Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1986 v Hœttu þessu blistri-" áster b-\S . . .að hafa áhyggjur afhonum TM Fteg. U.S Pat. OTf.—all riflhts reswved «1982 Los Anoetes Tlmes Syndlcste Er þetta skemmtilegra en að heimsækja mömmu. Ég bara spyr? Nei auðvitað er ég ekki í fötum það er svo heitt í svona litlu vinnuplássi! HÖGNI HREKKVtSI // Homom -raxsr bara oel upp ! u Frá fundi nema með Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra nýlega. Efast um menningarafl menntunar Eftir að hafa hlustað á þátt í útvarpi þar sem námsfólk talaði við menntamálaráðherra er ég farinn Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 11.30, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. að stórefast um gildi skólamenntun- ar sem menningarafls. Þetta unga menntafólk virtist vera gjörsamlega slitið úr samhengi við atvinnulíf þjóðarinnar. í forystuliði stúdenta var ung stúlka sem hrópaði frekum rómi að það væru nógir peningar til sem ætti að taka af atvinnufyrir- tækjum og bönkum. Hefur hún enga hugmynd um að atvinnufyrir- tæki eru rekin með lánum og stór- tapi og bankamir riða til falls. En hver getur fullyrt að það sé þjóð- hagsleg nauðsyn að hafa upp undir 1.000 lögfræðingsefni í Háskólan- um, heilan her af bókasafnsfræð- ingum, félagsfræðingum og bók- menntafræðingum og hvað það nú heitir allt saman. Auðvitað er ekk- ert við alla þessa fræðinga að gera og þeir verða óánægðir og atvinnu- lausir. Áður fyrr þurfti menntafólk að vinna fyrir sér. Við það kynntist það almenningi og atvinnuháttum þjóðarinnar og lærði að meta gildi vinnunnar. Nú lætur þetta fólk eins og óþekkir dekurkrakkar, sem heimta og heimta allt af öðrum. Sverrir Hermannsson er alinn upp í sjávarplássi þar sem unglingar og þar með hann sjálfur hafa þurft að vinna hörðum höndum og byija að borga skatta til samfélagsins 16 ára gamlir. Það þótti mörgum hrein forréttindi að fá að ganga mennta- veginn. Það er því von að Sverrir sé furðu lostinn, yfir þeirri ótrúlegu heimtufrekju sem þetta fólk sýnir. Unga fólkið hefur best af því að vinna fyrir sér og kynnast af eigin raun atvinnuvegum þjóðarinnar og því fólki sem þar starfar. Að lokum þetta: Ég tek eindregið undir orð Bryndísar Schram sem hún viðhafði nýlega í sjónvarps- þætti: Nú er röðin komin að gamla fólkinu. Látum það hafa öll forrétt- indi um aðstoð og aðhlynningu á komandi árum. Ungt heilbrigt fólk á að setja stolt sitt í að bjarga sér sjálft. Kona Víkveiji skrifar •• Oll umú'öllun í blöðunum um skaðsemi reykinga er af hinu góða. Víkveiji þekkir engan tóbaks- mann svo harðsvíraðan að hann amist við þessum skrifum. Helst hann hósti öllu meira en venjulega og standi ögn lengur á öndinni þegar hann les lýsingamar á sjúk- dómunum sem reykingamaðurinn hamast við að soga ofan í sig með tjörunni og hinum óþverranum. Ljósið í þokunni — eða í kófinu væri kannski nær að hafa það — stafar af viðhorfum unga fólksins. Einungis einfeldningar þykjast nú menn af meiri ef þeir reykja. Fólk telst ágætlega samkvæmishæft þó það beri ekki með sér stybbuna. Reykingar eru hættar að vera „stöðutákn", einskonar þver- móðskuleg yfirlýsing táningsins í þá veru að hann telji sig nú endan- lega búinn að slíta bamsskónum. XXX Margur maðurinn sem nú er að hósta upp úr sér lifur og lung- um bytjaði ekki einungis að reykja „af fikti“ eins og það heitir: hann þóttist líka vera „karlmannlegri" fyrir bragðið og stúikan „dömu- legri“. Það er heldur svona óskemmtiiegt fyrir gamlan reykháf að mega nú játa að eiginlega hafi hann byijað að svæla af eintómri fordild, eintómum mannalátum. Ennfremur stjakaði enginn við þessu unga fólki þegar amma var ung — ekki að ráði. Abyrgir foreldr- ar hnusuðu að vísu utan í ungana sína annað slagið og brýndu fyrir þeim að láta tóbakið eiga sig. En þó ákafir bindindismenn væm treg- ir að játa það, þá vom óyggjandi sannanir um skaðsemi reykinga ekki fyrir hendi, ekki borðleggjandi að minnsta kosti. Nú er enginn maður svo mikill rati að hann viti ekki að sjúkdómar af völdum tóbaksnautnarinnar em taldir mesta heilbrigðisvandamálið á Vesturlöndum. Síðustu tölur herma að tóbakið sjái árlega fyrir allt að tveimur og hálfri milljón manna. Og hér heima hefur land- læknir komist að þeirri niðurstöðu að þessi ólyíjan bani um 300 íslend- ingum á hveiju einasta ári. XXX ér á norðurslóðum lét hún óneitanlega dálítið undarlega í eyrum, líkingin sem Jean-Claude Duvalier viðhafði um sjálfan sig ' þegar hann yar að bjástra við að sannfæra menn um að hann væri fastur í forsetasessinum á Haiti. „Hér er forsetinn," sagði hann og vék að sér í þriðju persónu eins og sönnum þjóðhöfðingja sæmdi — „Hér er forsetinn, sterkur og stinn- ur eins og aparófa." Kannski er þetta orðtæki þama í Karabíska hafinu, en svo getur svo sem líka verið að Duvalier hafi bara verið svona seinheppinn í orðavali, því að maðurinn kvað ekki stíga í vitið. Allavega er þetta með aparófuna nýstárlegt í augun\ ís- lendingsins. Aldrei mundi Stein- grímur til dæmis lýsa yfír, jafnvel í hita dagsins að hann væri sterkur og stinnur eins og kýrhali; og ef þingmaður dirfðist að hafa þau orð um hann í þingræðu, mundi hann vafalítið fá bágt fyrir hjá forsetan- um. Eina orðið með halasniði í ís- lenskunni sem Víkveiji man eftir í svipinn er raunar skammaryrði. Eins og dæmin sanna geta hérlendir menn stundum verið bölvaðir rottu- halar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.