Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 56
HLBOOJR í HBMSKEÐJU MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Reykjavíkurskákmótið: Hjörleifur REfékk á sig brot TOGARINN Hjörleifur RE, sem er í eigu Granda hf, fékk á sig brotsjó á mánudagskvöld. Engin slys urðu á mönnum, en nokkrar skemmdir á skipinu. Togarinn var á veiðum út af Snœfellsnesi er óhappið varð. Við brotið lét gluggi í brúnni undan og sjór komst í siglinga- og stjómtæki. Vegna þessa var skipið kallað inn frá veiðum og kom til Reykjavíkur á þriðjudagsmorgun með 50 lestir af fiski. Skemmdir höfðu í gær ekki verið fullkannaðar, en ljóst er að veiðar skipsins munu tefjast ^Weitthvað af þessum sökum. Kasparov biður um ^lista yfir keppendur GARRI Kasparov, heimsmeistari í skák, hefur beðið Skáksamband íslands um nöfn þeirra skák- manna, sem tefla á Reykjavíkur- skákmótinu í næsta mánuði. Skáksambandið bauð Kasparov á Reykjavíkurskákmótið og tók hann ekki ólíklega í það, en sfðan kom upp deila milli hans og Campoman- es, forseta FIDE, um einvígi við Anatoly Karpov um heimsmeistara- titilinn. Campomanes hefur lýst því yfir, að einvígið fari fram á næstunni, en Kasparov hefur snúist ,tB*indverður gegn áformum hans og gagnrýnt harðlega. „Fyrirspum Kasparovs sýnir áhuga hans á mótinu og er það mjög jákvætt," sagði Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksam- bandsins. Hann taldi of snemmt að segja nokkuð um það, hvort fyrir- spum Kasparovs þýddi að hann hygðist tefla hér á landi. Hins vegar hafa menn veit því fyrir sér hvort Kasparov láti hótanir Campomanes um að svipta hann titlinum mæti hann ekki til leiks sem vind um eyru þjóta og tefli í þess stað í Reykjavík. Sjóslysið í Hornafjarðarhöfn: Þetta voru mistök — ég vissi ekki að eina slorlúgu vantaði segir Jóhannes Signrðsson, skipstjóri „ÞETTA voru mistök. Ef ég hefði vitað að lokið í eina af fjórum sloriúgum á millidekkinu vantaði þá hefði ekki verið hreyft við skipinu," sagði Jóhannes Sigurðsson, skipstjóri á skuttogáranum ÞórhaUi Danielssyni SF 71, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær um orsakir slyssins í Homafjarðarhöfn í fyrradag. áður og þá tók það sjó inn á sig í „Það var átakarok og þess vegna hallaði skipið á bakborða þegar við vorum að færa það á milli legu- plássa við bryggjuna til að taka ís,“ sagði Jóhannes skipstjóri. „Á með- an við vorum vestan við frystihúsið vorum við í skjóli en um leið og við komum fyrir homið gerði mikla hviðu, svo skipið hallaðist meira en gegnum slorlúguna og sá sjór hefur komist niður í vél með þessum af- leiðingum." Jóhannes sagðist hafa verið að bakka skipinu fyrir bryggjuhomið og notið aðstoðar lóðsbáts auk þess sem spil í skut hefði verið notað til að halda togaranum við bryggjuna. „Þegar skipið fór að hallast meira ætlaði ég að keyra upp aftur á sama stað en þá festist vélin í bakkgím- um, svo það réðst ekki við neitt," sagði hann. „Ég reyndi að drepa á vélinni en allt kom fyrir ekki. Á endanum varð lóðsinn að hörfa frá en togarinn hélt beint strik yfir höftiina." Síðdegis í gær fór að ganga vel að dæla úr togaranum eftir að farið var að nota kraftmiklar dælur úr Steinunni SF. í gærkvöld var von á annarri góðri dælu og sagðist Jóhannes gera sér vonir um að hægt yrði að dæla öllum sjó úr togaranum í nótt. Um hádegi í dag er von á dráttarbátnum Goðanum til Hafnar og standa vonir til að hægt verði að ná togaranum á flot í dag. — Skrokkur skipsins er talinn óskemmdur en innréttingar eru ónýtar, svo og rafkerfi og ýmis tæki. Útgerð skipsins hefur orðið fyrir milljónatjóni og fyrir liggur, að togarinn fer ekki til veiða fyrr en eftir nokkra mánuði. Sömuleiðis hafa eigendur Hafnareyjar SF 36 orðið fýrir miklu tjóni. Sjá nánar á bls. 32. Togarinn Þórhallur Daníelsson SF 71 á strandstað í Hornafjarðarhöfn í gær. Unnið er við að dæla sjó úr skipinu. Morgunblaðið/RAX Árangurslaus leit að kafara KAFARAR leituðu í gærkvöldi að ungum manni, sem hafði verið við köfun ásamt þremur félögum sinum í gjá skammt fyrir austan Grindavík. Maðurinn kafaði ásamt félaga sínum ofan í gjána, sem mun vera 16 til 18 metra djúp og um fjögurra metra breið. Dimmt var í gjánni og vatnið gruggugt og urðu þeir viðskila og hófst leit laust fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Félagar í björgunarsveitunum Þorbimi og Ingólfí vom kallaðir út, svo og kafarar úr lögreglunni í Reykjavík og vamarliðsmenn að- stoðuðu við leitina. Aðstæður til leitar vom erfiðar. Ungi maðurinn hafði ekki fundist seint í gærkvöldi. Fjöldi manna leitaði að hinum týnda manni í gærkvöldi en aðstæður voru erfiðar. Morgunbiaðið/Júiiua Flugumferðastjórar: Aðgerðum var frestað Flugumferðastjórar samþykktu á fjölmennum fundi í gærkvöldi að fresta aðgerðum eftir að starfandi samgönguráðherra, Albert Guðmundsson, lýsti stjórnvöld reiðubúin til viðræðna um deilur flugumferðastj óra og flugmálastjóra. Fundurinn lýsti vantrausti á Pét- ur Einarsson, flugmálastjóra. „Telj- um við að hann hafi með framkomu sinni sinni og athöfnum sýnt ber- lega að hann sé óhæfur til að rækja svo ábyrgðarmikið starf," segir í ályktun fundarins og er lagt til að stjómvöld skipi nýjan mann í emb- ættið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.