Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJTTDAGUR18. PEBRÚAR1986
Til sölu:
Tækjabúnaður til
upptöku og vinnslu
kynningar-, heimiidar-,
sölu- og fræðslumynda.
Hentar vel stórum
fyrirtækjum, félagssamtökum,
kapalkerfúm eða litlum
tilvonandi sjónvarpsstöðvum.
Kennsla og uppsetning
tækjanna með í kaupunum.
U-matic standard upptökutæki
frá JVC ásamt vinnslutækjum
frá Panasonic.
Tækifærisverð vegna rekstrarbreytinga.
Myndun, Bolholti 6, sími 687720.
Arnór M. Magnús-
son tsafirði
Fæddur 17. október 1897
Dáinn 12. febrúar 1986
Við viijum með fáeinum orðum
kveðja elskulegan afa okkar, Amór
Magnús Magnússon, sem lést 12.
febrúar síðastliðinn og verður til
moldar borinn frá ísa§arðarkirkju
í dag, þriðjudaginn 18. febrúar.
Amór afí fæddist á ísafírði 17.
október 1897. Foreldrar hans voru
Magnús Amórsson og Júlíana
Bjamadóttir. Hann ólst upp í for-
eldrahúsum ásamt eldri bróður sfn-
um, Áma, sem lést 1973. Hann átti
eina hálfsystur sem einnig er látin.
Afí stundaði sjómennsku í flölda
ára, síðan var hann starfsmaður
Djúpbátsins hf. og vann ýmis störf
við höfnina. Hann kvæntist Krist-
jönu Sigríði Gísladóttur, Gfsla Þor-
bergssonar og Gestínu Þorláks-
dóttur, sem bjuggu á ísafírði.
Kristjana lést 13. október 1970.
Þeim hjónum varð átta bama auðið
og em þau öll á lífi nema sonur sem
dó í bemsku. Auk þess óiu þau upp
sonarson sinn. Böm þeirra afa og
ömmu «m: Þorlákur, kvæntur Jó-
hönnu Guðmundsdóttur og búa þau
í Garði; Jóhanna, gift Kristni Hjart-
arsyni og búa í Kópavogi; Hilmar,
kvæntur Hafdisi Guðmundsdóttur
og búa þau í Hafnarfirði; Magnús,
kvæntur Friðgerði Hallgrímsdóttur
og búa þau á ísafirði; Jónatan,
kvæntur Þóru Benediktsdóttur og
búa þau á ísafírði; Júlíus, kvæntur
Herdísi Gissurardóttur og búa þau
í Reykjavík; Guðbjörg, gift Þórami
Jakobssyni og búa þau f Kópavogi.
Sonarsonur þeirra Amór Magnús-
son, kvæntur Dagnýju Jónsdóttur
og búa þau á ísafírði.
Jafnvel þó afí hafí verið orðinn
aldraður og okkur ætti að vera ljóst
að kallið kæmi fyrr en síðar, er sárt
að kveðja hann. Afí var okkur
krökkunum alltaf góður og tók
okkur opnum örmum. Hann hafði
yndi af því að gleðja okkur með
því að stinga upp í okkur sælgætis-
mola er tækifæri gafst. Hann las
mikið nú síðustu árin. Hann hafði
mikla ánægju af því að ganga um
götur kaupstaðarins, hitta þar fyrir
gamla vini sína og spjalla um lífsins
gæði og nauðsynjar. Reglulegir
göngutúrar niður á höfn og um
miðbæinn voru fastur punktur í lífí
hans í mörg ár. Síðustu mánuði var
svo heilsu hans farið að hnigna og
átti hann þá erfítt með gang og
gat því ekki farið þessar hefð-
bundnu ferðir sínar um bæinn.
Síðustu árin dvaldi afí á Hlíf, sem
er bústaður aldraðra á ísafírði.
Hann kunni vel við sig á Hlff. Naut
þar góðrar umönnunar sem hann
var þakklátur fyrir, auk þess sem
hann var tíður gestur á heimilum
sona sinna og sonarsonar í bænum.
Það var enginn efí í huga afa
hvað varðar lff að loknu þessu.
Hann var þess fullviss að öllum
væru ætluð ákveðin verk á þessari
jörðu og er þeim væri lokið ferðuð-
umst við yfír á önnur svið hins óend-
anlega lffs.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við kveðja eiskulegan afa
okkar hinsta sinni. Við erum þakk-
lát fyrir að hafa fengið að kynnast
afa og fyrir allar þær stundir sem
við áttum með honum og biðjum
Guð að vera með honum á þeim
nýju brautum er hann gengur nú.
Systkinin Kristjana,
Valur, Arnór, Þóra Jóna
og Rúnar Már.
>
Léttur, Ijúfur og þéttur
Þú eyðir u.þ.b. 1/3 hluta œvi þinnar f svefn og hvíld.
Því skiptir það máli að þú veljir góðan kodda, - kodda
sem veitir höfði og hálsi nákvœmlega róttan stuðning.
Latex koddinn er hannaður til þess að mœta ítrustu
kröfum vandlátra notenda og er prýddur fjölmörgum
kostum:
• Hann er gerður úr hreinu náttúrugúmmíi, - sérstaklega
hreinlegu efni sem hrindir frá sér ryki og óhreinindum og
þolir þvott. Hann er því einnig mjög heppilegur fyrir þá
sem þjást af ofnœmi, asma og heymœði.
• 3000 rörlaga loftgót sjá um að loffið leikur um koddann
að innanverðu, - einstakt loftrœstikerfi sem tryggir
jafnframt að koddinn heldur ávallt lögun sinni, er mjúkur
og fjaðurmagnaður.
Haltu þér fastl - Verðið kemur á óvartl
Við erum með tvœr gerðir af Latex koddum:
Mýkri gerð á kr. 709.- Stífari gerð á kr.839.-
Útsölustaðir:
Hagkaupsbúðimar \
Reykjavík, Njarðvík og Akureyri ^ ^||n|0p|||Q
UOTIADÚn
GuðlaugB. Páls-
dóttir — Kveðjuorð
Sunnudaginn 9. febrúar 1986 var
fagurt vetrarveður í Bolungarvík.
Sólroði á fsiþöktum tindum, him-
inninn heiðblár og vindar stilltir.
Vestfírsku fjöllin með fegurð
sinni og tign voru því freistandi á
að ganga, enda mannverunni í blóð
borið að vilja njóta samvista við
móður náttúru um leið og notið er
þess unaðar og friðar sem kyrrðin
ein getur veitt.
Þennan dag voru örlög Guðlaug-
ar Bjargar Pálsdóttur ráðin.
Mánudaginn 10. febrúar barst
sú harmafregn um okkar litla bæ,
að Guðlaug sjúkraþjálfari væri dáin,
hefði hrapað til bana í Vindaskál í
Tunguhomi í gær — sunnudaginn
fagra. Menn setti hljóða og auð-
fundnir vom saknaðarstraumar þá
er fánar vom dregnir í hálfa stöng.
Hvers vegna er ung kona í blóma
lffs síns svo skyndilega kölluð yfir
móðuna miklu?
Hvers vegna? Þessa hefur milljón
sinnum verið spurt í aldanna rás,
en hefur einhver fengið viðhlítandi
svar?
Dvöl Guðlaugar Pálsdóttur hér í
Bolungarvík var stutt en markaði
þó djúp spor í bæjarlífíð. A skömm-
um tíma ávann hún sér traust allra
er henni kynntust, ekki síst þeirra
Birting
afmælis- og
minningar-
greina
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í sfð-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. í minningargrein-
um skal hinn látni ekki ávarp-
aður. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili. Meginregla er
að minningargreinar birtist
undir fullu höfundarnafni.
er til hennar þurftu að leita vegna
þjáifunar og leiðsagnar. Umhyggja
hennar fyrir gamla fólkinu var róm-
uð enda viðmót hennar hlýtt og
lundin sérlega ljúf.
Þótt kynni mín af Guðlaugu yrðu
ekki mikil varð mér strax ljóst að
yfír henni var heimsborgaralegur
blær. Hún unni söng- og tónlist,
var víðreist og óvenju víðsýn og
ánægjulegt að eiga við hana sam-
ræður.
Ættstofn hennar þekki ég mjög
vel, harðduglegt, traust og tilfinn-
ingaríkt fólk í þeim fagra dal Hnífs-
dal.
Sannaðist á henni að „sjaldan
fellur eplið langt frá eikinni".
Þegar Guðlaug Björg er nú til
moldar borin vil ég fyrir hönd
stjómar Sjúkrahúss Bolungarvíkur
og samferðamanna hér í Bolungar-
vík þakka henni góð kynni og
samviskusamlegaunnin störf.
Foreldrum hennar, Ólöfu og Páli,
systkinum og venslafólki öllu flyt ég
djúpar samúðarkveðjur og bið góð
an Guð að styrkja þau á erfiðun
stundum.
Bolvíkingar geyma minningu un
góða glaðværa konu er alltof fljót
hvarf á feðranna vit.
Blessuð sé minning Guðlaugai
Bjargar Pálsdóttur.
Ólafur Kristjánsson
Bolungarvík.
Jóna Marteins-
dóttir—Kveðja
Fædd 12. ágúst 1906
Dáin 11. febrúar 1986
Við eldri systumar vorum svo
lánsamar að búa í húsinu hjá Jónu
ömmu okkar fyrstu æviárin, þar var
alltaf opið hús og þar var gott að
vera. Amma var mikil listakona í
öllu verki. Hún pijónaði mikið og
heklaði og æviniega prjónaði hún
peysur og húfur á bamabömin og
gaf í afmælis- og jólagjafír. Henni
féll aldrei verk úr hendi. Amma var
mjög fróð, og var hún alltaf tilbúin
að hjálpa okkur við lærdóminn
hvort sem það var danska, landa-
fræði eða ljóð. Hún sat heilu kvöldin
og hlýddi okkur yfír. Hún var mjög
gjafmild og rausnarleg í öllum gjöf-
um. Hún hugsaði alltaf fyrst um
að gefa öðmm eða reyna að gleðja
aðra. Hún eignaðist fjögur kölluðu hana alltaf.
langömuböm sem henni þótti svo Við kveðjum elsku ömmu með
vænt um. Það var svo gott að koma söknuði ogtrega.
til hennar „löngu" eins og þau Ella, Gunna og Rósa