Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1986
Þörf á fjölbreyttri
fræðslu í landinu
— sagði Guðrún Halldórsdóttir í jómfrúræðu um fjarnám ríkisins
GUÐRÚN J. Halldórsdóttir
(Kl.-Rvk.) mælti í gær fyrir frum-
varpi sinu til laga um fjarnám
ríkisins í efri deild Alþingis.
Þetta var jafnframt jómfrúr-
ræða hennar á þingi, en hún er
varamaður Sigríðar Dúnu Krist-
mundsdóttur.
„Hverri þjóð, sem vill halda uppi
menntun og menningu, er þörf á
fjölbreyttri fræðslu fyrir þegna
sína,“ sagði þingmaðurinn í fram-
sögu sinni. Hún sagði, að fjamámi
ríkisins væri ekki ætlað að leysa
af hólmi stofnanir sem fræðslu
stunda í landinu og hafa haldið
uppi fjamámi eða fullorðinsfræðslu
í einhverri mynd, heldur væri því
ætlað að efla og örva samstarf
þeirra og fylla upp í þau skörð sem
kynnu að vera í framboði náms og
fræðslu.
Flutningsmaður sagði, að með
heitinu fjamám væri átt við fræðslu
og nám þar sem þeir, sem námið
iðka, hafa aðsetur fjarri þeim sem
skipuleggja fræðsluna. Hún benti á,
að víða úti á landi ættu skólar í
erfiðleikum með að veita þá fræðslu
sem óskað væri vegna fámennis eða
kennaraeklu. Við slíkar aðstæður
myndi flamám eða fjarfræðsla
koma skólum og nemendum á
grunnskóla- og framhaldsskólastigi
að góðum notum, einnig sem viðbót
í einstökum kennslugreinum.
Guðrún Halldórsdóttir sagði, að
Qamám myndi ekki síst koma full-
orðnum að gagni þar eð þeir ættu
enn erfiðara um vik að sækja nám
Ijarri heimaslóðum en ungmennin.
Vaktavinnufólk og fólk með skerta
ferilgetu myndi með ijamámi fá
mjög bætta aðstöðu til náms. Þá
kæmi fjamám einnig að notum við
starfsnám ófaglærðs fólks í mörg-
um atvinnugreinum, ekki síst í
undirstöðuatvinnuvegunum, en þar
væri um lítt plægðan akur að ræða
og brýnt að bæta úr hið fyrsta.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því
að yfírstjóm fjamáms verði í hönd-
um menntamálaráðuneytisins, en
að starfsfólk í miðstöð fjamáms
ríkisins annist daglega stjóm og
Neðrí deild:
Fimmtán
mínútna
fundur
Stuttur fundur var í neðri
deild Alþingis í gær, stóð
aðeins í 15 mínútur. Jón
Helgason, dómsmálaráð-
herra, mælti fyrir stjórnar-
frumvarpi um talnagetraunir
(sjá frétt hér á síðunni), sem
vísað var til fjárhags- og við-
skiptanefndar þingdeildar-
innar. Tveimur þingmanna-
frumvörpum, um sjálfstætt
bankaeftirlit og viðskipta-
banka, var og vísað til sömu
þingnefndar. Þingmanns-
frumvarpi um almannatrygg-
ingar var vísað til heilbrigðis-
nefndar. Tvö dagskrármál
vóru tekin út af dagskrá:
stjómarfrumvarp um eftirlit
með siglingum (fyrsta um-
ræða) og þingmannsf rumvarp
um viðskiptabanka, sem koma
átti til annarrar umræðu
(framsögumaður nefndarálits
fjarverandi).
Síðdegis vóru ráðgerðir fundir
í flestum þingflokkum.
I dag, þriðjudag, verða fundir
í Sameinuðu þingi, bæði fyrir-
spumafundur og fundur um
þingsályktunartillögur.
Guðrún Halldórsdóttir
framkvæmd. í miðstöðinni eiga að
starfa fjamámsstjóri og fagstjórar,
sem hafi það hlutverk að annast
skipulagningu starfsins og sam-
hæfíngu þeirrar fræðslu sem í boði
verði, auk þess að hafa beina
fræðslu með höndum. Gert er ráð
fyrir því, að í hveiju fræðsluum-
dæmi verði settar á fót sérstakar
fræðslustöðvar, sem þeir er fjamám
stunda geta leitað til og fengið leið-
sögn og nýtt kennslugögn og tæki.
Menntamálaráðherra og nokkrir
þingmenn tóku til máls að fram-
söguræðu Guðrúnar Halldórsdóttur
lokinni og tóku þeir allir vel í hina
almennu stefnu frumvarpsins um
fjamám. Helgi Seljan (Abl.-Al.)
kvaðst styðja að mál þetta fengi
vandlega athugun, Karl Steinar
Guðnason (A.-Rn.) sagði, að frum-
varpið væri nýjung, sem vert væri
að gefa mikinn gaum og Davíð
Aðalsteinsson (F.-Vl.) taldi að
hreyft væri þörfu máli. Hann benti
hins vegar á, að ef frumvarpið yrði
að lögum kynni að koma upp tog-
streita milli fræðslustöðvanna og
fræðslustjóraembætta. Eins yrði að
huga að því hvort uppbygging íjar-
námsins kynni að rekast á upp-
byggingu grunnskóla úti á landi.
Sverrir Hermannsson,
menntamálaráðherra sagði, að
það væri misskilningur að fjamám
ætti að koma í stað einhverra þátta
núverandi skólakerfis. Um væri að
ræða hreina viðbót. Hann greindi
frá því, að hann hefði þegar skipað
þriggja manna nefnd til að heija
upplýsingaöflun um almennt ijar-
nám og möguleika á svonefndum
„opnum háskóla". Formaður nefnd-
arinnar er Gunnar G. Schram, al-
þingismaður, og meðnefndarmenn
hans Sigmundur Guðbjamarson,
háskólarektor, og Markús Öm
Antonsson, útvarpsstjóri.
Hús Öryrkjabandalagsins
Talnagetraunir:
Tekjulind ÍSÍ og
Oryrkjabandalags
Dómsmálaráðherra er heimilt
að veita íþróttasambandi íslands,
Ungmennafélagi íslands og Ör-
yrkjabandalagi íslands leyfi til
að starfrækja saman, í nafni fé-
lags, sem samtök þessi munu
stofna, getraunir, er fari fram
með þeim hætti, að á þar til gerða
Eiður Guðnason:
Ríkisútvarpið varðveiti útvarps-
efni, en ekki Þjóðskjalasafnið
FRUMVORPUM Eiðs Guðna-
sonar (A.-Vl.) um breytingu á
útvarpslögum og lögum um
Þjóðskjalasafn Islands var vís-
að til 2. umræðu og mennta-
málanefndar að lokinni um-
ræðu í efri deild Alþingis í gær.
Frumvörpin gera ráð fyrir því, að
ákvæði verði sett í nýju útvarps-
lögin, sem skylda Ríkisútvarpið
til að varðveita nokkurn hluta af
því efni sem þar er flutt, og jafn-
framt verði felld úr lögunum um
Þjóðskjalasafnið ein málsgrein,
sem kveður á um afskipti þjóð-
skjalavarðar af varðveislu út-
varpsefnis.
Davíð Aðalsteinsson (F.-Vl.)
kvaðst geta fallist á þá skoðun
flutningsmanns, að ákvæði um
varðveislu útvarpsefnis ætti frem-
ur heima í útvarpslögum, en lög-
um um Þjóðskjalasafn. Hann taldi
hins vegar nauðsynlegt að samráð
ætti sér stað milli Ríkisútvarpsins
og Þjóðskjalasafns um varðveislu
gagna og kvað eðlilegt að slíkt
samstarf yrði bundið í lög.
Úr skjalageymslum Þjóðskjalasafns
Eiður Guðnason sagði, að hann
sæi ekkert óeðlilegt við það að
reglur um varðveislu útvarpsefnis
yrðu settar í samráði við þjóð-
skjalavörð, en taldi hins vegar að
embætti hans gæti ekki metið það
betur en starfsmenn Ríkisútvarps-
ins hvaða efni ætti að varðveita
og hverju að farga.
miða er skráð eða valin röð talna
eða bókstafa.
Þannig hljóðar fyrsta grein
stjórnarfrumvarps sem dómsmála-
ráðherra mælti fyrir í neðri deild
Alþingis í gær. Stjórn getraunanna
skipa fímm menn, tveir frá ÍSÍ,
tveir frá Öryrkjabandalaginu og
einn frá UMSI. Aðilar geri með sér
samkomulag um rekstur félagsins,
sem dómsmálaráðherra staðfestir.
Gjald fyrir þátttöku í getraunum
(miðaverð) ákveður ráðherra að
fegnum tillögum stjórnarinnar.
Sama máli gegnir um vinninga
(hlutfall af veltu). Vinningar eru
undanþegnir sköttum, öðrum en
eignaskatti.
í framsögu ráðherra kom fram
að 60% af ágóða gengi til íþrótta-
hreyfíngarinnar (ISI 46,67%’og
UMSÍ 13,33%) en 40% til Öryrkja-
bandalagsins. Hlutur Öryrkja-
bandalagsins gengur til að greiða
stofnkostnað við íbúðarhúsnæði
fyrir öryrkja á vegum Öryrkja-
bandalags Islands og til að standa.
undir annarri starfsemi þess.
í athugasemdum segir að frum-
varvarpið sé byggt á samkomulagi
ÍSÍ, UMSÍ og Óryrkjabandalags
íslands um rekstur getrauna, „er
fram fari með þeim hætti að þátt-
takendur skrái eða velji röð talna
eða bókstafa".
Frumvarpið fór, að lokinni fyrsti
umræðu, til skoðunar í íjárhags-
og viðskiptanefndþingdeildarinnar.
Tillaga um að meta heimilisstörf til starfsreynslu:
Samningsatriði — ekki
ákvörðun Alþingis
— segir í áliti allsherjarnefndar
ALLSHERJARNENFD Samein-
aðs þings ieggur til í sameigin-
legu nefndaráliti að tillaga Sig-
ríðar Dúnu Kristmundsdóttur
(Kl.-Rvk.), þess efnis, „að meta
heimilisstörf til starfsreynslu",
verði vísað frá með rökstuddri
dagskrá, þar eð hún „fjallar um
efni sem ber að semja um í kjara-
samningum en ekki ákvarða með
fyrirmælum Alþingis". Undir
nefndarálitið um rökstudda dag-
skrá (frávísun) rita fimm þing-
menn stjórnarflokkanna og Al-
þýðuflokks. Nefndarmenn
Bandalags jafnaðarmanna og
Alþýðubandalags vóru fjarver-
andi við afgreiðslu málsins.
Tillagan fól það í sér að fjármála-
ráðherra skuli „sjá til þess að í
kjarasamningum ríkisins og BSRB
verði starfsreynsla við ólaunuð
heimilisstörf, hafi þau verið aðal-
starf starfsmanna, framvegis metin
á sama hátt og starfsreynsla hjá
opinberum aðilum við ákvörðun um
aldurshækkanir starfsmanna".
Lög um öryggi á vinnustöðum:
Endurskoð-
un frestað
SAMKVÆMT stjórnarfrum-
varpi til breytinga á lögum nr.
46/1980 um aðbúnað, hollustu-
hætti og öryggi á vinnustöðum
skal endurskoða lögin í heild í
samráði við aðila vinnumarkað-
arins og Vinnueftirlit ríkisins
eigi síðar en fyrir árslok 1990.
Félagsmálaráðherra skipaði í
ágúst sl. nefnd til þess að gera til-
lögur um endurskoðun greindra
laga. Meginniðurstaða nefndarinn-
ar var sú „að ekki sé ástæða til að
breyta ákvæðum laganna enn sem
komið er og leggur hún til að endur-
skoðun þeirra verði frestað um
fimm ár“. Samstaða var í nefndinni
um markmið laganna, eins og þeim
er lýst í fyrstu grein þeirra. I at-
hugasemdum við frumvarpið segir:
„Ábyrgt samstarf hefur verið með
aðilum vinnumarkaðarins og ríkis-
valdinu í stjórn Vinnueftirlits ríkis
um framkvæmd laganna.“