Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1986 Stofnskrárbreytingar hjá EB; Þrjú ríki taka ekki þátt í undirskriftarathöfninni Stuðningsmennirnir helmingi fleiri en andstæð- ingarnir samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Danmörku um Efnahagsbandalagsins í Lúx- þeir, sem á móti eru. emburg. Danski jafnaðarmannaflokkur- Niðurstöður skoðanakönnunar, inn, sem knúði fram þjóðarat- sem birt var í Kaupmannahöfn í kvæðagreiðsluna, virðist hafa tapað gær, sýna, að stuðningsmenn stofn- fylgi vegna þessa máls, og mikill skrárbreytinganna eru helmingi klofningur ríkir um það meðal fleiri meðal danskra kjósenda en flokksmanna sjálfra. Líbanon: Hörð átök við Souk El-Gharb Briissel og Kaupmannahöfn, 17. febrúar. BÚIST er við að fulltrúar þriggja af tólf ríkjum Evrópubandalags- ins neiti að taka þátt í athöfn þeirri, sem fram fer í dag, þegar breytingar á stofnskrá banda- lagsins, hinar fyrstu frá stofnun þess 1957, verða undirritaðar. Danir bíða eftir niðurstöðum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni 27. þ.m., og ítalir og Grikkir, sem eru fylgj- andi breytingunum, vilja ekki skrifa undir, fyrr en afstaða Dana verður ljós. Getur þetta tafið fyrir gildis- töku nýja samningsins. Klofningur sá, sem kominn er upp í EB vegna fyrirhugaðra breyt- inga á stofnskrá þess, er táknrænn fyrir gang mála hjá bandalaginu. Og þó að það sé kaldhæðnislegt var það einmitt vegna þess, hversu erfiðlega hefur gengið að ná sam- stöðu um afgreiðslu ýmissa mikil- vægra málefna, sem ákveðið var á síðasta ári að freista þess að ná fram fyrmefndum stofnskrárbreyt- ingum. í dag munu utanríkisráðherrar Bretlands, Belgíu, Frakklands, Lúxemburg, írlands, Hollands, Portútgals, Spánar og Vestur- Þýskalands undirrita breytingamar við athöfn, sem fram fer í aðalstöðv- Beirút, 17. febrúar. AP. TVEIR menn féllu og um 13 særðust í dag í bardögum í Beir- út og fjöllunum í kring. Áttust þar við hermenn úr stjórnar- hernum og vopnaðar sveitir mú- hameðstrúarmanna. Harðastir vom bardagamir við fjallaþorpið Souk El-Gharb, sem kristnir menn ráða, en það stendur við mikilvæga þjóðleið. Létu drúsar sprengjunum rigna yfir bæinn en kristnir menn svömðu fyrir sig með fallbyssum og skriðdrekum. Einnig var barist við grænu línuna svoköll- uðu í Beirút en hún skiptir borginni milli trúflokkanna. Vitað var, að tveir menn höfðu fallið og 13 særst áður en samið var um vopnahlé. Líbanski stjómarherinn er nú ekki lengur til sem ein heild. Kristn- ir hermenn hafa tekið afstöðu með Gemayel, forseta, en þeir, sem játa múhameðstrú, hafa gengið fjand- mönnum hans á hönd eða bíða átekta. Hingað til hafa stjómar- hermenn þó ekki tekið mikinn þátt í átökum trúflokkanna en ef þeir gera það, er óttast, að ekki verði komist hjá allsheijarstríði í landinu. Leifar feiknlegrar hallar í Makedóníu Peila, Grikklandi, 17. febrúar. HÉR ER aðeins um grunninn að ræða, en raðir tilhöggvinna hleðslusteina og súlufóta rekja útlínur hinnar fornu hallar, sem ekki er útilokað að sé fæðingarstaður Alexanders mikla. Höllin var reist á fjórðu öld fyrir Krists burð á hæð með útsýni til hafs. Flóknar byggingamar, umgirtar súlum, vom nógu stórar til að skjóta skjólshúsi yfir stóran her manna og náðu yfir sex hekt- ara lands. „Ekkert þessu líkt hefur áður verið grafíð úr jörðu á Grikk- landi,“ segir Mairi Siganidou, grískur fomleifafræðingur, sem hóf uppgröftinn í Pella 1981. „Stærðin er ótrúleg. Þetta em leifar stærstu byggingar, sem nokkurs staðar hefur fundist.“ Þessi fornleifafundur rennir stoðum undir kenningar um að aðallinn í Makedóníu hafi lifað í vellystingum af stríðsgróða og útflutningi á timbri oggulli. Pella er þtjátíu og átta kíló- metra frá Saloníku, fyrrum höfuð- borg konungdæmisins Makedón- íu, sem náði frá Indlandi til Egyptalands þegar veldi Alexand- ers mikla stóð hæst. „Við vitum að Alexander fædd- ist í Pella 356 fyrir Krist. En það er ekki vitað fyrir víst hvort faðir Alexanders, Filippus II, reisti höllina eða Cassander, sem réði ríkjum í Makedóníu eftir að hafa myrt erfingja Alexanders," segir Siganidou. ------------------- Hraðlestrarnámskeið Viltu auðvelda þér námið og vinnuna? Viltu margfalda lestrarhraða þinn? Viltu bæta náms- og vinnutækni þína? Viltu margfalda lestur þinn á fagiu-bókmenntum? Viltu auka fritíma þinn? Bf svörin eru játandi þá skaltu drífa þig á næsta hraðlestrarnámskeið sem hefst þriðju- daginn 4. mars. Skráning á kvöldin kl. 20-22 í síma 611096. Hraðlestrarskólinn. 0DEXION Höfum ávallt fyrirliggjandi Dexion hilluefni. Pöntum eftir óskum þunga- vöruhillur, færibönd o.fl. Nýtt fyrirtoeki á traustum grunni LANDSSMIÐJAN HF. SÍMI91-20680 Þú svaiar lestrarþörf dagsins á^tóum Moggans! iiíi BEIHTFLUG ÍSÓISKINID Alls verða famar tíu ferðir til Benidorm í sumar, flogið er í beinu leigu- flugi. Gistimöguleikar eru allmargir, íbúðir eða hótel og mismunandi verð- flokkar. Páskaferð 26. marz, 2 vikur. Njótið þess að fara til Benidorm á ströndina hvítu,í ósvikna tveggja, þriggja eða fjögurra vikna sólarlandaferð á eina bestu baðströnd Spánar. Blessuð sólin skín allan daginn og það er bara ekkert notalegara en að láta hana baka sig. Gleðjið sál og líkama og kynnist götulífinu með kaffihúsum og sölubúðum. Rannsakið næturlífið: Kitlandi diskótek eða rökkvaða og rómantíska dansstaði. FERÐA.. Ce+itccd MIÐSTODIIM lccwd AÐALSTRÆTI 9 • SÍMI 28133 • REYKJAVÍK 'WW .i^„i ..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.