinga og Austur-Þjóð- verja. 19.45 Tilkynningar. < 19.50 Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.55 Eftir fréttir. Jón Ásgeirs- son framkvæmdastjóri Rauða kross íslands flytur þáttinn. 20.05 Hálftminn. Eln Kristins- dóttir kynnir popptónlist. 20.35 þróttir. Umsjón: Samúel Örn Erlingsson. 20.50 Tónmál. Umsjón: Soffía Guðmundsdóttir. (Frá Akur- eyri). 21.30 Sögublik — Um bisk- upsstólinn á Hólum i Hjaltadal. Umsjón: Friðrik G. Olgeirsson. Lesari með honum: Guðrún Þorsteins- dóttir. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Bókaþáttur, Umsjón: Njörður P. Njarðvk. 23.00 Á óperusviöinu. Leifur Þórarinsson kynnir óperu- tónlist. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 15. janúar 10.00 Morgunþáttur. Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 12.00 Hlé. 14.00 Eftirtvö. Stjórnandi: Jón Axel Ólafs- 15.00 Núerlag. Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvarsson. 16.00 Dægurflugur. Leopold Sveinsson kynnir nýjustu dægurlögin. SJONVARP i 19.00 Stundinokkar Endursýndur þáttur frá 12. janúar. 19.30 Aftanstund Barnaþáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhorn- ið, Ása varð glöð, úr Rökkur- sögum. Sögumaöur Unnur Berglind Guðmundsdóttir. Myndir: Silja Jónsdóttir. Sögur snáksins með fjaöra- haminn, spænskur teikni- myndaflokkur og Ferðir Gúllívers, þýskur brúðu- myndaflokkur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingarogdagskrá MIÐVIKUDAGUR 15. janúar 20.35 Dallas Ófremdarástand á South- fork Bandarískur framhalds- myndaflokkur. Þýðandi: Björn Baldursson. 21.30 Álíöandistundu Nýr þáttur með blönduöu efni, sendur beint ut að viöstöddum áhorfendum í sjónvarpssal eöa af öðrum stöðum, þar sem atburöir liðandi stundar eru aö ger- ast. Inn í þáttinn getur verið skotið atriðum, sem tekin eru upp fyrirfram, þegar beinni útsendingu verður ekki komið við. Þátturinn veröur fyrst um sinn einu sinni i viku á miövikudögum. Umsjónarmenn: Ómar Ragnarsson, Agnes Braga- dóttir og Sigmundur Emir Rúnarsson. Stjórn útsend- ingar og upptöku: Tage Ammendrup og Óli Örn Andreassen. 22.20 Fannyog Alexander Fjórði hluti — Endursýning. Sænsk -framhaldsmynd i fjórum hlutum eftir Ingmar Bergman. Þýðandi: Jóhanna Þráinsdóttir. (Nordvision - Sænska sjón- varpiö.) 23.45 Fréttir í dagskrárlok. 17.00 Þræðir. Stjórnandi: dóttir. Andrea Jóns- 18.00 Eystrasaltskeppnin í handknattleik í Danmörku. island — Austur-Þýskaland. Ingólfur Hannesson lýsir leik íslendinga og Austur- Þjóðverja. 20.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagðar í þrjár mínútur kl. 11.00, 15.00, 16.00og 17.00. 17.03—Í8.00 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni — FM 90,1 MHz. 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz. SVÆÐISÚTVÖRP Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá mánu degi til föstudags REYKJAVÍK 17.03 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík og nágrenni Stjórnandi: Sverrir Gauti Diego. Umsjón með honum annast Steinunn H. Lárusdóttir. Út sending stendur til kl. 18.00 og er útvarpað með tíðninni 90,1 MHzá FM-bylgju. AKUREYRI 17.03 Svæðisútvarp fyrir Akur- eyri og nágrenni Umsjónarmenn: Haukur Ágústsson og Finnur Magn- úsGunnlaugsson. Fréttamenn: Erna Indriða- dóttir og Jón Baldvin Hall- dórsson. Útsending stendur til kl. 18.30 og er útvarpaö með tiöninni 96,5 MHz á FM-bylgju á dreifikerfi rásar tvö.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.