Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR1986 21 Veður víða um heim Lœgst Hœst Akureyri 0 hálfskýjað Amsterdam +6 +1 skýjað Aþena 10 16 heiðskirt Barcelona vantar Berlin +7 +3 skýjað Briissel +8 2 heiðskirt Chicago +3 +2 rlgning Dublin +2 1 skýjað Feneyjar 0 slydda Frankfurt +4 2 skýjað Genf 0 4 skýjað Helsinki +11 +4 heiðskfrt Hong Kong 11 16 skýjað Jerúsalem 7 14 skýjað Kaupmannah. +6 1 skýjað Las Palmas 20 skýjað Lissabon 8 12 rigning London 0 1 skýjað Los Angeles 16 20 skýjað Lúxemborg +1 mistur Malaga vantar Mallorca vantar Miami 16 24 skýjað Montreal +18 +6 skýjað Moskva +13 +6 heiðskirt NewYork +5 0 skýjað Osló +13 +6 skýjað Parfs +1 6 skýjað Peking +5 0 snjókoma Reykjavfk 1 skýjað Rió de Janeiro 18 36 skýjað Rómaborg 6 10 skýjað Stokkhólmur +12 +6 skýjað Sydney 17 27 heiðskfrt Tókýó +1 9 heiðskirt Vinarborg +6 2 skýjað Þórshöfn 3 skýjað GENCI GJALDMIÐLA London, 17. febrúar. AP. Bandaríkjadollar féll áfram gagnvart öllum helstu gjald- miðlum nema kanadadollar. Gull- verð hækkaði nokkuð. Er gjald- eyrismarkaðir lokuðu í dag kost- aði sterlingspundið 1.41975 doll- ara en kostaði 1.41725 síðdegis á föstudag. Annars vargengi dollarans þann- ig að fyrir hann fengust: 2.3410 vestur-þýsk mörk (2.3475) 1.9485 svissneskir frankar (1.9510) 7.1875 franskir frankar (7.2225) 2.6435 hollensk gyllini (2.6530) 1.592.75 ítalskar lírur (1.597.00) 1.39555 kanadískir dollarar (1.39475) og 180.75 japönskjen (182.30). Norður-Irland: Jarð- sprengja slasar hermann Belfast, 17. febrúar. AP. ÍRSKI lýðveldisherinn hefur lýst ábyrgð á hendur sér vegna jarð- sprengju sem slasaði breskan hermannan alvarlega á mánu- dag. Að sögn lögreglu sprakk sprengjan þegar her- og lög- reglumenn voru saman á eftir- litsferð á Monog-vegi við þorpið Crossmaglen sem er i grennd við landamæri írska lýðveldisins. Lögreglan vinnur nú að rannsókn á leifum sprengjunnar og rannsakar hvort hún hafí verið fjarstýrð. Sprengjan sprakk á svipuðum slóð- um og skotið var að öryggissveitum fyrir um það bil mánuði. Tilbúin íslaginn Ar-simamyna Lögreglukona, klædd öryggisbúningi óeirðalögreglunnar, stend- ur vörð ásamt fjölda annarra lögreglumanna fyrir utan prent- smiðju Ruperts Murdoh’s í Wapping i London. Verkfallsverðir reyndu að stöðva dreifingu tveggja blaða Murdochs á laugar- dag, News of the World og Sunday Times. Tvö félög prentara eiga i deilum við Murdoch vegna uppsagna hjá fyrirtæki hans. Museveni sendir full- trúa til Norð- ur-Uganda Kampala, Uganda, 17. febrúar. AP. YOWERI Museveni Ugandafor- seti hefur sent fulltrúa sína til Norður-Uganda til að reyna að komast að samkomulagi við her- menn fyrverandi stjórnvalda í landinu og komast hjá blóðugum átökum, að sögn sendiráðs- manna. Sendimennirnir eiga að halda fundi með borgaralegum valdsmönnum og leiðtogum hers- ins í norðurhéruðum landsins og reyna að komast að friðsamlegu samkomulagi. Andspymuher Musevenis náði völdum í Uganda 25. janúar sl. eftir fímm ára baráttu og er nú einráður í suðurhluta landsins. Nokkur þús- und hermenn úr hinni útlægu sjóm Uganda hafa nú safnast saman í norðurhluta landsins þar sem stjóm Musevenis hefur takmörkuð völd. Kirsten Th. Sa Machado í Portúgal: „Forsetatíð Mario Soares mun án efa einkennast af reisn og virðuleika“ „VIÐBRÖGÐ manna hér í Portúgal við niðurstöðum forsetakosninganna miðast auðvitað við það, hvorn frambjóðandann þeir studdu," sagði Kirsten Thorberg Sa Machado í Lissabon, í símtali við Morgun- blaðið í dag, mánudag. Hún sagði að Mario Soares hefði komið fram opinberlega skömmu eftir að mótframbjóðandi hans, Freitas do Amaral, hefði lýst yfir ósigri sínum og óskað Soares til hamingju. Þar hefði Soares lýst yfir því að hann myndi leggja sig fram um að hafa góða samvinnu við þing og stjórn og hann liti á sig sem forseta allra Portúgala, hvort sem þeir veittu honum atkvæði sitt eða ekki í kosn- ingunum. „Mario Soares er virtur og reyndur stjóm- málamaður og án efa mun forsetatíð hans einkennast af reisn og virðuleika," sagði Kirsten. Hún bætti við að kjósendur Freitas do Amaral teldu að kjörtímabil Soares myndi varla verða tímaskeið breytinga og þeirra framfara sem fylgismenn do Amaral hefðu vænzt hefði þeirra maður hlotið kosningu. Kirsten sagði, að það hefði legið fýrir að mjótt yrði á mununum, eftir að Soares fékk stuðning Kommúnistaflokksins og Lýðræðis- lega endumýjunarflokksins og fleiri vinstri afla. Virtur framkvæmdastjóri ritsins Semin- ario, Marcellode Sousa, sem er valdamikill innan Sósíaldemókrataflokksins, hefði stað- hæft þegar úrslit lágu fyrir, að það væm kommúnistar sem hefðu unnið í þessum kosn- ingum, enda hefði Soares ekki náð kjöri ef stuðningur þeirra hefði ekki komið til. Kirsten sagði að ekkert benti þó til að Mario Soares hefði beðið Alvaro Cunhal, formann Kommún- istaflokksins, um stuðning og ekki væri til þess vitað að kommúnistum hefði verið lofað neinu fyrir vikið. Hún sagði að blaðamenn hefðu sérstaklega innt Soares eftir þessu og Cunhal sömuleiðis og fengið þessi svör. „Það er svo í sjálfu sér merkilegt að fram- bjóðandi sem telst hægri- eða miðjumaður skuli fá allt að því fímmtíu prósent atkvæða eins og do Amaral fékk,“ sagði Kirsten. „Það hefði verið óhugsandi fyrir örfáum árum.“ Hún sagði að meirihluti ungs fólks virtist hafa stutt do Amaral en eldra fólk kosið Soares að miklum meirihluta. Mario Soares tekur við embættinu innan skamms. Eanes forseti og fjölskylda hans hafa verið að undirbúa sérstakt safn í höllinni fyrir gjafír sem þeim hafa borizt í forsetatíð Eanes. Soares hefur tilkynnt að hann og fjölskylda hans muni ekki flytja búferlum í Belem-höll, heldur verða áfram í íbúð sinni í Campo Grande, ekki ýkja langt frá flugvellin- um við Lissabon. Þau munu hins vegar nota Belem-höll fyrir opinberar móttökur og fundi. Maria Soares er skólastjóri grunn- og fram- haldsskóla í grennd við heimili þeirra og er ekki vitað hvort hún heldur því starfi áfram. „Það munu áreiðanlega ekki verða nein sárindi þrátt fyrir þessi úrslit," sagði Kirsten. „Mario Soares er mikill diplómat og nýtur almennra vinsælda og Portúgalir sameinast ugglaust um hann þótt ekki hafí nema liðlega helmingur kosið hann nú.“ Kirsten sagði að menn vonuðu eindregið að Soares tækist að hafa betra samstarf við forsvarsmenn ríkis- stjóma en raunin hefði verið hjá Eanes. Hún sagði að Cacavo da Silva forsætisráðherra hefði tekið fram er hann óskaði Soares til hamingju að hann vonaðist til að hinn nýi forseti stæði við það loforð sem hann gaf í kosningabaráttunni að leyfa lýðræðislega kjömum ríkisstjómum að starfa í friði og án stöðugra afskipta frá forseta. Texti: Jóhanna Krístjónsdóttir 1007. MEIRI LÝSING OSRAM HALOGEN perur lýsa 100/.meira en venjulegar perur og endast tvöfalt lengur. OSRAM fæst á bensínstöðvum Hinn velupplýsti maður AOH A IIII er með peruna í lagi w O ll/A IVI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.