Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 12
12 29555 Skoðum og verðmetum eignir samdægurs 2ja herb. íbúðir Boðagrandi. 65 fm íb. á 2. hæð. Vönduð eign. Verð 1800 þús. Miðvangur. 2ja herb. 65 fm íb. á 7. hæð. Verð 1600 þús. Hamraborg. 2ja herb. 65 fm íb. á 8. hæð. Verð 1650 þús. Bergstaðastræti. 2ja herb. 40 fm ib. ájarðhæð. Efstasund. 2ja herb. 60 fmiþ. i kj. Verð 1300 þús. Kambasel. Glæsil. 2ja herb. 75 fm íb. á jarðh. ásamt 28 fm bílsk. Verð2150 þús. Kriuhólar. 2ja herb. 50 fm ib. á 2. hæð. Verð 1400 þús. Gunnarssund Hf. 2ja-3ja herb. 55 fm íb. í risi. Góður garður. Mjög snyrtileg eign. Verð 1200-1300 þús. Blönduhlið. 70 fm vönduð ib. í kj. Verð 1500þús. 3ja herb. íbúðir Ásbraut. 3ja herb. 85 fm íb. á 3. hæð. Góðar innr. Verð 1850 þús. Vesturbær. 3ja herb. 100 fm ib. á 2. hæð. Verð 2,1-2,2 millj. Hringbraut. 3ja herb. endaib. á 1. hæð ásamt aukaherb. í risi. Verð 1850 þús. Álfhólsvegur. 3ja herb. 75 fm íb. á 1. hæð ásamt 25 fm bílsk. Verð2,1 millj. Rauðalækur. 3ja herb. 84 fm ib. á jarðhæð. Sérinng. Mikið end- urn. eign. Verð 2,1 millj. Lundarbrekka. 3ja herb. 90 fm íb. á 3. hæð. Suðursvalir. Sér- inng. afsvölum. Verð2,1 millj. Laugarnesvegur. 3ja herb. 85 fm íb. á 2. hæð. Mikið endurn. eign. Verð 2,1 millj. Lækjargata Hafn. 80 fm íb. Verð 1400 þús. Holtsgata. 3ja herb. 80 fm ib. í kj. Sérinng. Verð 1650-1700 þ. 4ra herb. og stærri Hvassaleiti. 4ra herb. 110 fm ib. á 4. hæð ásamt bílsk. Verð 2,6-2,7 millj. Háaleitisbraut. 4ra herb. 120 fm íb. á jarðhæð ásamt 30 fm bílskúr. Eignaskipti möguleg. Maríubakki. 4ra herb. 110 fm íb. á 2. hæð. Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Verð 2,3 millj. Álfaskeið. 5 herb. 136 fm íb. á 1. hæð. Bílsk.réttur. Verð 2,6 millj. Kársnesbraut. 140 fm sérhæð ásamt bilskúr. Mögul. skipti á minna. Lindargata. 4ra herb. 100 fm íb. á 1. hæð. Sérinng. 50 fm bilsk. Verð 2,5 millj. Kópavogur — austurbær: Vor- um að fá í sölu 150 fm efri sér- hæð. Mjög gott útsýni. Verð 3,5-3,6 millj. Flókagata. 4ra-5 herb. 120 fm íb. á 1. hæð. Sérinng. Verð 3,5 millj. Laugateigur. 4ra-5 herb. sér- hæð ásamt 45 fm bílsk. Eigna- sk. mögul. Verð 3,5 millj. Nýbýlavegur. Sérhæð 130 fm. Glæsileg eign með nýjum innr. ásamt 32 fm bilskúr. Eignask. möguleg. Langholtsvegur. 4ra herb. 120 fm snyrtileg ib. á 1. hæð. Mögul. skipti á minna. Grænatún. Vorum að fá í sölu 147 fm efri sérhæð ásamt bil- skúr. Verð 3-3,1 millj. Álfhólsvegur. 4ra herb. 100 fm efri séríb. í tvíb. Sérinng. Bílsk.- réttur. Verð 1900 þús. Raðhús og einbýli Suðurhlíðar. Vorum að fá í sölu 286 fm einb.hús á þremur pöll- um ásamt 42 fm bílsk. Afh. fokhelt í maí. Eignask. mögul. Réttarholtsvegur. 130 f m endaraðhús. Æskileg skipti á 3ja herb. íb. Verð 2,5 millj. Norðurtún Álft. Vorum að fá i sölu 150 fm einb.hús ásamt rúmg. bílsk. Allt á einni hæð. Eignask. æskileg. Álftanes. Vorum að fá í sölu 170 fm einbýli á tveimur hæð- um ásamt bílsk.plötu. Möguleg skipti á minni eign. Seljahverfi. 2 X 153 fm einb. á tveim hæðum. Bilsk. Sk. mögul. EIGNANAUST BóteUtertittð • — 108 Reykjavfk — timw 2*555 - Hrolfuf Hjaltason vtöskiptalruöinguf / MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 Aðstandendur sýningarinnar. Mikilvæg skilaboð Leiklist Bolli Gústavsson í Laufási Leikfélag Öngulstaðahrepps og Ungmennafélagið Árroðinn Kviksandur Höfundur: Michael V. Cazzo Þýðandi: Ásgeir Hjartarson Leikstjóri og hönnun leikmynd- ar: Þráinn Karlsson Lýsing: Halldór Sigurgeirsson Því hefur oft verið haldið fram, að betra sér að lesa eitt vandað ritverk, þótt svo margslungið og torráðið sé, að langan tíma taki að hafa sig í gegnum það, en að lesa á sama tíma tugi léttvægra skemmtirita, jafnvel þótt í þeim sé fróðleik að finna. Átökin við djúpsett ritverk efla andlegan þroska lesandans og veki fijóa hugsun. Ekki er ástæða til að bera brigður á réttmæti þessarar skoðunar, en margt bendir eftir- takanlega til þess, að tíðarandinn sé henni öndverður og beri þá fyrir sig tímaskort. Þessi kenning um þroskavænleg átök við djúp- færinn texta kom mér í hug, þegar ég sat í þunnskipuðum sal í félags- heimili Öngulstaðahrepps (skammt innan Akureyrar) og fylgdist með sýningu á Kviksandi eftir bandaríska rithöfundinn Michael V. Cazzo í úrvalsþýðingu Ásgeirs Hjartarsonar. Þótt ég minnist frábærrar sýningar Leik- félags Reykjavíkur á þessu mergj- aða verki veturinn 1961—’62, þar sem Steindór Hjörleifsson vann minnisstæðan leiksigur, þá kom það alls ekki í veg fyrir, að ég nyti þessarar sýningar áhugafóiks í sveitinni, sem notar stopular tómstundir frá brauðstriti til þess að takast á við vandasamt verk- efni. Mörgum mun þykja það frá- leitt, að ólærðum og lítt sviðsvön- um leikmönnum geti tekist að skila viðunandi árangri, þegar um svo átakamikið leikrit er að ræða. Þráinn Karlsson hefur sýnilega ekki slegið slöku við leikstjómina og þrautæft hópinn án nokkurrar vægðar. Það liggur við að hægt sé að jafna hlutskipti hans við undirbúning tónleika þar sem hljómsveitarstjórinn þarf fyrst að kenna meðlimum hljómsveitarinn- ar á hljóðfærin. Leikni og tækni eru miklum takmörkunum háðar, en tilfinningin og viljinn eru greinilega í lagi. Þótt Eyflrðingar og Akureyringar sjái ekki sóma sinn í að íjölmenna á þessa at- hyglisverðu sýningu í Freyvangi, þá er hægt að hugga sig við það, að þetta viljasterka fólk á sviðinu, sem glímir við margslunginn vanda, hlýtur að njóta þess sjálft og hafa af því þann andlega hagnað, sem hvorki mölur né ryð fá eytt. Vert er að vekja athygli á því að leikritið fjallar um eitur- lyfjaneyslu, um þann ógnvald, sem á næstliðnum árum hefur færst í aukana í þjóðfélagi okkar. Michael V. Cazzo dregur upp raunsanna mynd af fínkiefna- vandanum. Þess vegna er ærin ástæða til að vekja athygli for- ráðamanna skóla og æskulýðs- samtaka við Eyjafjörð og í ná- grannahéruðum á framtaki Leik- félags Öngulstaðahrepps og Ung- mennafélagsins Árroðans. Leik- sýning þeirra á erindi við ungt fólk og tekur fram fræðsluerindum og prédikunum um þennan geigvæn- lega vanda. Sem fyrr getur eru leikarar áhugafólk úr ýmsum stéttum. Stefán Gunnlaugsson leikur Jonni Pope, eiturlyQaneyt- andann, og sýnir örvæntingarfulla baráttu hans á næsta sannfær- andi hátt. Celiu, konu hans, leikur Anna Ringsted af hófsemi og einlægni. Leikur Jóhanns Jó- hannssonar í hlutverki Polo Pope er skemmtilegt dæmi um ófyrir- séða birtingu góðra hæfileika. Á ég bágt með að trúa því, að tilvilj- un ráði því hversu vel honum tekst að túlka Polo með öllum blæbirgð- um eins og um sviðsvanan at- vinnuleikara sé að ræða. Leifur Guðmundsson leikur föður þeirra bræðra af varkámi og gætir þess að slá einungis þá strengi, sem hann telur sig_ ráða við. Aðrir leikarar eru Ámi Sigurðsson, Stefán Ámason, Birgir Jónsson og Jóhanna Valgeirsdóttir. Tókst þessu ágæta fólki að ná þeim árangri, að sýningin hlýtur að vekja áhorfendur, bæði unga og aldna, til íhugunar um þann vá- gest, sem nú bíður færis í öllum héruðum þessa lands, að hremma sem flest fómardýr. í for með mér fram í Fjörð voru tveir ungl- ingar og í samtali við þá komst ég að raun um, að leiksýningin í Freyvangi hafði vekjandi og já- kvæð áhrif á viðhorf þeirra. Ástæða er til að óska Þráni Karlssyni og liði hans til hamingju með athyglisverða leiksýningu og hvetja fólk til þess að veija kvöldi í Freyvangsleikhúsinu. Ljósbrot Myndlist Valtýr Pétursson Ljósmyndasýning framhalds- skólanemenda stendur nú yfir í Ásmundarsal við Freyjugötu. Þar er mikið um að vera og urmull ljós- mynda upp um alla veggi í orðsins fyllstu merkingu. Það eru hvorki meira né minna en 116 myndir á þessari sýningu, og ættu menn að finna sitthvað við sitt hæfi þar á veggjum. Þátttaka er úr flestum framhaldsskólum landsins, og sýnir það mikinn áhuga á ljósmyndum meðal nemenda í þessum skólum. Það mætti benda á mörg verk á sýningu þessari, sem bera merki þess, að listrænn hugur er að baki margra þeirra mynda, sem valdar hafa verið til sýningar í þetta sinn, en hér mun vera um aðra sýningu af þessu tagi að ræða, og virðist hér vera að skapast hefð, sem gæti átt sér mikla framtíð. En tíminn verður að skera úr um þetta atriði, og það eina, sem unnt er að gera í því sambandi, er að örva þessa starfsemi og styðja við bakið á hinum ungu ljósmyndurum. Snotur sýningarskrá er með þessari sýningu, og þar er formáli, sem leggur áherzlu á, að ljósmynd- un sé listræn starfsemi, en einmitt þetta sannast ágætlega á þessari sýningu. Það er nú almennt viður- kennt, að listrænn þáttur ljósmynd- unar á ekki hvað minnstan þátt í því, hvað þessi iðja er stunduð af mörgum á þeirri tækniöld, sem við lifum á, og meira að segja hér hjá okkur hefur sýningum á ljósmynd- um stórfjölgað að undanförnu. Ekki sízt er það áhugavert að sjá, hvað þetta unga fólk leggur til málanna á þessu sviði, er umræða um vanda- mál unglinga er orðin daglegur viðburður í fjölmiðlum landsins. Það er ætíð uppbyggilegt til þess að vita, að ungt fólk hefur hug og dug til að fást við listræn störf, og það blasir við manni á þessari sýningu í Ásmundarsal. Ég er ekki viss um að hafa skoð- að þessa sýningu nægilega vel, en það er svolítið erfitt, þar sem myndimar eru svo margar. Því vaknar sú spuming, hvort ekki hefði verið betra að velja færri verk og vanda betur til valsins, en ekki ætla ég að leggja neinn dóm á það atriði, minnist aðeins á þetta hér, svo að aðstandendur næstu sýning- ar geti ef til vill íhugað það mál, þegar tímabært verður. Eg hafði skemmtun af að sjá verk þessa unga fólks, þakka ánægjulega stund og lýsi þvf yfir, að það er vei þess virði að skoða það, sem er á veggjunum í Ásmundarsal þessa dagana. Musica Nova Tónlist Jón Ásgeirsson Ármenn íslenskrar tónlistar, félagamir í Musica Nova, stóðu fyrir tónleikum í Norræna húsinu sl. sunnudag og komu þar fram Elísabet Erlingsdóttir og Kristinn Gestsson. Á efnisskránni voru sönglög eftir Leif Þórarinsson, Charles Ives, Þorkel Sigurbjöms- son, Ravel og Bartok. Tvö fyrstu lögin, eftir Leif Þórarinsson, eru frá árunum 1958, samin við kvæði eftir Tómas Guðmundsson, og bera þess merki að höfundur þeirra er að leita fyrir sér um tján- ingaleiðir. Furðulegasti tónhöf- undur Bandaríkjanna, Ives, átti lagaflokk og hjá Ives getur allt skeð. Fyrsta lagið, The Cage, er að nokkru leyti atónalt, annað lagið, At the River, er tóntegunda- bundið alþýðulag, það þriðja, The Indians, er nærri því að vera „impressionismi", það íjórða, Like a sick Eagle, dapurlegt, fimmta lagið, Anna Street, er amerískt leikhús og lagaflokkurinn endar svo á hugljúfu þjóðlagi. Allt þetta leikur Ives með á skemmtilegan máta. Lög handa litlu fólki, eftir Þorkel Sigurbjömsson, við texta eftir Þorstein Valdimarsson vom næst á efnisskránni. Lögin em stutt og einfold í gerð og á köflum skemmtilegur leikur í þeim, sem Elísabet náði ekki fyllilega að laða fram. Sama má segja um Lögin eftir Ravel og Sveitalífsmyndir Bartoks. Þrátt fyrir þétta og hljómsterka rödd, vantaði stund- um herslumuninn, t.d. í Brúð- kaupslaginu og strákadansinum. Þetta er ef til vill vegna þess að Elísabet hættir til að hafa lögin í hægara lagi, í stað þess að sleppa fram af sér beisli ögunar og láta guð og lukkuna ráða, því ekki kastar hún til höndunum varðandi undirbúning og er auk þess vel kunnandi. Undirleikari var Krist- inn Gestsson og var hann samtaka Elísabetu um varfæmislegan en vandaðan flutning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.