Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJJJDAGUR18. FEBRÚAR1986 / Jóhannes Torfason formaður Framleiðnisjóðs landbúnaðarins: Hægt að kaupa 100—200 bændur út úr framleiðslu með 150 milljónum FORMAÐUR Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Jóhannes Torfason á Torfalæk II, leggur til að hluti af ráðstöfunarfé sjóðsins á næstu árum, til dæmis 150 milljónir kr., verði flutt á þetta ár og það allt notað til að kaupa bændur út úr mjólkurframleiðslunni. Hann telur að einnig geti komið til greina að leyfa takmarkaða verslun á milli bænda með framleiðsluréttinn, á svipaðan hátt og kvóti fiskiskipa gengur kaupum og sölum. Jóhannes sagði að frá áramótum hefði Framleiðnisjóður gert samn- inga um kaup eða leigu á 9.500 ærgildum og á síðasta ári hefði verið samið um 24.000 ærgildi. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort breyta eigi reglum um kaup á búmarki. Sagði Jóhannes að tillögur hefðu komið um að kaupa allt búmark sumra þeirra manna sem könnun Búnaðarfélags íslands á bændum með erfiða fjár- hagsstöðu næði til. „Sú viðmiðun við skiptingu framleiðsluréttar sem nú heftir verið tekin upp og ég tel í meginatriðum rökrétta, hlýtur að vekja umhugsun um hvort áfram eigi að miða kaup og leigu búmarks við búmarkið, eða hvort fara eigi að kaupa beinan framleiðslurétt samkvæmt nýju viðmiðuninni. Ég tel þó eðlilegt að samningamir eigi enn um sinn að miðast við búmarkið því á undanfömum ámm hafa bændur ekki fengið aðrar vísbend- ingar en þær að búmark jarða þeirra væri nokkurs virði," sagði Jóhannes. Jóhannes sagði ljóst að staða margra bænda væri vonlaus eftir skiptingu fullvirðisréttar í mjólkur- framleiðslunni. Seinna á árinu stæðu sauðfjárbændur væntanlega frammi fyrir svipuðum staðreynd- um. Þeir sem væm með nýlegar Ú'árfestingar og jafnvel búmark, en Iítinn sem engan framleiðslurétt, ættu engra góðra kosta völ. Þjóð- hagslega virtist skynsamlegt að nýta vel þessa nýjustu íjárfestingu til framleiðslu og endumýjun í stétt- inni væri nauðsynleg. Hann sagði: „Ég tel að vel geti komið til greina að flytja til tekjur Framleiðnisjóðs samkvæmt búvömlögunum, þannig að meira fé verði til ráðstöftmar á þessu ári, til dæmis 150 milljónir kr. Þetta yrði tvöföldun á ráðstöfun- arfé sjóðsins á þessu ári og ef við- bótin yrði öll notuð til að kaupa framleiðslurétt bænda „á góðu verði" dygði það til að kaupa um 100—200 bændur frá framleiðslu. Hluti þess réttar sem keyptur yrði gæti orðið eftir á viðkomandi búmarkssvæði og komið til skipta með líkum hætti og þau 5% fram- leiðsluréttar sem er til jöfnunar innan héraðs. Ráðstöfun þessi auð- veldaði og flýtti þeirri þróun sem óumflýjanlega verður á næstu 2—3 ámm til færri búa en stærri." Jóhannes sagði að það kæmi einnig til greina að leyfa verslun með framleiðslurétt á milli bænda á hveiju búmarkssvæði,- annað hvort fyrir milligöngu þeirra stjóm- valda sem nú skipta óskiptum fram- leiðslurétti, eða án slíkra afskipta. „Framleiðsluréttur er nú orðinn áþreifanleg forsenda framleiðslu, lfkt og búfé, land, vélar og fleira og gæti það leyst ýmis vandamál ef menn ættu þess kost að selja þessi verðmæti," sagði Jóhannes. Geir Halldórsson. Gísli Jón Hannesson. Piltarnir sem létust PILTARNIR sem biðu bana í bifhjólaslysi í Ölfusi fyrir helgi, hétu Geir Halldórsson, 18 ára, til heimilis að Bláskógum 2a í Hveragerði, og Gísli Jón Hannesson, 17 ára, til heimilis að Þelamörk 32, einnig í Hveragerði. Lögreglumenn í Kópavogi: Morgunblaðið/ÓI.K.M. Kínversk myndlist á Kjarvalsstöðum NÚ STENDUR yfir sýning á hefðbundinni kínverskri myndlist á Kjarvalsstöðum. Sýnd eru verk ellefu núlifandi kínverskra listamanna. Þetta er farandsýning og kemur hún hingað frá Kaupmannahöfn. Sýningin er haldin á vegum menntamálaráðu- neytisins og sendiráðs kínverskra alþýðulýðveldisins. Henni lýk- ur 23. febrúar. Myndin var tekin við opnun sýningarinnar á laugardaginn. Til vinstri er Gao Yu fyrsti sendiráðsritari í kínverska sendiráðinu í Reykjavík og til hægri er Li Qinping sendifulltrúi Kína. Hunsuðu fundi í ráðuneytinu um breytingar á löggæslu Kemur til greina að versla með kvótann Vilja þannig mótmæla því að verða settir undir Reykjavíkurlögregluna LÖGREGLUMENN í Kópavogi mættu ekki á tvo boðaða fundi dóms- málaráðuneytisins í síðustu viku. Með þessu vildu þeir mótmæla hugmyndum norska ráðgjafafyrirtækisins IKO-gruppen um breyt- ingar á skipulagi löggæslu á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að löggæsla í Kópavogi falli undir embætti lögreglustjórans í Reykjavík og að lögreglustöðinni í Kópavogi verði lokað að næturlagi. Sjálfstæðismenn í Reykja- vík funda í kvöld: _ Akvörðun tekin um skipan fram- boðslistans FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík mun á fundi sínum í kvöld, þriðjudag, taka ákvörðun um framboðslista sjálf- stæðismanna fyrir borgarstjórn- arkosningarnar í Reykjavík, 31. maí næstkomandi. Á fundinum mun kjörstjóm gera grein fyrir tillögum sínum um skip- an framboðslistans. Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður kjör- stjómar, sagði í samtali við Morg- unblaðið, að samkvæmt skipulags- reglum Sjálfstæðisflokksins væri kjörstjóm skylt að gera tillögu um skipan listans samkvæmt niður- stöðum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík að því er varðar átta efstu menn listans, sem hlutu bind- andi kosningu í prófkjörinu. Endan- leg ákvörðun er hins vegar í hönd- um Fulltrúaráðfundarins, sem hefst klukkan 20.30 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll. Á fundi bæjarráðs Kópavogs í síðustu viku var framkomnum hugmyndum mótmælt. „Bæjar- stjóm telur nauðsynlegt að áfram verði starfrækt lögreglustöð í mið- bæ Kópavogs allan sólarhringinn, svo sem verið hefur með eigi færri lögreglumönnum en nú er og undir stjóm lögreglustjóra í Kópavogi og mótmælir eindregið öllum breyting- um, er ganga í þá átt að skerða núverandi þjónustu og öryggi bæj- arbúa," segir í fundargerð bæjar- ráðs. „Lögreglumenn í Kópavogi em ekki hlynntir því að verða lagðir af,“ sagði Sæmundur Guðmunds- son, varaformaður lögreglufélags Kópavogs í samtali við Morgun- blaðið í gær. Fyrir bæjarráð var lögð fram greinagerð Lögreglufé- lags Kópavogs. Lögreglumenn í Kópavogi leggja til að samstarf milli embætta í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfírði verði bætt. „Ef löggæsla höfuðborgarsvæðisins yrði allri steypt saman er hætt við að þá glataðist mann- og staðar- þekking lögregluliðanna. Núverandi Iögreglumenn í Kópavogi eru þaul- kunnugir öllum staðháttum, gatna- kerfí, húsamerkingum, skipulagi byggðar og óbyggðra svæða," segir í greinagerðinni og ennfremur. „Enn meira gildi hefur þó mann- þekking sú sem lögreglumenn öðl- ast hver á sínu svæði. Það er íbúum Kópavogs mikilvægt öryggi sem felst í mann- og staðarþekkingu lögreglunnar í Kópavogi. Það þýðir í reynd, að skjótar er veitt aðstoð, ef eftir henni er leitað. Oft munar „VIÐ náðum samkomulagi um ágreiningsefni og höfum aflétt banni á mjólkurdreifingu til kaupmanna, sem hugsanlega hafa keypt stolna mjólk,“ sagði Ólafur Ólafsson, yfirtrúnaðar- maður Mjólkursamsölunnar, í samtali við Morgunblaðið. í gærkvöldi sendu Ólafur og Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri miklu að lögreglumenn fínni tafar- laust viðkomandi hús, vinnustað eða annan dvalarstað. Þetta á ekki einungis við þegar kallað er eftir lögreglu til aðstoðar gegn ójafnað- armönnum, heldur líka og ekki síður þegar kallað er eftir hjálp vegna slysa.“ Lögreglumenn í Kópavogi vara sérstaklega við að hafa ekki nætur- vaktir á lögreglustöðinni í Kópa- vogi. Þeir draga í efa að tillögur Norðmannanna hafi í för með sér spamað. „Miðað við núverandi kostnaðartölur er ljóst að lögreglan í Kópavogi er mun ódýrari í rekstri en sambærilegur fjöldi lögreglu- manna í Reykjavík," segir í greina- gerðinni. Þá benda lögreglumenn á að löggæsla sé í eðli sínu sveita- Mjólkursamsölunnar, út_ eftirfar- andi fréttatilkynningu: „Á sameig- inlegum fundi starfsmanna, for- stjóra og stjómarformanns MS, sem haldinn var mánudaginn 17. febrú- ar 1986, voru rædd þau mál, sem hafa verið efst á baugi undanfama dagaogvikur. Náðist fullt samkomulag um stjórnarmál og eðlilegt sé að stjóm hennar sé í viðkomandi sveitarfé- lagi. „Samstarf er á mörgum svið- um og nægir að bénda á bæjarverk- fræðing vegna gatnamála og um- ferðar, félagsmálaráð vegna æsku- lýðsmála, heilbrigðisnefnd vegna veitinga- og skemmtistaða, eftirlit með brunavömum og ótal margt annað. Með tillögum um samein- ingu löggæslunnar er því á vissan hátt vegið að sjálfstæði sveitarfé- lagsins, enda er öll þessi tillögugerð skólabókardæmi um tilhneigingu ríkisvaldsins til þess að færa alla stjómun til Reykjavíkur. Hugtökin byggðastefna og valddreifíng verða ærið hjákátleg þegar horft er á þessar útlendu hugmyndir um samþjöppun valds,“ segir í greina- gerð Lögreglufélags Kópavogs. ágreiningsefni og voru aðilar ein- huga um nauðsyn þess að vinna framvegis sem hingað til sameigin- lega að hag starfsmanna og fyrir- tækisins.“ Ólafur sagði { samtali við Morgunblaðið, að sem trúnaðar- manni starfsfólks, hefði RLR skýrt honum frá rannsókn málsins sem trúnaðarmáli. Mjólk dreift til allra kaupmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.