Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLADIÐ.ÞRIDJUDAGUR 18. FEBRÚAR1986
XII. Reykjavíkurskákmótið
Hansen hefur ekkí trú á sigri í
mótinu þrátt fyrir góða byn’un
ÞRÁTT fyrir að danski stórmeistarinn Curt Hansen hafi unnið allar
fimm skákir sínar og tróni í efsta sæti að loknum 5 umferðum á
XII. Reykjavikurskákmótinu, þá hefur hann ekki trú á að hann
standi uppi sem sigurvegari að leikslokum. „Ég hef ekki trú á því,
en mun reyna að standa mig og vona það besta," sagði þessi geð-
þekki skákmaður. Um helgina lagði hann tvo erfiða andstæðinga
að velli - hinn þekkta landa sinn Bent Larsen og Sovétmanninn Salov.
„Það verður erfitt að glíma við
Miles, Nikolic og Seirawan. Jóhann
Hjartarson teflir vel, svo og Helgi
Óíafsson og Margeir Pétursson,"
sagði Curt Hansen, sem tefldi síðast
á Islandi á afmælismóti Skáksam-
bands íslands í fyrra og hafnaði
þá í neðsta sæti, hlaut aðeins 3 V2
vinning. Þá hét Hansen því að snúa
aftur og sanna íslendingum að hann
gæti teflt og það hefur hann gert
eftirminnilega. „Svona er skákin -
stundum gengur allt upp, stundum
ekki,“ sagði Hansen.
Góður árangur
jg Hannesar Hlífars
Segja má að 18 skákmenn berjist
um efstu sæti og meðal þeirra eru
íslendingamir Jóhann Hjartarson,
Helgi ólafsson, Margeir Pétursson,
og Guðmundur Siguijónsson, sem
allir hafa 3 ‘/2 vinning. Jón Ámason
tapaði á laugardag fyrir Salov í
jafnteflislegri skák, en hefur betri
stöðu í biðskák gegn Kristiansen,
Danmörku, og gæti náð stórmeist-
urunum að vinningum. Enginn
skákmaður hefur komið jafn ræki-
,/v lega á óvart og hinn 13 ára gamli
Hannes Hlífar Stefánsson, sem
vann báðar skákir sínar um helgina.
Á laugardag sigraði hann Kristján
Guðmundsson og á sunnudag al-
þjóðlega meistarann Sævar Bjama-
son á glæsilegan hátt. Hannes hefur
3 vinninga að loknum fímm um-
ferðum, hreint ótrúlegur árangur á
hans fyrsta alþjóðlega móti.
Ekki var laust við að Hannes
væri hneykslaður þegar blaðamað-
ur spurði hann hvort þessi árangur
kæmi honum á óvart. Nei, svo var
ekki, en honum leist „ágætlega" á
frammistöðu sína og vildi ekkert
spá um framhaldið.
■* Saga af Steingrími
Fjölmargir áhorfendur fylgdust
með skákum helgarinnar - með
Steingrím Hermannsson, forsætis-
ráðherra, í broddi fylkingar. í
ágætu mótsblaði Jóhanns Þóris
Jónssonar, er eftirfarandi saga af
Steingrími: „Fáir vita að Denni er
liðtækur skákmaður og kann ég
sögu um það: fyrir áratug var hann
í Stokkhólmi og tefldi þá nætur-
langt við kunningja sinn íslenskan.
Denni tapaði og tapaði uns dagur
rann, en aldrei fékkst hann til þess
að hætta. Þegar fyrstu geislar
morgunsólarinnar féllu á miðborðs-
reitina brá svo við að Denni hafði
sigur - og þá fannst líka Denna
komið mál að hætta."
Á laugardag vakti viðureign
Margeirs Péturssonar og Banda-
ríkjamannsins Michaels Wilder
mesta athygli, hörkuspennandi
skák fyrir áhorfendur. Margeir blés
til sóknar og Wilder reyndi gagn-
sókn en varð að lúta í lægra haldi.
„Hann tefldi vömina veikt," sagði
Margeir eftir skákina og á sunnu-
dag gerði hann jafntefli við Indó-
nesann Adianto.
Reshvesky hótaði
að fara heim
Nokkurt uppistand varð vegna
gyðingsins Samúels Reshevsky.
Hann heldur Sabbat daginn heilag-
an og var skák hans á laugardag
frestað fram yflr sólarlag. Skák-
sambandsmenn vildu að hann hæfi
leikinn við Christiansen stundvís-
lega klukkan sjö, en Reshvesky
snérist öndverður gegn því og
kvaðst þurfa lengri tíma til undir-
búnings og hæfl taflið ekki fyrr en
hálf átta. Þetta áttu menn erfltt
með að sætta sig við, enda sól löngu
sest. Reshevsky gaf sig hvergi og
hótaði að fara með næstu flugvél
vestur um haf, rétt eins og William
Lombardy hafði gert þegar hann
fékk ekki peninga fyrir bamapíu
sinni. En Daninn Kristiansen hjó á
hnútinn og settust þeir að tafli um
áttaleytið og tefldu fram á nótt og
hafði Kristiansen sigur.
Tal fórnaði til að knýja
framjafntefli
Á sunnudag vakti mesta athygli
áhorfenda viðureign Jóhanns Hjart-
arsonar og Mikhails Tal, en einnig
lögðu margir leið sína niður í kjall-
ara til þess að sjá hinn unga Hannes
Hlífar gjörsigra Sævar Bjamason.
Mörgum kunnum skákmönnum
leist ekkert á stöðu Jóhanns um
tíma - „hann er með gjörtapað,"
sögðu tveir kunnir kappar og skulu
nöfn þeirra ekki höfð hér. En Jó-
hann vissi greinilega hvað hann var
að gera, því Tal knúði fram jafn-
tefli með því að fóma hrók og þrá-
skáka. „Jóhann tefldi nákvæmt og
ég ákvað að fóma hróknum og þrá-
skáka til þess að knýja fram jafn-
tefli vegna veikleika á peðastöðu
minni," sagði Tal.
Curt Hansen frá Danmörku hefur náð öruggri forystu.
Jafntefli eftir 1 '/2 mín-
útu
Hinir erlendu skákmenn em
margir hverjir langt að komnir, en
þó enginn eins og Indónesinn Utut
Adianto, sem hefur teflt af hörku
og sýnt skemmtilega takta - er
hingað kominn til þess að tefla. Svo
er ekki um alla - á sunnudag sömdu
sovéski stórmeistarinn Geller og
bandaríski alþjóðlegi meistarinn
Zaltsman um jafntefli þegar aðeins
hálf önnur mínúta var liðin af skák-
inni. Þeir höfðu samið fyrirfram um
jaftitefli - það hlýtur að teljast hrein
móðgun við áhorfendur og lítt skilj-
anlegt hvers vegna þessir menn
leggja á sig langt ferðalag til þess
að taka þátt í skákmóti.
HH.
UM HELGINA voru fjórða og fímmta umferð tefldar á
Reykjavíkurskákmótinu á Hótel Loftleiðum. Áhorfendur
fengu mikið fyrir aurana sína, því teflt var af hörku og
spennan eykst með hverri umferð.
Fjórða umferð:
Skák umferðarinnar var hörku-
skák Margeirs við Bandaríkjamann-
inn Wilder. Bandaríkjamaðurínn
fómaði peði í byijun og fékk í
staðinn þrýsting á drottningar-
væng. Margeir svaraði með sókn á
miðborði og kóngsvæng. Wilder lék
ónákvæmt og neyddist til að fóma
drottningunni, en eftir það var
staða hans töpuð.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Wilder
Kóngsindversk vörn
Urslit um helgina
Úrslit í 4. umferð á laugardag. Úrslit í 5. umferð á sunnudag-
Bent Larsen/Curt Hansen 0-1 Valery Salov/Curt Hansen 0-1
Walter Brown/Mikhail Tal V2-V2 Anthony Miles/Nick De Firmian Bið
Róbert Byme/Predrag Nikolic V2-V2 Mikhail Tal/Jóhann Hjartarson V2-V2
JóhannHjartarson/Florin Gheorghiu V2-V2 Predrag Nikolic/Walther Browne 1-0
Jón L. Ámason/Walery Salov 0-1 Robert Byme/Anatoly Lein 1-0
Thomas Welin/Nick De Firmian 0-1 Florin Gheorghiu/Guðm. Siguijónsson V2-V2
Yasser Seiravan/Vitaly Zaltsman V2-V2 Vitaly Zaltsman/Efim Geller V2-V2
Harry Schussler/Anthony Miles 0-1 Utut Adianto/Margeir Pétursson V2-V2
Larry Christiansen/Boris Kogan V2-V2 Boris Kogan/Yasser Seirawan 0-1
Sergey Kudrin/Joel Benjamin V2-V2 Paul van der Sterren/Bent Larsen 0-1
Karl Þorsteins/Helgi Ólafsson V2-V2 Sergey Kudrin/Larry Christiansen V2-V2
Anatoly Lein/Larry A. Remlinger 1-0 Joel Benjamin/Karl Þorsteins 1-0
Efim Geller/Carsten Höi 1-0 Helgi Ólafsson/Tomas Welin 1-0
Margeir Pétursson/Michael Wilder 1-0 John W. Donaldson/Lev Alburt V2-V2
Utut Adianto/Miguel A. Quinteros 1-0 Jens Kristiansen/Jón L. Ámason bið
Guðm. Siguijónss./Björgvin Jónsson 1-0 Davíð Ólafsson/John P. Fedorowicz 0-1
Maxim Dlugy/Sævar Bjamason V2-V2 Ásgeir Þór Amason/Maxim Dlugy bið
Lev Alburt/Antti Pyhálá 1-0 Miguel A. Quinteros/Larry A. Remlinger 1-0
John P. Fedorowicz/Róbert Harðarson 1-0 Björgvin Jónsson/Harry Schiissler 0-1
SamueJ Reshevsky/Jens Kristiansen 0-1 Michaei Wilder/Ólafur Kristjánsson 1-0
Davíð Ólafsson/Gert Ligtering 1-0 Carsten Höi/Bragi Halldórsson V2-V2
Paul van der Sterren/Karl Burger 1-0 Sævar Bjamason/Hannes H. Stefánsson 0-1
Benedikt Jónasson/John W. Donaldson 0-1 Benedikt Jónasson/Samuel Reshevsky 0-1
Haukur Angantýsson/Ásgeir Þ. Ámason 0-1 Gert Ligterink/Guðm. Halldórsson 1-0
Þröstur Þórhallsson/Andrew Karklins V2-V2 Leifur Jósteinsson/Karl Dehmelt 0-1
Hans Jung/Bragi Halldórsson 0-1 Antti Pyhálá/Þröstur Þórhallsson 1/2-V2
Ólafur Kristjánsson/Jiirg Herzog 1-0 Andrew Karklins/Þorsteinn Þorsteinsson 0-1
Guðm. Haljdórss./Þorsteinn Þorsteinss. V2-V2 Róbert Harðarson/Jóhannes Ágústsson 1-0
Jóhannes Ágústss./Leifur Jósteinsson V2-V2 Karl Burger/Þröstur Ámason 1-0
Kristj. Guðmundss./Hannes H. Stefánsson 0-1 Eric Schiller/Dan Hansson 1-0
Jouni Yijola/Þröstur Ámason bið Jouni Yijola/Kristján Guðmundsson bið
Karl Dehmelt/Jón G. Viðarsson 1-0 Jiirg Herzog/Haukur Angantýsson V2-V2
Dan Hansson/Tómas Bjömsson 1-0 Haraldur Haraldsson/Hans Jung 0-1
Halldór G. Einarsson/Eric Schiller 0-1 Hilmar Karlsson/Tómas Bjömsson '/2-V2
Áskelj Ö. Kárason/Haraldur Haraldsson 0-1 Jón G. Viðarsson/Ámi Á. Ámason 1-0
Ámi Ár. Ámason/Hilmar Karlsson V2-V2 Guðm. Gíslason/Halldór G. Einarsson 1-0
Lárus Jóhannesson/Guðm. Gíslason 0-1 Lárus Jóhannesson/Áskell Öm Kárason 1-0
1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3
- Bg7, 4. e4 - d6, 5. f3 - 0-0,
6. Be3 - a6, 7. Bd3 - c5, 8.
Rge2 - Rc6, 9. Bc2 - b6, 10. d5
- Ra5, 11. Bd3 - Rd7, 12. f4 -
b5.
Bandaríkjamaðurínn er nafni
sínu trúr og teflir villt til sóknar.
Hann fómar peði til að skapa sér
færi á drottningarvæng.
13. cxb5 — axb5, 14. Bb5 — Ba6,
15. Bxa6 - Hxa6, 16. b3 - Db8,
17. 0-0 - Hb8, 18. Hbl - Hab6,
19. e5
Margeir leggur til atlögu á mið-
borðinu, enda em flestir menn
svarts komnir yfir á drottningar-
vænginn.
19. — Hb4
Eftir 19. — dxe5, 20. Ra4 opnast
taflið hvítum í hag.
20. e6 - fxe6, 21. dxe6 - Rf6,
22. Rg3 - c4, 23. f5 - cxb3, 24.
fxg6 — Rg4.
Wilder heldur að hann sé að
vinna. Betra var 24. — bxa2, 25.
Hxb4 — Hxb4 26. gxh7-i— Kxh7,
27. Rxa2 og hvítur hefur peð yflr,
en hörð barátta er framundan.
25. Rd5 - Rxe3,26. Dh5 - h6
Ekki 26. — hxg6? 27. Rxe7 mát.
27. Rxe3 - Da7, 28. Rgf5 - Rc4,
29. Khl — Dxe3
Annað er ekki að gera við hótun-
inni 30.Rxh6+ og hvftur mátar.
30. Rxe3 — Rxe3, 31. axb — Rxfl,
32. Hxf 1 — Hxb3
Svartur hefur biskup og hrók
fyrir drottninguna, en veikleikar
kóngstöðunnar og peðanna á h6 og
e7 gera út um skákina hvítum í hag.
33. g3 — He3
Eftir 33. - Hbl, 34. Hxbl -
Hxbl+, 35. Kg2 og hvítur hótar
36. Dh4 — Hb7, 37. Dc4 og svartur
ræður ekki við margvíslegar hótanir
hvíts.
34. Dh4 og svartur gafst upp.
Hann getur ekki drepið peði á e6
vegna 35. Dc4 og ef hann valdar
peðið á e7 með 35. — Hb7 kemur
36. Df4 og svartur er vamarlaus.
Jón L. Ámason lék illa af sér í
heiftarlegu tfmahraki í skák við
Salov.