Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 Sjónarvottar um sjóslysið í Homafjarðarhöfn; „Rosalegt högg — feiknar- legt brak og brestir“ — þegar togarinn sigldi á Hafn- arey við bryggju og sökkti henni á fáum mínútum ÍÓN Hafdal, skipgljóri og annar eigandi Hafnareyjar SF 36, naut >es8 út í æsar að liggja í heitu baði heima hjá sér á Höfn upp úr dukkan finun á mánudaginn „með bara hausinn upp úr“, eins og nann orðaði það, þegar síminn hringdi: Hafnareyin var sokkin í tinfninní. Um tiu mínútum síðar var Jón kominn niður að viðlegukant- inum, þar sem Hann hafði skilið við bátinn i austan rokinu fyrr um daginn, „og þá var hún eins og ég i baðinu, bara hausinn upp úr,“ iagði Jón. Nokkrum metrum vestar lá togarinn Þórhallur Danielsson SF á hliðinni með stefnið á kafi í sjó og skutinn upp í Óslandsfjöruna. Öll fjölskyldan í vinnu „Þetta var rosaleg tilfinning," jagði Jón þegar hann og meðeig- andi hans, Gísli Páll Bjömsson vél- újóri, ræddu við blaðamann Morg- onblaðsins á bryggjukantinum í gærmorgun. „Ég vaknaði aftur í lótt og hélt þá að þetta væri ein- hver vitleysa. Þetta gæti bara ekki verið. Maður átti frekar von á dauða sínum en að báturinn sykki hér í höfninni." „Það er erfitt að skilja að þetta geti gerst hér,“ bætti Gísli við. ,Hér í höfninni gárar eiginlega áldrei sjó. Þetta hefur verið röð af Shöppum, hvert öðru afleitara." Þeir félagar keyptu Hafnareyna í maí 1983 og hafa síðan unnið hörðum höndum ásamt §ölskyldum sínum að því að borga hana niður. „Konumar og bömin hafa tekið fullan þátt í því með okkur að kömast yfír bátinn," sögðu þeir, „og þetta hefur gengið alveg þokkalega með mikilli vinnu. Okkur hefúr tekist að standa í skilum - en við höfum ekki farið í sumarfrí síðan við keyptum bátinn. Nú var hins vegar farin að sjást glæta og við vomm famir að sjá fram á, að kannski kæmumst við í frí á þessu iri. En þá fer þetta svona." Tjón þeirra Jóns og Gísla og jölskyldna þeirra er fyrirsjáanlega nikið. Báturinn er líklega ónýtur ;n á Qörunni síðdegis í gær var 'arið að losa tæki úr brúnni - flest lýleg. „Þetta var góður bátur," jögðu eigendumir dauflega. „Það er hæpið að við fáum betra sjóskip en Hafnareyna - það er búið að físka vel á þennan bát.“ Slorlúgii vantaði Um það leyti sem Jón skipstjóri Hafdal lagðist í heitt baðið heima hjá sér var verið að búa Þórhall Daníelsson SF 71 undir veiðiferð, sem átti að hefjast klukkan tíu í gærmorgun. Um borð vom, auk Jóhannesar Sigurðssonar skipstjóra og vélstjóra togarans, verkstjóri úr Hraðfiystihúsi KASK á Höfti (þar sem fískiskipafloti þorpsins leggur upp sinn fisk) og sex ungir starfs- menn hans, 17-20 ára. Veður var hið versta, tólf vindstig af austri og vafalaust meira í hviðunum. „Það átti að færa togarann fyrir bryggjuhomið til að taka ís þegar við tókum eftir að hann var farinn að halla," sögðu fímm piltanna, sem Morgunblaðsmenn hittu á Höfn í gær. „Við héldum að þetta væri bara vegna veðursins og að hann myndi rétta sig við aftur en þá vantaði eina slorlúguna á millidekk- inu og þar flæddi sjórinn inn.“ Fimmenningamir sögðu að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að halda skipinu við bryggju hefði allt komið fyrir ekki og á endanum hefði skipið fests í bakkgímum og siglt á fullri ferð aftur á bak yfír höfnina. Tveir þeirra vom þá frammi á hvalbakn- um en hinir aftast í skipinu ásamt verkstjóranum og vélstjóranum. Þeir tveir á hvalbaknum komu sér f skjól þegar togarinn lét ekki að Morgunblaðið/Rax Eigendur Hafnareyjarinnar við bátinn sokkinn í höfninni á Höfn í jær. Jón Hafdal skipstjóri ofan á stýrishúsinu, Gisli Páll Björnsson í bryggjukantinum. Þórhallur Danielsson SF 71 á strandstað í höfninni. Vinstra megin sér í stýrishúsið á Hafnarey SF 36. Vonir stóðu til að hægt yrði að dæla sjó úr togaranum í nótt. Hafnarey er talin ónýt. stjóm til að verða ekki fyrir svemm fastsetningarendunum þegar þeir slitnuðu „með ægilegum smellum", eins og þeir orðuðu það. Nú sekkur hann henni Um borð í Sigurði Ólafssyni SF 44, sem lá við viðlegukant hinum megin í höfninni, vom tveir menn að vinna. Annar þeirra var Bjaraar Karlsson stýrimaður. „Við ákváðum að fara upp örstutta stund til að kíkja á rokið og bátana," sagði Bjamar þegar Morgunblaðsmenn hittu hann um borð. „Það er ekki oft sem maður sér tjúka svona hér í höfninni. Þegar við komum upp sáum við hvemig Þórhaliur hallað- ist við biyggjuna þegar þeir vom að færa hann fyrir homið. Eftir örstutta stund var greinilegt að þeir réðu ekkert við hann og þá kom hann með afturendann þvert yfír höfnina. Þegar hann var kominn á að giska hálfa leið sáum við að við myndum sleppa sjálfir en þá sagði ég: „Nú sekkur hann Hafnareynni." Og það stóð heimæ hann kom með skutinn á miðja síðuna á bátnum héma við nefið á okkur. Það varð af þessu talsverður hvellur og greinilegt að báturinn brotnaði mikið. Ætl’ann sé ekki ónýtur bara? Það hefði verið óskemmtilegt að fá hann héma á hann Sigurð og við niðri án þess að vita nokkum hlut.“ Það fór óhugur um nokkra ungu piltanna um borð í Þórhalli þegar þeir sáu að skipið stefndi öfúgt á Hafnarejma. „Þá urðum við hrædd- ir,“ sagði einn þeirra, Ragnar Geirs- son„ sem ákvað að stökkva yfir í Hafnareyna og upp á bryggjuna ásamt Valgeiri bróður sínum um leið og færi gæfíst. „Höggið var rosalegt," sögðu þeir, „feiknarlegt brak og brestir, og timbrið fiísaðist í allar áttir. Vélstjórinn datt við áreksturinn en meiddist ekkert og stóð strax á fætur aftur.“ Tveir stökkva í sjóinn Togarinn var nú farinn að halla um allt að 45 gráður. Eftir árekst- urinn fíkmðu félagamir af hval- baknum sig eftir handriðinu stjóm- borðsmegin aftur til félaga sinna. „Þegar togarinn steftidi upp í §ör- una vissum við ekki hvað myndi gerast," sagði einn þeirra, Óskar Þórólfsson. „Ég ákvað að stökkva f sjóinn og koma mér í land. Ég hef lent í svona tveggja metra djúp- um sjó og gat vaðið í land. Kajt? Nei, ég varð ekki var við kulda. Ég var um annað að hugsa - og hef sennilega verið skíthræddur!" Næstur var félagi hans Gunnar Ingi Valgeirsson, sem hikaði á borðstokknum stutta stund, en lét sig svo falla - og sökk á bólakaf. „Það var hrikaleg tilfinning," sagði hann, „því ég reiknaði með að lenda á botni. Ég tók andköf þegar ég kom upp og barði frá mér en gat lítið synt, því ég var í galla og klofstígvélum. Ragnar kom svo á móti mér og dró mig í land.“ Enn vom fímm menn um borð í Þórhalli Daníelssyni - allir hinir rólegustu. Þegar togarinn hafði lagst á hliðina og sat fastur í leirfjö- mnni fikmðu þeir sig aðeins áfram eftir skipinu, settu út lítinn bát og rem örfáa metra í land. Enginn þeirra blotnaði. Fimm af piltunum sex sem voru um borð þegar togarinn sleit sig lausan og bakkaði yfir höfnina. Þeir halda á einu tóinu sem slitnaði i átökunum. Frá vinstri: Örlygur Þorvaldsson, Ragnar Geirsson, Gunnar Ingi Valgeirsson, Óskar Þórólfsson og Valgeir Geirsson. Fyrir aftan þá sér í stjórnborðshlið Þórhalls Daníelssonar SF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.