Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 II I ‘ r"r ; LLL i Predrag Nikolic — Júgóslavinn, sem varð sigurvegari og fékk ‘A milljón króna i verðlaun. Morgunblaðið/RAX XII. Reykjavíkurskákmótið: „Hissa að hafna einn í efsta sæti mótsins“ — segir Nikolic eftir sigur sinn á Reykjavíkurskákmótinu Þeir settu mark sitt & Reykj avíkurskákm ótí ð — menn f ramtíðarinnar. Frá vinstri: Davið Ólafsson, Hannes Hlífar Stef ánsson, Þröstur Arnason Júgóslavinn Predrag Nikolic sigraði á XII. Reykjavikurskák- mótinu, sem lauk á sunnudag og hlaut liðlega 500 þúsund krónur i verðlaun. Baráttan um efsta sætið var gifurlega hörð, en sjö skákmenn fylgdu fast á hæla Nikolic með 7 lh vinning og hlaut hver liðlega 120 þúsund krónur í verðlaun — Jóhann Hjartarson, Mikhali Tal, Bent Larsen, Tony Miles, Florin Gheorghiu, Valery Salov og Curt Hansen. Það var ekki fyrr en á níunda timanum á sunnudagskvöldið að Nikolic náði að knýja fram sigur gegn RanHarikjamanninnm Nick De- Firmian og tryggja sér einn efsta sætið. „Heppnin var með mér og raunar er ég hissa að hafna einn í efsta sæti þvi baráttan var gíf- urlega hörð,“ sagði Nikolic að loknum sigri sínum. XII. Reykjavíkurskákmótið var mjög vel heppnað — til leiks voru mættir margir litríkir skákmenn með Tal, Larsen og Miles í broddi fylkingar. íslenskir skákmenn stóðu sig vel og voru í baráttu um sigur og þrír höfnuðu í verðlaunasæti. Jóhann Hjartarson í 2—8. sæti með 7 ‘A vinning og Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason fylgdu fast á eftir með 7 vinninga. Fram komu ungir og efnilegir skákmenn sem gefa fyrirheit um bjarta framtíð. Davíð og Þröstur Þórhallsson. Ólafsson náði sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli, Þröst- ur Þórhallsson var feti frá þvl en tapaði fyrir stórmeistaranum Yass- er Seirawan í síðustu umferð og tveir 13 ára piltar, Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Ámason sýndu að þrátt fyrir ungan aldur sóma þeir sér vel I öflugu alþjóðlegu móti. Mótstjóm var til fyrirmyndar — svo mjög að bandarískur móts- haldari The New York Open kom til þess að fylgjast með framgangi mótsins. Fyrsta opna mót Nikolic Þrátt fyrir sigur í mótinu veittu áhorfendur Nikolic lengst af litla athygli. Einn spáði honum þó sigri í upphafí móts, en það var Jóhann Hjartarson. „Eftir tvær umferðir spáði ég Nikolic sigri f mótinu — taflmennska hans var mjög traust og verðskuldaði sigur," sagði Jó- hann. En Nikolic taldi sjálfúr að hann hefði verið heppinn. „Égtefldi ekki vel í flóram síðustu umferðun- um — fannst þreytu vera farið að gæta,“ sagði Nikolic og bætti jafn- framt við að þetta væri í fyrsta sinn, sem hann tæki þátt í opnu skák- móti. „Mér líkar ekki að tefla í svona móti — tilviljanir ráða of miklu um úrslit," sagði Nikolic. Jóhann ánægður Jóhann Hjartarson var ánægður með sinn hlut. „Ég er ánægður með taflmennsku mína, það skiptir mestu,“ sagði hann og bætti við „vonandi að lægð, sem ég hef verið í eftir að stórmeistaratitillinn var í höfn, sé að baki. Það er algengt að ungir skákmenn slaki á eftir að þessi áfangi er í höfn. Era ekki eins hungraðir í sigur, en hin slæma frammistaða mín í landskeppni Norðurlanda og Bandaríkjanna hristi upp í mér.“ Gheorghiu á bannlista Helgi Ólafsson var ómyrkur í máli í garð rúmenska stórmeistar- ans Gheorghiu. „Það á að útiloka hann frá þátttöku í mótum hér. Maðurinn er sífellt vælandi um jafntefli, bæði í skákum og fyrir skákir. Er eins og beiningakerling í S.-Ameríku. Hann hringdi í Larsen fyrir viðureign þeirra og bauð jafn- tefli og þegar þeir settust að borði, þá endurtók Gheorghiu boðið. Lar- sen reiddist og húðskammaði Rúm- enann. Ég var þarna á næsta borði og átti að tefla við Jóhann. Þessi uppákoma setti mig úr jafnvægi og raunar Larsen líka, sem tefldi mjög illa. Ég tefldi afleitlega gegn Jó- hanni — valdi byijun, sem ég hafði alls ekki ætlað að tefla og tapaði. Það á að gera þennan mann útlæg- an — hann eyðileggur skákmóral. Gheorghiu er þekktur í skákheimin- um fyrir þessa iðju,“ sagði Helgi. „En ég er ánægður með frammi- stöðu mína í mótinu og ánægjulegt er að sjá Jóhann tefla eins og hann á að sér. íslensku skákmennimir stóðu sig vel, en Margeir var með nokkurs konar „stórmeistaratimb- urmenn". Ég náði mikilsverðum áföngum — vann í fyrsta sinn sov- éskan stórmeistara þegar ég lagði Geller að velli, sigraði Alburt og þó ég hafi ekki unnið mótið, þá brást ég ekki heldur — tefldi traust út í gegn og það er allnokkuð," sagði Helgi Ólafsson. Tilraunastarf semi Margeirs „Ég tefldi ekki af nógu miklu öryggi eða grimmd og var með of mikla tilraunastarfsemi. Það er eins og maður slaki á nú þegar stór- meistaratitill er I höfn,“ sagði Margeir Pétursson. „En mótið var ffábærlega vel heppnað og undir- strikar sterka stöðu íslenskra skák- manna, þó ég auðvitað hefði viljað minn hlut betri. Við áttum menn I toppbaráttu og ánægjuleg tíðindi vora frammistaða okkar ungu skák- manna og áfangi Davíðs Ólafssonar að alþjóðlegum titli. Þetta undir- strikar, að breidd meðal íslendinga er að aukast, en það hefur helst skort á,“ sagði Margeir Pétursson. Reiði Reshevskys Almenn ánægja var með frammi- stöðu ungu skákmannanna og beindust augu manna þá einkum að Davíð Ólafssyni, Þresti Þórhalls- syni, Hannesi H. Stefánssyni og Þresti Ámasyni. Þessir ungu skák- menn unnu athyglisverða sigra og gerðu mörgum snjöllum skákmann- inum grammt í geði. Þannig sópaði bandaríski öldungurinn og stór- meistarinn Samúel Reshevsky mönnunum af borðinu í reiði sinni eftir að Þröstur Þórhallsson hafði unnið hann á giæsilegan hátt. Það fór greinilega f skapið á Reshevsky. Og í síðustu umferð tefldi Þröstur við Yasser Seirawan, næststiga- hæsta mann mótsins. Þröstur sýndi honum hæfílega virðingu og fómaði peði, en varð að lúta í lægra haldi. Kom mér á óvart „Þessi árangur kom mér á óvart," sagði Davíð Ólafsson, 17 ára nemandi í Verslunarskóla ís- lands, eftir að hafa náð sínum fyrsta áfanga að alþjóðlegum meistaratitli með því að gera jafntefli við Banda- ríkjamanninn Donaldsson, en áður hafði hann lagt að velli bandaríska stórmeistarann Walter Browne og hollenska alþjóðlega meistarann Ligterink. Fyrir Reykjavíkurskákmótið setti Hannes Hlífar Stefánsson sér það markmið að ná 5 V2 vinningi út úr sínu fyrsta alþjóðlega móti. Og hann stóð við það, en meðal góðra úrslita hans má nefna sigur gegn Sævari Bjamasyni ogjafntefli gegn bandaríska stórmeistaranum Boris Kogan. „En ég er svolítið hissa að hafa náð þessu markmiði," sagði hann. Hannes Hlífar hefur nú 2.375 Elo-stig, sem mun vera það hæsta Elo-stigum sem nokkur 13 ára unglingur hefur náð og era þá taldir til sögunnar skákmenn á borð við Nigel Short, Garri Kasparov og Bobby Fischer._ Þó Þröstur Ámason sem eins og Hannes er 13 ára gamall, hafí ekki náð nema 3 ‘/2 vinning þá getur hann vel við unað. Hann var óhepp- inn í skák sinni við Indónesann Utut Adianto þegar hann lék betri stöðu í tap. „Ég lék ónákvæman biskupsleik og þar með var ósigur óumflýjanlegur," sagði Þröstur. En meðal góðra úrslita hjá honum má nefna jafntefli gegn Finnanum Yijola, sem hafnaði í efstu sætum. Sigurvegari mótsins — Nikolic var sammála öðram keppendum um, að framtíð skáklistarinnar á íslandi væri björt. „Þið eigið nú þegar snjalla skákmenn, sem virð- ing er borin fyrir og trúðu mér — íslendingar eiga eftir að verða ennþá sterkari," sagði Nikolic. - HH. Úrslití 10. umferð Úrslit í 10. umferð á laugardag. Valery Salov — Mikhail Tal 'h—'h Bent Larsen — Anthony J. Miles 'h—'h Predrag Nikolie — Florian Gheorghiu 'h—'h Curt Hansen — Jóhann Hjartarson 'h—'h Larry Christiansen — Robert Byme 'h—'h Efim Geller — Lev Alburt 'h—'h Niek De Firmian — Karl Dehmelt 1—0 Miehael Wilder — Hclgi Ólafsson 'h—'h Anatoly Lein — Sergey Kudrin 'h—'h Paul Sterren — Miguel A. Quinteros 'h—'h Maxim Dlugy — Karl Þorsteins 'h—'h Harry Sehussler — JónLÁmason 0—1 John P. Fedorowiez — Vitaly Zaltsman 1—0 Jouni Y ijola — Guðmundur Siguijónss. 1 —0 Utut Adianto — Boris Kogan 1 —0 Samuel Reshevsky — Þröstur Þórhallss.O—1 Erie Schiller — Gert Ligtemik 0—1 Y asser Seirawan — Thomas Welin 1—0 John W. Donaldson —Joel Benjamin 1—0 Margeir Pétursson — Antti Pyhala 1—0 Walter Browne — Davíð Ólafsson 0—1 Carsten Hoi — Björgvin J ónsson 1 —0 BenediktJónasson — Sævar Bjamason 1—0 LárusJóhannesson — Jens Kristiansen 0—1 Larry A. Remlinger — Bragi Halldórss. 1—0 HansJung — Þorsteinn Þorsteinsson ‘h—'h Haukur Angant. — Hannes Stcfánss. 0—1 Ásgeir Þór Amas. — Andrew Karklins 1 —0 Jóhannes Ágústss. — Hilmar Karlss. '/i—'h Karl Burger — Jón G. Viðarsson 'h—'h Dan Hansson — Þröstur Ámason 1—0 Kristján Guðm. — Róbert Harðars. 0—1 Tómas Bjömsson — JuergHerzog 'h—'h Guðmundur Halldórss. — Ámi Á.Ámas. 1 —0 Ólafur Kristj. — Haraldur Haraldss. 0—1 Áskell Ö. Káras. — Guðmundur Gfslas. 0—1 Leifur Jósteinss. — HalldórG. Einarss. 0—1 Úrslit í 11. umferð Mikhail Tal — Florin Gheorghiu '/e—'/2 V alery Saloy — Bent Larsen V2—'/2 Nick De Firmian — Predrag Nikolie 0—1 Lev Alburt — Curt Hansen '/2—‘/2 Jóhann Hjartars. — Larry Christians. W2—W2 Anthony J. Miles — Robert Byme 1 —0 Helgi Ólafsson — Efim Geller 1 —0 Anatoly Lein — Jouni Yijola 0—1 Miguel A. Quinteros —Sergey Kudrin 0—1 Jón L Árnason — Karl Þorsteins. 1—0 Kari Dehmelt — John P. Fedorowicz 0—1 Gert Ligterink — Utut Adfianto V2—V2 Michael Wilder — Paul van der Sterren 0—1 Þröstur Þórhallss. —Yasser Seirawan 0—1 Margeir Pétursson — Maxim Dlugy V2—V2 Davíð Ólafss. — John W. Donaldson V2—V2 Guðmundur Siguijónss. — Carsten Hoi 1 —0 Jens Kristians. — Boris Kogan W2—W2 Larry A. Reml. — Samuel Reshev. Vt —V2 Benedikt Jónass. — Harry Schussler V2—V2 Vitaly Zaltsm. — Hannes H. Stefánss. Vt—V2 Eric Schiller — Hans Jung 1—0 Joel Benjamin — Ásgeir Þór Ámason 1 —0 Björgvin Jónsson — Walter Browne W2—W2 Thomas Welin — Dan Hansson 1 —0 Þorsteinn Þorsteinsson — Antti Pyhala 0—1 Sævar Bjamas. — Guðm. Halldórss. Wt — V2 Jón G. Viðarsson — Róbert Harðarson 0—1 Bragi Halldórsson — Hilmar Karlsson V2—V2 Lárus Jóhannesson — Karl Burger 0—1 JuergHerzog — Jóhannes Ágústsson V2—V2 Andrew Karklins — Haraldur Haraldss. 1—0 Tómas Bjömsson — Haukur Angantýss. W2—W2 Ámi Armann Ámas. — Þröstur Ámas. 1 —0 Guðmundur Gíslas. — Ólafiir Kristjánss. 1—0 IlalldórG. Einarss. — Krisy. Guðmundss.'/t—V2 Leifur Jósteinss. — Áskell Om Káras. V* —Wt Fyrirliggjandi í birgðastöð Galvaniserað plötujárn * ST 02 Z DIN 17162 W Plötuþykktir: 0.5-2mm Plötustærðir: 1000 x 2000 mm og 1250 x 2500 mm SINDRA. ,STÁLHF Ðorgartúni 31 sími 27222

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.