Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.01.1986, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR15. JANÚAR1986 AF ERLENDUM VETTVANGI Portúgal* eftir JÓHÖNNU kristjónsdóttur Mario Soraes virðist hafa auk- izt fylgi en Freitos do Amaral er þó enn sigurstranglegastur SVO VIRÐIST sem hlutföllin hafi breytzt nokkuð upp á siðkastið milli frambjóðendanna við forsetakosningarnar í Portúgal þann 25. janúar næstkomandi. Eftir að Fransisco Zalgado Zenha, fyrrv. fjármálaráðherra og einn helzti samstarfsmaður Mario Soares um árabil, kunngerði að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram við kosningaraar sýndist ýmsum stjóramálaskýrendum, að fram- boð hans myndi einkum draga atkvæði frá Mario Soares og sigur- líkur Soares væru nánast engar. Fyrir framboð Zenha var Freitos do Amaral, fyrrverandi leiðtogi Miðdemókrata (CDS), þó talinn sigurstranglegastur og er svo enn. Margir spá því meira að segja að hann muni fá tilskilinn meirihluta strax í fyrstu umferð, en næstur honum að atkvæðafjölda muni verða Mario Soares. Ramalho Eanes forseti, sem lögum samkvæmt má ekki bjóða sig fram í þriðja sinn, lýsti samstundis stuðningi við Salgado Zenha. Samskipti hans og Mario Soares voru mjög stirð í forsætis- ráðherratíð Soares og ýmsir sögðu að Eanes væri með þessu að klekkja á Soares og þó umfram allt að tryggja sér þægð Zenha, ef hann yrði kjörinn forseti. Um hríð var útlitið hjá Zenha býsna bjart en mjög voru spár manna á reiki um hversu mikið það yrði honum til framdráttar að þiggja stuðning Eanes. Flokkur Eanes hlaut 20 prósent í þingkosningun- um í fyrravor, eins og kunnugt er, og fylgið hrundi þá af Sósíal- istaflokki Mario Soares. Hins v.egar varð útkoma hins lýðræðis- lega endumýjunarflokks Eanes afleit í bæjar- og sveitarstjómar- kosningunum nýlega. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins virtust kjósendur þá þegar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að flokkinn skorti algerlega málefnagrund- völl. Það er enda opinbert leyndar- mál, að flokknum var fyrst og fremst komið á laggimar til að Eanes geti tryggt sér sess í stjóm- málum landsins, eftir að hann lætur af starfi forseta. Þó að Eanes hafi notið persónulegra vinsælda f embætti sýnist mörg- um sem stuðningur hans og for- setafrúarinnar, Manuelu Eanes, sem hefur komið fram á fundum hjá Zenha, muni ekki draga langt þegar á reynir. Margir urðu og til að kveða upp úr með það að í því fælist hryggileg mótsögn, að Zenha myndi sækja fylgi sitt til vinstrimanna, og höfðu þá í huga táplega baráttu hans og Mario Soares gegn áhrifum kommúnísta í Portúgal á fyrsta ári eftir bylt- inguna 1974. Zenha sagði sjálfur, að hann myndi þiggja stuðning allra góðviljaðra manna og „að kommúnistar væru líka fólk“. Sumum þótti þetta athyglisverð yfirlýsing, en kommúnistar hafa ekki dregið af sér og formlegur frambjóðandi þeirra hefur nú hætt þátttöku, eins og alltaf var búizt við og kommúnistaflokkur- inn lýst stuðningi við Zenha. Maria Pintasilgo varð fyrst til að tilkynna framboð sitt og naut ekki stuðnings neinna flokka. í fyrstu virtist sem henni yrði tals- vert ágengt og var farið að spá henni allt að 30 prósentum at- kvæða. Þegar Freitos do Amaral kunngerði síðan það sem lengi hafði verið vitað, að hann byði sig fram, fór svo dæmið að snúast við. Freitos do Amaral er einn af stofnendum Miðdemóraktaflokks- ins. Hann er yngstur frambjóð- endanna fjögurra og nýtur mikils álits meðal landa sinna. Hann er mælskumaður með afbrigðum, snjall atkvæðaveiðari og margir eru þeirrar skoðunar, að með honum tækist að „færa Portúgal í reynd inn í raðir Evrópuríkj- anna“ eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins í Lissabon orðaði það. Slagorð hans í kosningum er „áfram Portúgal" og það hefur fengið góðan hljómgrunn, enda þykir do Amaral málefnalegur og traustvekjandi. Anibal Cavaco Silvca .forsætisráðherra núver- andi minnihlutastjómar, lýsti á haustnóttum yfir stuðningi við do Amaral og ef fylgi flokks Silva, Sósíaldemóraktaflokksins, og Miðdemókrataflokksins skilar sér til do Amaral ætti hann að fá um 44 prósent atkvæða Freitos do Amaral dregur ekki dul á að hann vill efla stöðu Portúgals innan Atlantshafsbandalagsins og hann er mjög eindreginn stuðningsmað- ur Evrópubandalags Evrópu og telur að Portúgölum hafi ekki verið gerð nægilega skýr grein fyrir þeim ávinningi sem þeir geta haft af vem sinni í EB. í brezka blaðinu Economist segir að do Amral vilji efla völd forsetaembættisins, en sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur hann sagt, að svo sé ekki. Hann líti svo á að forseti hafi nú þegar nægileg völd. En á hinn bóginn sé nauðsynlegt að forseti hafi náið samstarf við forsætisráðherra sinn. Á það hef- ur skort milli Eanes og þeirra sem hafa farið með embættið síðustu tíu ár. Eins og í upphafi var minnzt á leit út fyrir um hríð, að framboð Salgado Zenha yrði til þess að Marío Soares væri úr leik. Upp á síðkastið benda skoðanakannanir til að Zenha hafi misst fylgi og margir, sem hugsuðu sér að kjósa hann, muni veita Soares atkvæði sitt. Soares er þekktasti stjóm- málamaður Portúgals á alþjóða- vettvangi og hann nýtur óumdeil- anlegrar virðingar með Portúgöl- um. En honum hefur ekki gengið nógu vei að stýra skútunni og menn segja, að það sem Portúgal vanti sé skörulegur forseti með nýjar hugmyndir og áræði til að leiða landið á þann bekk í sam- félagi Evrópuþjóð sem Portúgöl- um finnst að þeir eigi að silja á. Enn er um hálfur mánuður til kosninganna og reynslan sýnir að ýmislegt getur breytt stöðunni. Sem stendur virðist þó margt benda til að Freitos do Amaral verði næsti forseti Portúgals. AP/Símamynd. Hjálparsveitir vinna við að bjarga særðum manni úr rústum eins hússins sem hrundi. Egyptaland: 10 farast þegar fjögur hús hrynja Kaíró, 14. janúar. AP. FJÓRAR samliggjandi byggingar hrundu í miðborg Kaíró á sunnu- dagsmorgun og dóu að minnsta kosti 10 manneskjur og fjöldamargir slösuðust. Ókunnugt er um hve margir grófust undir rústum bygging- anna. Lögregla girti svæðið af og flutti fólk úr byggingum í nágrenn- inu af ótta við frekara hrun. Um 25 flölskyldur, samtals um 125 manns, bjuggu í húsunum flór- um, sem eru 5-7 hæða há og um eitt hundrað ára gömul. Allt fólk hafði verið flutt úr tveimur bygg- inganna skömmu áður en slysið varð vegna lélegs ástands húsanna. í einu húsanna hafði verið farið fram á brottflutning fólksins sem þar bjó, en það hafði ekki hlýtt því, vegna þess að það gat ekkert annaðfarið. Vegna mikilla húsnæðisvand- ræða í Kaíró neyðast margir íbúar þar til að búa í gömlu húsnæði. Það er ekki óalgengt að hús hrynji þar og segja yfirvöld að þau hýsi nú 25 þúsund manns, sem hafa misst heimili sín af þessum sökum. Opin- berar tölur sýna að 1.424 létust af völdum hruns á einu ári, á tlmabil- inu frá því í júlí 1982 til sama tíma 1983. Noregnr: Hægagangnr flugvirkja tefur innanlandsflug Óali, 14.janúar. Frá Jan Erik Laurr, fréttaritara Morjfimbladeins. HÆGAGANGUR hjá flugvirlyum SAS-flugfélagsins Imwnr nú ut« helming mnanlandsflugs félagsir flugi á ýnisum leiðum með tilliti og enn er engin lausn i sjónmáli. Deiluaðilamir geta ekki komist að samkomulagi, þó að einungis um 400 n.kr. (um 2.200 ísl kr.) skilji á milli. Það er aðallega flugið til vestur- hluta landsins, sem hefur orðið illa úti af völdum aðgerðanna, þ. á m. s í Noregi. Hefur orðið að haga til þessara aðgerða flugvirkjanna Björgvinjarflugið. SAS hefur reynt að halda uppi ferðum til flestra staða í Norður-Noregi. Farþegar, sem ætlað hafa með SAS-vélum til vesturhluta landsins, hafa getað bjargað sér með því að fara land- leiðis, sjóleiðis eða með áætlunar- fiugi annarra félaga. Argentma: Mótmæli vegna heim- sóknar Rockefellers Buenoo Aires, 14. janú&r. AP. TVÖ þúsund manns söfnuðust saman i Buenos Aires til að mótmæla komu Davids Rockefellers, bankastjóra, til Argentínu. Hópurinn brenndi bandariska fánann, velti bílum og braut rúður í húsum, áður en lögregla dreifði honum og beitti til þess gúmm- ikúlum og táragasi. Argentínska fréttastofan sagði að tuttugu manns hefðu verið handteknir og fimm hefðu verið fluttir í sjúkrahús vegna sára. Mótmælin voru fyrir utan Banda- ríska klúbbinn í miðborg Buenos Aires. Þeir sögðu að ástæðan væri sú að Rockefeller hefði haft einkar vinsamleg samskipti við herforingjastjómina sem var við völd I landinu frá 1976—1983. Rockefeller kom til Argentínu á laugardag til að stjóma sérstök- um formannafundi viðskiptafröm- uða sem vilja styrkja viðskiptaleg og menningarleg tengsl milli landa I Norður- og Suður-Amer- íku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.