Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1986
Minning:
GuðmundurM. Þor-
láksson, Skálabrekku
Fæddur 12. júní 1908
Dáinn 5. febrúar 1986
í dag er kvaddur hinstu kveðju
Guðmundur M. Þorláksson, kenn-
ari. Hann fæddist á Gilsbakka í
Þingvallasveit, sonur hjónanna Jó-
hönnu Guðmundsdóttur og Þorláks
Björnssonar.
Að afloknu unglingaprófi gerðist
Guðmundur farkennari í Þingvalla-
sveit. Má ætla að þá hafi örlög
hans verið ráðin, því að skömmu
síðar hóf hann nám í Kennaraskól-
anum. Kennaraprófi lauk hann árið
1934. Að því loknu réðst hann sem
kennari að Miðbæjarbamaskólan-
um í Reykjavík. Þaðan lá Ieið hans
austur á Eyrarbakka. Þar var hann
skólastjóri við bamaskólann í átta
ár. Þá sýkist Guðmundur af berkl-
um og þarf að dvelja tvö ár á Vífils-
stöðum. Að lokinni þeirri hælisvist
gerist Guðmundur öðru sinni kenn-
ari við Miðbæjarbamaskólann og
starfar þar samfellt í níu ár.
Þá fer Guðmundur aftur á Vífils-
staði og nú urðu dvalarárin þijú og
hann þurfti að ganga í gegnum
lungnaskurð. Að aflokinni þeirri
hælisvist átti Guðmundur ekki aft-
urkvæmt til kennarastarfsins. Það
er vfst, að sú ákvörðun hefur ekki
verið sársaukalaus, því kennara-
starfið var honum ekki brauðstrit
eitt, heldur hugsjón allt frá ungl-
ingsárum, þegar hann hóf þetta
starf í sinni heimasveit. Eftir þetta
gerðist Guðmundur starfsmaður
hjá Borgarbókasafni Reykjavíkur
og vann þar meðan starfskraftar
entust.
Kynni okkar Guðmundar hófust
sumarið 1939. Þá dvaldi hann hluta
úr sumri á heimili foreldra minna,
tengdaforeldra sinna. Þá varð með
okkur vinátta, sem enst hefur æ
sfðan.
Nú þegar Guðmundur er kvaddur
hinstu kveðju, þyrpast að ljúfar
minningar frá liðnum árum. Ég
minnist heimsókna Guðmundar á
heimili okkar systranna og aldraðr-
ar móður okkar.
Það fylgdi Guðmundi ævinlega
hlýja og óvenjuleg hugarró. Til hans
var leitað jafnt í gleði og sorg.
Guðmundur var giftur Svan-
borgu Sigvaldadóttur. Þau eignuð-
ust tvö böm, Jóhanes, sem kvæntur
er Sigríði Magnúsdóttur, og Hólm-
fri'ði, sem gift er Jóni M. Baldvins-
syni. Guðmundur og Svanborg slitu
samvistum eftir þijátíu ára hjóna-
band. Síðari kona Guðmundar var
Magdalena Guðmundsson. Hún er
látin.
Á sjötíu og fimm ára afmæli sínu
dvaldi Guðmundur á heimili dóttur
sinnar, mjög þrotinn að heilsu og
kröftum. Þangað heimsóttu hann
nokkrir nánustu vandamenn og
fyrrverandi starfsbræður. Þessi
dagur var mér lærdómsríkur. Hann
færði mér heim sanninn um það,
að þeir sem búa árum saman á
sjúkrastofnunum við heilsuleysi og
einangrun, fjarri sínum nánustu,
geta glaðst af litlu. Og hversu oft
við gleymum í erli og veraldar-
vafstri að rækja vináttu við þá sem
hafa verið okkur mikils virði á lífs-
leiðinni. Á afmælisdaginn bárust
Guðmundi margar kveðjur eins og
gerist á slíkum stundum, og
ógleymanlegur verður mér fögnuð-
Sonur okkar,
t
GÍSLIJÓN,
lést af slysförum 14. febrúar sl.
Sigurbjörg Gísladóttir, Hannes Kristmundsson.
t
GRETA INGVARSDÓTTIR,
Yrsufelli 13,
lést af slysförum laugardaginn 15. febrúar síöastliöinn.
Ingvar Ólafsson, Anna Árnadóttir,
Asa Clausen Aöalsteinn Bragason,
Kristrún Olga Clausen, Ernesto Preatoni,
Axel Clausen,
Oscar Clausen,
Dagbjartur Geir Guömundsson.
Móðirokkar, Í GUÐLAUG PÉTURSDÓTTIR,
Vesturvallagötu 1,
andaðist í Landakotsspítala sunnudaginn 16. febrúar. Jarðarförin
auglýst síðar. Börn hinnar látnu.
t
Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaöir og afi,
GÚSTAF LÍNBERG KRISTJÁNSSON,
múrarameistari,
Kópavogsbraut 73,
lést föstudaginn 14. febrúar.
Ólafía Jensdóttir,
Ólöf Gústafsdóttir, Kristján Ellert Benediktsson,
Jens Gústafsson, Ásta Magnúsdóttir,
Ingvaldur Gústafsson, Arna Kristmarsdóttir,
Guðbjörg Gústafsdóttir
og barnabörn.
ur hans yfir kveðju frá einum af
nemendum hans úr bamaskólanum
á Eyrarbakka. Hvemig hann geisl-
andi af fögnuði og hrærður í huga,
meðtók þessa kveðju. Með hvað
mikilli hlýju hann minntist sam-
verustundanna með þessum dreng,
sem nú var löngu fulltíða maður
og þeirra leiðir skilist fyrir áratug-
um. Þennan dag minntist ég þess,
hve oft hafði verið uppbyggilegt að
hlusta á Guðmund rseða um nem-
endur sína og um þær vonir sem
hann batt við framtíð þeirra.
Á þessum ámm var margt óunnið
í skólamálum og mér fannst hann
og svo margir af hans kynslóð hafa
eldlegan áhuga á að bæta þar fjöl-
margt. Ofar öllu öðru hafði hann
þennan einlæga áhuga fyrir nem-
endum sínum og taldi þá æsku sem
hveiju sinni var að vaxa úr grasi
vera okkar dýrmætasta auð.
Guðmundur dvaldist á sjúkra-
stofnunum síðustu átta árin. Hönd
dauðans kom því sem líknandi hönd.
Hann andaðist í Borgarspítalanum
að kvöldi 5. febrúar.
Guðmund kveð ég með virðingu
og þökk. Ástvinum hans sendi ég
hlýjar kveðjur.
Gyða Sigvaldadóttir
Þeim fækkar aldamótamönnun-
um, sem slitu bamsskónum í upp-
hafi aldarinnar. Mörgum voru sköp-
uð kröpp kjör á þeim tíma, en góðir
eiginleikar og þrautseigja ruddu
veginn til þroska og manndóms.
Svo má segja um Guðmund M.
Þorláksson er við kveðjum í dag.
Hann fæddist á Gilsbakka í Þing-
vallasveit, en ólst upp á Skála-
brekku í sömu sveit og kenndi sig
við þann stað, sonur Þorláks Bjöms-
sonar bónda þar og konu hans Jó-
hönnu Guðmundsdóttur frá Efra-
Apavatni í Laugardal. Guðmundur
ólst upp við venjuleg sveitastörf,
en reyndist mjög bókhneigður og
var þvf sendur til séra Guðmundar
Einarssonar prests á Þingvöllum,
en séra Guðmundur hafði stofnsett
unglingaskóla á prestssetrinu.
Minntist Guðmundur vem sinnar
þar ætíð með þakklæti.
Guðmundur tók kennarapróf frá
Kennaraskóla íslands vorið 1934.
Fyrst var hann kennari við Mið-
bæjarskólann í nokkur ár, en gerð-
ist svo skólastjóri bamaskólans á
Eyrarbakka. Þar dvaldi hann í 10
ár og fór honum öll stjóm við skól-
ann vel úr hendi. Hann var þátttak-
andi í félagsstörfum, leikstarfsemi
og mörgu fleiru, en ekki síst vann
hann fyrir nemendur sína, því þar
var hugur hans og áhugi.
Guðmundur kvæntist árið 1938
Svanborgu Sigvaldadóttur ættaðri
frá Brekkulæk í Miðfirði. Þau eign-
uðust tvö böm, Hólmfriði og Jó-
hannes, og era bamabömin orðin
fimm. Þau hjónin slitu sambúð um
1970.
Guðmundur kemur aftur að
Miðbæjarskólanum árið 1948 og
starfaði við skólann til 1959. Hann
var ágætur kennari, lipur en þó
t
Eiginmaður minn,
JÓNG. KJERÚLF
frá Hafursá,
Laugarnesvegi 80,
lést sunnudaginn 16. febrúar.
Guðlaug P. Kjerúlf.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
JÓNÍNA EMILÍA ARNUÓTSDÓTTIR,
Hátúni 10,
lést 14. febrúaríVífilsstaðaspítala.
Bryndís Guðmundsdóttir, Gissur Símonarson,
Hannes Guðmundsson, Hallgerður Gunnarsdóttir,
Jón Levy Guðmundsson, Stefanfa Sófusdóttir.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÓLÖF B. GUÐJÓNSDÓTTIR,
Melabraut 6,
Seltjarnarnesi,
andaðist í Landakotsspítala 14. febrúar. Jarðarförin verður auglýst
síðar.
Fjóla Þorvaldsdóttir, Ingi Þorsteinsson,
Guðný Jónsdóttir
og barnabörn.
Legsteinar
ýmsar gerðir
Marmorex
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður
stjómsamur. Hann var félagi bam-
anna í starfi og leik og náði því
mjög góðum árangri. Bekkir hans
vora prúðir, því var það á færi allra
að starfa í bekkjunum hans. Guð-
mundur var góður starfsfélagi,
ósérhlífinn og tillögugóður, var því
gott að leita til hans um viðfangs-
efni líðandi stundar.
Guðmundur átti sér mörg hugð-
arefni. Hann var mjög vel ritfær
og hafði ágætt vald á fslenskri
tungu. Hann samdi leikrit fyrir út-
varpið, Feigar hugsjónir og Anna á
Stóraborg, einnig allmörg leikrit
fyrir bamatíma útvarpsins, en hann
stjómaði í mörg ár bamatímanum,
þýddi ævintýri og smásögur fyrir
böm. Guðmundur ritstýrði For-
eldrablaðinu og Jólablaði bamanna
og var ritstjóri blaðsins Reykjar-
lundur o.m.fl. mætti telja upp. Hann
hafði yndi af öllum gróðri, því vöktu
garðar hans athygli og bára þeir
snjrrtimennsku hans verðugt vitni.
Guðmundur var í nokkur sumur
leiðbeinandi hjá Vinnuskóla Reykja-
víkur. Þar fékk hann tækifæri til
þess að meðhöndla gróðurinn og
hæfiteiki hans til að umgangast
unglinga nýttist vel.
Meðan Guðmundur dvaldi á
Eyrarbakka smitaðist hann af
berklum. Hann hugði sig hafa yfir-
stigið þann sjúkdóm, þegar hann
kom í seinna skiptið að Miðbæjar-
skólanum, en þær vonir bragðust.
Sjúkdómurinn tók sig upp aftur og
varð þá Guðmundur að hverfa frá
kennslu. Nú þurfti hann að gangast
undir miklar aðgerðir og dvaldi
langdvölum á sjúkrahúsum og
heilsuhælum. Um síðir fékk hann
þó nokkum bata og starfaði eftir
það við bókasöfn borgarinnar, en
síðustu árin átti Guðmundur við
vanheilsu að stríða.
Við samstarfsfélagar Guðmund-
ar M. Þorlákssonar við Miðbæjar-
skólann minnumst hans með þakk-
látum huga, nú þegar hann er
horfínn yfir móðuna miklu, eins og
okkur öllum er fyrirhugað. Við
vottum ættingjum hans innilegrar
samúðar er burt er kvaddur hjart-
kær faðir og vinur.
Guð blessi minningu hans.
Hjálmar Guðmundsson
Það vora hressir og fagnandi
menn og konur. sem útskrifuðust úr
Kennaraskóla íslands við Laufás-
veg í Reykjavík vorið 1934. í því
gamla og virðulega húsi hafði all
fjölmennur hópur fólks víða að af
landinu stundað nám þann vetur
og hluti hans stigið lokaskrefið og
fengið í hendur pappíra þess efnis,
að hann væri fær um að taka að
sér leiðsögn íslenskrar æsku á
veginum til menningar og mann-
dóms.
Síðan þetta var er nú meira en
hálf öld. Margt af þessu skólafólki
liðins tíma er horfið af sviðinu en
annað kembir gráar hærar þótt enn
sé það á faraldsfæti.
Einn í þessum vonglaða hópi var
Guðmundur Þorláksson frá Skála-
brekku í Þingvallasveit, sonur hjón-
anna Þorláks Bjömssonar bónda
þar og Jóhönnu Guðmundsdóttur. í
þeirri fogra og sögufrægu byggð
Blómastofa
FriÖfinm
Suðurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
tll kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.