Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 Viðræður Arnarflugs og Air Algerie: Alsírmenn segjast enga samninga hafa gert — segir Agnar Friðriksson, forstjóri Arnarflugs SAMNINGAMENN ArnarHugs ræddu við fulltrúa Air Algerie í Alsír á sunnudaginn um píla- grímaflug og áætlunarflug næsta sumar, sem Amarflug bauð í ásamt 25 öðrum flugfélögum. Flugleiðir eru eitt þessara félaga. Að sögn Sæmundar Guðvinssonar blaðafulltrúa Flugleiða hefur fé- lagið þegar gert rammasamning við Air Algerie um þetta verkefni. Mikið um hettu- og skarlatssótt TÖLUVERÐ brögð hafa að und- anförnu verið að þvi að hettusótt hrjái borgarbúa. Ennfremur hef- ur skarlatssóttar orðið vart í borginni í meiri mæli en vant er. Skarlatssóttinni fylgir eitlastækk- un í hálsi og bólgur auk útbrota. Borgarlæknir, Skúli G. Johnsen, sagði í samtali við Morgunblaðið, að allmargra tilfella hettusóttar hefði orðið vart í borginni að undan- fomu. Vegna þessa væri fullorðnum karlmönnum, sem ekki hefðu fengið veikina, ráðlagt að hafa samband við heimilislækni og með milligöngu hans, láta mótefnamæla sig. Bólu- setning væri svo til reiðu, skorti menn mótefni. Um skarlatssóttina sagði Skúli, að hennar hefði að undanfomu orðið meira vart en vant væri. Skarlatssótt væri í raun tegund hálsbólgu. Henni fylgdu eitlastækkanir í hálsi og bólg- ur í hálsi og koki fyrst í stað auk hita. A síðara stigi veikinnar steypt- ust sjúklingar út í útbrotum um allan skrokk. Þetta væri bakteríusjúk- dómur og ynni pensillín vel á honum. Bólusetning væri ekki möguleg, en mönnum ráðlegt að leita læknis þegar við grun um fyrstu einkenni og fá fyrrgreint meðal við veikinni. Agnar Friðrikssonar forstjóri Amarflugs sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að Alsírmenn hefðu lýst því yfir af gefnu tilefni á sunnu- daginn, að þeir hefðu enga samninga gert. „Þeir sögðust vera að ræða við fáein af þeim flugfélögum sem gerðu tilboð og myndu síðan á grundvelli þeirra viðræðna taka endanlega ákvörðun um hver hreppti hnossið," sagði Agnar. Hann kvaðst ekki vita nákvæmlega hversu mörg félög kæmu til álita, en sagðist halda að þau væru fímm. „Alsírmenn boðuðu til fundarins til að fara yfír tilboð okkar og ræða drög að samningi, sem þeir leggja fram. Sá samningur er í flestum atriðum með svipuðu sniði og sá sem við gerðum við þá í fyrrasumar. Við náðum samkomulagi um nokkur atriði, en önnur ekki eins og gengur á fyrsta viðræðufundi. Þeir kvöddu okkar menn með þeim orðum að næsti fundur yrði um miðjan mars, með þeim aðila sem þeir kjósa að semja við,“ sagði Agnar Friðriksson. Það voru þeir Halldór Sigurðsson og Goði Sveinsson sem ræddu við Alsírmenn fyrir hönd Amarflugs. Sæmundur Guðvinsson sagði að Flugleiðir héldu áfram að undirbúa verkefnið, eins og gert var ráð fyrir í rammasamningnum, sem gerður var fyrir rúmri viku. „Annar fundur með fulltrúum Air Algerie hefur ekki verið boðaður ennþá, en það fer væntanlega að líða að því,“ sagði Sæmundur. Hann sagði aðspurður að rammasamningurinn væri upp- segjanlegur af báðum aðilum. Loðnurannsóknir: Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, um borð i Bjarna Sæmunds- syni. Morgunblaðið/Rafn Ólafsson Næsta vertíð líklega jafngjöful og þessi „MÉR finnst að loknum þessum leiðangri útlit fyrir að næsta loðnuvertíð geti orðið jafngóð og yfirstandandi vertíð. Hins vegar á eftir að fjalla um niður- stöður okkar bæði hjá Hafrann- sóknastofnun og Alþjóða haf- rannsóknaráðinu, þar sem Ólafsvík: Kristófer Þorleifsson efstur í prófkjöri sjálfstæðismanna Ólafsvík, 24. febrúar. PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í Ólafsvík fyrir bæjar- og sveitar- stjórnarkosningarnar í vor fór fram i Mettubúð frá kl. 10.00—19.00 á sunnudaginn. Atkvæði greiddu 58 manns. Urslit prófkjörsins urðu þannig að í fyrsta sæti varð Kristófer Þor- leifsson með 49 atkvæði í fyrsta sæti. í öðru sæti varð Björn Amalds- son með 26 atkvæði í fyrsta og annað sæti og í þriðja sæti varð Margrét Vigfúsdóttir með 22 at- kvæði í fyrsta til þriðja sæti. I fjórða sæti varð Snorri Böðvarsson, ívar Baldvinsson hafnaði í fimmta sæti og þau Kolfínna Haraldsdóttir og Pétur Bogason urðu jöfn að atkvæð- um í sjötta sætinu. Forval Alþýðubandalagsins í Ól- afsvík fór einnig fram á sunnudag- inn. í fyrsta sæti varð Herbert Hjelm, í öðru sæti varð Haraldur Guðmundsson, í þriðja sæti varð Margrét Jónasdóttir. - Helgi ákvörðun um leyfilegan afla verður tekin. Það veltur líka á vaxtarskilyrðum í sumar, hve mikið verður heppilegt að veiða. Niðurstöður um það liggja ekki fyrir fyrr en næsta haust,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur, i samtali við Morgunblað- ið. Hlutur íslendinga úr norsk- íslenzka loðnustofninum á yfir- standandi vertíð var ein milljón lesta. Hjálmar Vilhjálmsson var leiðangursstjóri á rannsóknarskip- inu Bjama Sæmundssyni. Leiðang- urinn hófst 28. janúar síðastliðinn og stóð til 22. febrúar. Markmið hans var að kanna stofnstærð loðn- unnar, sem hrygnir næsta vor, rannsaka ástand sjávar og huga að straumbauj ulögnum. Hjálmar sagði, að loðnuleitin hefði hafízt út af Látrabjargi og síðan hefði verið haldið umhverfís landið og hringnum lokað. Talsvert hefði verið af ungloðnu víða í land- grunnskantinum og við hann frá Halanum að Reyðarfjarðardjúpi. Mest hefði þó verið út af vestan- verðu Norðurlandi, Vestfjörðum og út af Austfjörðum. Það mætti segja, að týndu sauðimir hefðu komið f leitimar í þessum leiðangri og allt benti til þess, að góð vertíð væri framundan. Ennfremur benti flest til þess, að núverandi hrygningar- stofn væri sterkur og hefði ekki verið ofmetinn við ákvörðun heild- arkvóta í haust. Beðizt afsökunar í Morgunblaðinu sl. laugar- dag birtist grein eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson í þætti um Hollustubyltinguna, sem birtur er reglulega hér í blaðinu. í grein þessari vom meiðandi ummæli um Jóhannes Berg- sveinsson, yfírlækni. Það vom mistök af hálfu ritstjómar Morgunblaðsins að birta þessa grein óbreytta. Morgunblaðið biður Jóhannes Bergsveinsson afsökunar á þessum mistökum. Gjaldþrot Pijónastofunnar Kötlu: Sjöundi hver íbúi í Vík í Mýrdal er nú atvinnulaus Hugmyndir uppi um að prjónastofan verði tekin á leigu PRJÓNASTOFUNNI Kötlu, næststærsta vinnuveitanda í Vík í Mýrdal, var lokað síðastliðið föstudagskvöld eftir 15 ára rekstur. Prjónastofan er gjaldþrota. Yfir 30 manns misstu atvinnuna. Þrettán voru fyrir á atvinnuleysisskrá í Vík. Um 50 manns eru því á atvinnuleysisskrá og lætur nærri að það sé sjöundi hver maður. Pijónastofan skuldar um 23 milljónir króna og er það 6 milljónum umfram eignir. Hún er að stærstum hluta í eigu kaupfélagsins, hreppsins og sýslunnar þannig að skellurinn lendir að langmestu leyti á heimamönnum. Uppi em hugmyndir um að einhveijir aðilar taki prjónastof- una á leigu og reki hana áfram og mun það skýrast á næstunni. Ef ekki fínnst lausn á þessum vanda em atvinnuhorfur því held- ur dökkar í þessu 360 manna sveitarfélagi. Sveitarsjóður tapar þriðjungi af tekjum síðasta árs „Þetta er hrikalegt áfall fyrir byggðarlagið," sagði Hafsteinn Jóhannsson sveitarstjóri. „Nú em um fímmtíu manns atvinnulausir héma af um 360 íbúum í hreppn- um. Ef við bemm þetta saman við Stór-Reykjavíkursvæðið, er hlutfallið svipað og allir Kópa- vogsbúar væm atvinnulausir. Sveitarsjóður hefur ábyrgst há lán til fyrirtækisins og tapar um fimm milljónum króna ef lánin falla. Það er hvorki meira né minna en 30% af tekjum sjóðsins í fyrra. Kaupfélagið mun tapa um þremur milljónum og sýslusjóður tveimur. Katla hefur safnað skuldum að undanfömu, sölusamningar fyrir- tækisins em flestir í doliumm og því óhagstæðir þar sem dollarinn hefur staðið hallt upp á síðkastið. Þá hefur Katla gert sölusamn- ing við Árblik og reyndar bauð það fyrirtæki þokkalegt verð. Gallinn er hins vegar sá, að Árblik hefur ekki getað staðið í skilum við Kötlu og skuldar fyrirtækinu tvær til þijár milljónir króna. Vandi Kötlu verður ekki leystur nema með hjálp stjómvalda en við höfum ekki fengið neinar undirtektir á þeim bæ. Ráðamenn em aðeins til viðræðu um stofnun nýs fyrirtækis og það getur tekið langan tíma að byggja upp at- vinnurekstur. En ég vildi gjaman beina því til þeirra, sem eiga peninga, að hér er hægt að fá nóg af góðum ókeypis lóðum undir atvinnurekstur," sagði Hafsteinn. Þingmenn okkar hafa brugðist nÉg er mjög óánægður með hvemig ráðamenn hafa tekið málaleitan okkar um aðstoð. Ég tel að alþingismenn okkar hafí bmgðist," sagði Birgir Hinriksson stjómarmaður í Kötiu. „Við höf- um verið leiddir af eins og böm. Það er talað um nýja starfsemi og ný fyrirtæki en að mínu mati er það nánast út í hött. Það hefur alltaf verið auðveldara að styðja en reisa. Til dæmis tapast við- skiptasambönd og það er hægara sagt en gert að byggja þau upp aftur. Þetta mál er allt alvarlegra vegna þess, að hér var töluvert atvinnuleysi fyrir og sá samdrátt- ur sem er að verða í landbúnaði verkar illa á alla starfsemi í litlu samfélagi sem byggist fyrst og fremst á þjónustu," sagði Birgir Hinriksson. Varla um annað að ræða en flytja brott „Horfumar em vissulega dökk- ar en ekki em öll kurl komin til grafar enn,“ sagði Páll Jónsson formaður verkalýðsfélagsins á staðnum. Það em uppi hugmyndir um, að einhveijir taki Kötlu á leigu en það skýrist ekki fyrr en skiptaráðandi hefur hafíð störf. Það er engin atvinna í sjónmáli fyrir þetta fólk. Og þá er varla um annað að ræða en flytja á brott þangað sem atvinnu er að hafa. Þetta em mest húsmæður sem misstu vinnuna, en eins og kjörin em, getur engin fjölskylda lifað á launum einnar fyrirvinnu. En þá blasir nýr vandi við þessu fólki, það getur ekki losnað við íbúðir sínar. Það fínnst enginn kaupandi," sagði Páll að lokum. Hef mestar áhyggjur af unga fólkinu — segir Edith Dam Ragnarsson verkstjóri „Það steðjar mikili vandi að mörgu fólki í Vík vegna gjaldþrots pijónastofunnar. Þijátíu manns missa þama atvinnu sína á einu bretti, eða fjórðungur vinnufærra manna á staðnum. Það var at- vinnuleysi hér fyrir og ég held að það sé óhætt að segja að útilokað sé fyrir þetta fólk að fá vinnu annars staðar í þorpinu,“ sagði Edith Dam Ragnarsson, sem var verkstjóri hálfan daginn í Pijóna- stofunni Kötlu. „Það er óhætt að segja að fólk sé slegið vegna þessa. Að vísu hefur lengi verið vitað að erfið- leikar vom í rekstri verksmiðjunn- ar, en menn vonuðu sífellt að tækist að leysa þá. Ég hef mestar áhyggjur af því unga fólki sem hefur verið að koma sér upp hús- næði hér í Vík, en neyðist nú til að leita til annarra byggðarlaga eftir atvinnu. Þetta fólk getur varla flutt búferlum, því það fínnst enginn kaupandi að húsum þess,“ sagði Edith Dam Ragnars- son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.