Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1986 33 Katja Drewing- Robert Stolz Gerhard Deckert Johann Strauss Yínartónleikar í Háskólabíói annað kvöld ANNAÐ kvöld kl. 20.30 verða haldnir árlegir Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabiói. Að þessu sinni verður leikin tónlist eftir valsakónginn Johann Strauss og arftaka hans, Robert Stolz, en hann lést 1975, þá hátt á tíræðisaldri. Fyrir hlé verða Ieikin og sungin verk eftir Strauss: Forleikur að Sígaunabar- óninum, polkar og valsar og lög úr Leðurblökunni og Fanny Elssner, og eftir hlé verða vinsælustu verk Stolz, bæði hljómsveit- arverk og sönglög. Stjómandi Vínartónleikanna er Gerhard Deckert, en hann stjóm- aði uppfærslu á Leðurblökunni í íslensku óperunni sl. vor. Gerhard Deckert er Vínarbúi og hefur verið aðstoðarmaður þekktra hljóm- sveitarstjóra, einkum Karls Böhm og Herberts von Karajan. Árið 1974 var hann ráðinn hljómsveit- arstjóri við Ríkisóperuna í Vín og jafnframt hefur hann stjómað mörgum kunnum hljómsveitum m.a. Fílharmóníuhljómsveitinni í Vín. Hann er nýkominn frá Aust- ur-Berlín þar sem hann stjómaði sex Strauss-tónleikum sem var sjónvarpað víða. Einsöngvari er þýska mezzo- sópran söngkonan Katja Drewing. Hún stundaði nám hjá Christa Ludwig og síðar í Siena á Ítalíu. Hún hefur sungið í Volksoper í Vín, m.a. hlutverk Orlofskys í Leðurblökunni, haldið fjölmarga ljóðatónleika, bæði á Ítalíu og í Þýskalandi, og auk þess sungið kabarett- og söngleikjalög. Heiðursgestur á fimmtudags- kvöld verður Hólmfríður Karls- dóttir, nýkrýnd Ungfrú heimur. Viss stemmning er ríkjandi á Vín- arkvöldi; tónlist sem gengur beint inn í hjörtu áheyrenda og um- hverfið blómum skreytt. Svo verð- ur næsta fimmtudag, — tólf blómabúðir taka þátt í að gera Háskólabíó eins fallegt og hægt er. Eftir tónleikana verður Att- hagasalur Hótel Sögu opinn. Þar verður á boðstólum Austurrískt miðnætursnarl fyrir þá sem vilja, Vínartónlist sem þau Sigurður Snorrason, Anna Guðný Guð- mundsdóttir og Páll Einarsson flytja, og einsöngvari kvöldsins, Katja Drewing, mun syngja nokk- ur lög við undirleik stjómandans, Gerhard Deckert. Miðasala er hafin í bókabúðum Lámsar Blöndal og Sigfús Ey- mundssonar og í Istóni, Freyju- götu 1. (Fréttatilkynning) Hveragerði: Sautján að- ilar styrkt- ir með fé GÍSLl Sigpirbjömsson, forstjóri Elli- og dvalarheimilisins Ass í Hveragerði og Grandar í Reylga- vík, hélt kaffisamsæti í Ási 28. nóvember sl. og afhenti þar sextán félögum 15 þúsund krón- ur hveiju og sundlauginni í Hveragerði gaf hann 50 þúsund króna gjöf í minningu Hjartar Jóhannssonar sundlaugarfor- stjóra. Eftirtalin félög styrkti Gísli með gjöfum sínum samtals 240 þúsund krónum; Sundlaugin Laugaskarði, Ungmennafélag Hveragerðis, Leik- félag Hveragerðis, Skátafélagið Strókur, Hveragerði, Hjálparsveit skáta, Hveragerði, Foreldrafélag Undralands, Hveragerði, Félag aldraðra, Hveragerði, Skógræktar- félag Hveragerðis, Tónlistarfélag Hveragerðis, Lúðrasveit Hvera- gerðis, Kvenfélag Hveragerðis, Kirkjukór Hveragerðis og nágrenn- is, Kvenfélagið Bergþóra, Olfusi, Kvenfélag Þorlákshafnar, Kirkju- kór Þorlákshafnar og Egilsbúð, Þorlákshöfn. í fréttatilkynningu þessara fé- laga eru Gísla Sigurbjömssyni sér- . staklega þakkaðar gjafír hans. Kennslumiðstöð Námsgagnastofn unar gengst fyrir fræðslufundum Kennslumiðstöð Námsgagna- stofnunar mun gangast fyrir ýmiss konar fræðslustarfsemi á næstu mánuðum. Haldnir verða fræðslufundir, námskeið o.fl. Skólastarf í Ghana verður kynnt þann 16.janúarkl. 16.00. Þaðgerir Daníel Hansen kennari sem starfaði í Ghana skólaaárið 1984—1985 á vegum American Field Service í samvinnu við menntamálaráðu- neytið og Þróunarsamvinnustofnun íslands. Menntamálaráðuneytið veitir tveimur kennumm styrk til að fara til Ghana skólaárið 1986—87 og gefst áhugafólki og hugsanlegum umsækjendum tæki- færi til að kynna sér hvað felst í starfinu. Bergljót Jónsdóttir kennari kynn- ir nýtt námsefni í tónmennt sem kom út á vegum stofnunarinnar sl. haust þann 22. janúar kl. 16.00. Efnið er ætlað aimennum kennur- um og tónmenntakennumm. Sigrún Proppé listmeðferðar- fræðingur heldur fræðslufund 30. janúar kl. 16.00. Þar verður fyallað um hvemig kennarinn getur haft Sýning á verkum níu erlendra myndlistarmanna hefst í Slunka- ríki á ísafirði nk. laugardag kl. 15.00. Sýningin ber yfirskriftina „Made in Holland“, en myndlist- armennimir starfa allir í Hol- landi og eru í tengslum við Rikis- Geðhjálp: Fyrirlestur um nálarstunguaðferð Fyrirlestur um nálarstunguað- ferð verður haldinn á vegum Geð- hjálpar annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Úlfur Ragnarsson læknir flytur erindið sem flutt verður á Geðdeild Landspítalans, í kennslu- stofu á 3. hæð. Fyrirspumir, um- ræður og kaffi verða eftir fyrirlest- urinn. Allir em velkomnir. Aðgang- ur er ókeypis. áhrif á og þróað skapandi hæfileika bamsins. Sýning á námsgögnum í dönsku- kennslu verður frá 15. janúar til 5. febrúar. Fræðslufundir í tengsl- Almennur félagsfundur í íbúa- samtökum Vesturbæjar verður haldinn í Norræna húsinu í kvöld, miðvikudag, kl. 20.30 en samtök- in hafa ákveðið að gangast fyrir afmælisgjöf til borgarinnar frá íbúum gamla Vesturbæjarins og velunnurum hans í tiiefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Gjöf þessi verður i mynd lista- verks sem komið verður fyrir á almannafæri í hverfinu, t.d. á Landakotstúni, og verður þannig væntanlega til að prýða borgina. Þrír listamenn hafa verið fengnir til að gera tillögur um listaverkið og skal þeim skilað fyrir 15. febrúar akademíuna í Amsterdam og stunda þar nám. Hver listamaður sýnir verk sín í eina viku í senn og hefst sýningin á verkum Christine Hamelberg frá Þýskalandi. Síðan kemur Morten Thomsen frá Danmörku, þá Erik Petersen frá Hollandi, Henk van der Spoel frá Hollandi og Mark Met einnig frá Hollandi. Síðan koma Petra Dolleman frá Hollandi, Claud- ia Kölgen frá Þýskalandi og loks César Jorajuria Lara frá Mexíkó og Tom Swerfer frá Hollandi. Verk- in eru málverk, teikningar, grafík og skúlptúr og eru öll til sölu. Sýningin er opin þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 16.00 til 18.00 og um helgar kl. 15.00 til 18.00. Ókeypis er inn á allar sýning- ar á vegum Myndlistarfélagsins á ísafirði í Slunkaríki. Sýning þessi stendur til 15. mars nk. um við sýninguna verða auglýstir. Dagskrá Kennslumiðstöðvarinn- ar er opin öllum meðan húsrúm nk. Þessir listamenn _eru Helgi Gíslason, Jón Gunnar Ámason og Sigrún Guðmundsdóttir. Sérstök dómnefnd leggur mat á tillögumar og velur eina þeirra til gjafar að lokinni úrvinnslu. I dómnefndinni eiga sæti þau Bjöm Th. Bjömsson, Hrafnhildur Schram, Magnús Tóm- asson og Stefán Öm Stefánsson. Aflað verður fjár til þessarar gjafar með ýmsum hætti, og hefur verið sett á fót sérstök fláröflunar- nefnd í því skyni. í henni em þau Bryndís Schram formaður, Baldur Möller, Brynhildur Andersen, Helga Gísladóttir og Hjörtur Aðalsteins- son. Neftidinni til aðstoðar er Pétur Þorsteinsson ellimálafulltrúi. Áuk gjafarinnar verða á dagskrá fundarins áætlanir um heilsugæslu- stöð og miðstöð fyrir aldraða í ný- byggingu á homi Garðastrætis og Vesturgötu. Páll Gíslason læknir og borgarfulltrúi og Hjörleifur Stef- ánsson arkitekt hafa framsögu. Auk þeirra mæta á fundinn Katrín Fjeldsted formaður heilbrigðisráðs borgarinnar og Stefán Öm Stefáns- son arkitekt, en þeir Hjörleifur og Stefán hafa með höndum hönnun hússins. Landfræðifélagið: Fyrirlestur um fjarkönnun Annar fræðslufundur Land- fræðifélagsins á þessum vetri verður annað kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20.30 í stofu 101 í Lögbergi, húsi lagadeildar. Þar mun Guðrún Gfsladóttir landfræðingur halda fyrirlestur um verkefni á sviði fjarkönnunar við landfræðideild Stokkhólmsháskóla, þar sem hún stundar nú nám. Fundurinn er opinn öllu áhugafólki. Isafjörður: Níu erlendir lista- menn sýna í Slunkaríki leyfír. (Úr fréttatilkynningu) íbúasamtök Vesturbæjar: Félagsfundur í kvöld Gisi seldist upp fyrirjólinen er nú komin aftur í verslanir Útsölustaðir: Liverpool ........ Laugavegi 18a, R. Hjá Hirti ........ Laugavegi 21, R. Hagkaup ............. Skeifunni 15, R. Leikfangahúsið .... Skólavörðust. 10, R. Mikligarður ............ Holtavegi, R. Jójó ............ Austurstræti 18, R. Hólasport .............. Hólagarði, R. Undraland ................ Glæsibæ, R. K. Einarss. & Björnss...Laugav. 25. R. Bókab. Breiðholts ...... Arnarb. 2, R. Leikbær ................. Hafnarfirði. Búkabúðin Grima ............ Garðabæ. Höfn hf. ................... Selfossi. Óðinn ...................... Akranesi. Amaro ...................... Akureyri. Heiidsölubirgðir: K. Árnason, sími 75677.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.