Morgunblaðið - 07.02.1986, Side 21

Morgunblaðið - 07.02.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR1986 21 Neydd til að lenda ísraelar neyddu fyrr í vikunni líbýska flugvél til þess að lenda á flugvelli í norðurhluta ísraels. Flugvélin var á leið frá Líbýu til Sýrlands, er ísraelskar herþotur birtust og skipuðu henni að lenda. Ástæðan fyrir þessum aðgerðum ísraela var sú, að þeir töldu, að vélin væri með leiðtoga Paiestinumanna um borð, er bæru ábyrgð á árásum hryðjuverkamanna á ýmsa staði jafnt í ísrael sem í öðrum löndum. Svo reyndist þó ekki vera. Mynd þessi var tekin á herflugvelli í ísrael, áður en áhöfn vélarinnar fékk að halda áfram ferðinni til Sýrlands. Páfa vel tekið í Goahéraði Pariaji. Indlandi, 6. febrúar. AP. PALL PÁFI II hélt ræðu á samkomu um 200 þúsund manna í Goa- fylki á Indlandi þar sem honum var vel tekið. í ræðu sinni sagði Páfi m.a.: „Þó að kirkjan sé ein, þá er óeining meðal kristinna manna og það verður sífellt þýðingarmeira að koma á einingu meðal þeirra sem játa trú á Krist. Klofningurinn innan kirkjunnar er hneyksli og í hróplegu ósamræmi við vilja Krists. Óeining kristinna manna er alvarleg hindrun gegn boðun fagnaðarerindisins um allan heirn," sagði hann. Páfí ók í opnum bíl gegn um mannfjöldan sem fagn- aði honum ákaft. Kennedy hrósar Andrei Sakharov Líbanon: „Skylda mín að sitja út þetta kjörtímabil“ — segir Gemayel forseti Beirút, Líbanon, 6. febrúar. AP. AMIN Gemayel, forseti Líbanon, Iýsti því yfir í dag, að hann hyggðist ekki segja af sér þrátt fyrir aukinn þrýsting andstæð- inga sinna, sem njóta stuðnings Sýrlendinga og vilja koma hon- um úr embætti. „Hér er ekki um persónulegan metnað að ræða, heldur er það skylda min að sitja í embætti út kjörtimabilið," sagði Gemayel. Forsetakosningar í Libanon verða í september 1988 en vinstri- sinnar hafa ásamt andstæðingum Gemayels lagt að honum að segja af sér. Baráttan gegn Gemayel hófst fyrir alvöru eftir að sveitum hans og Elie Hobeika hershöfðingja lenti saman í 12 klukkustunda löngum bardaga. Bardagi þessi leiddi óbeint af sér friðarsamning- ana sem undirritaðir voru fyrir til- stuðlan Sýrlendinga í Damaskus milli Hobeika, Walid Jumblatt og Nabih Berri. Yfírlýsing Gemayels er hin fyrsta sem hann lætur frá sér fara um hina auknu pólitísku spennu í Líb- anon síðan aðalkeppinautur hans, Hobeika, undirritaði friðarsamning- ana hinn 28. desember sl. Moskvu, 5. febrúar. AP. EDWARD Kennedy öldunga- deildarþingmaður hrósaði í dag andófsmanninum og eðlisfræð- ingnum Andrei Sakharov fyrir þátt hans sem vísindamanns í að hindra allsherjareyðileggingu af völdum kjarnorkustyrjaldar. Kom þetta fram í ræðu, sem Kennedy flutti í Moskvu fyrir hópi manna úr sovézku vísinda- akademíunni. Kennedy er í þriggja daga heim- sókn í Moskvu í boði æðsta ráðsins. í ræðu sinni í dag komst hann svo að orði, að skoðanir Sovétmanna og Bandaríkjamanna um, hvemig binda skyldi enda á vígbúnaðar- kapphlaupið, væru mismunandi, en samt kynni samkomulag á þessu sviði að vera skammt undan. Kennedy kvaðst vera ánægður með, að nóbelsverðlaunin í eðlis- fræði 1985 skyldu hafa verið veitt Alþjóðasamtökum lækna gegn kjamorkuvá, en tveir læknar, annar fiá Sovétríkjunum en hinn frá Bandaríkjunum, veittu verðlaunun- um móttöku. „En ég votta einnig öðruir. fram- úrskarandi nóbelsverðlaunahafa, dr. Andrei Sakharov, virðingu mína,“ sagði Kennedy, sem bætti síðan við: „hið ómetanlega gildi vís- indanna liggur ekki sízt í því að geta sagt sannleikann þeim, sem með valdið fara.“ Indland: Veður víða um heim Lœgst Hœst Akureyri +2 hálfskýjað Amsterdam +7 +3 heiðskírt Aþena 5 9 skýjað Barcelona 8 léttskýjað Berlín +10 +3 skýjað Brússel vantar Chicago 13 18 skýjað Dublfn +2 2 heiðskfrt Feneyjar 2 littskýjað Frankfurt +3 0 snjókoma Genf +3 1 skýjað Helsinkl +16 +8 skýjað Hong Kong 8 13 skýjað Jerúsalem vantar Kaupmannah. +9 +1 skýjað Las Palmas 7 vantar Llssabon 8 12 rigning London +1 0 snjókoma Los Angeles 12 19 heiðskfrt Lúxemborg +3 snjókoma Malaga 14 léttskýjað Mallorca 12 skýjað Miami 22 25 skýjað Montreal +11 +3 snjókoma Moskva +22 +11 heiðskirt NewYork 1 7 snjókoma Osló +14 +6 heiðskírt Paris vantar Peking +8 +0 heiðskírt Reykjavik 3 skúrir Rió de Janeiro i 19 28 skýjað Rómaborg 2 10 skýjað Stokkhólmur +12 +3 heiðsklrt Sydney 21 26 skýjað Tókýó 0 7 heiðskírt Vfnarborg +7 +1 snjókoma Þórshöfn 4 léttskýjað Mótmæla benzínverði með allsherjarverkfalli Delhl, 6. febrúar. AP. STJÓRNARANDSTAÐAN í Ind- landi ætlar að láta til skarar skríða og efna til allsheijarverk- J.C. Hempel látinn JÖRG Christian Hempel, stofn- andi Hempel-verksniiðjanna í Danmörku, lézt í síðustu viku. Hann var 91 árs að aldri. Hempel, sem var fæddur á Fjóni, hóf ungur atvinnurekstur í Oðinsvé- um og síðan í Þýzkalandi. Þegar árið 1915, er hann var aðeins 21 árs gamall, fékk hann einkaleyfí á framleiðslu skipamálningar þeirrar, sem síðan var kennd við hann. Hempel stofnaði síðan sitt eigið fyrirtæki, sem hann stjómaði í nær 70 ár. Hélt hann uppi geysi um- fangsmiklum rekstri og kom á fót 27 málningarverksmiðjum víða um heim. Árið 1948 kom hann á fót Hempel-stofnuninni og er hún nú aðaleigandi að hlutabréfunum í fyrirtækjum hans. falls í mótmælaskyni við verð- hækkanir á olíuvörum. Ríkisstjómin lækkaði verð á gasi, steinolíu, dísilolíu og benzíni í gær. Að sögn V.P. Singh, fjármálaráð- herra, var sú ákvörðun tekin í ljósi mikillar andstöðu almennings við hækkanimar. Verðlækkunin í gær var svo lítil að verð á olíuvörum er eftir sem áður miklu hærra en það var fyrir hækkunina 1. febrúar sl. Hefur stjómarandstaðan því í engu hvikað frá því að blása til allsheijarverk- falls í landinu nk. mánudag. Gas hækkaði í verði um 20,3% 1. febrúar, en í gær voru 8,1 pró- sentustig af hækkuninni afturkall- að. Benzín var hækkað um 7,7% en 1,6 stig afturkallað í gær. Aðmíráll myrtur í Madríd Madríd, 6. febrúar. AP. TALIÐ ER AÐ hryðjuverkamenn úr röðum baska hafi verið að verki þegar aðmíráll í spænska sjóhernum og bílstjóri hans voru myrtir í Madríd í morgun. Aðmírállinn, Cristobal Colon Y Carvajal, var á leið til vinnu sinnar er þrír menn vörpuðu skyndilega handsprengju og hófu samtímis vélbyssuskothríð á bifreið hans. Aðmírállinn, sem er kominn í beinan karllegg frá Kristófer Kólumbus, beið bana í árásinni. Hann var 61 árs og leitaði sér nýlega lækninga í bandaríkjunum vegna krabba- mejns. í árásinni særðist flotaforinginn Antonio Rodriguez Jouve-Nunez og er hann í lífshættu. Tveimur stund- um eftir árásina fannst bifreið hryðjuverkamannanna í miðborg Madrídar, en lögreglan var ekki komin á spor ræningjanna í kvöld. Sjónvarvottar sögðu eina konu og tvo karlmenn hafa framið ódæðið. iregna flutninga. Opið til kl. 16 laugardag. Við rýmum Peysur á 450 kr. Uliarpeysurá 850 kr. Gallabuxur á 790 kr. Vinnuskyrtur á 395 kr. og margt á óvenju lágu verði. Fólk brosti af prísunum áður nú skellihlær það. Sendum i póstkröfu — s. 29190. ERLENT Grandagaröi og ísafirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.