Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 37
lifír hann æsku sína og mun þegar ungur hafa óskað þess að leið sín lægi til nokkurs frama. Fyrstu spor hans á menntabraut- inni voru hjá séra Guðmundi Einars- syni Þingvallapresti. Þar var hann við nám einn vetur og að þeim tíma liðnum álitu sveitungar hans að hann hefði notið þeirrar menntunar, að hann væri fullfær til að sinna bamauppfræðslu í heimasveitinni, og það starf hafði hann á hendi tvo næstu vetur. Guðmundur hafði ánægju af samskiptunum við bömin og ákvað því að fara til náms í kennaraskólanum og lauk þaðan prófi, eins og fyrr er sagt, vorið 1934. Strax þá um haustið hóf hann störf við Miðbæjarbamaskólann í Reykjavík og kenndi þar til vors 1938. Þá var hann settur skólastjóri við Barnaskólann á Eyrarbakka og starfaði þar í átta ár við vinsældir og velgengni. En þá dró skugga á heiðan vorhimin. Guðmundur veikt- ist af berklum og varð að fara á Vífílsstaðahæli. Þar dvaldi hann sjúkur í tvö ár og fær nokkra bót en þó ekki svo að hann treysti sér til að snúa aftur að erfíðu stjóm- anda starfí í fjölþættum skóla held- ur ræðst nú kennari við Miðbæjar- skólann. Hann gekk aldrei fullkom- lega heill til skógar í daglegu starfi og eftir að hafa kennt þama í níu ár tók sjúkleiki að þjá hann aftur og nú var ekki annarra kosta völ en að ganga undir uppskurð. Þegar hann hafði jafnað sig eftir það átak hætti hann kennslu að mestu og réðst starfsmaður við Borgarbókasafn Reykjavíkur. Þar vann hann svo þangað til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hin löngu veikindi og ótrygga heilsa Guðmundar hafði örlagarík áhrif á líf hans. Sjúkdómur hans, sem stundum var kallaður „hvíti dauðinn“ var á þeim ámm lítt læknanlegur og margt ungt fólk komst aldrei til fullrar heilsu og endaði þunga áralanga baráttu undir hvítu línu. Sumum, sem eygðu litla von um að komast aftur fullfrískir út á meðal fyrri starfsfélaga, varð það hlutskipti svo erfítt að þeim hætti til að grípa hvert hálmstrá sem gerði þeim auðveldara að lifa fyrir líðandi stund og leiða hugann frá erfíðleikum framtíðarinnar. Svo mun stundum hafa farið fyrir Guðmundi á yfírþyrmandi augna- blikum. Þrátt fyrir þennan veikleika vanrækti hann aldrei starf sitt en stundaði það af einstakri alúð. Sér- staklega var honum lagið að koma til móts við þarfír þeirra sem sein- færir voru eða bjuggu við erfíðar heimilisástæður, lagði hann oft mikla vinnu í að sinna því fólki. Árið 1938 þann 5. mars kvæntist Guðmundur Svanborgu Sigvalda- dóttur, ættaðri úr Vestur-Húna- vatnssýslu. Þau áttu saman tvö böm, Jóhannes og Hólmfríði. Hjónabandi sínu slitu þau eftir langa sambúð en þrátt fyrir það hélst vinátta þeirra meðan Guð- mundur lifði. Síðustu árin var hann helsjúkur á heilsuhæli. Við sem urðum Guðmundi sam- ferða glaða og góða skóladaga fyrir hálfri öld, munum vel hógværan, góðan dreng, sem háttvís og prúður virtist öllum vel jafnt í leik og starfí. Það var gott að eiga hann að félaga, léttleiki hans og lífsgleði á þeim árum hafði góð áhrif á samferða- mennina. Þau áhrif fymtust ekki þó fundir stijáluðust. Undirtónn þeirra áhrifa tengist minningunni þegar við kveðjum hann að leiðar- lokum. Arin sem liðin em frá vorinu glaða 1934 til miðsvetrardaganna 1986 eru nú horfín í tfmans djúp. Leiðir okkar sem þá kvöddumst hafa legið til ýmissa átta og nokkrir á undan Guðmundi komnir í geymd jarðarinnar. Þau ár eru okkur ekki efst í huga á þessu augnabliki held- ur samverustundir mótunaráranna. Við sem ennþá stöndum ofar moldu kveðjum góðan skólafélaga og vænan dreng með virðingu og þökk. F.h. bekkjarsystkina 3. bekkjar Kennaraskóla íslands 1934, Þorsteinn Matthíasson MORGUNBLAÐTÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1986 Gerður Olafs- dóttir — Minning Mér varð eiginlega hálfhverft við, þegar þau birtust í gættinni Gerður og Ásgeir. Skammdegis- morguninn var grámóskulegur, verkefnin trúlega litlítil og dmngi yfír. Þá gengu þau inn þessi glæsilegu hjón og allt fékk skyndilega líf og lit. Mér verður stundum hugsað til þessa litla atburðar, þegar birti svo hressilega í kringum mig. Trúiega em þeir margir sem eiga svipaða reynslu af samskiptum við þau góðu hjón. Þau vom mér ókunnug að kalla en komu til þess að bjóða þjóðkirkj- unni fyrirtæki sitt, Kirkjufell, sem hafði annast margskonar þjónustu við söfnuði landsins sem einstakl- inga. Fyrst tók ég eftir hinum bjarta glæsileika hjónanna, sviphrein vom þau, vel á sig komin og veglega klædd. En þegar leið á samtalið greindi ég óvenjulegan samhljóm í tengslum þeirra. Þama vom ham- ingjuböm. Þegar þau höfðu lokið erindinu, höfðu skammdegið og grámóskan flúið á dyr. Það var orðið hlýtt, bjart og skemmtilegt að starfa. Svo liðu nokkur ár. Ég frétti að harður sjúkdómur hefði lagst á Gerði, en að hún mætti honum óbuguð og gæfí eftirminnilegan trú- arvitnisburð í sjúkleika sínum. Ég sá þá um Morgunorð í útvarpinu og bað hana að flytja nokkra pistla. Okkur tæknimanninum verður fyrsta upptakan trúlega lengi minnisstaeð. Sjúkdómurinn hafði lagst á með miklum þunga, hún var óstyrk í göngulagi, afar grönn, með klút bundinn um höfuð sér. En ljómi augnanna var hinn sami og andlitið, markað af sjúkdómnum, bjó yfír slíkri útgeislun og friði að fátítt er. Röddin var hlý og yfirveguð er hún greindi opinskátt frá reynslu sinni, hversu krabbameinið lagðist að og hversu bænin bar hana til þess Guðs sem gefur allt. Sjaldan hafa Morgunorðin fengið viðlíka viðbrögð. Beðið var um afrít af handriti og af upptöku og spurst var fyrir um hvort Gerður gæti heimsótt dauðvona sjúklinga og miðlað þeim af sinni von. Og það gerði hún. Þegar af henni bráði, var hún löngum við hlið þeirra sem þjáðir voru, bað með þeim, bar vitni trú sinni á Jesú Krist og setti aðstæður einstakl- ingsins inn í hið stóra samhengi trúarinnar, þar sem hún þekkti allar áttir af eigin reynslu. Gerður orðaði hugsanir sínar fallega og röddin hafði þann einlæga tón sem opnar hjörtun. Hún las hugleiðingar sínar inn á snældur sem munu halda áfram að verða það ljós á vegi sem orð Gerðar voru. I sumar vorum við nokkur hjón samtíða Gerði og Ásgeiri um eina helgi. Enn brugðu þau birtu fyrir umhverfí sitt, svo ógleymanlegt verður. Þá skildi ég orðin „djörfung hins kristna manns" er þau hjónin sem bjuggu í nábýli við dauðann, ræddu um fagnaðarerindi krist- innar trúar, um sigur lífs yfír dauða. Þetta voru ekki marklaus, innantóm orð. Þau settu sig sjálf að veði. Þetta var þeirra líf, þeirra verúleiki. Á föstudaginn var kvöddum við Gerði. Kirkjan var svo þéttsetin sem verða má og það var sigurhátíð. Fyrsti sálmurinn tjáði lof og þökk; og þannig var útförin öll. Nú hljómi löfsöngslag frá lífsins hörpu í dag því rósin lífsins rauða er risin upp frá dauða. Vor lofgjörð linni eigi á lífsins sigurdegi. Á fremsta bekk sat Ásgeir með bömin sín tvö og horfði inn í himinninn í von hins kristna manns. Og sálmurinn hélt áfram ÉgþakkaJesúþér aðþúhefurgefíðmér þávonsemvetribreytir ívorersæluheitir Því linni lof mitt eigi á lífsins sigurdegi. Sálmavalið flutti öllum viðstödd- um ótvíræðan boðskap — Enginn þarf að óttast síður en Guðsbama skarinn ftíður Svo er endar ógn og stríðin upp mun renna sigurtíðin Oss þá kallar heim til hallar himna Guð er lúður gjallar Og jólasálmurinn, sem hver maður kann, fékk nýja vídd við þessar aðstæður. Friður á foldu fagnaþúmaður Frelsari heimsins fæddur er. Síðan Hallgrímur, með orðin sín sem hafa verið sungin yfír öllum íslendingum síðustu aldimar: -Dauðiégóttasteigi afl þitt né vaidið gilt í Kristi krafti ég segi komþúsællþáþúvilt Sigursálmar, tjáning gleði og trú- arvissu mót opnum himni. Sjaldna hef ég fundið eins illa fyrir þeim hætti í Fossvogskirkju, að kirkjugestum er varla gert kleift að syngja með, því að hvorki vom sálmnúmer kynnt né sálmabækur tiltækar. Sannarlega hefðum við öll átt að taka þátt í lofsöngnum um sigur lífs yfír dauða. Létta þannig þunga sorgarinnar af Ásgeiri og fjölskyld- unni allri og ekki síður til þess að festa enn betur í eigin hjarta þann vitnisburð sem Gerður gaf okkur með lífi sínu og fékk tjáningu í sálmum þessarar útfarar. -ÉglifííJesúnafni íJesúnafniégdey.— Við munum ætíð minnast Gerðar. Við munum heyra orð hennar, sjá bros hennar og birtuna sem frá henni lagði sífellt inn í líf sam- ferðamannanna. Það vom hennar .... .37 forréttindi i lfinu, að hún fékk að lýsa upp umhverfi sitt, jafnvel skugga dauðans. Þvi að hún átti von eilífs lífs, átti trú á góðan Guð, sem varð máttug er mest reyndi á og hún miðlaði sífellt og örlátlega af þeim nægtum. Við Rannveig þökkum samfylgd- ina, þá dýrgripi tímans sem hún gaf og felum Ásgeir og fjölskyldu hans þeim Guði sem gefur allt. Bernharður Guðmundsson Það var harmafregn, að hún Gerður „okkar“ væri látin. Það fór einn af hinum óþreytandi boðbemm Guðs orðs á jörðu. Sannkallaður hermaður Krists. Og ég vil því minnast hennar með örfáum orðum. Þau em orðin nokkur árin, síðan við Gerður kynntumst fyrst. Ég að staulast á vegi trúarinnar, dreng- stauli í Vesló sem oft leit við í búð- inni hjá henni á leið í skólann. Og oft vom málin rædd, stundum leng- ur en góðu hófi gengdi. Það sem oftast bar á góma vom trúmál. I sjálfu sér ekkert undarlegt, Gerður og maður hennar bæði trúuð. Og fyrir drengnum lukust upp nýir heimar. Síðar skildust leiðir í nokkur ár. Drengstaulinn hélt sig vera orðinn fullorðinn og yfir öll trúmál hafinn. En viti menn, snemma árs 1983 lágu leiðir aftur saman. Og í Gerði fann ég ómetanlegan vin. Alltaf var hægt að ræða vandamál líðandi stundar við Gerði. Ég man bréfín hennar. Hreinir gullmolar. Þau vom lesin, geymd, lögð til hliðar og svo lesin aftur og aftur. Hún reyndist mér stuðningur á erfíðum tíma. Sjálfsagt meiri stuðningur en hana nokkum sinni óraði fyrir. Og það þrátt fyrir veikindi hennar. Og það er sú Gerður sem ég vil minnast hér og nú. Hér í Noregi notar Hjálpræðis- herinn orðtak um látna hermenn, sem hljóðar svo: Forfremmet til Herligheten. Þetta er næsta óþýð- anlegt, en ég vil þó nota þessi orð um Gerði. Hennar lífí og baráttu er lokið á jörðu, og sigurlaunin bíða hennar. Eins og stendur í Ritning- unni: Sælir em þeir sem boðnir em í brúðkaupsveislu Lambsins. Ásgeiri, Óla Jóni, og öllum sem um sárt eiga að binda sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Husey, i janúar Magnús. + Eiginkona mín, SIGRÚN STEINÞÓRSDÓTTIR frá Ytri-Grímslœk, andaðist aðfaranótt 17. febrúar. Guðjón Eyjólfsson. t Sambýlismaður minn, faöir okkar og tengdafaöir, SÆMUNDUR GUÐBJÖRN LÁRUSSON, lóst 14. febrúar í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Sigrfður Geirlaug Kristinsdóttir, Hulda Sœmundsdóttir, Gerhard Olsen, Guðlaugur Sœmundsson, Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Kristján Sæmundsson, Guðrún Einarsdóttir, Anna Markrún Sœmundsdóttir, Baldur Þórðarson. + Móðirokkar, fósturmóðir, tengdamóðir, föðursystir og amma, BORGHILD HERNES EINARSSON, Jórufelli 10, ióst í Borgarspítalanum 5. febrúar. Útför hennar hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Alfhlldur Kristfn Fungo, Alfreð H. Einarsson, Pollý A. Einarsson, Karl Einarsson, Svanhvft Einarsson, Einar E. Einarsson, (var H. Einarsson, Hildegunn Werner, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Bergþórugötu 2, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Valgerður Sigurðardóttir, Guðlaugur Eyjólfsson, Þorsteina Sigurðardóttir, Benedikt Hafliðason, Jakob Sigurðsson, Gyða Gfsladóttir, Bárður Sigurðsson og barnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNESHANNESSON bifreiðastjóri, Blönduhlfð 22, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aöstandenda, Hannes Jóhannesson, Svavar Jóhannesson, Jónína Jóhannesdóttir, Már Karisson og bamaböm. + Útför fööur mins, tengdafööur og afa, SVEINBJÖRNS GUÐLAUGSSONAR, fyrrv. bifreiðastjóra á Þrótti, sem andaöist 9. febrúar á Hrafnistu, Hafnarfirði, fer fram miðviku- daginn 19. febrúar kl. 15.00 i Fossvogskirkju. Margrót Sveinbjörnsdóttir, tengdasonur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.