Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1986 Veitingahúsið Sigtún: Lifandi tónlist og að- staða fyrir leikhópa VERULEGAR breytingar hafa verið gerðar á skemmtistaðnum Sigtúni við Suðurlandsbraut. Komið er stórt svið í danssalinn, ætlað fyrir hljómsveitir og jafn- vel leikhópa ef þeir vildu nýta sér aðstöðuna, sagði Sigmar Pét- ursson, eigandi Sigtúns. hið stærsta í bænum, að sögn Sig- mars. Það er ætlun hans að hafa hljómsveitir á föstudagskvöldum og laugardagskvöldum og jafnvel hljómleika á fímmtudagskvöldum. Hljómsveitin Grafík mun spila í Sigtúni um næstu helgi, sagði Sig- mar Pétursson. 80 fm dansgólf er í salnum, eitt Fjölmenni var á þorrablótinu og skemmtu menn sér hið bezta. Fjör á þorrablóti í Geitagerdi, 7. febrúar. TÍÐARFAR hefur verið frekar óstöðugt síðan um áramót, sjald- an frostharka, en mikil hálka í byggð. Þrítugasta janúar brá til sunnanáttar og hlýinda og vonast menn til þess að svell á túnum minnki eitthvað, annars mun hætt við kali. Veglegt þorrablót var haldið í Végarði 31. janúar og öllum íbúum hreppsins boðið. Voru það burt- fluttir Fljótsdælingar, flestir búsett- ir á Egilsstöðum og Reyðarfírði, sem héldu gömlum sveitungum veizlu þessa. Félagsheimilið var skreytt fagurlega svo og borðin, og Morgunblaðið/Albert Vösk sveit kvenna vann að þorrablótinu ásamt Agnari Ólafssyni formanni Rauða kross deildarinnar, konurnar eru frá vinstri: Jóna Gunnarsdóttir, Guðný Þorvaldsdóttir, Jónina Sigþórsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Hjördís Garðarsdóttir og Sigriður Jónsdóttir. Fáskrúðsfj örður: Þorrablót eldri borgara Fáskrúðsfirði, 11. febrúar. Rauða kross deild Fáskrúðsfjarð- ar efndi nýlega til þorrablóts fyrir eldri borgara og voru þar saman komnir 60 manns. Þar voru skemmtiatriði sem eldra fólkið sá að mestu um og auk þess spilað og stiginn dans. Þorramatur- inn var gefinn af Verkalýðs- og sjómannafélagi Fáskrúðsfjarðar. Agnar Jónsson, formaður Rauða kross deildarinnar, stjómaði opna húsinu eins og áður, ásamt vaskri sveit kvenna. — Albert Þórarinn Bjarnason við spila- borðið. Birna Björnsdóttir (til vinstri) og Aðalbjörg Magnúsdóttir syngja gamanvísur við góðar undirtektir. Undirleikari þeirra var Pétur Jóhannesson. Végarði frumlegur söngpési við hvem disk. Konur og karlar í þjóðbúningum gengu um beina og var þorrablóts- matur fram borinn í trogum, sem gestgjafarnir afhentu við þetta tækifæri sem gjöf til félagsheimilis- ins. Meðan setið var undir borðum fór fram skemmtidagskrá á sviðinu, söngur og gamanmál. Skemmtu menn sér síðan við fjömgan dans fram undir rismál, eins og hér er venja. G.V.Þ. ■ b. .1.;;'* 11 j Þegar þú kemur meö bílinn í smurningu til okkar, færðu að sjálfsögðu fyrsta flokks alhliða smurningu. En það eru tvö atriði sem viðskiptavinum okkar hafa líkað sérstaklega vel og við viljum vekja athygli þína á. Þessi tvö atriði framkvæmum við án sérstaks aukaaialds á öllum bílum, sem við smyrjum. í fyrsta lagi smyrjum við allar hurðalamir og læsingar á bílnum. Þetta tryggir að allar hurðir og læsingar verða liðugar og auð- opnaðar, jafnvel í mestu frostum. í öðru lagi tjöruhreinsum við framrúðuna, framljósin og þurrku- blöðin. Þetta lengir endingu þurrkublaðanna og eykur útsýni og öryggi í vetrarumferðinni. Tryggðu þér fyrsta flokks smurningu með því að panta tíma í síma 21246 eða renna við á smurstöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.