Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 14

Morgunblaðið - 07.02.1986, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 HOLLUSTUBYLTINGIN / Jón Óttar Ragnarsson sem umbreytast í meltingarvegin- um í eiturefni sem geta verkað sem krabbameinsvaldar. Næring og krabbamein Um það bil fjórðungur allra íslendinga ferst úr krabbameinum að jafnaði. Eru þau á eftir hjarta- sjúkdómum helsta dánarorsök Is- lendinga. Um það bil 90% alls krabba- meins hefjast í frumum í slím- himnum. Eru krabbamein í blöðruhálskirtli, bijóstum, lung- um, maga og ristli algengust. Eins og á mynd A má sjá er magakrabbamein á undanhaldi, en krabbamein í bijóstum (konur), blöðruhálskirtli (karlar) og lung- um og ristli í sókn. Hvað er krabbamein? Frumorsök alls krabbameins er talin vera sköddun á kjamasýrum (erfðaefni) einnar frumu sem breytir henni varanlega í krabba- meinsfrumu. Sköddunin raskar stýrikerfi frumunnar með þeimn afleiðing- um að hún tekur að fjölga sér meira eða minna stjómlaust og æxli myndast. Fyrst er æxlið oftast góðkynja. Það vex að vísu jafnt og þétt og þrýstir á aðra vefí, en skaðar ekki önnur líffæri umfram það. Hættan margfaldast hins vegar um leið og æxlið verður illkynja, þ.e. gefur frá sér dótturfrumur sem dreifast út um líkamann og m}mda ný æxli. Er hægt að fyrir- byggja krabbamein? Rannsóknir benda til að í fram- tíðinni megi fyrirbyggja 85—90% alls krabbameins með bættum lífsvenjum, einkum með að bæta mataræði og hætta að reykja. Stærsti áhættuþátturinn er lé- legt mataræði sem er talið eiga sök á um 30-40% alls krabba- meins í körlum og um 60% alls krabbameins í konum (sjá mynd B). Næst mikilvægasti þátturinn er reykingar, sem eiga sök á um 25% krabbameins í körlum og 10% í konum. Aðrir þættir skipta litlu máli nema e.t.v. streita. Mataræði og krabbamein Enda þótt margt sé enn á huldu um tengsl mataræðis og krabba- meins er ljóst að lélegt fæði ýtir undir krabbamein á þijá mismun- andi vegu. í fyrsta lagi: Lélegt fæði er oftast auðugt að eiturefnum, þ.á m. krabbameinsvöldum úr reyktum, söltuðum, brösuðum, djúpsteiktum og menguðum mat. I öðru lagi: Lélegt fæði er yfír- leitt feitt og getur ýtt undir krabbamein m.a. vegna eiturefna, svonefndra „sindurefna", sem myndast í fítu við ofhitun. I þriðja lagi: Lélegt fæði er fátækt af bætiefnum (vítamínum og steinefnum) og treíjaefnum sem gætu verkað sem kröftug vöm gegn krabbameini. Eiturefni og krabbamein Frumkveikja flestra krabba- meina er talin vera sérstök eitur- efni, þ.e. krabbameinsvaldar í fæðu, sígarettureyk og loftmeng- un sem skaða kjamasýrur frum- anna. Þekktastir em svonefnd NNS, FAK og ýmis sindurefni (sjá töflu) sem eru í sígarettureyk svo og í reyktum, söltuðum, brösuðum og djúpsteiktum mat. Aðrir flokkar krabbameins- valda eru m.a. aflatoxín í mygluð- um jarðhnetum og sojabaunum og fjöldamörg geislavirk efni (t.d. eftir kjamorkutilraunir). Fita og krabbamein Rannsóknir sýna að náin fýlgni er á milli fituneyslu og ýmissa krabbameina, þ.á m. í bijóstum og legbol (konur), blöðruhálskirtli (karlar) og ristli. í íyrsta lagi er fíta, sérstaklega ofhituð, helsta uppspretta sindur- efna sem eru svo virk að þau ráð- ast á hvaðeina á vegi þeirra, þ.á m. kjamasýrur. í öðru lagi myndar kólesterol í líkamanum svokallaðar gallsýrur, Bætiefni og krabbamein Rannsóknir sýna að skortur á vissum bætiefnum í fæði getur stuðlað að krabbameini í lungum, maga, vélinda, þvagblöðru o.fl. Oll bætiefni sem eyða sindur- efnum (kölluð andoxarar) hafa reynst krabbameinsvöm: þ.á m. karotenoíð (mynda A-vítamín), A+, C- og E-vítamín og selen. Þá hafa A-vítamín og karoteno- íð (undanfarar A-vítamíns) bein áhrif á heilbrigði slímhúða og því eðlilegt að þau hafí öflug vamaráhrif. Þá sýna rannsóknir að a.m.k. tvö vítamín: C og E-vítamín koma í veg fyrir myndun NNS (sjá töflu) og ef til vill fleiri tegunda krabba- meinsvalda. Nýlegar rannsóknir sýna einnig að sum steinefni, þ.á m. selen (vöm gegn sindurefnum) og kalk (e.t.v. vöm gegn ristilkrabba) hafa vemdandi áhrif. Er líklegast að kalkið bindi hinar umbreyttu gallsýmr og komi í veg fyrir að þær skaði slím- húð ristilsins og stuðli þannig að myndun krabbameins. Aðrir þættir í mataræði Rannsóknir sýna að trefjaefni geta verkað sem vöm gegn ristil- krabbameini, sennilega þó frekar TIÐNI KRABBAMEINA ÁRLEGUR FJÖLDI NÝRRA ÁR Mynd A Krabbameins- -valdur -vörn N-Nítrososambönd (NNS) og A-vítamín Fjölhringa kolvatnsefni (FAK): Karotenoíð í reyktum/söltuðum mat og reyk E-vítamín Sindurefni í fitu C-vitamin Umbreyttar gallsýrur Selen Aflatoxín Kalk Geislavirk efni Trefjaefni spurt og svarað I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS SKATTAMÁL HÉR FARA á eftir spurningar, sem lesendur Morgun- blaðsins hafa beint til þáttarins, Spurt og svarað, um skattamál, og svörin við þeim. Bj örgrinarlaun Anna Marta Valtýsdóttir spyr: Hvar á að færa björgunarlaun á skattskýrslu og hvemig em þau skattlögð? Svar: Björgunarlaun skal færa í lið T 6. Heimilt er skattstjóra, skv. umsókn gjaldanda, að skipta á fleiri ár skattlagningu björgunar- launa sem áhafnir skipa, annarra en björgunarskipa, hljóta. Tekjur barna Rúnar Júlíusson spyr: Hvemig er hagkvæmast að gefa tekjur bama upp til skatts? Ef bam hefur t.d. 35 þúsund krón- ur í tekjur, hvort er þá hag- kvæmara að senda sérstaka skýrslu fýrir bamið eða færa tekjur þess á skýrslu foreldra? Svar: Launatelcjur bams yngra en 16 ára á tekjuárinu skal gefa upp á skattframtali bams og reiknast tekjuskattur 5% af þeim tekjum. Aðrar tekjur er bam hefur, s.s. eignatelg'ur, skal telja fram með tekjum forráðanda. Hefur for- ráðamaður ekkert val um fram- talsgerðina. Sambýlísfólk — valkostir Þorbjörg Jónsdóttir spyr: a) Hvort er hagkvæmara fýrir fólk sem er í sambúð að gefa upp tekjur sameiginlega eins og hjón eða sitt í hvom lagi? Getur fólk sem er í sambúð ekki valið um hvom kostinn það tekur? Ef fólk í sambúð skilar skattaskýrslum hvort í sínu lagi, skiptast þá skuldir vegna íbúða- kaupa og frádráttarbærir vextir jafnt á milli þeirra þó annar aðilinn sé tekjuhærri? b) Hvemig er réttindum til frá- dráttar vegna náms eftir tvít- ugt háttað? Svar: a) Það getur verið hagstæð- ara fyrir karl og konu, sem búa saman í óvígðri sambúð og uppfylla skilyrði lag- anna um samsköttun, að velja þann kostinn að telja fram og vera skattlögð sem hjón ef annað þeirra er með það lágan tekjuskattstofn að reiknaður tekjuskattur verður lægri en persónuaf- sláttur og um er að ræða óráðstafaðan persónuaf- slátt eftir að hluti hans hefur gengið til greiðslu á álögðum eignarskatti, sjúkratryggingagjaldi og útsvari. Við samsköttun millifærist óráðstafaður persónuafsláttur til hins makans og dregst frá reiknuðum skatti hans. Enn fremur nýtur tekjuhærri sambýlisaðilinn hækkunar í 1. skattþrepi hafí tekju- lægri aðilinn lægri tekju- skattsstofn en 272.000 kr., sbr. svar 2) til Olgu Marin- ósdóttur 1. febr. sl. Hins vegar fellur niður við sams- köttun heimild til að nota lágmarksfrádrátt sem er 47.600 kr. í stað 10% frá- dráttar. Við samsköttun er eignar- skattsstofni skipt jafnt milli aðila og nýtist þá hvoru um sig lágmark eignarskattsá- lagningar. b) Heimilt er að draga frá tekjum á næstu fímm árum eftir að námi lýkur fjárhæð er svarar til heildarupphæðar þess hluta námsfrádráttar sem honum eða maka hans (eða foreldri) nýttist ekki til lækkunar tekju- skatti frá og með því ári er námsmaðurinn varð 20 ára. Fylla skal út eyðublaðið „Um- sókn um ákvörðun eftirstöðva námsfrádráttar" E3.07 og senda með fyrsta framtali sínu eftir að námi lýkur. Tekjur má ekki færa milli hjóna Sveinn Eiríksson spyr: Þegar þannig er að annar makinn aflar heimilinu einn tekna en hinn (í þessu tilfelli konan) er sjúklingur, sem þó hefur ekki örorkubætur, er þá hægt að færa hluta af tekjum mannsins yfír á konuna og ef svo er, hversu mikið? Svar: Nei. Það má ekki færa fjár- hæðir á milli framtala (bls. 2 og 3) hjá hjónum. Við útreikning tekjuskatts reiknast í þessu tilviki 20% af 408.000 kr. tekjuskatts- stofni, 31% af næstu 136.000 kr., en 44% af afgangi. Flutningur tekna milli hjóna Þorvaldur spyr: Ég las það einhversstaðar að hægt væri að flytja 136 þús. kr. á milli hjóna. Er þetta rétt, og við hvaða tekjumörk miðast þetta hjá þeim makanum sem lægri hefur tekjumar? Hvemig á að gera grein fyrir þessu á skatta- skýrslu? Svar: Vísað er til svars 2) til Olgu Marinósdóttur er birtist 1. febrúar sl. og til Sveins Eiríkssonar er birtist 7. febrúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.