Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1986 ESAB Rafsuðutæki vír og fylgihlutir Nánast allttil rafsuðu. Forysta ESAB ertrygging fyrirgæðum og góðri þjónustu. Allartækni- upplýsingar eru fyrirliggjandi ísöludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SELJAVEGI 2, SiMI 24260 ESAB Bjóóum nánast allar stærðir rafmótora frá EOF í Danmörku. EOF rafmótorar eru í háum gæðaflokki og á hagkvæmu verði. Ræðið við okkur um rafmótora. = HEÐINN = SELJAVEGI 2, SÍMI 24260 Rok og rijjning — en öskudaginn varð að halda hátíðlegan á tilheyrandi hátt. Morgunbiaflia/sigurður jónsson • • Oskudagur á Selfossi: Litlar verur í skrýtnum fötum skutust fyrir horn Selfossi. 12. febrúar. ^ ÞRÁTT fyrir kalsaveður, rok og rigningu, létu krakkar það ekki aftra sér að fara i furðuföt og hengja öskupoka aftan i fólk. Fóstrur og börn á leikskól- unum Ásheimum og Glaðheim- um, og á dagheimilinu, gera sér jafnan dagamun á þessum degi. I öðrum leikskólanum, Glað- heimum, var haldinn dansleik- ur vegna þess að rigning var úti. Krakkarnir dönsuðu af hjartans lyst, klædd furðuföt- um, máluð og með grímur. Á hinum leikskólanum, Ás- heimum, lét fólk ekki veðrið aftra því að farið væri í árvissa göngu- ferð á þessum degi. Leikskóla- og dagheimilisböm þrömmuðu algölluð eftir Austurveginum, máluð í framan. Sum voru reyndar dregin í kerrum. Víða um bæinn mátti sjá litlar verur í skrýtnum fötum skjótast fyrir hom eða læða öskupoka aftan í fólk í anddyri verslana. Sig. Jóns. Málað í tilefni dagsins. Kynfræði- félag íslands stofnað KYNFRÆÐIFÉLAG íslands var stofnað í Reykjavík 9. desember sl. Undirbúningsnefnd hafði þá starfað um nokkum tíma, eftir að fjöldi fólks hafði lýst áhuga fyrir stofnun slíks félags. Félag- ið er ætlað fagfólki sem hefur menntun á sviði heilbrigðis-, fé- lags- eða sálarfræða, svo og öðmm, sem fást við kynfræðslu í starfi sínu. Markmið félagsins er að efla fræðigreinina kynfræði á íslandi og stuðla að samstarfi fagfólks, sem fæst við meðferð, kennslu eða rann- sóknir á sviði kynfræða. Á stofnfundinn komu rúmlega tuttugu manns, sálfræðingar, fé- lagsráðgjafar, læknar, hjukrunar- fræðingar, kennarar o.fl. Á fundin- um var greinargerð undirbúnings- nefndar lesin, samþykkt lög fyrir félagið og tvær tillögur til bráða- birgða, sem tengjast lögunum, samþykkt árgjald fyrir starfsárið 1985—1986 og kjörið i stjóm fé- lagsins. Stjómin hefur nú skipt með sér verkum, en Nanna K. Sigurðardótt- ir félagsráðgjafí var kjörin formað- ur. Aðrir í stjórn eru: Sigtryggur Jónsson sálfræðingur, ritari, María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðing- ur, gjaldkeri og Kjartan Magnússon krabbameinslæknir og Hope Knúts- son iðjuþjálfi. Aðalfundur félagsins verður haldinn í maí n.k. en þeir sem ganga í félagið fyrir þann tíma teljast stofnfélagar. Umsókn um aðild að félaginu berist stjóm félagsins á þar til gerðum umsóknareyðublöð- um, en þau er hægt að fá hjá stjóm- armönnum. Pósthólf félagsins er 1771-121 Reykjavík. Frá öskudagsf;agnaði í Valaskjálf. Morgunbiaaið/óiafur Egilsstaðir: Kátína á öskudegi Egrilsstöðum, 12. febrúar. ÞAÐ RÍKTI kátína meðal yngstu kynslóðarinnar hér á Egilsstöð- um í dag, öskudag. Klukkan tíu í morgun var kötturinn sleginn úr tunnunni og síðan gengið um Leiðrétting ÞAU MISTÖK urðu í myndatexta við grein Gests Ólafssonar, arki- tekts og skipulagsfræðings í Morg- unblaðinu síðastliðinn fímmtudag, að rangt var farið með nafn annars tveggja arkitekta, sem teiknuðu hringhús í Garðabæ. Arkitektamir heita Kristinn Ragnarsson og Örn Sigurðsson. Öm var sagður heita Sigurður í myndatextanum. Morg- unblaðið biðst velvirðingar og af- sökunar á þessum mistökum um leið ogþað leiðréttirþau. bæinn með söng og hvers konar glensi — og klukkan sautján hófst diskótek í Valaskjálf. Að vísu gekk naumast þrauta- laust að slá köttinn úr tunnunni — því að hún reyndist helst til ramm- gerð og þátttakendur í gamninu urðu fljótt krókloppnir í næðingn- um. En það tókst að lokum. Hvers konar höfðingjar sóttu diskótekið í Valaskjálf af búningun- um að dæma. Þar mátti greina olíu- fursta og ýmsa hefðarmenn auk almúgamanna og nokkurra vafa- samra náunga. Tómstundaráð Egilsstaðahrepps gekkst fyrir öskudagsfagnaðinum nú eins og undangengin ár. For- maður tómstundaráðs er Guðlaug Ólafsdóttir — en Kolbrún Marels- dóttir er tómstundafulltrúi Egils- staðahrepps. — Ólafur Það er ef til vill vissara að hafa lækni þar sem fyrir eru indiáni og foringi í hernum. Er ég ekki fín með nýja hattinn minn og allar þessar freknur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.