Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 10

Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 Bamafataverslun Til sölu bamafataverslun í verslana- miöstöö í austurtxjrginni. Verslunin er í fullum rekstri og meö sfvaxandi veltu. Góöur lager — góðar vörur. Markarflöt — einb. 190 fm vandaö einlyft hús á góöum staö. 5 svefnherb. 56 fm bílskúr. Verö 5,8 millj. Skipti á hæö í Rvk. koma vel til greina. Fifusel — raðhús Ca. 220 fm vandað raöhús ásamt staeöi í bilhýsi. Verö 4 millj. Mosfellssvert — einb. 215 fm mjög velstaðsett einbýli utan þéttbýlis. Glæsilegt útsýni. Mosfellssveit — einb. Glæsilegt 233 fm einbýlishús ásamt bilskúr. Húsiö er allt hið vandaöasta m.a. með góöri sundlaug, nuddpotti, sauna o.fl. Kársnesbraut sérh. 140 fm 4ra herb. efri sérhæö ásamt 40 fm bilskúr. Verö 3-3,2 millj. Furugrund — 4ra 100 fm góö ibúö á 2. hæö ásamt stæði i bilhýsi. Verö 2,5 millj. Vesturberg — 4ra 110 fm björt ibúö á 3. hæö. Verö 2,1-2,2 miilj. Fiskakvísl — 6 herb. 160 fm glæsileg ibúð á efri hæö sem ertilb. u. tróverk. Gottútsýni. Dunhagi — 5 herb. 120 fm björt endaíbúö á 3. hæö. Glæsilegt útsýni. Verö 2.800 þús. Stigahlið — 5 herb. 135 fm vönduð ibúö á jaröhæö skammt frá nýja miöbænum. Sér inng. og hiti. Laus fljótlega. Verö 3,1 millj. Efstihjalli — 2 íb. 4ra herb. glæsileg 110 fm íbúö ó 2. hæð ásamt 30 fm einstakl.íb. i kj. Glæsilegt útsýni. Álfheimar — 3ja 90 fm glæsileg ibúö á 3. hæö. Parket á gólfum. Verö 2,1 millj. Teigar — 5herb. 106 fm efri hæð ásamt bílskúr (m. gryfju). Verö 2,4 millj. Miklabraut — 3ja 65 fm kjallara íbúö. Laus strax. Verö 1,7 millj. V í D D I R IWyndlist Bragi Ásgeirsson Á minna en einu ári hefur Krístin Þorkelsdóttir haldið tvær sýningar á vatnslitamyndum hér í borg, hina fyrri í Gallerí Langbrók svo og þá er nú stendur yfír í Gallen' Borg. Kristín er auglýsingahönnuður að atvinnu en hlaut þó alla undir- stöðumenntun sína í myndlistar- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1951—54. Á þeim tíma var hún staðráðin í því að ganga braut málarans, sem var æskudraumur hennar, en atvik höguðu því að hún snéri sér alfarið að auglýsingafaginu. Það er nú fyrst að Kristín fær tíma til að líta upp úr erli dægranna og grípa til pentskúfsins en það hefur hún líka gert af þeirri at- orku og ósérhlífni sem hún er þekkt fyrir. Þetta er nokkuð dæmigert um auglýsingahönnuði af gamla skól- anum, sem flestir voru myndlist- armenn að upplagi en lifíbrauðið tók svo tíma þeirra allan. Einnig má segja að það sé albesti undir- búningur sem til er fyrir þetta fag og ótal önnur, að hafa lokið við myndlistardeildamám áður en menn innrita sig í hönnunardeild- ir. Allt frá því að farið var að kenna fagið í sérdeildum innan skólans hefur þeim fækkað sem hafa í sér listrænan metnað og fylgjast vel með í listheiminum a.m.k. að tiltölu. Auglýsingahönn- unin er í það ríkum mæli orðin að sérstöku fagi á síðari árum, en vel gerðar auglýsingar geta þó náttúrulega verið mikil list út af fyrir sig en á öðru sviði en í greinum frummyndlista ... Kristín Þorkelsdóttir virðist eftir öllu að dæma hafa ágæta listræna hæfileika, sem hefur og oft komið fram í verkefnum henn- ar og þá einkum teikningu. Ein- föld og stór form virðast styrkur hennar sbr. Þjóðhátíðarmerkið sem hún fékk fyrstu verðlaun fyrir og margur man ábyggilega. Kristín hugsar einnig í stórum heildum er hún útfærir vatnslita- myndir sínar og opinberar hér mikla leikni og handafími en slíkt hefur einmitt verið mikil íþrótt meðal mjmdlistarmanna hin síðari ár, — jaftivel að á stundum er lík- ast sem verið sé að teikna með vatnslitum frekar en að mála. Þetta á einnig fullan rétt á sér í sumum tilvikum en vill verða full eintóna sé það gert í síbylju. Það fer og ekki hjá því að maður kenni á stundum hinn snjalla hönnuð á bak við myndir gerandans og þá einkum er hann leitast við að ná sérstæðum áhrif- um með leiftursnöggum pensil- dráttum. Eðli vatnslitatækninnar liggur í hárfínum blæbrigðum og möguleikum á mikilli dýpt og rými svo sem sér stað í bestu myndum Ásgríms Jónssonar og t.d. Hol- lendingsins Anton Mauve (1838—1888), en sá var vel þekkt- ur fyrir kristaltærar akvarellur af landslagi um sína daga — var m.a. einn af leiðbeinendum Van Goghs. Þessir tveir komu upp í huga mér við skoðun sýningarinnar og svo einnig austurlenzk viðhorf í vinnubrögðum og stærðarhlutföll- um. Það voru að öllu samanlögðu myndir sígildra stærðarhlutfaila og blæbrigðaríkra vinnubragða, er hrifu mig mest á sýningunni og hér tel ég vettvang listakon- unnar öðru fremur. Vil ég einkum nefna hér myndir svo sem Kvöld í Álftaverum, Vatnajökull (16), Súld í nánd (19) og Regn á Þing- völlum Amarfell (31). Af myndum á langveginn skal og nefna Kvöld í Hvalfirði (9) og Fjarlægðin frá Langá. Skarðsheiði (33). Sýningin er mjög samstæð en einnig nokkuð eintóna og full margar myndir eru á veggjunum, sem eru hengdar þannig upp að þær draga athygli hvor frá ann- arri eða renna saman. Flókagata — 3ja 90 fm vönduð íbúö í kj. Sér inng. ibúö- in hefur öll verið endurnýuö m.a. allar innr. gluggar, gólfefni, raflagnir, þak o.fl. Verð2,2 millj. Nökkvavogur — 3ja 75 fm falleg risíbúö. Verö 1750 þús. Fannborg — 105 fm Glæsileg ibúö á 3. hæö meö 17 fm SV—svölum. Gott útsýni. Selás í smíðum Höfum til sölu 2ja 89 fm og 3ja 119 fm ib. viö Næfurás. íbúðimar afhend- ast fljótlega. Fallegt útsýni. Teikn. ó skrifst. Hagstæö greiöslukjör. Hraunbær — 2ja Ca. 70 fm vönduð íb. í 5 ára húsi. Verð 1800 þúe. Krummahólar — 2ja 72 fm góö íbúö á 2. hæö. Bflhýsi. Skeiðarvogur — 2ja 75 fm björt íbúð í kjallara (í raðhúsi). Verö 1600 þús. EiGnpmiDLunin ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SiMI 27711 Söluttjófi: Sverrir KrietinHon. Þorloitur Guðmundi.on, sölum Unnsteinn Beck hrl., sfmi 12320 Þöróllur Halldórsson, löglr. 28444 Fjöldi nýrra eigna á skrá. NÚSEIGMIR VELTUSUNDI 1 Q SIMI 28444 WL DsnM Árnsson, lögg. fssl. Tilfinningaríkar sögnr Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson D.H. Lawrence: Refurinn. Þýtt hefur Garðar Baldvinsson. Bókhlaðan 1985. D.H. Lawrence (1885—1930) er meðal kunnari rithöfunda Englend- inga, um margt brautryðjandi í sagnagerð, ekki síst fyrir skáldsög- umar Sons and Lovers og Elskhuga lafði Chatterleys. Fleiri mætti vissu- lega nefna, til að mynda The Rain- bow sem var bönnuð vegna þess að hún þótti of klámfengin. Elsk- hugi lafði Chatterleys var fyrst gefin út á Englandi 1960, en áður á meginlandi Evrópu 1928, ártölin segja sína sögu. Ljóðabækur eftir Lawrence voru gerðar upptækar í pósti og hann varð fyrir ýmsum óþægindum og jafnvel ofsóknum vegna verka sinna heima fyrir. Julian Meldon D’Arcy, lektor í enskum bókmenntum við Háskóla íslands, skrifar í inngangi Refsins: „Án efa munu hugmyndir D.H. Lawrence um ást og kynlíf enn um sinn verða tilefni deilna, en dulúðin og krafturinn í verkum hans mun lifa til frambúðar." Það sem Julian Meldon D’Arcy hefur m.a. um D.H. Lawrence að segja í greinargóðum inngangi sínum er það „að við stöndum í meiri þakkarskuld við hann en nokkum annan rithöfund Þú svalar lestrarþörf dagsins á^íöum Moggans! fyrir skelegga og linnulausa baráttu hans fyrir mikilvægi og þýðingu mannlegra tilfinninga." Refurinn sem kom út fyrir jólin í þýðingu Garðars Baldvinssonar kynnir smásagnahöfundinn Law- rence, en tvær sagnanna, Refurinn og Brúða höfuðsmannsins, eru mjög langar. Styttri eru Blindi maðurinn og Hvíti silkisokkurinn. Hinn sérkennilegi, tilfinningaríki heimur þessara sagna hefur að vfsu fjarlægst nokkuð þá sagnagerð sem við erum vön nú á tímum, en er engu að síður magnaður í sálrænu innsæi sínu. í sögunum er lögð áhersla á að lýsa hvötum manna. Ást og afbrýði eru efst á blaði, samband og sam- bandsleysi milli manna. Lawrence kafar djúpt í vitund mannsins, bersýni hans getur orðið allt að því óþægileg á köflum því að við þekkjum aftur leyndar hugsanir okkar við lestur sagnanna. En sögur hans eru um margt dæmigerðar fyrir enskan hug- myndaheim, enskt umhverfí. Vitan- lega þoldu menn illa að sjá sjálfa sig í spegli skáldsins, þótti of langt gengið í heimi þar sem skinhelgi réði ríkjum og menn áttu fyrst og fremst að bæla sig til að sýnast nógu siðmenntaðir. Gegn þessari lífsskoðun snerist Lawrence, af- hjúpaði sjálfan sig og aðra. í Sons and Lovers er hann til dæmis að lýsa sjálfum sér og sínum nánustu, átökum milli hins siðfágaða og dýrslega og draga fram rótgróinn stéttamismun. Refurinn og Blindi maðurinn eru vægðarlausar kannanir á frumskógi kendanna, einkennilega nærgöng- ular sögur. Hvfti silkisokkurinn lýsir vandamálum sem koma upp í hjóna- bandi ungs fólks sem ekki er farið að átta sig enn á því hvað í sambúð- inni felst, hið fyíra frelsi er orðið að engu. í þessari sögu er í senn dramatík og kímni. Léttast er yfir Brúðu höfuðsmannsins sem er í D.H. Lawrence rauninni fyndin saga þótt undir- tónninn sé háalvarlegur eins og jafnan hjá Lawrence. Þannig gefa þessar fjórar sögur góða og fjölbreytilega mynd af skáldinu. Þær síðamefndu höfða sterkast til nútímalesenda vegna þess að þær eru ekki eins tilfínn- ingasamar og hinar tvær. Garðar Baldvinsson gæti eflaust þýtt betur ef hann vandaði sig. Það eru ýmsir góðir sprettir í þýðingu Garðars, orðaforða skortir hann til dæmis ekki. En óíslenskuleg setn- ingaskipun og enskuskotið orðalag lýta víða. Hugsanlegt er að þýðand- inn hafi unnið verk sitt í flýti, en það er engin afsökun. Það er vissulega ekki heiglum hent að þýða D.H. Lawrence, texti hans er afar vandasamur. Forlaginu ber skylda til að bera á borð góða þýðingu þegar um slíkan úrvals- höfund er að ræða. Siglingamálastof nun: Skipaskráin er komin út KOMIN er út hjá Siglingamála- stofnun ríkisins „Skrá yfir ís- lenzk skip,“ miðað við 1. janúar 1986. í skránni er að finna ýmsan fróðleik um íslenzkan skipastól, svo sem nðfn skipanna, skipa- skrárnúmer, heimahöfn, eigend- ur, smíðastað, gerð skips, smíða ár og aldur. Þá eru einnig í skipaskránni upplýsingar um breytingar á ís- lenzkum skipastól á arinu 1985, skip í smiðum og fleira. í formála skipaskrár segir siglingamálastjóri, Magnús Jóhannesson, að nokkur breyting hafí orðið á færslu skipa- skrárinnar og seja megi að hún sé nú að fullu tövluvædd. Skráin sé varðveitt og færð jafnóðum í tölvu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavík- urborgar um útstöð hjá Siglinga- málastofnun. Þessi breyting ætti meðal annars að geta bætt þjónustu stofnunarinnar við þá aðila, sem þurfa á að halda nýjum upplýsing- um úr skipaskrá um leið og þær koma fram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.