Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 Flugleiðir: Sérstök helgarfargjöld innanlands í janúar INNANLANDSDEILD Flugleiða býður upp á sérstök helgarfar- gjöld og gistíngu í samvinnu við 15 hótel víðs vegar um landið i janúar. Janúartílboðið gildir frá öllum viðkomustöðum Flugleiða útí á landi og tíl margra þeirra, svo sem Akureyrar, Isafjarðar, Hafnar í Hornafirði, Egilsstaða, Húsavikur og Vestmannaeyja. Sveinn Sæmundsson blaðafull- trúi Flugleiða sagði að auk þessa yrði boðið upp á sérstakar skiða- ferðir í febrúar, en fargjöld þar yrðu hærri en í þessu janúartilboði, og einnig væru fyrirhugaðar leik- húsferðir bæði út á land og til Reykjavíkur. Janúartilboðin gengu i gildi sl. miðvikudag, en Flugleiðir hafa boðið upp á helgarferðir í nokkur ár. Venjulegt fargjald báðar leiðir frá Reykjavík til Akureyrar kostar í dag 4.366, en helgarferð til Akur- eyrar með gistingu í tvær nætur í tveggja manna herbergi kostar 3.719 krónur, en 4.419 ef gist er í eins manns herbergi. Verð til annarra staða er sambærilegt. INNLENT Skákþing Reykjavíkur: Þrír skákmenn í efsta sætinu EFTIR 4 umferðir í opna flokki Skákþings Reykjavikur eru þrír keppendur efstir og jafnir með 4 vinninga: Gunnar Bjömsson, Hannes Hlífar Stefánsson og Ægir Páll Stefánsson. Með 3 V2 vinning eru 5 kepp- endur: Bjami Hjartarson, Haukur Angantýsson, Páll Þór Bergsson, Sigurður Daði Sigfússon og Þrá- inn Vigfusson. Einni biðskák er enn ólokið. Keppendur í opna flokknum eru alls 88 talsins. Fimmta umferð fer fram á miðvikudagskvöld í hús- næði Taflfélags Reykjavíkur að Grensásvegi 44-46. Keppni í unglingaflokki 14 ára og yngri hófst sl. laugardag og vom þá tefldar 3 umferðir. Kepp- endur í þessum flokki eru fleiri en nokkru sinni fýrr eða alls 95. Flestir bestu skákmenn á þessum aldri í Reykjavík eru meðal kepp- enda. Keppnin heldur áfram næsta laugardag og er einnig teflt í þeim flokki í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur að Grensásvegi 44- 46. Félagsdómur hafnaði frá- vísunarkröfu Dagsbrúnar Dagsbrún kærir til Hæstarréttar FÉLAGSDÓMUR úrskurðaði á mánudag að hafna kröfu Dags- brúnar, um að vísa frá dómi kæru Vinnuveitendasambands- ins um ólögmætí uppskipunar- banns Dagsbrúnar varðandi vör- ur frá Suður-Afríku. Dagsbrún hefur kært úrskurð Félagsdóms til Hæstaréttar. Vinnuveitendasamband íslands höfðaði mál fyrir hönd Eimskipafé- lags íslands til staðfestingar á því að aðgerðir Dagsbrúnar varðandi uppskipunarbann á vörum frá Suð- ur-Afríku væru ólögmætar. Lög- maður Dagsbrúnar gerði kröfu um frávísun málsins og að loknum málflutningi fyrir Félagsdómi féll samhljóða úrskurður á þá leið, að hafna frávísunarkröfu Dagsbrúnar. í framhaldi af því kærði lögmaður Dagsbrúnar úrskurð Félagsdóms til Hæstaréttar. Hallarekstur Rafmagns veitna ríkisins: Ekkert farið að ræða um hvernig brugðist verður við segir Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra ALBERT Guðmundsson, iðn- aðarráðherra, segist ekki hafa vitað að það stefni I 150 Forsætisráðherra í sjúkrahúsi STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra lagðist á sjúkrahús á mánudag vegna aðgerðar á ökla. Lagfæra þurftí gömul meiðsl, sem voru tekin að há ráðherranum. Vegna þessa var ríkisstjómar- fundi, sem halda átti í gær frestað, en búizt var við að Steingrímur kæmi heim af sjúkrahúsinu í dag. Hann þarf að vera í gipsi næstu vikur. til 160 milljón króna halla- rekstur Rafmagnsveitna rik- isins á þessu ári, fyrr en hann las það í Morgunblaðinu á sunnudaginn. „Það er ekkert farið að ræða hvemig bmgðist verður við þessu og því get ég ekkert um þetta sagt nú. Ég vissi ekki um þetta fyrr en ég las Morgun- blaðið á sunnudaginn. Engar beinar upplýsingar hafa borist til mín frá RARIK og þó á fyrirtækið að hejrra undir mig. Eg hélt að ég myndi fá upplýs- ingar sem þessar áður en þær kæmust til dagblaða," sagði Albert. Stjóm Landssambands hjartasjúklinga og læknar lyflækningadeildar Borgaspítalans við afhendingu tækisins á Borgarspítala. Tæki til síritunar blóðþrýstings NÝLEGA færði stjóra lands- samtaka hjartasjúklinga Lyf- lækningadeild Borgarspítalans tæki tíl síritunar blóðþrýstings að gjöf. Þessi tölvustýrði blóðþrýsti- mælir gerir kleift að mæla blóð- þrýsting á ákveðnum tímum yfir heilan sólarhring og gefur þannig miklu fyllri upplýsingar um stjómun blóðþrýstings en einstak- ar mælingar gera. Þannig er unnt að fylgjast með sveiflum í blóð- þrýstingi og kanna hvort einkenni sjúklings stafí af blóðþrýstings- falli eða blóðþrýstingshækkun. Tæki þetta er fyrsta sinnar teg- undar á íslandi og kemur til með að nýtast ekki aðeins sjúklingum Borgarspítalans heldur og þeim einstaklingum utan spítalans sem læknar telja að þarfnist slíkrar rannsóknar. Launavísitala notuð í fasteignaviðskiptum stað þess að sitja uppi með óseldar þessar vísitölur héldust í hendur íbúðir. Hann sagði að fólk væri þegar til lengri tíma væri litið, en hrætt við að ráðast í íbúðakaup ef misgengi yrði þama á milli í vegna umtals um misgengi launa takmarkaðan tíma tæki byggingar- og lánskjara. Reynslan sýndi að aðilinn skellinn á sig. Háskóli á Akureyri?: Nefnd skipuð til að fjalla um málið Byggingafyriidækið Bygging- ar og ráðgjöf sem er með húsið Skólavörðustíg 6b í byggingu býður 10 ibúðir í húsinu á „nýjum kjörum á fasteignamarkaðnum". Greiðslur samkvæmt kaupsamn- ingi, aðrar en eftírstöðvar tíl lengTÍ tíma, eru bundnar launa- vísitölu eða lánskjaravisitölu eftír því hvor vísitalan er lægri. Magnús Axelsson fasteignasali hjá fasteignasölunni Laufási sem er með íbúðimar í sölu sagði að þeir sem kaupa íbúðir með þessum kjömm tryggðu sig eins vel og hægt væri gegn hækkun lánskjara- vísitölu umfram laun því greiðslum- ar fæm ekki fram úr verðmæti launanna. Launavísitalan sem not- uð er í þessu sambandi er reiknuð út af kjararannsóknanefnd og birt í Hagtíðindum. Hún er sambland af vísitölu kauptaxta og vísitölu atvinnutekna. Magnús sagði að byggingar- kostnaður íbúðarhúsnæðis væri nú kominn fram úr markaðsverði og því tregða í sölu íbúða í smíðum. Byggingafyrirtækið byði þessi kjör til að liðka fyrir sölu þannig að það geti haldið áfram starfsemi sinni, í SKIPUÐ hefur verið nefnd sem fjalla á um um kennslu á háskóla- stígi á Akureyri. Menntamálaráðherra skipaði nefndina 27. desember sl. Formaður hennar er Halldór Blöndal alþingis- maður. Aðrir nefndarmenn em Bemharð Haraldsson skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, Bjami Kristjánsson rektor Tækni- skóla íslands, dr. Sigmundur Guð- bjamason háskólarektor og Tryggvi Gíslason skólameistari Menntaskól- ans á Akureyri. Samkvæmt skipunarbréfi á nefndin að fjalla um kennslu á há- skólastigi á Akureyri. Þá er henni falið að gera ítarlegar tillögur um kennslugreinar og námsbrautir; til- högun kennslu og mannaflaþörf; skipulagsform starfseminnar og tengsl eða samvinnu við Háskóla íslands og aðrar menntastofnanir á háskólastigi, svo og við aðra skóla, atvinnufyrirtæki og stofnanir á Akureyri og kostnaðaráætlun að því er varðar stofnkostnað og reksi. ur. Verkfallsboðun mat- sveina áhrifalítil ÁHRIF verkfallsboðunar Mat- sveinafélags íslands á stóram ' togurum í Reykjavík verða að öllum líkindum lítíl sem engin fyrst um sinn. Verkfallsboðunin nær aðeins tíl þeirra þessara skipa, sem hafa einn matsvein í áhöfn, en öll viðkomandi skip era með tvo matsveina um borð, enn sem komið er að minnsta kostí. Verkfallsboðunin er til komin vegna áforma um fækkun í áhöfn- um stóru togaranna niður í 18 og með því móti verður aðeins einn matsveinn um borð. Með þessu hyggjast matsveinar tryggja launa- og réttarstöðu sína, þegar og ef til fækkunar kemur. Verkfallboðunin var send til fjög- urra fyrirtækja í Reykjavík, Granda, Hraðfrystistöðvarinnar, Karlsefnis og Ögurvíkur, en þau eiga samtals 6 stóra togara. Verk- fallið á að koma til framkvæmda á miðnætti 17. janúar næstkomandi, en sjálfkrafa undanþága er veitt til þeirra skipa, sem verða með tvo matsveina í áhöfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.