Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 17
þá vígstöðu? Ég vildi gjaman hafa notið meiri skólagöngu, en hvort það hefði nægt til þess að gera mig að menntamanni er annað mál. Að bjarga slysum Hundar að slást, kýr að borða og að forða slysum, má oft sjá og heyra í fréttum blaðamanna. Það er rétt hjá Sigurði G. Tómassyni, að hann og fleiri umsjónarmenn þáttarins Daglegt mál, hafa veitt mörgum háskólamanninum kárínu vegna málfars þeirra, þar á meðal blaðamönnunum, og þeir eru (jú) skólagengnir. Við einfaldir sveita- menn sáum hunda fljúgast á, kýr éta og blessunarlega tókst okkur stundum að koma í veg fyrir slys. Þá er mikið búið að tala um málfar flugmanna, og nú þann 15. janúar sl. tók Helgi J. Halidórsson læknana heldur betur á beinið vegna málfars þeirra. Það var (sko) ekkert „geislabein“, sem hann veifaði. En latínan er víst orðin aldagömul þar og þá búin að skapa sér hefð eins og í titlunum. Titlar kaupsýslu- manna á einokunartímum Dana og fram yfir aldamót voru: Grossist, Faktor, Kontorchef, Direktör, Assistent, o.s.v. Því skyldum „við“ ekki taka þá upp? Eftir nokkrar aldir verða þeir búnir að skapa sér hefð og orðnir íslenska. Tungumál kirkjunnar manna var og er að nokkru latína. Þeir fluttu guðs- þjónustur hér áður fyrr á því máli, og ef þeir gerðu svo enn, væri það samkvæmt kenningu Sigurðar sjálfsagt talin góð og gild íslenska. Hann segir: „Mörg þessarra orða eiga margra alda feril að baki í málinu. Sum og kannski flest komu þau með tökuorðum kristninnar inn í íslensku." (Hér á hann við latnesku titlana). og saltverksmiðjur og virkjanir sem komnar eru langt fram úr orkuþörf. Með þessu gefur ríkið mörg hundr- uð milljónir árlega. Eða það nýjasta, að ætla að fara að fjárfesta í brú yfír Ölfusárós fyrir nær hálfan milljarð, þó útreikningar sýni að hún skilar engum arði hvernig sem reiknað er. Þá má minna á opin- berar byggingar sem í flestum til- fellum eru 50—100% dýrari en þær þyrftu að vera. Öll þessi mistök eiga sér stað undir leiðsögn menntamanna en hvorki sjómanna eða bænda. Af þeim tæpum 6 milljörðum sem munu fara í að greiða vexti af er- lendum lánum, eru aðeins 16% á vegum sjávarútvegs, þrátt fyrir tal greinarhöfundar um „sjávarútvegs- óráðsíu" og enn minna á vegum landbúnaðaríns. Hitt eru ýmist neysluskuldir (jafnvel bamsmeðlög) eða skuldir vegna vitlausra fjárfest- inga svo sem draumastóriðju. Árið 1982 námu lánveitingar til námsmanna 200 milljónum, en í ár er talið að þörfín sé að óbreyttu nær 2.000 milljónir. Ef þörfín fyrir lánsfé vindur upp á sig með sama hraða munu núverandi fjárlög vart hrökkva tii um næstu aldamót. Er furða þó Sverrir sé farinn að klóra sér í höfðinu. Námslán, breytinga erþörf Ég kom eitt sinn til bílasala. Viðskiptin voru dauf. Þetta lagast fljótlega, sagði hann, það á að fara að úthluta námslánunum. Þessi saga skýrir sig sjálf. Ungur maður var að læra úti í löndum. Hann átti ófríska kærustu heima á Islandi, sótti um námslán handa henni tii að læra ballett. Auðvitað fékk hún lánið. Þessi dæmi sýna að féð fer ekki alltaf þangað sem það á að fara. Eins og er fá námsmenn nátt- úrulega alla kennslu ókeypis, og svo ríflegan lífeyri í ofanálag að það nemur meiru en verkamannalaun- um. Ég segi lífeyri því engum kemur til hugar að námsmaður geti greitt þessi lán sem með vöxt- um er orðið heilt íbúðarverð að loknu löngu námi. En ef einhver vill nú vinna fyrir kaupi í sínum frítíma frá námi, er honum refsað með því að lán eru dregin samsvar- andi frá honum. Svo allt stefnir að MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUPAGUR18. EEBRÚAR 1986 17 Að tala í alvöru Engum mun detta í hug, að við getum algjörlega hafnað öllum er- lendum orðum, en hvar eiga þá mörkin að vera? Við getum heldur ekki sleppt því „að apa upp“ ýmis- legt erlent eins og oft hefur verið sagt, t.d. um það, hvemig skrifa skuli dagsetningar. Ég skrifaði þetta 1986.01.31. Það er_ sam- kvæmt alþjóða staðli, sem íslend- ingar em aðilar að og hafa þegar samþykkt að nota. Hann er tekinn upp til þess að einn skilji annan, þjóða á milli. Þama er skynsemin látin ráða en ekki væmin tilfínn- ingasemi. Sama réði með metra- kerfíð á sínum tíma, líka málfars- lega, og mundi nokkur viija leggja það niður? Og emm við illa komin með nöfnin á mánuðunum þótt varla sé hægt að kalia þau íslensk? Nei, hreint ekki. Ég sætti mig vel við latínutitlana, ef þeim em ekki gefín forréttindi og notendur þeirra setji sig ekki á of háan hest gagn- vart öðmm. Ég á þó alltaf frekar bágt með að bera fram orðið Mag- ister í fleirtölu með greini, sérstak- lega þágu- og eignafallið. En þetta aðlagast víst smátt og smátt ís- lensku málkerfí. Það er þó heldur verra með MA og MS. Ég get ekki lært að fallbeygja þau, enda nokkuð enskuskotin. Kristjáns-þáttur Arnasonar Maður er nefndur Kristján Áma- son. Hann skrifar grein í Þjóðvilj- ann 22. janúar sl. „Hugleiðing um réttarstöðu íslensku á hinum fijálsa markaði“. Hann hrteykslast talsvert á nafngiftum ýmsra fyrirtækja, s.s. Broadway, Hollywood, Southem Fried, etc. Ég tek undir það með því að námsmenn slitni úr tengslum við atvinnulífið og læri aldrei að bjarga sér á eigin spýtur. Stefnan skal tekin áfram á opinbert fram- færi og sköpuð ný embætti ef ekki em önnur tiltæk fyrir. Þetta fólk kemur svo til með að sitja í nokkurs konar fílabeinstumi, og horfa þaðan niður á óbreyttan almúgann með sem minnstu samneyti við hann. Mynda síðan með sér harðsnúna kröfuhópa, sem geta náð kverkataki á öllu athafnalífí þjóðarinnar. Þau rök em færð fyrir miklum námslánum að þau stuðli að jafnari aðstöðu nemenda til náms. Þetta er ekki nema hálfur sann- leikur. Þeir sem búa í foreldrahús- um eða á annan ódýran hátt, hjá góðhjartaðri frænku eða vinum, geta sem best (ef þeir em sparsamir og útsjónarsamir) tekið lán á 3% eða engum vöxtum, unnið í sínum frítíma einhvetja „svarta vinnu" og keypt sér ríkisskuldabréf á 9% vöxtum eða farið með aurana sína í einkabankana og fengið mikið hærri vexti. Sú breyting sem þarf að gera í þessum lánamálum er að stór- minnka iánin, því eins og allir sjá er þetta að lenda í tómri vitleysu. I stað þess að refsa námsmönn- um fyrir að vilja vinna og bjarga sér, ætti að setja skilyrði fyrir námsláni að viðkomandi nemi geti sýnt að hann hafí unnið einhveija algenga vinnu á námsárínu m.a. til að kynnast uppmna þess fjár sem hann fengi í hendur. Hluta af því fé sem þannig sparaðist mætti nota til að bæta kjör kennara þessara ungmenna. Þá væri ekki fráleit hugmynd að leigja nemendum á ódýran hátt skólabækur, í stað þess að hver nemi verði að kaupa allt dótið og henda síðan. Einnig þyrfti að veita náms- mönnum stóraukin skattfríðindi til að hvetja þá til sjálfsbjargar meðan á námi stendur. Vonandi tekst Sverri að lagfæra eitthvað af þessari vitleysu. En róð- urinn verður þungur á kosningaári, því fjandinn sækir jafnan í hálf- mótaðar sálir ungmenna. Það er hægara á að koma en af að taka. Já, ráðherra. Höfuadur er bándi að Hrauni í Ölfusi. honum. Þá tekur hann fyrir, að tímaritið Líf hafí tapað máli gegn tímaritinu Life vegna notkunar nafnsins án heimildar. Þar mun mörgum sjálfsagt hafa fundist nokkuð langt gengið og jafnvel dómurinn hæpinn, en nóg um það. Einn kost fínnur þó Kristján þan Samkvæmt dómnum ætti að vera hægt að þýða heiti allra erlendra vörumerkja, s.s. Coca Cola, Pepsi og þá sjálfsagt einnig Hi-C, Trivial Pursuit o.fl. „Það er bamaleg rök- semdafærsla" eins og Sig. G. Tóm- asson kallar það. Heitin eru óþýðan- leg og „hið alþjóðlega auðvald“ er það „býsna bíræfíð" að það mundi aldrei leyfa slíkt. Auðvaldið þekkir mannlegt eðli það vel, að það veit að hin þekktu, alþjóðlegu vörumerki geta verið algjörlega ráðandi um sölu. Engum yrði bannað hér að markaðssetja sína eigin vöru undir hvaða löglegu heiti sem væri, en mundi hún seljast, hvað sem gæðum liði? Kristján Ámason segist vera „allnokkur fijálshyggjumaður", enda heldur hann áfram: „Mér tjáð, að skóverksmiðja sem reist er á þjóðlegum grunni hafi séð sig neydda til að dulbúa framleiðslu sína með erlendu vörumerki til þess að eiga von í að selja hana á inn- lendum markaði." Þá vitum við það. Og því vaknar ein spumingin enn. Er þama komið að frumástæðu erlendu „vörumerkjanna" og að það þurfi því að dulbúa fleira með út- lendum heitum, en það sem tilheyrir fótum manna og maga, svo að það verði gjaldgengt á markaðnum? Maðurinn ber vöramerkið „Dósent". Höfundur er forstjóri Plastprents hf. Morgunblaðið/Bjami Lögregluþjónn skrifar upp bíla, sem var ólöglega lagt við Amarhól og eins og sjá má hafa þeir valdið miklum spjöllum á grasinu. Aukið eftirlit með grænu svæðunum LÖGREGLAN í Reykjavík hefur að undanfömu hert mjög eftirlit með bifreiðum sem lagt hefur verið ólöglega í borginni. Að sögn Baldvins Ottóssonar, varðstjóra þjá Umferðardeild lögreglunnar, hafa verið mikil brögð að þvi að menn leggi bilum sínum hvar sem er án tillits til þess hvar þeir era staddir. Á þetta ekki síst við um græn svæði, sem era sérstaklega við- kvæm núna vegna bleytu. Sagði Baldvin að bflar þessir hefðu valdið talsverðum spjöllum á grasblettum og yrði á næstunni tekið mjög hart á umferðarbrotum af þessu tagi. Á föstudag, óskaði gatnamála- stjóri sérstaklega eftir auknu eftir- liti með ólöglegum bflum, einkum á grasblettum, og vora margir staðnir að verki. Baldvin Ottósson sagði að i ráði hefði verið að fjar- lægja þá bíla, sem lagt hafði verið á grænu svæðin, en horfíð frá því ráði, vegna hættu á meiri spjöllum. Baldvin benti á, að við Amarhól, þar sem fjölda bfla var ólöglega lagt í gær, væri bflageymsla, sem kostaði aðeins 40 krónur yfír dag- inn. Sektir og annar kostnaður við að leggja ólöglega gæti hins vegar hlaupið á þúsundum króna, þannig að rétt væri að benda ökumönnum á að henda ekki krónunni fyrir aurinn í þessum efnum. Þwnra jwpw SKODA 130 RAPID ,¥h) EIGUM AFMÆU U FÆRD GJÖFINA! Árið 1986 markar tímamót í sögu skoda á íslandi, því nú eru liðin 40 ár f rá því fyrsti SKODA bíllinn kom til landsins. Af því ánægjulega tilefni færa SKODA verksmiðjurnar okkur íslendingum veglega afmælisgjöf: 2 ara abyrgð á öllum skoda bílum af 1986 afmælisárgeröinni. Paö var ariö 1946 sem fyrstu SKODA bilarnir komu til landsins. Siöan hafa Þeir notið sivaxandi vinsælda, sem sést best á bví aö i fjölda ára hef ur markaös- hlutfall SKODA hvergi veriö hærra i v-Evrópu en einmitt á íslandi. Þetta atriöi, ásamt þvi aö Jöfur hf. er elsti umboösaöili skoda á vestur- löndum, hefur leitt til þess aö viö höfum getað boöiö skoda bilana á besta verðinu sem þekkist í V-Evropu. Þaö er því ekki alveg aö ástæðu- lausu að okkur islendingum er færð þessi veglega afmælisgjöf. En þaö er margt fleira en gott verö og 2 ára Ábyrgð sem gera SKODA að NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600 SÍUNGT FYRIRTÆKS Á STÖÐUGRI UPPLEIÐ! bestu bílakauþunum. Littu aöeins á kostina: SKODA er sterkur Hann er vel smíöaður, úr þykku stáli og meö firnasterku lakki. Allir skoda bílar eru seldir meö 6 ára ryövamar- ábyrgö. SKODA er sparneytinn Aö jafnaöi er eyöslan aöeins rúm- lega 7 litrar/100 km og alveg niöur i 4,88 litra/100 km i sparakstri. SKODA er rúmgóöur Sætin eru vönduö og svo er billinn hár til lofts. Það fer þvi vel um þig í SKODA. skoda er þægilegur i akstri Hann er meö sjálfstæða fjöörun á öllum hjólum, aflhemla og tannstang- arstýri — svolitið sem þú færð venju- lega bara í mun dÝrari bílum. Aldrei betri bill — aldreí betra verð og nú 2 ÁRA ábyrgð i kaup- bætil JÖFUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.