Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1986 Indland: Óeirðir og átök milli trú- flokka Nýju Delhí, 17. febrúar. AP. HINDÚI og kunnur maður í Kongressflokknum í Punjab var í dag skotinn til bana. Voru sík- har þar að verki og er þetta annar maðurinn, sem þeir drepa á tveimur dögum. Að sögn lögreglunnar komu þrír ungir menn inn í verslun í bænum Tam Taran og skutu þar til bana Gian Chand, starfsmann Kongress- flokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í bænum. Flúðu mennimir síðan af hólmi og höfðu ekki náðst þegar síðast fréttist. í gær, sunnudag, var myrtur af leiðtogum öfgafullra samtaka hindúa myrtur en sagt er, að það sé efst á blaði hjá þeim að beija á síkhum. Það er ekki aðeins að grunnt sé á því góða með síkhum og hindúum, heldur hefur einnig komið til átaka með hindúum og múhameðstrúar- mönnum. Var það upphafið, að gamalt hof, sem múhameðstrúar- menn hafa lengi notað átölulaust, var af þeim tekið og afhent hindú- um. Kom þá til óeirða og hafa a.m.k. fjórir menn látið lífið í þeim. Framganga skipsljór- ans verður rannsökuð Wellington, Nýja Sjálandi, 17. febrúar. SOVÉSKT skemmtiferðaskip með 739 manns innanborðs sökk í dag við Nýja Sjáland. Tókst að bjarga öllum far- þegunum en eins skipverja er saknað. Er haft eftir tveimur nýsjálenskum skipstjórum, að framferði Sovétmannanna, yfirmanna skipsins, hafi verið mjög undarlegt svo ekki sé meira sagt og annað en venju- AP. lega er ætlast til af þeim, sem ábyrgð bera á skipi og fólki. Sovéska skipið Mikhail Lerm- ontov, sem er 20.000 tonn, var í gær á leið norður Marlborough- sund þegar það tók niðri á skeij- um og kom þá mikið gat á síðu skipsins og vélamar stöðvuðust. Sendi þá skipstjórinn út neyðar- ka.ll en þegar fyrsta skipið kom á vettvang tilkynnti skipstjórinn, að engrar aðstoðar væri þörf. Var þá skipið að sökkva og verið að koma farþegum í björgunarbát- ana. Eftir að Mikhail Lermontov tók niðri rak það í átt til hafnarinnar í Port Gore og var skipstjórinn að vona, að það ræki þar upp, en skipið rak aftur frá og sökk loks á 30 metra dýpi. David Lange, forsætisráðherra Nýja Sjálands, hefur fagnað björgun fólksins en hann skýrði jafnframt frá því, að nefnd yrði skipuð til að kanna hvort skipstjórinn á Mikhail Lerm- ontov hefði gerst sekur um van- rækslu í starfí. Öllum farþegunum, 409 að tölu, tókst að bjarga eins og fyrr sagði en saknað er eins sovésks sjómanns úr áhöfninni, sem taldi 330 manns. Talið er, að hann hafí lokast inni í skipinu þegar það sökk. Ferdinand Marcos á fréttamannafundi: „Ég er forsetínn. Þeir geta ekki hrakið mig úr embættí“ Manilla, 17. febrúar. Frá fréttaritara Morgunblaösins, Önnu Bjamadóttur. FERDINAND Marcos, forseti Filippseyja, segist ætla að gegna embætti næstu sex árin. Hann boðaði fréttamenn til fundar í Manacananghöll síðdegis á sunnu- dag. Samtímis ávarpaði Corazon Aquino, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hundruð þúsunda sem söfnuðust saman í miðborg Manilla til að hlýða á hana. Marcos sagði að hundrað þúsund manns væru á fundinum. „Fólk kemur saman í mið- borginni á hverjum sunnudegi til að hlýða á músík,“ sagði hann um fund Aquino. Marcos leit heldur illa út og svaraði lýðræði ríktu þar til maður hennar setti á seinlega spumingum. Hann sagðist ekki herlögin árið 1972. Imelda virtist óróleg heyra alveg nógu vel og eiga erfítt um og röddin titraði, þegar hún var spurð um mál, því að einhver hefði óvart slegið hann í eyrað nóttina áður í fagnaðarlátum í höllinni, þegar hann var úrskurðaður sigur- vegari. Meirihluti þingsins flýtti úrskurðin- um og birti hann á laugardagskvöld. Marcos kallaði tvo leiðtoga þingsins til sín þá um kvöldið og er talið, að hann hafí skipað þeim að ljúka málinu hið fyrsta, svo að hann væri löglega úrskurðaður forseti, þegar Philip Habib, sendiboði Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, hæfí eftir- grennslanir sínar, en Habib kom til Filipps- eyja á laugardagskvöld. Marcos lýsti yfír á fréttamannafundin- um, að Fabius Ver, yfírhershöfðingi, hefði látið af störfum og Fidel Ramos tæki við. Svo virðist sem Marcos hafí fómað Ver, gömlum og tryggum þjóni, til að þóknast Bandaríkjamönnum á einhvem hátt. Marc- os sagði að fleiri herforingjum yrði vikið úr embætti á næstu mánuðum. Ramos gegndi starfínu meðan rannsókn stóð yfír á ákæru á hendur Ver um að hann hefði verið viðrið- inn morðið á Benigno Aquino 1983. Ver og menn hans voru sýknaðir fyrir sérstök- um dómstóli en liggja enn undir gran almennings. Fidel Ramos er virtur herfor- ingi og vonir eru bundnar við störf hans innan hersins. Imelda Marcos, forsetafrú, rabbaði stutt- lega við fréttamenn í höllinni á sunnudag. Hún sagði að Marcos hefði verið yfír sig hamingjusamurá laugardagskvöldið. „Ég spurði hann af hveiju," sagði hún rámri röddu. „Af því að kosningamar sýndu að frelsi og lýðræði ríkja í landinu. Þetta tvennt sem ég hef barizt fyrir í 20 ár,“ sagði Imelda að eiginmaðurinn hefði sagt. Hún virtist hafa gleymt því að frelsi og mannfjöldann í miðborginni. „Við erum tilfínningarík þjóð," sagði hún „kosningam- ar höfðu djúp áhrif á okkur og tilfinningar hjaðna ekki á stundinni." Þegar hún var spurð að því, hvort henni þætti milljón manna útifundur stjómarandstöðunnar ekki heldur stór svaraði hún: „Það búa 60 milljónir í landinu. Ein milljón er ekki stór hluti af því.“ Hún sagði að Marcos ætlaði ekki að efna til hátíðahalda eftir að hann sver embættiseið þann 25. febrúar. „Við höfum alltof mikið að gera til þess,“ sagði frúin. Á fréttamannafundinum sagði Marcos ennfremur að hann myndi sjá til þess að allir sem bijóta lög eða brutu þau í kosning- unum yrðu leiddir fyrir dómstól og refsað. Hann sagði að hans menn gætu sannað að stjómarandstaðan hefði brotið af sér í kosningunum. „Hún fullyrðir að við höfum brotið lögin, en hvar eru sönnunargögn hennar?" spurði hann. Eitt dagblað svaraði honum í dag og sagði að hans menn feldu sönnunargögnin. Efnahagsvandi þjóðarinnar er mikill og endurkjör Marcosar mun varla bæta hann þótt forsetinn segist nú ætla að taka efna- hagsmálin fostum tökum. Efnahagsaðstoð Bandaríkjanna gæti minnkað og aðgerðir Aquino, sem vikið verður að á eftir, bæta ekki úr skák. Gjaldmiðill landsins hefur fallið gagnvart dollar á þremur síðustu vikum og búist er við frekara sigi á næst- unni. Mikið af Qármunum var sett í umferð fyrir kosningamar, milljónum eytt í kaup á atkvæðum og er búizt við að verðbólgan aukist mjög. Sendinefnd Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins frestaði um sinn komu sinni hingað en Marcos kveðst ætla að fylgja ráðlegging- um sjóðsins. Forsetinn segist ætla að endur- skipa ríkisstjómina og gera sitt bezta fyrir land og þjóð. En það er hætt við að margir séu búnir að fá nóg af honum og hans mönnum. Þeir sem vettlingi geta valdið vilja komast úr landi. Eftir sitja þeir, sem eiga ekki annarra kosta völ og þeir sem ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Aquino hvetur tíl aðgerða Mikil stemmning var á fundi Aquino í Manilla. Fólk streymdi að úr öllum áttum, klætt í gult eða grænt til að sýna stuðning sinn við stjómarandstöðuna. Fólk söng og skemmti sér og tók orðum Vorazone Aquino með miklum fagnaðarlátum. Hún mælti með því að mótmælaaðgerðir hæfust 26. febrúar með eins dagsverkfalli. Hún hvatti fólk til að hætta að eiga viðskipti við fyrir- tæki í eigu vina Marcosar. Hún sagði að menn skyldu draga að borga rafmagns og vatnsreikninga. Hún segist ætla að halda útvarpserindi kl. 20 á kvöldin og mæltist til að menn hefðu uppi mikinn hávaða í 15 mínútur eftir að hún lyki máli sínu. Hún sagði að nauðsynlegt væri að vinna að því innan kirkjunnar að ráða verði leitað til að losna við Marcos. Mótmælaaðgerðim- ar eiga að vera í anda Gandhis á Indlandi og Martins Luthers King í Bandaríkjunum. Greinir innan hersins? Hermenn innan endurbótahreyfíngarinn- ar sendu frá sér yfirlýsingu um helgina og skoruðu á lögreglu og hermenn að neita að beita valdi eða ofbeldi gegn borgurum, sem taka þátt í mótmælaaðgerðum vegna kosninganna. „Filippseyingar eru reiðir vegna misferlis í kosningunum og ætla að sýna það á friðsamlegan hátt unz vilji fólks- ins er virtur," segir í yfírlýsingunni. Tveir háttsettir stuðningsmenn í stjómarandstöð- unni fullyrtu við blm. Morgunblaðsins um helgina, að nokkrir hæfír ungir hermenn og foringjar hefðu haft samband við menn Aquino og lýst yfir stuðningi við hana. „Þeir vita að fólkið í landinu styður Marcos ekki lengur," sagði þingmaður. „Þeir eru tilbúnir að bylta stjóminni fyrir- Aqino sagði einn fyrrverandi þingmaðurinn. Þingmenn stjómarandstöðunnar gengu úr þingsal á laugardagskvöld þegar stjóm- arsinnar, sem hafa um 70 prósent þing- sæta, gengu á bak orða sinna og úrskurð- uðu Marcos forseta án umræðna. Stjómar- andstaðan vildi ræða um kjörgögnin, sem bárust til þingsins, eins og stjómarsinnar höfðu sagt að þeir gætu gert áður en for- seti yrði úrskurðaður. Marcos kærði sig ekki um neina töf og fékk vilja sínum framgengt. Stjómarandstaðan var rétt gengin úr salnum, þegar KBL-flokkur Marcosar lýsti hann réttkjörinn forseta og brutust út fagnaðarlæti meðal viðstaddra stuðningsmanna Marcosar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.