Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 48
EITT KORT ALLS Stt&AR
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Morgunblaðið/RAX
Samningamenn ræðast við í húsakynnum Vinnuveitendasambandsins i gær, talið frá vinstri: Óskar Vigfússon, Magnús Gunnarsson, Guð-
mundur Þ. Jónsson, Magnús L. Sveinsson, Agúst Geirsson og Björn Björnsson.
Þungt hljóð í samningamönnum:
Boðað til verkfalla
upp úr næstu helgi
— komist ekki verulegur skriður á samningaviðræðurnar
SVARTSÝNI gætir nú í röðum samningamanna launþegasam-
takanna, atvinnurekenda og ríkisvalds. Er helst að heyra að
búast megi við boðun verkfalla aðildarfélaga ASÍ upp úr
næstu helgi hafi samningar ekki tekist. Forystumenn ASÍ
telja víst eftir fimdi forystumannanna með stjórnum og trún-
aðarmönnum I öllum landshlutum um helgina, að verkalýðs-
félög um allt land muni bregðast fljótt við og afla sér verk-
fallsheimilda í þessari viku. Nokkur félög hafa þegar aflað
sér verkfallsheimilda.
Innbrotafaraldur
um helgina:
Liðlega 300
þúsund kr.
stolið á
bensínsölu
Shell
Starfsmönnum bensínsölu
Skeljungs í Garðabæ brá í
brún þegar þeir mættu til
vinnu laust fyrir klukkan hálf
átta í gærmorgun — i reyk-
mettuðu lofti fundu þeir volg-
an slípirokk, sem þjófar höfðu
notað til að ná lömum af pen-
ingaskáp. Þjófarnir höfðu
ekki gripið í tómt — þeir
komust undan með liðlega þrjú
hundruð þúsund krónur. Svo
virðist sem þeir hafi forðað
sér í miklum flýti, því þeir
skildu tæki og tól eftir; mikla
sleggju og slípirokkinn en
hvort tveggja var stolið.
Mikil innbrotaalda reið yfir um
helgina. Lögreglumenn Rann-
sóknarlögreglu ríkisins voru kail-
aðir út 40 sinnum. Brotist var inn
í fjóra skóla á höfuðborgarsvæð-
inu. Mikil skemmdarverk unnin í
Valhúsaskóla og Öskjuhlíðar-
skóla, en einnig var brotist inn í
Hjallaskóla í Kópavogi og Öldu-
túnsskóla í Hafnarfírði. Þá var
farið inn í Fossvogskirkju, en engu
stolið. „Ég man ekki eftir annarri
eins helgi í langan tíma,“ sagði
Helgi Daníelsson, yfírlögreglu-
þjónn RLR, í samtali við Morgun-
blaðið.
Þrír piltar — 14, 15 og 16 ára
gamlir voru handteknir í Hvera-
gerði á stolnum bíl. Þeir hafa játað
á sig um 20 innbrot frá því á
fimmtudag og stolið fjórum bílum.
Þá voru tveir 16 ára piltar hand-
teknir vestur á Seltjamamesi eftir
að hafa stolið 10 daga gamalli
bifreið og stórskemmt.
Brotist var inn í íbúð í Reykja-
vík og þvottavél stolið. Þá var um
20 þúsund krónum stolið þegar
farið var inn í spilasalinn Tralla
á Skúlagötu.
Samningafundir ASÍ og
VSÍ/VMS lágu niðri um helgina
vegna fundahalda forystumanna
verkalýðsfélaganna en fundur
hófst kl. 17 í gær. Eftir matarhlé
átti að halda fundinum áfram kl.
22 í gærkvöld. Ekki var búist við
að til tíðinda drægi eða að ný tilboð
yrðu sett fram. Af hálfu verkalýðs-
hreyfingarinnar er beðið nýs til-
boðs atvinnurekenda, sem ekki
telja vera grundvöll til að bæta í
það boð, sem sett var fram í fýrri
viku. „Við getum einfaldlega ekki
boðið þeim það, sem þeir vilja -
ef það á að halda," sagði einn
talsmanna vinnuveitenda og for-
ystumaður í verkalýðshreyfingunni
sagði: „Það er tilgangslaust að
sitja lon og don í Garðastrætinu
yfir engu. Ef það verður ekki
komin hreyfing á þetta um næstu
helgi hljótum við að fara að boða
til vinnustöðvana."
Samningamenn BSRB og fjár-
málaráðuneytisins sátu á látlaus-
um fundum alla helgina og í gær
en lítið miðaði um stærstu ágrein-
ingsefnin. Á sunnudagskvöldið
setti samninganefnd ríkisins fram
endurbætta hugmynd um kaup-
tryggi ngarák væði væntanlegs
samnings. Henni var umsvifalítið
hafnað. Tillagan gerir ráð fyrir,
að hækki vísitala framfærslukostn-
aðar meira en eitt prósent umfram
hækkun meðallauna BSRB-félaga
1. júní og 1. október, þá hækki
laun um eitt prósent frá náestu
mánaðamótum á eftir. Jafnframt
yrði samningurinn uppsegjanlegur
með viku fyrirvara. Af hálfu BSRB
hefur verið krafist þriggja áfanga-
hækkana á árinu auk launahækk-
unar við undirskrift samnings og
gerð krafa um að laun hækki til
jafns við framfærsluvísitöluna.
Sömuleiðis gerir BSRB kröfu um
að launastigi BHM verði færður
yfír á BSRB-félaga þar sem það á
við, eins og það er orðað. Samtökin
hafa enn ekki sett fram tillögur
sínar um beinar launahækkanir.
„Ég er ekki bjartsýnn eins og
nú er ástatt," sagði Kristján
Thorlacius, formaður BSRB, í
samtali við blm. Morgunblaðsins í
gær. „Það er augljóst að ríkið
verður að taka sig á og bjóða
betur. Það er til dæmis grundvall-
arskilyrði, að ríkisstjómin sann-
færi menn um að hún trúi sjálf á
yfirlýsingar sínar um ráðstafanir
í efnahagsmálum með því að fallast
á verðtryggingarákvæðin. Standist
áætlanir ríkisstjómarinnar þarf
aldrei að reyna á þau.“
Formaður BSRB sagðist óttast
„upplausn og skæruhemað“ ein-
stakra félaga ef ekki gengi saman
með deiluaðilum á næstu dögum.
„Sverrir Hermannsson mennta-
málaráðherra hefur vísað veginn í
þeim efnum," sagði Kristján, „með
því að lýsa yfír í útvarpi fyrir
skömmu að tilteknir hópar- færu
rétt að með skæruhemaði sínum.“
Rey ðarfj ör ður:
Síld söltuð
í samvinnu
við breskt
fyrirtæki
Reyðarfirði, 17. febrúar.
LAUGARDAGINN 15. fe-
brúar veiddist síld hér við
bæjardyrnar. Það var loðnu-
báturinn Magnús frá Nes-
kaupstað, sem veiddi tæp 140
tonn af góðri síld. 70% fóru
í fyrsta flokk en 30% í annan
flokk.
SHdinni var dælt úr nótinni
beint á bíla og má segja að hún
hafi komið spriklandi inn á
færiböndin í söltunarstöðinni
Verktakar hf. Þessi sfld var
söltuð fyrir fyrirtækið Burton
Ltd. í Yarmouth á Englandi.
Þetta fyrirtæki er að gera til-
raun með Verktökum hf. hér á
Reyðarfírði. Verktakar rúnn-
salta sfldina og síðan er hún
send til Englands í reykingu
fyrir markað í Miðjarðarhafs-
löndum, einkum til ftalíu, Grikk-
lands og Egyptalands.
— Gréta
Smygl fannst í Óskari Halldórssyni á Eskifirði:
Uppistand vegna veru
breskra kvenna um borð
NOKKURT uppistond varð á höfnínni á Eskifirði síðdegis í gær,
þegar fiskibáturinn Óskar Halldórsson lagðist þar að bryggju.
Hann var að koma úr söluferð frá Hull í Bretlandi. Tollverðir,
bæði frá Eskifirði og Reykjavík, voru í viðbragðsstöðu, ekki síst
vegna þess að spurst hafði að um borð væru þijár breskar konur,
sem grunur lék á að uppfylltu ekki nauðsynleg skilyrði fyrir
landgöngu.
Sá grunur reyndist þó ekki á
rökum reistur. Konumar, sem eru
á aldrinum 18—20 ára, höfðu í
fórum sínum gild vegabréf, og
voru komnar í þeim erindum að
njóta nokkurra frídaga í Reykja-
vík með hluta áhafnarinnar. Við
leit í skipinu fundust hins vegar
26 kassar af bjór og fáeinar flösk-
ur af brenndu víni. Voru veigamar
gerðar upptækar.
Samkvæmt reglum útlendinga-
eftirlitsins komast ferðamenn
ekki inn í landið nema tryggt sé
að þeir eigi fyrir fargjaldi til síns
heima aftur. Er það til að firra
íslenska ríkið hugsanlegum kostn-
aði af því að skila heim slippum
og snauðum ferðamönnum. Að
sögn Georgs Halldórssonar,
starfsmanns sýslumannsskrifstof-
unnar á Eskifírði, höfðu stúlkum-
ar ekki fest kaup á flugmiða aftur
til Bretlands. Útgerð skipsins
gekk hins vegar í ábyrgð fyrir
konumar — kvaðst myndu tryggja
að þær færu heim á eigin kostnað
eða útgerðarinnar ella. Hug-
myndin mun vera, samkvæmt
upplýsingum Georgs, að þær sigli
aftur utan með Óskari Halldórs-
syni þegar fríinu í Reykjavík lýkur
og skipið heldur í næstu veiðiferð.
Óskar Halldórsson seldi 71 tonn
af blönduðum afla í Hull og fékk
að meðaltali 52 krónur fyrir kiló
grammið.