Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 39
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1986 ÓlafurD. Vilhjálms- son — Kveðjuorð Ólafur Davíð heitinn var þriðja bam af 5 bömum foreldra sinna og var hann fæddur hinn 23. októ- ber árið 1899. En aldurinn bar hann með reisn og prýði, orðinn 86 ára gamall og rúmlega þó, er Drottinn vor og Frelsari kallaði hann heim hinn 2. desember síðastliðinn. Guð tók hann til sín í dýrð og friði eins og hann hefir heitið þeim, sem hann elska og honum treysta af öllu hjarta. Eiginkona Ólafs heitins hét Oddgerður Oddgeirsdóttir og er hún látin fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust eina dóttur og tvo syni en annar sonur þeirra lést af slys- förum fyrir nokkrum árum. Foreldr- ar Ólafs vom þau hjónin Margrét Jónsdóttir og Vilhjálmur Bessi Páls- son og áttu þau heima í Tungu í Skutulsfirði og þar fæddist hann. Ólafur var ávallt ljúfur og einlægur viðmóti. Hann var maður vel á sig kominn, fríður og vörpulegur á velli. Söngrödd hans var frábær, bæði mikill og fallegur hetjutenór. Og finnst mér sem þessar línur rita, alveg dásamlegt hvað hann hélt röddinni vel alveg til hins síðasta. Útför Ólafs heitins var gerð frá Háteigskirkju mánudaginn 9. des- ember sl. í Opinberunarbók 14. kap. 13. vers stendur: Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, segir Andinn, þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu því að verk þeirra fylgja þeim. Það má með sanni segja að Ólafi Davíð Vilhjálmssyni hafi hlotnast sú náð að höndla þau fyrirheit sem Drott- inn gefur sínum trúðu bömum. Því að orð Guðs staðfestir vitnis- burð þeirra sem borinn er fram samkvæmt orðum Ritningarinnar um máttarverk Guðs í Kristi Jesú. Við mannfólkið þurfum að gera okkur grein fyrir því að Guð er meiri en hjarta vort. Því að orðið segir, Jesja 55-8: Því að mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir og yðar vegir ekki mínir vegir segir Drottinn, heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin svo miklu hærri eru mínir vegjr yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum. Eg sem þessar línur rita kynntist Ólafi Davíð Vilhjálmssyni fyrir mörgum árum sem bróður í Kristi á samkomum að Hörgshlíð 12 í Reykjavík, þar sem Guðs orð er boðað í heilögum anda. Ólafur fór á ýmsta staði svo sem á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna og víðar, og bar vitni um náðarverk og kærleika Guðs í Jesú Kristi Drottni vorum. Ólafur var ávallt reiðubúinn að færa Guði lofgjörð og þakkargjörð fyrir máttarverkin sem hann sjálfur og þeir, sem báðu Ragnheiður Stefáns- dóttír — Minning Fædd 27. október 1911 Dáin 28. nóvember 1985 Hinar fáu stóm stundir í sögu mannsins em ekki minningamar um visnaða lárviðarsveiga og hetj- umar sem hylitar vom af lýðnum. Hinar fáu stóru stundir mannsins, em minningamar um þymikórónu og kross, sem borin vom af syni mannsins eftir Via Dólorósa til Golgata. (Gunnar Dal.) Ragnheiður Stefánsdóttir átti kærar minningar um þymikórónu og kross mannssonarins á leið til Golgata, hennar kæmstu minning- ar vom ekki um fánýti eða hégóma, sem æði oft er mest metið af mörg- um. Hún fæddist að Hólum í Dýra- firði og foreldrar hennar vom Ingi- björg Lilja Ólafsdóttir og Stefán Guðmundsson frá Kirkjubóli. Síðar flyst hún með móðurforeldram sín- um að Gemlufelli í Dýrafírði. For- eldrar hennar giftust ekki, en náið samband hafði hún alla tíð við föður sinn og heimsótti hann oft að Hólum er hann var farinn að búa þar með konu sinni Sigrúnu Ámadóttur. Sagði hún mér að sér hefði alltaf fundist vera komin jól, þótt á sumri væri, þegar hún dvaldist þar með bræðmm sínum í stuttum orlofum, enda hefði heimilið verið ólíkt öðr- um sveitaheimiium sem hún þekkti, en kona Stefáns var frá Hörgshlíð í Húnavatnssýslu og mótaðist heim- ilið því húnvetnskum háttum og andblæ. Sfðar á ævinni er Ragnheiður mágkona var við nám í húsmæðra- skólanum á Blönduósi kynntist hún aftur sömu lífsviðhorfum og ríkt höfðu á heimili föður hennar. Allir sem komnir em til ára sinna muna vel stríðsárin og árásina á línuveiðarann Fróða frá Þingeyri árið 1941, en í þeirri árás létu 5 menn lífið og íjórir þeirra vom úr Þingeyrarhreppi. Ragnheiður missti þar mann sinn, Steinþór Amason frá Brekku í Dýrafirði, frá tveim bömum og einu ófæddu eftir fjög- urra ára hjónaband en hún missti meira, bróður sinn og mág, þá Guðmund Stefánsson og Gunnar Ámason skipstjóra á Fróða. Það var þungt högg heimilinu á Brekku, ungu ekkjunni og tengdaforeldmm hennar að öðmm ótöldum. Það þarf meir en meðalmann til að standa af sér slíkan brotsjó, en Ragnheiður var enginn meðalmaður, hún hvorki bognaði né brotnaði. Að henni stóðu sterkir dýrfirskir stofnar og Ragn- heiður var enginn kalkvistur, heldur sterk grein af sama meiði. Hún bjó áfram ásamt tengdaforeldram sín- um á Brekku og réð sér ráðsmann, Valdimar Sólmundsson. Árið 1950 flyst Ragnheiður til Þingeyrar ásamt tengdaforeldrum og ráðsmaðurinn fylgir þeim, en þau öll komin við aldur, nema Ragnheiður. Á Þingeyri kynnist ég loks mágkonu minni, þessari glað- væm, góðlátu og hlýju konu sem vann myrkranna á milli, en gaf sér alltaf tíma til að hlú að öðmm og rétta hjálparhönd er mikið lá við. A Þingeyri rak hún matsölu á „Gamla spítalanum" eins og húsið er alltaf nefiit í daglegu tali. Þar leigði þá Lýður Jónsson vegaverkstjóri, sem mörgum er af góðu kunnur og var hann góðvinur bónda mfns, Áma Stefánssonar, en Ámi hafði ungur verið í vegavinnu hjá Lýði og var Lýður heimilisvinur okkar hjóna og gagnkvæmt. Það varð gæfuspor þeirra beggja, Ragnheiðar og Lýðs, að leiðir þeirra skyldu liggja saman, því þau eignuðust eina dóttur, Kristínu Lýðsdóttur. Ég heimsótti mágkonu mína „á sængina" og við mér blasti heilbrigt og fallegt bam, glöð móðir og hamingjusöm kona. Ragnheiður stóð þá á fertugu, hafði verið ekkja yfir 10 ár og lifað og starfað fyrir bömin sín og tengda- foreldrana, en birtan og gleðin sem skein úr augum hennar þennan dag var fölskvalaus og líður mér seint úr minni. Þau Lýður giftust aldrei, hann var fráskilinn þriggja bama faðir og hún átti bömin sín þijú fyrir. Kristín varð foreldmm sínum mikill gleðigjafi sem tengdi saman 6 mannvænleg böm og unglinga og man ég enn fermingardaginn hennar er ég sá í fyrsta sinn allan þennan fríða hóp ungmenna, bömin hans Lýðs og bömin hennar Ragn- heiðar. Milli þeirra allra var alltaf góður vinskapur og gagnkvæm virðing og Lýður varð hinum bömunum holl- ráður vinur, enda þekki ég það af eigin raun, að Lýður var vinur vina sinna, engu sfður en Ragnheiður mágkona, sem alltaf gat veitt þeim styrk er stóðu í ströngu. Nú em þau bæði horfin af sjónarsviðinu, en er það ekki einmitt það eina sem við eigum gefið, dauðinn. hann um bænir fyrir sig og sína urðu aðnjótandi. Því að hann trúði því að Guðs Orð væri lifandi og máttugt og að Drottinn er hinn sami í gær og í dag og um aidir, og framkvæmir sín máttarverk með sínum trúuðu bömum sem honum treysta af öllu hjarta. Við þökkum Drottni fyrir trúaðan bróður í Kristi, sem lokið hefur sínu æviskeiði hér á jörð. Við emm einnig þakklát fyrir djörfung hans í að miðla öðram af því sem hann hafði af Guði þegið fyrir Jesúm Krist. Ég enda þessi fátæklegu kveðju- orð mín með 14. versi úr 48. Passíu- sálmi Hallgríms Péturssonar, sem Ólafur fór oft með þegar hann talaði á samkomum. Gegnum Jesú helgast hjarta, í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástarbirtu bjarta, bæði fæ ég að reyna og sjá. Hrygðarmyrkið sorgar svarta, sáluminnihverfurþá. Jón Pálsson Ragnheiður var gæfumanneskja, þrátt fyrir ólýsanleg áföll. Stundum minnti hún mig á móður Theresu í fómarhlutverki sínu og trúar- trausti, trúnni á Guð sinn sem öllu getur breytt til hins betra, líka erfiðleikum sem öðmm virðast óyfirstíganlegir. Mörg sfðustu ár Ragnheiðar bjó hún hjá dóttur sinni Guðrúnu og tengdasyni Hallgrími Sveinssyni og þar leið henni vel, enda borin á höndum af þeim hjón- um. Þau nutu einnig samvistanna við hana og verka hennar, en allt sem hún vann bar handbragði hennar gott vitni, hvort sem hún bar mat fyrir gesti og gangandi ásamt dóttur sinni eða annað. Það vafðist ekkert fyrir henni að breyta mjólk í mat og ull í fat. Við sem þekktum hana munum lengi minnast hógværrar framgöngu hennar, hlýjunnar, gleðinnar og æðmleysisins sem einkenndi hana alla tíð. Ragnheiður kveið ekki dauða sínum þótt hún gengi Qögur síðustu árin með banvænan sjúk- dóm, krabbamein, en spyrði maður hvemig henni liði var svarið á einn veg, sagðist lifa, ekki hafa yfir neinu að kvarta, enda kvalalaus og svæfi vel. Ég hóf þessi minningar- brot með orðum skáldsins og leyfi mér að ljúka þeim með öðm ljóði. Kastiðekkisteinum íkyrratjöm. Vekiðekkiöldur óvitaböm. Gárið ekki vatnið engleðjistafþví að himinninn speglast hafinuí. (GunnarDal.) Já, Ragnheiður kunni þá list að gleðjast yfir stóm og smáu og engu síður yfir því smáa, gróðri, fuglum, náttúmfegurð og öllu er lífsanda dró og hún kastaði ekki steinum í kyrratjöm. Guð blessi minningu hennar. Hulda Sigmundsdóttir Þökkum inniiega samúð og .hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRÓU MARÍU ODDSDÓTTUR frá Þóroddsstöðum. Kristín Þorvaldsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson, Haraldur Þorvaldsson, Ingibjörg Þorvaldsdóttir, Böðvar Þorvaldsson, Arndís Þorvaldsdóttir, Ása Þorvaldsdóttir, Þórarinn Þorvaldsson, barnabörn og Anna Þorvaldsdóttir, Hulda Arnbergsdóttir, Lisa Þorvaldsson, Sverrir Júlíusson, Kristfn Jóhannsdóttir, Einar Þorláksson, Jóhann Baldurs, Anna Elísdóttir, barnabarnabörn. t Þökkum af alhug samúð og vináttukveðjur við andlát og jaröarför KJARTANS SIGURÐSSONAR fyrrverandi verkstjóra, Löngumýri 5, Akureyri. Sigríður Þorsteinsdóttir, Rafn Kjartansson, Anna Kjartansdóttir, Þorsteinn Kjartansson, Sigurður Kjartansson, Örn Kjartansson, Jón B. Hauksson, Elín Berg, Regína Sigurðardóttir, Kristfn Ögmundsdóttir barnabörn. °g t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför BJÖRGVINS EINARSSONAR frá Kárastöðum, Víðivöllum 6, Selfossi. Hörður Björgvinsson, Hugrún Skarphéðinsdóttir, Þröstur Björgvinsson, Aðalbjörg Haraldsdóttir, Guðlaug Erla Björgvinsdóttir, Jón ívars, Guðrún Guðlaugsdóttir og barnabörn. t innilegar þakkir og kveðjur sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar sonar okkar og bróður, SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Sunnubraut 8, Garði. Kristfn Guðmundsdóttir, Sigurður Ingvarsson, Halldóra Jóna, Guðlaug Helga og fjölskyldur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu, HILDAR VIGFÚSDÓTTUR HJALTALÍN, Laugateig 17. Anna Gunnarsdóttir, Vigfús Gunnarsson, Óskar H. Gunnarsson, Unnur Agnarsdóttir, Gunnhildur Óskarsdóttir, Agnar Óskarsson. t Þökkum auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og útför STEINUNNAR JÓNSDÓTTUR, Hliði, Eyrarbakka. Ingvar Halldórsson, börn og tengdabörn. t Þökkum hlýhug og samúð við andlát GUÐFINNS SIGMUNDSSONAR. Guðrfður Ásgeirsdóttir, Rebekka E. Guðfinnsdóttir, Kristján Einarsson, Karl Guðfinnsson, Hafdfs Jónsdóttir, Guðlaugur Guðfinnsson, Ásdfs Sveinsdóttir. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför ÖNNU M. BERNHÖFT Lilja Bernhöft, Sigurður Baldursson, Ásta Magnúsdóttir, Guðrún Bernhöft Marr,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.