Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1986 29 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Ljósmóðir Sjúkrahús Hvammstanga vill ráða Ijósmóður til starfa frá 1. apríl 1986. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 95-1348. Sjúkrahús Hvammstanga. Bílasali Sölumaður á bílasölu óskast strax. Þarf að vera líflegur og skemmtilegur. Langur vinnu- tími. Góð laun. Þarf að byrja strax. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist auglýsingad. Mbl. sem fyrst merktar: „Bílasali —0483“. Atvinna — húsnæði Ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík óskar eftir að ráða hjón til húsvörslu, reksturs gistiheim- ilis og annara starfa. Mikil sumarvinna. Nokkurtungumálakunnátta nauðsynleg. Góð íbúðfylgir. Umsóknir merktar: „T — 0477 sendist augld. Mbl. fyrir 25. febrúar. Atvinnurekendur Mig vantar vinnu. Leita að vel launuðu krefj- andi starfi. Starfsreynsla í alhliða sölustörf- um, einnig rekstri og stjórnun minni fyrir- tækja. Vanur að vinna sjálfstætt og þurfa að taka ákvarðanir. Á gott með að umgang- ast fólk. Er stundvís og reglusamur og vanur mikilli vinnu. Góð enskukunnátta. Hef bíl til umráða. Get hafið störf strax. Meðmæii fyrir hendi. Þeir sem hafa áhuga sendi tilboð til augld Mbl. fyrir 25. febrúar 1986 merkt: „Vinna —8113“. Hjúkrunarfræðingar Á Sjúkrahúsi Skagfirðinga eru eftirtaldar stöður lausar til umsóknar nú þegar. Staða hjúkrunardeildarstjóra á nýrri 28 rúma hjúkrunardeild. Æskilegt að viðkom- andi hafi sérnám eða starfsreynslu í öldr- unarhjúkrun og geti hafið störf sem fyrst. Stöður hjúkrunarfræðinga á sömu deild. Skriflegar umsóknir sendist til skrifstofu hjúkrunarforstjóra fyrir 1. mars 1986. Allar nánari upplýsingar um launakjör, hús- næði og annað veitir hjúkrunarforstjóri í síma 95-5270. Stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga. Atvinna og húsnæði í boði Góð kona óskast til að annast gamla konu og heimili hennar í Reykjavík. Tilvalið fyrir einhleypa konu eða eldri hjón. í boði er hús- næði og gott kaup. Þeir sem kynnu að hafa áhuga eru beðnir að leita upplýsinga í síma 99-8143. Framtíðarvinna Maður óskast í ábyrgðarstarf við þjónustu- fyrirtæki í miðþorginni. Umsóknir með uppl. sendist augl.deild Mbl. fyrir 22. febrúar 1986 merktar: „Framtíð — 0124“. Afgreiðslustarf Starfskraft vantar til afgreiðslustarfa í hljóm- plötuverslun. Vinnutími frá kl. 13.00-18.00. Áhugi og þekking á músík ásamt kunnáttu í nótnalestri áskilin. Aldur 25-35. Umsóknir sendist auglýsingadeild Morgun- blaðsins merktar: „H — 0236“. Atvinna óskast 23 ára stúlka með stúdentspróf frá M.A. óskar eftir vinnu fyrri hluta dags. Hef góða reynslu í afgreiðslustörfum og einnig nokkra reynslu í útstillingum. Upplýsingar ís: 621847næstu daga. Innheimtustjóri Fyrirtækið er eitt af stærri innflutningsfyrir- tækjum landsins. Starfið felst í yfirumsjón með innheimtu úti- standandi skulda. Hæfniskröfur eru að viðkomandi hafi reynslu af almennum skrifstofustörfum, sé ákveðinn, samviskusamurog heiðarlegur. Vinnutimi er frá kl. 08.30-17.00 fjóra daga vikunnar en frá kl. 08.00-17.00 föstudaga. Mötuneyti erá staðnum. Umsóknarfrestur er til 21. febrúar nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 09.00-15.00. Afleysinga- og rádningaþiónusta Liósauki hf. Skólavordustiq 1a - 101 Reyk/avik - Simi 621355 m BÁTAIÓN Símar 50520 — 52015 Vantar starfsfólk Viljum ráða nú þegar bæði faglært og ófag- lært fólk, karla og konur við járnsmíði, tré- smíði og plastvinnu. Upplýsingar í síma 52015. Bátalón — Bátagerðin Samtak. raðauglýsingar — raöaugiýsingar — raðauglýsingar | húsnædi / boói j Verslunarhúsnæði 112fm og 125 fm Til leigu er í austurborginni á góðum stað í mjög vönduðu nýju húsi, skrifstofuhúsnæði, sem verður afhent í eftirfarandi ástandi og með eftirfarandi skilmálum: 1. Húsið er nýtt og hannað sem verslunar- og skrifstofuhús. 2. Sameign inni verður mjög vönduð. 3. Lóðin er hönnuð af landslagsarkitekt og verður fullfrágengin með nægum bíla- stæðum og gróðri. 4. Húsnæðið verður afhent strax, tilbúið undir málningu. 5. Leigutaki byrjar að greiða leigu 1. maí 1986. 6. Engin fyrirframgreiðsla á leigu. Mögulegt er að skipta ofangreindu húsnæði ítværeiningar. Hér er um sérstakt tækifæri að ræða vegna tvenns. í fyrsta lagi er frágangur allur sér- staklega vandaður. I öðru lagi er húsið hannað sem verlunar- og skrifstofuhús, en ekki iðn- aðarhús, sem síðar hefur verið breytt í versl- unarhús með þeim göllum, sem því fylgja. Sala getur komið til greina. Upplýsingar um ofangreint húsnæði verða veittar í síma 31965 milli kl. 9 og 12 fyrir hádegi næstu daga. Skrifstofuhúsnæði 135 fm Til leigu er í austurborginni á góðum stað í mjög vönduðu nýju húsi, skrifstofuhúsnæði, sem verður afhent í eftirfarandi ástandi og með eftirfarandi skilmálum: 1. Húsið er nýtt og hannað sem skrifstofu- hús. 2. Sameign inni verður mjög vönduð. 3. Lóðin er hönnuð af landslagsarkitekt og verður fullfrágengin með nægum bíla- stæðum og gróðri. 4. Húsnæðið verður afhent innréttað að hluta utan um þarfir hvers leigutaka, þ.e. fullfrágenginn gangur inni á hæð með salernum, fullfrágengið stigahús og hólfað af fyrir þarfir hvers. 5. Leigutaki fær húsnæðið afhent 28. febr- úar 1986. 6. Leigutaki byrjar að greiða leigu 1. maí 1986. 7. Enginfyrirframgreiðsla á leigu. Mögulegt er að skipta ofangreindu húsnæði ítværeiningar. Hér er um sérstakt tækifæri að ræða vegna tvenns. í fyrsta lagi er frágangur allur sér- staklega vandaður. í öðru lagi er húsið hannað sem skrifstofuhús, en ekki iðnaðar- hús, sem síðar hefur verið breytt í skrifstofu- hús með þeim göllum, sem því fylgja. Upplýsingar um ofangreint húsnæði verða veittar í síma 31965 milli kl. 9 og 12 fyrir hádegi næstu daga. Kosning um áfengis- útsölu í Hafnarfirði 22. febrúar 1986 Kosning hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 20.00. Kosið verður í Lækjarskóla og Víðistaða- skóla. Kjósendur skiptast á kjörstaði og í kjördeildir eftir heimilisfangi miðað við 1. desember 1985, sem hér greinir: Lækjarskóli: (íbúar sunnan Reykjavíkurv.) 1. Kjördeild: Álfaskeið — Brattakinn og óstaðsettir íbúar. 2. Kjördeild: Brekkugata — Hringbraut. 3. Kjördeild: Hvaleyrarbraut — Mjósund. 4. Kjördeild: Móabarð — Suðurbraut. 5. Kjördeild: Suðurgata — Öldutún og óstað- sett hús. Víðistaðaskóli: (íbúar við Reykjavíkurveg og norðan hans og vestan) 6. Kjördeild: Blómvangur — Hjallabraut 1 -17. 7. Kjördeild: Hjallabraut 19-96 — Miðvangur. 8. Kjördeild: Norðurvangur — Þrúðvangur og óstaðsett hús. Kjörstjórn hefur aðsetur í kennarastofu Lækjarskóla. Utankjörstaðákosning verður virka daga nema laugardaga frá kl. 09.30 til 16.00 á bæjarskrifstofunum, Strandgötu 6, 2. hæð. Kjörstjórn Hafnarfjarðar: Sveinn Þórðarson (oddviti), Gísli Jónsson, Jón Ó. Bjarnason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.