Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1986 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1986 25 fltagtiiiHafrftí Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö. Svik í tafli á Filippsevium ingið á Filippseyjum hefur lýst Ferdinand Marcos rétt- lg'örinn forseta landsins. Sam- kvæmt hinum opinberu tölum hlaut Marcos 10,8 milljónir at- kvæða eða 53,8% í forsetakosn- ingunum 7. febrúar, en mót- frambjóðandi hans Corazon Aquino 9,2 milljónir atkvæða. Þeir eru hins vegar fáir, sem mark taka á þessum tölum. Stjómarandstæðingar eru sann- færðir um að stuðningsmenn forsetans hafi með vitund hans og vilja gerst sekir um víðtæk kosningasvik. Þeir fullyrða, að Corazon Aquino hafí fengið meirihluta atkvæða og sé því hinn réttmæti þjóðarleiðtogi. Sama segja vestrænir fulltrúar, sem fylgdust með kosningunum. Biskupar kaþólsku kirkjunnar, sem allur þorri íbúa á Filippseyj- um telst til, hafa tekið undir þetta sjónarmið. í yfírlýsingu, sem þeir sendu frá sér á laugar- dag, segja þeir að framkoma stjómvalda beri vott um „glæp- samlega misnotkun valds" og þau hafí glatað siðferðilegri stöðu sinni. Um helgina lýsti svo Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, því yfír, að hann teldi vafasamt að unnt væri að taka mark á hinum opinberu úrslitum for- setakosninganna á Filippseyjum. Hann kvaðst hafa vitneskju um að veruleg svik hefðu verið höfð í tafli, einkum af hálfu stuðn- ingsmanna Marcosar forseta. Þessi yfírlýsing Bandarílg'a- forseta er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Hún sýnir t.a.m. hversu trúir Bandarílg'a- menn em gmndvallarhugmynd- um lýðræðisins. Þeir standa frammi fyrir þeim erfíðu aðstæð- um, að létu þeir með öllu af stuðningi við núverandi stjóm- völd á Filippseyjum, kynni það að leiða til hættulegra breytinga á valdajafnvægi í Suðaustur- Asíu. Bandaríkjastjóm tekst nú á við þá staðreynd, að Marcos hefur tapað í kosningunum, þótt hann hafi verið lýstur sigurveg- ari, eða réttara sagt, engir nema samverkamenn Marcosar trúa því, að hann sé réttkjörinn for- seti. Ef Bandaríkjastjóm styður Marcos og hina spilltu stjóm hans skapast trúnaðarbrestur milli hennar og annarra lýðræð- isþjóða. Ef Bandarílg'amenn hafíia Marcos með öllu, og hann heldur samt völdum, kann svo að fara, að hann láti loka hinum mikilvægu herstöðvum Banda- rílg'amanna á Filippseyjum og falist jafnvel eftir stuðningi Sovétmanna, sem afturgæti leitt til stórkostlegra vandræða fyrir lífsnauðsynlegar siglingar vest- rænna skipa um Indlandshaf og Kyrrahaf. Ákvörðun Marcosar að láta náinn skjólstæðing sinn, Fabian C. Ver, yfirmann herafla lands- ins, víkja úr embætti, kann að vera fyrsta tilraun hans til að draga úr öldum óánægju innan- lands og utan. Ver var á síðasta ári ákærður fyrir að bera ábyrgð á morðinu á Benigno Aquino, leiðtoga stjómarandstæðinga, en síðan sýknaður á forsendum, sem margir töldu ákaflega hæpnar. Þetta eitt dugar hins vegar skammt, ef Marcos ætlar í alvöru að reyna að halda völd- um í andstöðu við geysiöfluga stjómarandstöðu, kaþólsku kirkjuna og þrautskipulagðan skæmliðaher kommúnista. Ohjá- kvæmilegt er að breyta gervöllu stjómkerfí landsins. Því miður er fátt sem bendir til þess að Ferdinand Marcos treysti sér til að horfast í augu við þessar staðreyndir. Lýðræðisþjóðir Vesturlanda, sem telja miklu skipta hver verður framvinda stjómmála á Filippseyjum, reiða sig á, að Bandaríkjastjóm takist mjög fljótlega að sannfæra Marcos og stuðningsmenn hans um að leiknum sé lokið. Taki hann hagsmuni þjóðar sinnar fram yfír eigin stundarhag verði hann að viðurkenna, að hann hafí beðið ósigur. Sigur Soaresar Sósíalistinn Mario Soares sigraði naumlega frambjóð- anda hægri manna, Diogo Freit- as do Amaral, í forsetakosning- um, sem fram fóm í Portúgal á sunnudag. Soares, sem er fyrr- um forsætisráðherra landsins, hlaut rúmlega 51% greiddra atkvæða, en keppinautur hans tæplega 49% atkvæða. Sé litið á lýðræðislega þróun stjómmála í Portúgal síðustu tíu ár, em úr- slitin í kosningunum á sunnudag staðfesting á stöðugri sókn hófs- amra afla hægra megin við miðju í stjómmálunum. Mario Soares sameinar að baki sér sundurleitari pólitíska fylkingu en þá, sem hann hann barðist við í kosningunum. Lítið vinfengi er með sósíalistum og kommúnistum, sem kusu hann. Vinstrisinnuð öfl tengd hemum og Eanes, fráfarandi forseta, studdu Soares til forseta, þótt þau hafí barist gegn honum á stjómmálavettvangi. Embætti forseta Portúgals fylgja ekki sömu völd og t.d. í og Bandaríkjunum, en þó meiri en fylgja embættum þjóðarleið- toga víðast hvar í Evrópu. Soares hefur ekki reynst dugmikill stjómmálaforingi, en enginn dregur í efa tryggð hans við lýð- ræði. Svar til Friðriks Sophussonar eftir Má Elísson Dregist hefur lengur en ætlað var að svara fyrirspum þeirri er Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, beindi til Fisk- veiðasj'óðs í grein, sem hann skrifaði í Morgunblaðið fyrir nokkru. Þótt ætlunin hér sé fyrst og fremst að svara fyrirspum Friðriks, þykir þó rétt að víkja að tveimur af sjö staðhæfingum, er hann setti fram í umræddri grein. Staðhæfing 2 „Þegar skuldir skipsins vom orðnar 270 millj. og að stómm hluta í vanskilum var skipið boðið upp. Uppboðsbeiðandi, þ.e. Fiskveiða- sjóður keypti skipið á 176 millj. og tapaði 95 milljónum króna á einu bretti. (Uppfært tap er enn meira.)“ Hversvegna urðu skuldimar jafn miklar og raun ber vitni? Skipið hóf veiðar síðla árs 1981. Öll lán Fiskveiðasjóðs til skipa vom á þessum tíma gengistryggð. Ekki þarf að fjölyrða um snögg umskipti í vaxtamálum (vextir á dollaralán- um fóm yfír 20% 1981) og gengis- þróun um og eftir 1980 og áhrif þeirra á stöðu skulda. Ljóst virðist samt vera, að eiginfjárstaða fyrir- tækisins, þ.e. Höfða hf., ein sér (15% af kaupverði bv. Kolbeinseyjar samkvæmt upplýsingum viðskipta- banka þess) var frá upphafi veik e.t.v. of veik til að mæta skuld- bindingum, jafnvel þótt ekki sé miðað við ofangreind umskipti. Stjórn Fiskveiðasjóðs var þegar á árinu 1982 farin að hafa áhyggjur af skuldastöðu nokkurra skipa þ. á „Það var niðurstaða Fiskveiðasjóðs að eftir litlu sem engn væri að slægjast, ef gengið yrði að öðrum eignum fyrir- tækisins og þar með þurft að berjast við aðra kröfuhafa. Jafn- framt er það skoðun stjórnenda sjóðsins að hvert og eitt slíkt mál, sem kann að rísa, verði að meta sérstaklega. Ef gripið er til aðgerða sem ekki hafa annað í f ör með sér en kostnað og þar með minna en ekki neitt upp í fjár- kröfur, er verr af stað farið en heima setið.“ m. bv. Kolbeinseyjar. Vom þau mál til umræðu á nokkrum fundum. Snemma árs.1983 var beiðzt nauð- ungamppboðs á einu skipi og samskonar aðgerðir í undirbúningi varðandi fleiri skip. Um það leyti hófust umræður um hugsanlegar opinberar ráðstaf- anir til að bæta slæma stöðu út- gerðar. Var uppboðsaðgerðum frestað af þeim sökum. Þeim um- ræðum lyktaði með ákvörðun um að útgerðarmönnum skyldi gefinn kostur á skuldbreytingu stofnlána og lengingu lána, jafnframt vem- legum vaxtaafslætti. Skyldi þeirri skuldbreytingu lokið fyrir 30/9 1984. Síðar var veittur frestur til ársloka 1984. Þegar upp var staðið kom í ljós, að útgerðir nokkurra skipa gátu ekki fullnægt skilmálum þeim, er Fiskveiðasjóður setti fyrir skuldbreytingu. Uppboðsbeiðnir vegna umræddra skipa, vom sendar út strax í janúar 1985. Lokauppboð fór fram hið síðasta í október sl. Á þessum tíma héldu vanskil útgerða skipanna áfram að vaxa. Námu heildarskuldir Útgerðarfélagsins Höfða við Fiskveiðasjóð vegna bv. Kolbeinseyjar um 270 milljónum króna er sjóðurinn eignaðist skipið í október 1985. í ársbyijun 1983 námu heildarskuldir skipsins 98,0 millj. króna. Staðhæf ing 4 „Nýtt fyrirtæki, íshaf hf., var stofnað til að gera tilboð í og reka Kolbeinsey. Tilboð félagsins í skipið er um það bil 160 millj. kr. kaup- verð. Formaður hins nýja útgerðar- félags hefur sagt við alþjóð í sjón- varpi, að skipið geti ekki staðið undir þeim stofnkostnaði með ís- fiskveiðum." Nafnverð tilboðs íshafs hf. var 161 milljón króna. Ummæli höfð eftir formanni stjómar íshafs hf., munu hafa verið slitin úr samhengi eða misskilin. Hann mun hafa sagt, að skipið eitt sér gæti að öðm óbreyttu, þ.e. rekið sem ísfískiskip með heimalandanir í huga, ekki staðið undir vöxtum og afborgun- Már Elísson um. (Þetta vita allir.) Enda kom fram í tilboði íshafs hf., svo og einnig í tilboðum UNÞ, ÚA og Sæbergs hf., Ólafsfírði o.fl. að setja ætti aðrar tryggingar fyrir greiðslu- skuldbindingum vegna skipsins, svo sem greiðslur af skilaverði vinnslu- stöðva og framlög frá öðmm skip- um. Eftirfarandi spumingu var beint til Fiskveiðasjóðs: „Geta félög sem gera út fleiri en eitt skip vænzt þess að aðeins verði boðið upp eitt skipanna séu skuldir þess í vanskilum og fengið felldar niður þær skuldir í skipinu sem em umfram veð í því? Hefði þessi regla gilt um Otto N. Þorlaksson, sem var í eigu Bæjarútgerðar Reykja- víkur, þegar hann skuldaði vemleg- ar upphæðir umfram markaðs- verð". Þar til á sl. ári hafði ekki um langt árabil a.m.k. komið upp sú staða, að Fiskveiðasjóður fengi kröfum sínum ekki flillnægt við nauðungarappboð á skipum. Ljóst var, að Fiskveiðasjóður mundi tapa umtalsverðum, en þó mismunandi háum, fjárhæðum á þeim skipum, sem hann eignaðist á nauðungar- uppboðum á sl. ári. Um hvað háa heildampphæð er að ræða, kemur hinsvegar ekki í ljós fyrr en að lokinni sölu skipanna. Þegar hafa þijú skip verið seld. Tap sjóðsins við sölu eins þessara skipa reyndist óvemlegt. Hvað varðar Utgerðarfé- lagið Höfða hf., sem gerði út bv. Kolbeinsey, námu heildarkröfur Fiskveiðasjóðs eftir sölu skipsins 95 millj. króna. Söluverð skipsins var tæplega 179 millj. króna. At- hugun Fiskveiðasjóðs leiddi í ljós, að félagið átti litlar sem engar eignir aðrar en bv. Julíus Hav- steen, sem metinn er á 84 milljónir króna (samkvæmt ársreikningi fé- lagsins 1984 vom aðrar eigur metnar á um 250 þús. krónur). Áhvílandi Fiskveiðasjóðslán er 75 milljónir og áhvílandi lán Byggða- sjóðs 7—8 millj. Eftir standa 2—3 milljónir. Reynslan hefur sýnt, að þá upp er staðið, að loknu nauðung- amppboði, geta forgangskröfur, sem einkum em fólgnar í ógreiddu kaupi skipveija, numið vemlegum fjárhæðum. Það var niðurstaða Fiskveiðasjóðs að eftir litlu sem engu væri að slægjast, ef gengið yrði að öðmm eignum fyrirtækisins og þar með þurft að beijast við aðra kröfuhafa. Jafnframt er það skoðun stjórnenda sjóðsins að hvert og eitt slíkt mál, sem kann að rísa, verði að meta sérstaklega. Ef gripið er til aðgerða sem ekki hafa annað í för með sér en kostnað og þar með minna en ekki neitt upp í fjárkröfur, er verr af stað farið en heima setið. Af skiljanlegum ástæð- um, kom slík athugun eða mat ekki til tals varðandi Bæjarútgerð Reykjavíkur. Eins og sæmir ábyggi- legum viðskiptavini, samdi BUR þegar á árinu 1983, með vitúnd og vilja stjómenda Reykjavíkurborgar, um fullnægjandi tryggingar fyrir umsömdum greiðslum af öllum skuldum fyrirtækisins við Fisk- veiðasjóð. Höfundur er forstjórí Fiskveiða- sjóðs. Innkaupajöfnun o g verðjöfnun olíu Frjáls innflutningur og verðlagning eftirÞórð * Asgeirsson Opinber umræða um olíumál á Islandi hefur löngum mótast af mikilli vanþekkingu. Þar mun verð- lagsstofnun og olíufélögunum um að kenna. Þessir aðilar hafa alls ekki sinnt þeirri sjálfsögðu skyldu að upplýsa almenning um þennan mikilvæga málaflokk. En alþingismenn em ekki al- menningur. Þeir geta ekki afsakað umfjöllun sína um þessi mál með vanþekkingu. Þeim ber að kynna sér þau mál sem um er fjallað á Alþingi og þá alveg sérstaklega þegar um lagasetningu er að ræða. Þau lög sem taka áttu gildi um síð- ustu áramót og fjalla um verðjöfnun á olíu og innkaupajöfnunarreikning bera ekki vott mikils skilnings al- þingismanna á því sem þar er um íjallað, enda hefur viðskiptaráðu- neytinu og verðlagsstofnun ekki enn tekist að forma þær reglur sem vinna skal eftir skv. hinum nýju lögum. Og það er engin furða. Þessum lögum er nefnilega ætlað að gera hið ómögulega, þ.e. að gefa olíufé- lögunum nokkurt frelsi til verðsam- keppni en viðhalda samt hinu gamla kerfi verðjöfnunar, innkaupajöfn- unar og opinberrar verðákvörðunar. En af hveiju vilja stjómmálamenn- imir viðhalda hinu gamla kerfí? Það er vegna þess að þeim finnst þægi- legt eða nauðsynlegt að geta ráðið því að hækkanir á innkaupsverði olíu komi ekki fram í útsöluverði fyrr en þeim þykir það passa inn í hið pólitíska púsluspil sem aldrei gengur upp. Og þá er ekki síður nauðsynlegt að geta tekið forskot á sæluna og lækkað olíuverð á íslandi í þeirri von að olía, sem ekki er enn búið að kaupa, verði ódýrari en sú olía sem til er í landinu og verið er að selja. Á fínu máli heitir þetta að jafna verðsveiflur þannig að verðlag sé stöðugt. Þetta þykir stjómviska hér. í öðmm löndum, sem stundum em tekin til samanburðar, þykir hins vegar engin goðgá þótt bensín og olíuverð hækki og lækki á víxl jafnvel með mjög stuttu millibili. Það er raunar einkenni fijáls mark- aðar og verðsamkeppni, sem víðast annars staðar en hér á landi þykir tryggja hag neytenda betur en opinber forsjá eftir einhveiju kerfí. Þeir, sem em vel að sér í þessum málum, kunna nú að spyija hvort nýju lögin um innkaupajöfnun séu þó ekki skref í áttina. Þau gera jú ráð fyrir því að sameiginlegur inn- kaupajöfnunarreikningur verði lagður niður, en hver einstakur innflytjandi haldi sinn eigin inn- kaupajöfnunarreikning. Skapar þetta ekki svigrúm til verðsam- keppni milli olíufélaganna? Svarið er hiklaust nei, a.m.k. ef mísnota á innkaupajöfnunina hér eftir sem hingað til, þannig að þessir reikn- ingar séu nánast alltaf í mínus upp á tugi eða jafnvel hundmð millj. króna. Þar að auki kallar sameigin- legur innflutningur á sameiginlegan innkaupajöfnunarreikning ef inn- kaupajöfnun á að vera á annað borð. Allur innflutningur á svartolíu er sameiginlegur og að auki nánast allur innflutningur á bílabensíni og meira en helmingur innflutnings á Þórður Ásgeirsson „En af hverju vilja sljórnmálamennirnir viðhalda hinu gamla kerf i? Það er vegna þess að þeim f innst þægilegt eða nauðsyn- legt að geta ráðið því að hækkanir á inn- kaupsverði olíu komi ekki fram í útsöluverði fyrr en þeim þykir það passa inn í hið pólitíska púsluspil sem aldrei gengur upp.“ gasolíu, þannig að nýju lögin um einkainnflutningsjöfnuð hvers inn- flytjenda virðast byggð á misskiln- ingi, þar sem í greinargerð er talað um að helmingur af allri þessari olíu sé fluttur inn utan hins sameig- inlega kerfís. Samkvæmt nýju lögunum er verðjöfnunarsjóður lagður niður en Flutningsjöfnunarsjóður stofnaður í staðinn. Engar breytingar em þó gerðar á þessari starfsemi aðrar en þær að stjóm sjóðsins er skipuð þremur mönnum í stað fimm áður. Hér hefði nú betur verið gerð sú breyting að enginn maður yrði í stjóm og enginn sjóður. — Ég er á móti verðjöfnun á olíu og tel að eðlilegt sé að annað verð eigi að gilda fyrir jarðýtu eða smábát sem tekur nokkur hundmð lítra af gasol- íu á afskekktum stað fjarri birgða- stöð en fyrir togara sem tekur nokkra tugi þúsunda lítra í einu í innflutningshöfn. En jafnvel þótt byggðastefnusjónarmið séu ofan á og stjómmálamenn vilji ákveða með lögum að sama verð skuli vera alls staðar á landinu er óþarfi að vera með skriffinnskukerfi eins og flutn- ingasjóð í kring um það. Flutningasjóður með sinni 3ja eða 5 manna stjóm og öðmm til- kostnaði fær allar sínar tekjur af gjaldi sem olíufélögin greiða af öllu seldu magni af olíu og bensíni. Síð- an greiðir sjóðurinn þessum sömu félögum þessa sömu peninga til baka til að standa undir flutnings- kostnaði þeirra. í hvers þágu er þetta kerfí? Af hveiju greiða félögin ekki gjaldið beint í eigin vasa og standa hvert um sig undir eigin flutningskostnaði? Ætli það væri ekki hvati til að gera flutninga eins ódýra og hagkvæma og framast er unnt? Kerfið býður auðvitað upp á hið gagnstæða. Ég hef ekki farið fram á það að allur innflutningur á olíu verði gefínn frjáls. Ég tel að vísu að það yrði best fyrir olíufélögin og neyt- endur, en það er ekki hægt að horfa fram hjá þjóðhagslegu mikilvægi fiskmarkaðarins í Rússlandi. Ég hef þó lengi talið rétt og skylt að láta reyna meira á það í samningum við Rússa hversu mikið beint samhengi er á milli olíukaupa og físksölu og tel raunar líklegt að með því að draga fleiri hagsmunamál inn í þá umræðu mætti draga úr olíukaup- unum án þess að áhrif hefði á fisk- söluna. Raunar er nú þannig komið olíuframleiðslu Rússa að vel getur verið að þeir sjálfir leggi litla eða enga áherzlu á að selja okkur olíu. Á þetta verður að reyna. Hvort sem innflutningur er ftjáls eða ekki er þó allt sem mælir með því að gefa verðlagningu á gasolíu, bensíni og svartolíu fijálsa. Jafnvel þótt innkaupsverðið væri hið sama hjá öllum olíufélögunum er ekkert heilbrigðara en að láta þau keppa um alla aðra þætti sem útsöluverðið samanstendur af. Með því móti einu ætti að vera tryggt að þau gerðu sér far um að halda álagningu, dreifingarkostnaði og öllum öðmm kostnaði í lágmarki. Kerfíð býður upp á hið gagnstæða. Höfundur er forsljóri Oliuverzl- unar íslands hf. Morgunblaðið/Bjami Fjölsótt afmælishóf Varðar Landsmálafélagið Vörður átti 60 ára afmæli á fimmtudaginn. Af því tilefni var efnt til hófs í Sjálf- stæðishúsinu Valhöll og sóttu það margir félagsmenn og velunnarar Varðar. Myndin var tekin þegar gestir voru að skera hina veglegu afmælistertu félagsins. Þröstur Arnason fór heim með 4 bikara Davíð Oddsson, borgarstjóri, afhendir Þresti Amasyni sigurlaun fyrir sigurinn á Skákþingi Reykjavíkur. Morgunbiaðið/júiius. VERÐLAUN AAFHENDIN G og slit Skákþings Reykjavíkur 1986 fór fram fyrir nokkru í félags- heimili Taflfélags Reykjavíkur við Grensásveg. Skákþingið var hið 56. í röðinni og voru þátttak- endur 88 í opnum flokki og 95 í unglingaflokki. Borgarstjórinn, Davíð Oddsson, afhenti verðlaunin, þijá stjóra glæsilega farandbikara, sem borgin gaf í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkur. Þröstur Árnason, 13 ára gamall, sigraði eins og kunnugt er, bæði í aðalflokknum (opna flokknum) og unglingaflokknum. Er það í fyrsta skipti frá upphafí að svo ungur skákmaður öðlast titilinn Skákmeistari Reykjavíkur. Hann tók því við tveimur, fögmm farandbikumm úr hendi borgar- stjóra ásamt peningaverðlaunum og skákbók. Borgarstjóri afhenti einn- ig 4 öðmm efstu mönnum í opna flokknum og jafnmörgum úr ungl- ingaflokki peningaverðlaun, verð- launagripi og skákbækur. — í opna flokknum tefldu þrír fulltrúar kven- þjóðarinnar. Guðlaug Þorsteins- dóttir hlaut fyrstu verðlaun þeirra eftir að hafa sigrað Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í tveggja skáka ein- vígi, en þær hlutu báðar 6 vinninga í opna flokknum. Þriðja varð Berg- lind Steinsdóttir. Allar hlutu þær verðlaunagripi til eignar en auk þess hlaut Guðlaug fallegan farand- bikar frá Reykjavíkurborg. Guðlaug hefur tvisvar áður orðið kvenna- meistari Reykjavíkur í skák, árin 1975 og 1978. — Róbert Harðarson varð hraðskákmeistari Reykjavíkur og verðlaunabikar frá taflfélaginu að launum sem varð annar, og Jó- hannes Ágústsson, sem varð þriðji, hlutu verðlaunagripi. Ámi Höskuldsson, gullsmiður, Bergstaðastræti 4, gaf og afhenti sigurvegaranum í opna flokknum, Skákmeistara Reykjavíkur, fagran bikar til eignar og Lögmenn á Rán- argötu 13 gáfu unglingaskákmeist- aranum eins bikar til eignar. Þann bikar afhenti Ásgeir Þór Árnason, Skákmeistari Reykjavíkur 1979. Þröstur Árnason fór því með 4 bikara heim með sér þetta kvöldið. Sigrún Andrewsdóttir, formaður félagsins, ávarpaði gesti í byijun verðlaunaafhendingarinnar og sleit að lokum Skákþinginu. Við verðlaunaafhendinguna vom bomar fram veitingar af konum, sem em að undirbúa stofnun sér- staks stuðningsfélags við Taflfélag Reykjavíkur. Rúmlega 80 gestir sátu hófíð, þar á meðal margir fyrrverandi Skákmeistarar Reykja- víkur, nær allir íslensku skákmeist- aramir með alþjóðlega meistaratitla og forystumenn skáksambandanna á Norðurlöndum, en þeir funda nú í tengslum við VISA-skákkeppnina milli Norðurlanda og Bandaríkj- anna. Alls hafa nú 27 skákmenn unnið meistaratitilinn á Skákþingi Reykjavíkur í þau 56 skipti, sem um hann hefur verið keppt. Fyrsti titilhafínn var Ásmundur Ásgeirs- son, er sigraði árið 1931, en oftast hefur Ingi R. Jóhannsson orðið sigurvegari eða alls 6 sinnum. Auk Ásmundar hafa unnið 4 sinnum þeir Baldur Möller, Benóný Bene- diktsson, Björn Þorsteinsson, Eg- gert Gilfer og Jón Kristinsson. Af sigurvegumnum 11 á fyrstu 20 áranum em þrír á lífi, þeir Ásmund- ur Ásgeirsson, Baldur Möller og Þráinn Sigurðsson. (Fréttatilkynning) Hinir ungu heimsmethafar í Garðabæ ásamt heimsmetinu á veggnum. Nýtt heimsmet slegid í Garðabæ NÝTT heimsmet var sett í fjöl- brautaskólanum í Garðabæ í síð- ustu viku. 4263 Svala-fernum var raðað meðfram vegg í skólanum. Þessa viku iiggur öll kennsla niðri, og nemendur skipta sér í verkefnahópa, svo sem mat- reiðsluhóp, ljósmyndahóp, Triv- ial Pursuit-hóp, danshóp, kór og heimsmetahóp, en markmið þess hóps er að setja heimsmet á einhvem hátt. Eftir nokkrar vangaveltur ákváðu nemendur að slá meimsmet i því að raða fernum meðfram vegg, og útveg- aði Sól h.f. 5000 feraur í þeim tilgangi. Á myndinni má sjá heimsmetið og heimsmethafana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.