Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÖAR1986 í aðgerðinni. Skipveijar á Sindra ganga frá hluta aflans i gám. Morgunblaðið/Sigurgeir Ufsaflökin á færibandið. V estmannaeyjar: Vertídin fer róleffa af stað Vestmannaeyjum, 20. febrúar. Vestmannaeyjum, 2 ___ VETRARVERTÍÐIN hefur farið frekar rólega af stað og engin uppgrip verið í afla það sem af er. Ekki er þó merkjanleg nein tilfinnanleg svartsýni meðal sjómanna þegar rnálin eru rædd á bryggjunum. „Þetta getur blossað upp þegar minnst varir,“ sagði veraldarvanur sjómaður í bryggjuspjalli við fréttaritara Morgun- blaðsins. Afli netabáta hefur verið frekar tregur en það hafa verið veruleg dagaskipti hjá þeim sumum hverj- um. Rekið í góðan róður einn daginn en tregafiskirí þann næsta. Þessa vikuna hefur einn bátur borið af öðrum hvað afla- brögð áhrærir. Það er Valdimar Sveinsson Ve. sem á mánudaginn landaði 6 tonnum, var daginn eftir inni með 17 tonn og í gær bættu þeir á Valdimar Sveinssyni um betur og lönduðu 23 tonnum. Uppistaðan í aflanum var ufsi en engu að síður góður afli á stuttum tíma. Sömu sögu er að segja af troll- bátum, frekar tregur afli en dag og dag er sett í ágætan afla. Um daginn gaus upp allgóð ýsuveiði hér rétt vestur af Hamrinum á Heimaey. Þetta skot stóð stutt en gaf vel af sér. Annars er nokkuð erfitt að fá aflatölur troll- bátana því þeir setja svo til allan sinn afla í gáma fyrir erlendan markað. í dag, fímmtudag, er hér svokallaður „gámadagur", en á þessum degi fara héðan vikulega flutningaskip með ferskan físk í gámum til Evrópuhafna. Togararnir hafa aflað ágætlega upp á síðkastið og komið þétt inn til löndunar. Hefur orðið ánægju- leg breyting til batnaðar á afla- samsetningu togaranna, uppistað- an í afla þeirra verið þorskur og ýsa. I þessari viku lönduðu fjórir togarar. Sindri 130 tonnum, Klakkur 120 tonnum, Gideon 65 tonnum og Vestmannaey 80 tonn- um. Úr afla Sindra, Gideons og Vestmannaeyjar fór einn gámur, um 15 tonn, frá hveiju skipi á erlendan markað. — hkj. RT-kerfin Lausn á tölvuvæðingu í ÚTGERÐAR- OG FISKVINNSLU- FYRIRTÆKJUM í rúman áratug höfum við einbeitt okkur að ráð- gjafarþjónustu við útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki. Á þessum árum hefur safnast saman hjá okkur ómæld þekking á þörfum þessara fyrirtækja. Við höfum lagað okkar eigin tölvuhugbúnað að þessum þörfum og fylgst með nýjungum sem hafa komið á hug- búnaðarmarkaðinn. Nú eru yfir 20 slík fyrirtæki tölvuvædd með fjöl- breyttu RT-kerfunum okkar og fleiri viðskiptavinir fimmtudag 2 • • Hefst kOO-1-'1- bætast stöðugt í hópinn. Hafðu samband ef þú vilt notfæra þér þessa reynslu okkar. i rekstrartækni hf. Tækniþekking og tölvuþjónusta. Siðumúli 37. 108 Reykjavík. sími 685311 Gólfklæðningadeild Byggingamarkaðsins. Byggingamarkaðurinn; Verzlun Slippfélagsins breytir um svip og eykur þjónustu VERZLUN Slippfélagsins í Reykjavík hefur verið starfrækt í um 70 ár og stöðugt tekið breytingum og verið sniðin eftir þörfum viðskiptavina félagsins eins og unnt hefur verið. Enn hefur verzlunin tekið verulegum stakkaskiptum og heitir nú Byggingamarkaðurinn. Þjónusta og úrvai verzlunarinnar hefur verið aukið til muna og áherzla lögð á þjónustu við húsbyggjend- ur, til dæmis hvað varðar viðhald gamalla húsa og innréttingar og frágang nýrra. Mikil áherzla er lögð á vegg- og gólfklæðningar úr náttúrulegum efnum. 7 gerðir af panel eru til á lager, en auk þess veitir verkstæði Byggingamarkaðsins þá þjónustu, sem óskað er í gerð slíkra vegg- klæðninga. A sama hátt verður sala og afgreiðsla á hurðum, glugg- um og tilheyrandi fylgihlutum. Talsvert úrval af náttúrulegum gólfefnum er fáanlegt í verzluninni, sem hefur verið breytt á þann hátt, að parkett og flísar eru lagðar á fleti á gólfi hennar þannig að við- skiptavinir eiga auðvelt með að sjá hvemig flísar og parkett kemur út á gólfunum. Parkettið er fáanlegt í ýmsum þykkktum, allt upp í 6 sentímetra og gegnheilt. Meðal parkett-tegunda, sem markaðurinn hefur á boðstólum er Trip-Trap, gegnheilt og slitsterkt og hefur slíkt parkett meðal annars verið lagt á gólf Dómkirkjunnar í Reykjavík. Byggingamarkaðurinn selur eins og áður ýmsar aðrar byggingavör- ur, málningu og verkfæri. Slipp- félagið hefur nýlega tekið að sér umboð hér á landi fyrir vönduð verkfæri fyrir pípulagningar. Þau eru af gerðinni Rothenberger, fram- leidd af evrópsku fjölþjóðafyrirtæki. Auk þessara breytinga hafa bíla- stæði meðfram Byggingamarkaðn- um verið tryggð viðskiptavinum og auðvelt er fyrir þá, sem þess þurfa, að komast að verkstæði markaðsins til að sækja þá hluti, sem fyrirferð- armeiri eru. Nýr verzlunarstjóri hefur verið ráðinn að Bygginga- markaðnum og heitir hann Markús Hálfdánarson. (Fréttatilkynnin^)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.