Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1986 13 Búum okkur til endurminmngar Nemendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ Ó muna tíð eftir Þór- arin Eldjárn. Leikmynd og bún- ingar: Jenný Guðmundsdóttir. Tónlist: Arni Harðarson. Lýsing: Ágúst Pétursson. Yfirumsjón með tæknivinnu: Ólafur Orn Thoroddsen. Leikstjóri: Kári Halldór. Lóa og Þröstur reka „minninga- fyrirtæki“, hið athyglisverðasta þarfaþing. Séu einhverjir þeir — og líkast til eru þeir margir — sem vilja fá sér nýjar minningar og skemmtilegri þurrka út hvimleiðar, sem sagt gera tilveruna bærilegri sem við hrærumst í. Því tilveran er eiginlega alltaf fortíð — fyrir utan þessar nústundir, sem eru liðnar eins og örskot og þar með orðnar að liðinni tíð. Þeir aðilar sem þurfa á þessari þjónustu að halda leita til Lóu og Þrastar. Og ef aðgerðin tekst vel skundar fólk á braut með nýjar og betri endur- minningar. Hugmynd Þórarins Eldjáms er verulega skemmtileg og honum tekst að færa hana í snjallan búning leikverks. Tilsvör eru skemmtilega klisjukennd og krydduð þekkilegum húmor höfundar. Það er vissulega gert grín að þessu öllu og ekki sízt hugmyndinni sjálfri. Og það er gert á býsna yfírvegaðan og fyndinn hátt. Mikið er um tækniútbúnað í þessari sýningu, svo að allt verði nú sannfærandi. Og er ekki annað að sjá en það hafi allt tekizt bara vel. Minningahjálmamir ekki ósvip- aðir þurrkum á hárgreiðslustofum og alls konar takkar og sveifar sem þarf að stilla eftir kúnstarinnar reglum gerir þetta ljómandi sann- færandi. Það er Kári Halldór sem stýrir leiklistamemunum sem em að út- skrifast í vor eftir fjögurra ára strangt nám. Þau virðast öll una sér prýðilega á sviðinu og gervi hvers og eins vandlega úthugsað að því er bezt verður séð. Guðbjörg Þórisdóttir sem stjómar minninga- stöðinni skilar hlut sínum vel, fram- sögn hennar var í fyrstu dálítið tilgerðarlega áreynslulaus, ef ég mætti orða það svo. Minna varð úr Þresti í meðförum Valdimars Flyg- enrings, en hlutverk Lóu skyggir töluvert á og hefur höfundi sýnilega þótt skemmtilegra að glíma við það. Gervi og framganga þeirra Aðstandendur „Ó muna tíð“. Eiríks Guðmundssonar og Skúla Gautasonar vom til fyrirmyndar og Bryndís Petra Bragadóttir og Inga Hildur Haraldsdóttir sem Spes og Rósa nutu sín ágætlega í hlutverk- um sínum og sýndu „minninga- skiptin" á liðlegan hátt. Svo vill til að ég hef ekki fyrr séð sýningu hjá þessum hópi. En betra seint en aldrei og vonandi að þau fái verkefni á sínu sviði á næstu ámm. Og að Þórarinn Eldjám spreyti sig á frekari leikritun. . Eitt lægsta rúmmetraverö í bílakaupum idag Af smábíl að vera er SEATIBIZA ótrúlega stór. Þegar verð þeirra smábíla sem eru á markaðinum eru skoðuð sést að SEATIBIZA er ekki ódýrastur - en rúmmetraverðið er eitt hið hagstæðasta sem um getur. Verðfrákr. 339.000 Sprækur, sparneytinn og framhjóladrifinn spánverji __ með vél og gírkassa frá Porche. TÖGGURHF. UMBOÐ FYFUR SAAB OG SEAT BÍLDSHÖFÐA16, SÍMAR 681530- 83104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.