Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR18. FEBRÚAR1986 EB-ráðherrar á fundi um at- vinnuleysismál Haag, Hollandi, 17. febrúar. AP. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRAR Evrópubandalagsríkjanna komu sam- an í dag í Haag í Hollandi til tveggja daga viðræðna um leiðir til að vinna bug á hinu mikla og þráláta atvinnuleysi í EB-Iöndunum. Á þessum fyrsta atvinnumáia- fundi EB á árinu verður almennt rætt um atvinnuleysismál í löndun- um 12, svo og leiðir til að fjölga atvinnutækifærum kvenna. í nýlegri skýrslu framkvæmda- nefndar EB um atvinnuástandið segir, að 12,9 milljónir manna hafi verið atvinnulausar í desembermán- uði síðastliðnum, eða 11,3% af heildarvinnuaflinu. Er það heldur lægra hlutfall en í janúarmánuði sama ár (1985), er atvinnuleysið náði hámarki — nam 11,9% vinnu- færra, en mun hærra hlutfall en í Risastór fugl lendir í hreyfli Nairóbí, 17. febrúar. AP. FLUGMENN Boeing-707-þotu Kenya Airways lentu fari sínu heilu og höldnu með eldtungur standandi aftur úr einum hreyfli. Þotan var í brottflugi frá flugvellinum í Nairóbí og hafði náð um 300 feta, eða 100 metra flughæð er hún lenti í árekstri við risastóran fugl. Fuglinn hvarf að mestu inn í einn fjögurra hreyfla þotunnar og kviknaði eldur í honum. aðalviðskiptalöndunum, Bandaríkj- unum og Japan. í Bandaríkjunum var hlutfallið t.d. 6,9% í desember síðastliðnum, þegar um 8 milljónir manna voru án atvinnu, og lækkaði það enn í jan- úar á þessu ári — niður í 6,7% — er nýjum störfum fjölgaði um hálfa milljón í kjölfar batnandi efnahags. Þó að hagvöxtur hafi verið svip- aður í EB-löndunum og í Bandaríkj- unum upp á síðkastið, hefur stöðn- un ríkt á evrópska vinnumarkaðn- um. Hefur þetta komið harðast niður á konum og ungu fólki af báðum kynjum. Ríflega þrír fjórðu hlutar atvinnulausra í EB-ríkjunum er fólk undir 25 ára aldri. í skýrslu framkvæmdanefndar- innar er atvinnuleysisvandamálið talið afleiðing vanmáttar evrópskra iðnfyrirtækja til að hasla sér völl í hátækniiðnaði í samkeppni við bandarísk og japönsk fyrirtæki. í skýrslunni er spáð 11,1% at- vinnuleysi að meðaltali í EB-ríkjun- um á þessu ári. Er það óveruleg minnkun frá árinu 1985, er atvinnu- leysið nam 11,2% að meðaltali. Framkvæmdanefndin telur, að lækkun sú, sem orðið hefur nýlega á olíuverði í heiminum, geti leitt til þess, að betri aðstæður skapist til að draga úr hinu mikla atvinnuleysi í Vestur-Evrópu en vonir stóðu áður til. AP/Símamynd Anatoly og Avital Shcharansky ræða saman í eldhúsi íbúðar sinnar í Jerúsalem. Þau munu aðeins dvelja í íbúðinni til bráðabirgða, en hafa verið þar öllum stundum frá því að Shcharansky kom til Israels fyrir viku. Kímnigáfan bjargaði mér — segir Shcharansky í viðtali Jerúsalcm, 16. febrúar. AP. SOVÉSKI andófsmaðurinn Anatoly Shcharansky sagði á sunnu- dag að kimnigáfa sín hefði verið öflugt vopn í baráttunni við sovésku leyniþjónustuna, KGB, að lifa af níu ár í fangelsi. Shcharansky, sem Sovétmenn slepptu úr haldi fyrir viku, sagði að hann hefði öðlast aukinn styrk við að narrast að kvölurum sínum þegar verst lét og henda gaman að aðferðum þeirra. I viðtali við bandarísku sjón- varpsstöðina NBC sagði Shchar- ansky að væri hann enn í Sovét- ríkjunum myndi hann bjóða þar- lendum yfirvöldum byrginn á sama hátt og áður og beijast fyrir og kímnigáfan hefði hjálpað sér auknum mannréttindum og frelsi gyðinga til að flytjast brott. Shcharansky sagði að fangavist sín hefði verið „hræðileg mar- tröð“. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hafí látið að því liggja að kúgun á andófsmönnum fari minnkandi, en því sé öfugt farið; meðferðin á Shcharansky í þrælkunarbúðunum í Úralijöllum hafi farið dagversnandi. „Skopskynið er mikilvægasta vopnið, sem þú hefur til vamar," sagði Shcharansky: „Án skop- skynsins hefði ég tapað. Mér hefði mistekist." „Stundum hlógu þessir KGB-menn með mér, en yfirleitt reiddust þeir. Og eftir því sem þeir reiddust meira, þeim mun auðveldara var þetta fýrir mig.“ Shcharansky kveðst hafa verið rúma fjögur hundruð daga í ein- angrun. Sagðist hann hafa haldið geðsmunum sínum heilum með því að syngja þjóðlög, æfa sig í hebresku og leysa skákþrautir eftir minni. Frakkar senda liðsauka til Chad París og Trípólí, 17. febrúar. AP. FRAKKAR tilkynntu í dag að þeir myndu senda liðsauka til Chad til stuðnings ríkisstjóm landsins. Kom tilkynning þessa efnis skömmu eftir að líbýsk flugvél hafði varpað sprengjum á flugvöilinn í N’djamena höfuð- borg landsins. Jana, hin opinbera fréttastofa í Líbýu, sagði frá loftárásinni. Hún sagði að flugher uppreisnarmanna bæri ábyrgð á henni og hefði árásin verið gerð til þess að hefna fyrir loftárásir franskra orustuþota á flugvöll uppreisnarmanna í norður- hluta landsins á sunnudag. Þann flugvöll byggði Líbýa fyrir upp- reisnarmenn og sagði fréttastofan að þetta væri ekki herflugvöllur, heldur hefði hann verið notaður til að taka á móti matarsendingum til fómarlamba hungursneyðarinnar í Norður-Chad. Franski vamarmálaráðherrann, Paul Quiles, þvertók fyrir að þetta gæti verið rétt og sagði flugvöllinn herflugvöll og útbúinn sem slíkan. Framsókn uppreisnarmanna virðist hafa verið stöðvuð í bili. Litlar skemmdir urðu á flugvellinum í höfuðborginni. Frakkar segja að einungis ein sprengja hafi hitt eina flugbraut vallarins og hafi verið fljótlegt að gera við hana. Duvaher synjað um landvist í Bandaríkjunum Portau Prince/Waahington, 17. febrúar. AP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur neitað hinum landflótta Jean-Claude Duvalier um landvist i Bandaríkjunum. Anita Stockman, talsmaður utan- ríkisráðuneytisins, sagði á sunnu- dag að bandarísk yfirvöld gætu ekki ábyurgst öryggi Duvaliers, fyrrum forseta Haiti. Reiðir Ha- itibúar, búsettir í Bandaríkjunum, gætu ráðist á hann og einnig yrði honum vísað aftur til Haiti vegna þess að hann hefði ekki vegabréfsá- ritun til Bandaríkjanna. Bandaríska utanríkisráðuneytið gaf út þessa yfirlýsingu eftir að kvittur komst á kreik um að Duvali- er og fjölskylda hans hefðu átt bók- að flugfar frá París til New York, en flugfarið hefði verið afpantað eftir að bandarísk yfirvöld neituðu að taka á móti honum. Fall Duvaliers var ávöxtur sam- særis, sem gert var til að koma á ringulreið á Haiti og kalla fram ofbeldisaðgerðir ríkisstjómarinnar, að því er þrír Bandaríkjamenn frá Haiti, sem vom pólitískir fangar Duvaliers mánuðum saman, segja. Hingað til hefur verið talið að mótmælaaðgerðimar, sem leiddu til þess að „Baby Doc“ Duvalier flúði land, hafi verið óskipulagðar og er vitnisburður þremenninganna fyrsta vísbending þess að þær hafi verið skipulagðar. Jacques Bemardin, George Cle- ment og Joseph Chery kveðast hafa verið handteknir í október á síðasta ári. Þá hafi þeir verið að samræma mótmæli gegn stjóm Duvaliers á Haiti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.