Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.02.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. FEBRÚAR1986 47 Akranes: Jón áttar sig ekki á máthættunni og leikur 36. Kd4?? Eftir 36. Kc6 hefði hann átt að hald jafntefli, þótt hann eigi peði minna. 36. - Hae2, 37. Hxf7? - c5+ og hvítur gafst upp, því hann verður mát eftir 38. Kd3 — H5d3+ Áhorfendur urðu fyrir sárum vonbrigðum með stutt jafntefli í skákinni Browne — Tal. Þeir kappar hafa hingað til verið þekktir fýrir annað en stutt jafntefli. Davíð Ólafsson vann góðan sigur á alþjóðlega meistaranum Gert Ligterink frá Hollandi. Skák dönsku stórmeistaranna, Larsens og Hansens, lauk með sigri krónprinsins yfír kónginum, svo Curt Hansen hefur enn hreint borð. Fimmta umferð: Augu áhorfenda beindust snemma að skák Tals og Jóhanns Hjartarsonar. Tal blés til sóknar eins og hans er vandi, og Jóhann varð að láta sterkasta vamarmann sinn. í skýringasalnum var Jóhann aflífaður í hveiju afbrigðinu á fætur öðru, og þegar menn voru orðnir vonlitlir fýrir hans hönd, fómaði Tal hrók og tók jafntefli með þrá- skák. Hvítt: Mikhail Tal Svart: Jóhann Hjartarson Drottningarindversk vöm 1. c4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. d4 - b6, 4. e3 - Bb7, 5. Bd3 - c5, 6. 0-0 — Be7, 7. Rc3 — cxd4, 8. exd4 — d5, 9. cxd5 — Rxd5, 10. Bb5+ Bc6, 11. Bc4 - 0-0, 12. Hel - Bb7, 13. Bb3 - Rxc3, 14. bxc3 - Rc6, 15. Dd3 - Hc8, 16. Bc2 - g6, 17. Bh6 - He8, 18. Hadl - Dc7,19. Ba4 - Bf6. Nú er komin upp þessi staða úr drottningarbragði. Hvítur hyggur á kóngssókn, en svartur spilar upp á veikleikana í peðastöðu hvíts á drottningarvæng (c3, a2). 20. Rg5 - a6, 21. Dh3 - Bxg5! Svartur getur ekkert annað gert við hótuninni 22. Rxh7 — Kxh7, 23. Bg5+ - Kg7, 24. Dh6+ - Kg8 25. Bxf6 og hvítur mátar. 22. Bxg5-b5,23. Bc2 Nú töldu flestir, að staða Jóhanns væri töpuð. Tal þarf aðeins að koma biskupnum til f6 og drottningunni til h6, en ... 23. - Re7! Nú kemst svarti riddarinn til d5, þar sem hann hefur auga með f6- reitnum. Eftir það verður erfitt fyrir hvítan að halda sókninni áfram, og eftir standa veikleikamir á c3 og a2. Tal er orðinn hræddur og trygg- ir sér jafntefli. 24. Hxe6 — fxe6, 25. Dxe6+ — Kg7, 26. Dg6+ og keppendur sömdu um jafntefli, því Tal skákar endalaust á e6 og f6. Hinn 13 ára gamli Hannes Hlífar Stefánsson vann báðar skákir sínar um helgina. Á sunnudaginn lagði hann alþjóðlega meistarann Sævar Bjamason með miklum fómum. Hvítt: Sævar Bjaraason Svart: Hannes Hlífar Stefánsson Scara-von Hennig bragð I. d4 - d5, 2. c4 - e6, 3. Rc3 - c5!? 4. cxd5 — cxd4, 5. Dxd4 — Rc6, 6. Ddl - exd5, 7. Dxd5 - Bd7, 8. Rf3 - Rf6, 9. Ddl - Bc5,10. e3 —De7,11. a3 Skákfræðin telur 11. Be2 besta leik hvíts í stöðunni. II. - 0-0-0, 12. Dc2 - Kb8, 13. Be2 —g5 Spáð í stöðuna — frá vinstri: Haraldur Blöndal, Iögfræðingur, Ólafur Einarsson, skrifstofumaður, Jón Þorsteinsson, lögfræðingur, Aramundur Bachmann, lögfræðingur, og Leó Júlíusson, fyrrum prófastur. Svartur lætur ófriðlega, enda hefur hann fómað peði fyrir sókn. 14. b4 — g4,15. bxc5 Þessi byijun komst í tísku aftur eftir skák Cebalo og Maijanovic í einvígi um skákmeistaratitil Júgó- slavíu í fyrra. Cebalo lék hér 15. Rd2, en tapaði skákinni eftir miklar sviptingar. 15. — gxf3,16. gxf8 Eða 16. Bxf3 - Rd4, 17. Db2 - Rxf3+, 18. gxf3 — Bc6 og svartur stendur betur. 16. - Dxc5, 17. Bb2 - Ra5, 18. Hcl - Hc8, 19. Bd3 - Dg5, 20. Ke2 - Hhe8,21. h4? Sævari yfirsést aðalhótun svarts, en hann á þegar í miklum erfiðleik- um, t.d. 21. Hhgl — Dh5 o.s.frv. 21. - Hxe3+! 22. Kf 1 Ekki 22. fxe3 — Dg2+ ásamt 23. — Dxhl+ o.s.frv. 22. — Df4,23. Be2 Ekki 23. fxe3 — Dxf3+, 24. Kgl — Hg8+ og svartur mátar. 23. - Hxf3!, 24. Bxf3 - Dxf3, 25. Hgl Hannes hefur nú náð vinnandi sókn og sleppir ekki takinu eftir þetta. 25. - Bf5, 26. Ddl - Bd3+ 27. Re2 - He8,28. Hc2 - Rc4 Hótar 29. — Re3+ 29. Bd4 - Rd5, 30. Hg3 - Rde3+, 31. Kgl - Rxdl, 32. Hxf3 - Bxc2 Svartur á nú mann yfír og Sævar gafst upp níu leikjum síðar. Það er ekki á hveijum degi, sem 13 ára unglingur vinnur alþjóðlegan meist- ara á þennan hátt. Indónesíumaðurinn Utut Adianto hefur verið erfíður stórmeisturun- um í mótinu. Hann hefur unnið Miles og Quinteros og í fímmtu umferð skellti hann heldur „ótukt- arlegri" mannsfóm á Margeir okkar Pétursson, og þvingaði með henni framjafntefli. Hvítt: Adianto Svart: Margeir Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 - Rf6, 2. Rf3 - e6, 3. e3 - c5, 4. Bd3 - d5, 5. 0-0 - c4, 6. Be2 - b5, 7. Re5 - Rbd7, 8. f4 - Re4, 9. Rd2 - Rxe5, 10. fxe5 — Rxd2, 11. Bxd2 — Be7, 12.a4-b4. 13. Bxc4 Þessi fóm kemur eins og þmma úr heiðskíru lofti. Nú getur Margeir ekki komist hjá jafntefli. 13. - dxc4, 14. Df3 - Hb8, 15. Dxf7+ - Kd7, 16. d5 - exd5, 17. Dxd5+ - Kc7, 18. Dxc4+ - Kb7, 19. De4+ - Kc7, 20. Dc4+ - Kb7, 21.De4+ Jafntefli. Framkvæmda- sljóri Skaga- ferða ráðinn ~ Akranesi, 14. febrúar. BÆJARSTJÓRN Akraness hefur samþykkt að láta kanna kosti þess að heimahjúkrun og heimil- ishjálp verði sett undir eina yfir- stjórn. Hjúkrunarforstjóra og félagsmálastjóra er falið að vinna að greinargerð hvernig sé best að standa að þessu máli þannig að þjónustan nýtist sem best og sem gleggst yfirsýn fáist yfir hagi þeirra er njóta þjón- ustunnar. Viktor Guðlaugsson hefur verið ^— ráðinn framkvæmdastjóri Skaga- ferða hf. Viktor, sem er skólastjóri Brekkubæjarskóla, mun starfa í hlutastarfí til að byija með, en í fullu starfí yfír sumarmánuðina. Skagaferðir hf. voru stofnaðar á sl. ári og er markmið félagsins að efla Akranes sem ferðamannabæ, og kemur það því í hlut Viktors að leiða það uppbyggingarstarf. Bæjarstjóm Akraness gerði á fundi sínum 11. febrúar sl. eftirfar- andi samþykkt. Bæjarstjórn Akraness fagnar kaupum Haraldar Böðvarssonar & co. hf. á togaranum Sigurfara II til Akraness. ^g| Eins og bæjarstjóm hefur ítrekað bent á hefur lengi verið ljóst að auka þurfí hráefnisöflun til að halda uppi fullri atvinnu í frystihúsum bæjarins og er tilkoma þessa skips í flota Akumesinga því fagnaðar- efni. JG Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Þúsundir manna hafa nú þegar klifið okkar frœgu BÓKAFJÖLL SVONA TÆKIFÆRI BYÐST AÐEINS Á TUTTUGU ARA FRESTI Ný íjöll rísa úr djúpunum Þrátt tyrir þessa miklu ásókn hafa þessi fögru fjoll ekkert látið á sjá því við bœtum stöðugt i skörðin og svo skjóta ný fjöll upp kollinum rétt eins og Surtsey þegar hún reis úr djúpinu á sínum tima. Önnur munu hverfa eins og Jólnir Nu er aðeins vika eftir af þessari miklu BOKAFJALLASOLU og auðvitað kemur að því að einhver fjallanna mun hverfa eins og Jólnir forðum. og komið til byggða með margan góðan einstœðu íjallgöngu í verslun okkar að grip úr þessari Síðumúla 11. Allt að 70% aísláttur Það er því ráðlegt að draga það ekki að hef ja fjaltgönguna þvi fleiri og fleiri eru að átta sig á þeim kostakjörum að fá allt að 70% afslátt af þeim góðu gripum sem eru á boðstólum Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 9-6 nema á laugardögum kl. 10-4 Útsölunni lýkur laugardaginn 22. þ.m BOKAUTGAFAN ÖRN & ÖRLYGUR Síðumula 11. sími 84866

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.