Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1986 5 Valdimar Indriðason f ormaður bankaráðs Utvegsbankans: „Höfum 5 ára aðlög- unartíma“ Bankaráðið ræðir við ráðherra áður en at- hugasemd bankaeftir- litsins verður svarað „ÞAÐ ER rétt að eigið fé bank- ans nægir ekki þegar búið er að taka tillit til hugsanlegs taps vegna Hafskips. Við munum ræða þetta við bankamálaráð- herra og svara síðan erindi bankaeftirlitsins," sagði Valdim- ar Indriðason formaður banka- ráðs Útvegsbanka íslands en eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag hefur bankaeftirlitið gert athugasemdir við að bank- inn fullnægi ekki ákvæði nýju bankalaganna um lágmark eigin fjár. Valdimar sagði að bankaráðið hefði verið á fundi í hádeginu á föstudag og þá befði borist tilkynn- ing frá bankaeftirlitinu um að eigið fé bankans fullnægði ekki kröfum nýju bankalaganna um eigið fé ásamt ósk um greinargerð frá bankaráðinu. Sagði hann að þetta bréf bankaeftirlitsins hefði borið mjög brátt að og bankaráðinu ekki gefíst tækifæri til að ræða aðgerðir vegna þess. Lagði hann áherslu á að bankamir hefðu fimm ára aðlög- unartíma að þessu ákvæði laganna. Samkvæmt lögunum má eigið fé viðskiptabankanna ekki vera lægra en 5% af niðurstöðutölum efnahags- reiknings þeirra, samkvæmt sér- stökum útreikningum. Ef bankar fullnægja því skilyrði ekki ber bankaeftirlitinu að setja í gang framkvæmd aðgerða sem lögin mæla fyrir um og endar með sliti viðkomandi banka ef málum er ekki komið í lag. Þess ber að geta að bankamir hafa fimm ára aðlögun að þessu ákvæði. Nú hefur banka- eftirlitið sett þessa framkvæmd í gang með því að kreíja bankaráð Útvegsbankans um greinargerð þar sem fram á að koma til hverra ráð- stafana það hyggst grípa. Að feng- inni þeirri greinargerð og umsögn bankaeftirlitsins á ráðherra síðan að leggja tillögur fyrir alþingi um hvemig úr skuli bætt. Lækkun fyrirfram- greiðslu: Akvörðun þarf fyrir 20. febrúar ÁKVÖRÐUN um lækkun fyrir- framgreiðslu skatta verður að liggja fyrir ekki seinna en 20. þessa mánaðar til að Gjaldheimt- an i Reykjavík geti lækkað inn- heimtu fyrirframgreiðslu um mánaðamótin. Sigurður Kristjánsson af- greiðslustjóri í Gjaldheimtunni sagði að það væri tiltölulega einfalt mál hjá Gjaldheimtunni að breyta fyrirframgreiðsluinnheimtunni, aðalvinnan lenti á fyrirtækjunum, og þyrftu þau að hafa ráðrúm til að breyta innheimtunni. Flestir launþegar eru búnir að greiða fyrstu fyrirframgreiðsluna, og sagði Sígurður að ekki væri ákveðið hvernig farið yrði með lækkun hennar, hvort hún yrði dregin frá næstu greiðslu eða jafnað á þá fjóra gjalddaga sem eftir em. við stækkum um helming (var 10 MB — er nú 20 MH) * Grænn Þar að auki getur þú valið: A. Gulan skjá B. Grænan skjá C. IBM lyklaborð D. Keytronic lyklaborð E. Auk þess er vélin grafísk kr 169.900- Við förum ekki troðnar sióðir I tölvumálum n Okkar þekking í þína þágu GÍSLI J. JOHNSEN SF. NÝBYLAVEGI 16 • P.O BOX 397 • 202 KOPAVOGUR • SÍMI 641222 SUNNUHLlÐ, AKUREYRI, SÍMI 96-25004 «r Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.