Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1986 27 Athugasemd frá framkvæmda- stjóra Samvinnutrygginga MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá Hallgrími Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Samvinnutrygg- ingag.t. Vegna skrifa Helgarpóstsins um Samvinnutryggingar og meint „tryggingarsvik" tveggja ráðherra, tel ég nauðsynlegt að gera nokkrar athugasemdir: 1. Frá því ég tók við framkvæmda- stjóm hjá Samvinnutryggingum árið 1974, hef ég einn borið ábyrgð á ákvarðanatöku við endanlegt uppgjör tjóna hjá fé- laginu. Hvorki stjóm félagsins né einstakir stjórnarmenn hafa tekið ákvarðanir né haft afskipti af slíkum málum. 2. Ekki verður hjá því komist að rekja nokkuð þau tjón, sem um er fjallað í greininni. Tjón Jóns Helgasonar Jón Helgason hefur verið trygg- ingartaki hjá félaginu á ábyrgðar- tryggingum bifreiða frá 22. júní 1953. Kaskó- tryggingu fyrir bif- reið keypti hann fyrst hjá félaginu 4. júlí 1978. Bifreið Jóns, sem lenti í umræddum árekstri var Z-2202, sem keypt var 30. september 1982 og þá þegar sett í ábyrgðartrygg- ingu, en kaskótrygging var keypt fyrir bifreiðina 2. nóvember — 1981. Umrætttjón varð 11. septem- ber 1982 á Grafningsvegi í Þing- vallasveit. Þar lenti bifreiðin í árekstri við aðra fólksbifreið á blindhæð. Bifreiðamar vom báðar tryggðar hjá Samvinnutryggingum. Lögregla var kvödd á staðinn og gaf skýrslu um áreksturinn. Báðir bílamir vom óökufærir eftir árekst- urinn og vom færðir burt af slys- stað af kranabíl. Við mat á sök, var bifreið Jóns talin eiga ’/a sök en hin bifreiðin 2/a. Tjón Jóns var því bætt að 2/3Úr ábyrgðartryggingu þess bíls, er á móti kom, en að einum þriðja úr eigin kaskótrygg- ingu. Upphæðir, sem komu til greiðslu vom kr. 44.500.000 úr ábyrgðartryggingu, en kr. 47.620.00 úr kaskótryggingu. Jón Helgason ók bifreið sinni ekki i umræddu tilviki, heldur vörslumaður, sem Jón hafði fengið bifreiðina í hendur. Ekki þótti ástæða til að neita bótum úr kaskó- tryggingunni af þeim sökum. Enda alvanalegt, að eigendur bifreiða feli öðmm að aka bifreiðum sínum í ýmis konar tilgangi. 'Tjón Steingríms Hermannssonar Steingrímur keypti ábyrgðar- tryggingu hjá Samvinnutrygging- um 27. maí 1947, en kaskótrygg- ingu fyrst 10. ágúst 1978. Bifreið Steingríms, G-11648, sem lenti í umræddum árekstri var ábyrgðar- tryggð frá 10. ágúst 1978 og kaskó- tryggð frá sama tíma. Tjónið varð á gatnamótum Vífils- staðavegar og Brúarflatar 20. maí 1981. Samkvæmt lögregluskýrslu, sem tekin var á slysstað, játaði dóttir Steingríms, að hún hefði tekið bifreiðina ófijálsri hendi og við framhaldsrannsókn hjá lögreglu játaði vinkona hennar að hafa ekið bifreiðinni. Báðar vom 15 ára að aldri. Auk stúlknanna vom tveir piltar farþegar í bifreiðinni umrætt skipti og staðfestu þeir framburð stúlknanna. Áreksturinn varð með þeim hætti, að stúlkan, sem ók bifreið Steingríms, virti ekki biðskyldu. Bifreið Steingríms var talin eiga 100% sök á árekstrinum. Kaskótjón á bifreið Steingríms varð kr. 6.254.95 og var það greitt af Samvinnutryggingum. Tjón, serh verður þegar bifreið er tekin ófijálsri hendi er bótaskylt. Hins vegar kom til álita, hvort endur- kre§a bæri ökumann bifreiðarinnar um tjónið. Umferðarlög kveða svo á, að endurkrefja skuli tjón hjá ökumanni ef tjóninu er valdið af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Þær aðstæður vom ekki fyrir hendi, auk þess sem aldur stúlkunnar gaf enn síður ástæðu til endurkröfu. Eg fullyrði, að tjón þessi vom meðhöndluð á nákvæmlega sama hátt og önnur tjón, sem koma til afgreiðslu hjá Samvinnutrygging- um, þar skiptir engu máli hvaða stöðu viðskiptavinurinn gegnir. Auk þess leyfi ég mér að benda á, að hafi viðskiptamaður keypt tryggingu hjá tryggingarfélagi og sannanlega orðið fýrir tjóni, þurfa að vera fyrir hendi sérstakar og alvarlegar ástæður fyrir því, að neitað sé um greiðslu. I hvomgu þessara framangreindu tjóna vom slíkar ástæður fyrir hendi. 3. Ásakanir um hvarf skjala og gagna úr hirslum Samvinnu- trygginga em ekki svara verðar. Ráðstefna um útf lutning á þjónustuverkefnum í DAG verður haldin ráðstefna um útflutning á þjónustuverk- efnum. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Esju og hefst klukkan 13.00. Á ráðstefnunni verða haldin átta erindi um undirbúning, skipulagn- ingu og verkefnastjómun í sam- bandi við útflutning á þjónustuverk- efnum á sviði jarðhitarannsókna og orkuvera, fiskveiða og fiskvinnslu, verktakastarfsemi og flugsam- ganga. Þá verður fjallað um verk- efnaleit og samstarf við opinbera aðila og alþjóðastofnanir. í lok ráðstefnunnar verða um- ræður og taka ráðherrarnir Stein- grímur Hermannsson, Matthías Bjarnason og Matthías Á. Mathie- sen þátt í þeim, ásamt Magnúsi Gunnarssyni, Ingvari B. Friðleifs- syni og Páli Gíslasyni. Jón Hj. Magnússon mun stjóma umræðun- um. (Fréttatilkynning.) Dr. Tómas Helgason prófessor Fundað um áfengismál LANDSAMBAND gegn áfengis- bölinu efnir til almenns fundar um áfengismál í Templarahöllinni í kvöld. Dr. Tómas Helgason flytur erindi, en hann hefur unnið að vís- indalegum rannsóknum á þessum efnum um árabil. Enda verða fyrirtæki af slíkri stærð ekki rekin með þess konar aðferðum. 4. I grein Helgarpóstsins kemur fram, að upplýsingar þær, sem greinin byggist á séu komnar frá fjórum einstaklingum, sem sent hafa kæm á Samvinnu- tryggingar til ríkissaksóknara, m.a. vegna meðhöndlunar fram- angreindra tveggja tjónamála. Ég tel nauðsynlegt, að það komi fram hveijir þessir einstaklingar eru. Kæruna undirrita: Ragnar Jó- hann Jónsson, en hann er sonur Jóns Rafns Guðmundssonar, sem var framkvæmdastjóri endurtrygg- ingafélags Samvinnuttygginga, Arnar G. Pálsson, Ólafur Örn Olafs- son og Tryggvi Bjömsson. Aðeins einn þessara manna er með smávægilega tryggingu hjá Samvinnutryggingum. Hallgríinur Sigurðsson, f ramkvæmdastjóri Samvinnutrygginga g.t. Valhúsaskóli: Akranes: Sigurfari orðinn Sturlaugnr H. Böðvarsson AK 10 Akranesi, 17. febrúar. HINN nýi togari HB & Co hf. á Akranesi, sem áður hét Sigur- fari II, hefur nú fengið nýtt nafn og heitir Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10. Er nú sem óðast verið að útbúa hann til veiða m.a. mála skrokkinn í hinum rauða lit fyrirtækisins og standa vonir til að skipið hefji veiðar innan fárra daga. Skipstjóri á skipinu verður Kristján Pétursson sem verið hefur með togarann Harald Böðvarsson frá því hann var keyptur til lands- ins. Flestir úr áhöfn hans fylgja honum á nýja skipið en Gunnar Einarsson sem verið hefur stýrimaður á Haraldi Böðvarssyni tekur nú við skipstjórn hans. JG Þjófar unnu miklar skemmdir „ÞAÐ er óskemmtileg reynsla að sjá hversu auðvelt er að rústa starfi manns,“ sagði Ólafur Óskarsson skólastjóri Valhúsaskóla, en þar var brotist inn aðfaranótt sl. sunnudags. Ekki var vart við mannaferðir við skólann umrædda nótt en fólk var í skólanum fram til kl. 23:00 kvöldið áður. Meðal verðmæta sem saknað er, eru tölvutæki frá piltum sem eru með hljómsveit í skólanum auk hugbúnaðar sem þeir eiga. Þá var stolið segulbandi sem nemendur eiga, myndbandstæki í eigu skól- ans, disklingum sem tilheyra tölv- um og nokkur þúsund krónum í peningum úr skiptimyntasjóði ýmissa félaga sem aðstöðu hafa í skólanum. Olafur sagði að erfítt væri að gera sér grein fyrir heildar tjóni, rúða var brotin, skápar brotnir upp, hurðir sprengdar upp milli herbergja og læsingar og dyrastafir eyðilagðir. „Þjófarnir höguðu sér að mörgu leyti undar- lega og erfitt að átta sig á eftir hveiju þeir voru að slægjast," sagði Ólafur. „Þeir stálu hlutum tilheyr- andi tölvum en létu samt tölvu skólans í friði. Skemmdir urðu miklar án þess að allt væri brotið og bramlað eins og dæmi eru um en farið var um allan skólann.“ Morgunblaðið/RAX Unnið að viðgerð á dyrakarmi í Valhúsaskóla í gærkvöldi. iffiiiníaía Allir finna flokk við sitt hæfi hjá JSB. Leiðrétting í VIÐTALI við Jóhannes Siggeirs- son í Morgunblaðinu á sunnudag- inn, varð meinleg villa. Jóhannes vísaði til Lífeyrissjoðs starfsmanna ríkisins, en vegna mistaka stóð Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna. Rétt verður setningin þannig: Sú rammalöggjöf, sem sett verður, á að ná til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, hann á að lúta sams konar löggjöf og aðrir sjóðir. Innritun í símum 83730 og 36645. Nýtt námskeið hefst 24. febr. Símar 83730 Suðurveri, 36645 Bolholti Sjáumst, Bára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.