Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.02.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 7. PEBRÚAR1986 • Bjarni Friftriksson í kröppum dansi viö einn andstæðinga sinna. Afmælismót Júdósambandsins: Morgunblaöiö/Bjarni Bjarni vann opna flokkinn — Dalvíkingar stóðu sig vel SEINNI hlutl Afmælismóts Júdó- sambands íslands fór fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans laugardaginn 1. febrúar og var þá keppt í opnum flokkum kvenna og karla og í þyngdarflokkum karla yngri en 21 árs. Keppendur voru 40 frá 7 félögum. Nú voru í fyrsta sinn keppendur frá UMF Svarfdæla, Dalvík, og er þaö gleðiefni aö sjá ný andlit á dýnun- um. Úrslit einstakra flokka urðu eftirfarandi: Opinn flokkur kvenna: Auður Helgadóttir Dalvík Agnes Matthíasdóttir Dalvík Lilja Sigurðardóttir Gerplu Opinn flokkur karla: Bjarni Ásg. Friðriksson Ármanni Magnús Hauksson UMFK Gísli Wiium Ármanni Arnar Marteinsson Ármanni Karlar yngri en 21 árs: - 55 kg flokkur Helgi Júlíusson Ármanni Höskuldur Einarsson JR Ríkarður Rúnarsson Gerplu Júlíus Sigurðsson UMFG - 65 kg flokkur Eiríkur Ingi Kristinsson Ármanni Arnar Harðarson ÍBA Þór Kjartansson Ármanni Magnús Kristinsson Ármanni - 71 kg flokkur Karel Halldórsson Ármanni Hjálmar Hallgrímsson UMFG Jón Helgi Egilsson Gerplu Baldvin Þórisson Ármanni - 78 kg flokkur Örn Sveinsson Dalvík Júlíus Júlíusson Dalvík RúnarÁrnason UMFG - 86 kg flokkur RögnvaldurGuðmundss. Gerplu Páll M. Jónsson Ármanni Sovétmenn til Mexíkó LANDSLIÐ Sovétríkjanna í knatt- spyrnu kom á miövikudaginn til Mexíkó þar sem liðiö ætlar aö leika viö heimamenn og Austur- Þjóðverja en leikir þessir eru liður í undirbúningi liðanna fyrir heimsmeistarakeppnina sem f ram f er í Mexíkó í júnf. Leikurinn vð Mexíkó verður ekki fyrr en eftir hálfan mánuð og því greinilegt að Sovótmenn leggja mikið kapp á að æfa við þær aðstæður sem leikið verður við í heimsmeistarakeppninni. Þjálfari Sovétmanna, Edoard Maloffev, sagði við komuna til Mexíkó að hann teldi allar fjórar þjóðirnar í sínum riðli, Frakkland, Kanada og Ungverjaland, ættu jafna möguleika á sigri í riðlinum. Umtalaður fótur Annar fóturinn á Þorgils Óttarl Mathiesen, sá hægri, er umtal- aðasti fótur á íslandi um þessar mundir. Þorgils Óttar slasaðist sem kunnugt er f leik með landsliðinu f Baltic-kepninni f Danmörku, og sfðan hafa borist stöðugar fregnir af ástandi meiðslanna. Undanfarna viku hefur hann gengið við hækjur og einnig haft fótinn f spelkun- um sem sjást hér á myndinni. í dag klukkan fimm er svo að vænta nýrra tíðinda; þá verður hækjunum kastað og látið reyna á það hvort fóturinn þolir átök — eða hvort hann bólgnar upp að nýju. Um helgina ræðst það síö- an hvort Þorgils Óttar getur verið með landsliðinu í heimsmeistara- keppninni. LEIKA Ragnar Olafsson og Sig- urður Pétursson golf f Svfþjóð í sumar? Svar við þeirri spurningu fæst Ifklegast um aðra helgi en þá kemur liðsstjóri sænsku at- vinnumannanna hingað til lands f tengslum við golfþingið og þá munu línurnar skýrast varðandi þá félaga. Þeir Ragnar og Sigurður hafa unnið að því nú í nokkurn tíma að fá einhvern bakhjarl til að styðja við bakið á sér þannig að þeir geti einbeitt sér að því að leika golf. Ef það tekst þá eru allar líkur á því að þeir leiki í Svíþjóð í sumar. í kvöld i EINN leikur verður í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik í kvöld. Njarð- vfkingar taka á móti Valsmönnum og hefst viðureign þeirra klukkan 20. Búast má við hörkuleik eins og venja er þegar þessi félög eigast við. Njarðvíkingar eru með forystu f deildinni en Valsmenn eru nokkumveginn tryggir að komast f lokakeppnina sem verð- ur á milll fjögurra efstu liða deild- arinnar. „Það væri óneitanlega gaman ef að þessu yrði," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bætti því við að jafnvel þó svo þeir stæðu sig ekkert sérlega vel þá fengju þeir mikla reynslu af þessu og það væri mikilvægt. „En við verðum að standa okkur vel ef við eigum að eiga einhverja möguleika á að lifa af þessu, en það er draumurinn," sagði Sigurð- ur. Þeir Sigurður og Ragnar gerðu tilraun til að verða atvinnumenn í íþrótt sinni síðastliðið sumar en það mistókst að þessu sinni þó litlu munaði, sérstaklega hjá Sig- urði. Þeir eru báðir í Golfklúbbi Reykjavíkur og hafa verið meðal okkar bestu kylfinga í nokkur ár. Sigurður var ósigrandi síöastliðið sumar og varð meðal annars ís- landsmeistari með fáheyrðum yfir- burðum. Ekki er að efast um að ef af þessu æfintýri þeirra fólaga verður þá væri það mikil lyftistöng fyrir þá sem kylfinga. Þeir fengju meiri athygli á erlendri grund og ef menn ætla sér að lifa af golfinu þá er nauðsynlegt að hafa geysilega reynslu og auðvitað þurfa menn að leika vel. Morgunblaðifi/Bjarni # „Hvernig er hægt að mata hana þannig að maður skori alltaf,“ gæti Sigurður Gunnarsson landsliðsmað- ur verið að hugsa þegar þessi mynd var tekin f gær. Brynjar Kvaran er þá væntanlega að velta því fyrir sér hvernig hann geti komist að því hvernig hann eigi að verja alltaf. Landsliðið á tölvunámskeið því væri þetta námskeið kærkom- ið. Það er fleira á dagskránni hjá íslenska landsliðinu og HSÍ því nú er verið að vinna í því að fá leyfi hjá öllum hópnum frá vinnu þannig að þeir geti gefið sig alla í undir- búninginn. HSÍ hefur ritað vinnu- veitendum þeirra bréf þar sem farið er fram á að fyrirtækin veiti þeim stuðning með því að gefa þeim frí frá störfum fram yfir heimsmeistarakeppnina. Á sunnudaginn leika A- og B-landsliðin í Keflavík. Leikurinn hefst klukkan 20 og er enn einn þátturinn i undirbúningi liðsinsfyrir lokaslaginn í Sviss en nú styttist óðum í stóru stundina. ÍSLENSKA landsliðið f handknatt- leik karla hefur í nógu að snúast þessa dagana. Tvær æfingar á hverjum degi og þess á milli er hlaupið f vinnuna. „Erlendu leik- mennirnir" sem eru f liðinu byrj- uðu í gær á tölvunámskeiði sem verður nokkra daga og stendur það allan daginn nema hvað leik- menn fá frf til að fara á æfingar. Þeir leikmenn sem leika hér heima ætla einnig að sækja þessi námskeið. Handknattleikssambandið skipulagði þetta námskeið ásamt Stjórnunarfélaginu sem sér um það og þegar Morgunblaðið leit við á námskeiðinu í gær var gott hijóð í strákunum. „Þetta er alveg eins og í skóla. Maður er kominn með stundaskrá og allt. Mest er þetta þó leikfimi," sagði Atli Hilmarsson niðursokkinn í tölvuna. Hann og Sigurður Gunn- arsson sögðust lítið hafa átt við tölvur áður en þeim líkaði þetta vel. Það væri nauðsynlegt að kunna eitthvað smávegis á tölvur. Bjarni Guðmundsson starfar við tölvur í Þýskalandi en hann sagðist ekki vera vanur einkatölvum og Leika Ragnar og Sigurður í Svíþjóð?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.