Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 Lögregluríki? Bréf til þriggja forseta eftir Þorgeir Þorgeivsson Reykjavík, 17. febrúar 1986 Til Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands, Þorvaldar Garðars Kristjánssonar for- seta sameinaðs þings og Magn- úsar Torfasonar forseta hæstaréttar. Virðulegu forsetar. Það er í nafni réttaröryggis allra þegna lýðveldisins sem ég sný mér til yðar sameiginlega, enda þótt mér sé það vel ljóst að lögsaga um þau mál sem á mér brenna sé ekki í höndum neins yðar né á valdi nokkurs einstaks embættis að bregðast við þeim. Raunar þyrfti hér að vera drengskapar- og sam- viskumálaráðuneyti til að taka á þvílíkum tilvikum. En í fjarveru þess vona ég að þið getið sameigin- lega leyst þann vanda sem við mér blasir og varðar okkur trúlega öll sem hér búum. I vikublaðinu Helgarpóstinum 7. tölublaði 8. árgangs birtist grein á bls. 7 undir fyrirsögninni Stein- grímur og Jón Helgason kaskó- tryggðir. Þar koma fram ásakanir í garð háttsettra ráðamanna sem vissulega eru þess eðlis að sauð- svartur múgamaður eins og ég hvorki vill né heldur má taka af- stöðu til þess hvort farið muni þar með rétt mál eða rangt. Enda njóta ráðamenn vitaskuld sömu réttinda og aðrir þegnar: að teljast saklausir af hvetju ámæli þangað til hið gagnstæða hefur beinlínis verið sannað. En nægir það? Verða ekki þau tilvik stundum að þessi sönnun- arbyrði hljóti að snúast við? Mér sýnist að svo muni a.m.k. um þetta tilvik hér, enda snertir þessi frétt mig persónulega. Ég leyfí mér því að nota mitt eigið dæmi til að út- lista hvað raunverulega er hér á seyði. I fyrmefndri blaðagrein segir orðrétt: „Hinn 11. ágúst síðastlið- inn ítreka fjórmenningamir rann- sóknarbeiðni sína til RLR og segjast vita til þess að rannsóknin hafí verið takmörkuð af RLR og ríkissak- sóknara við eitt tiltekið atriði í máli fyrrverandi deildarstjóra." (Letur- breytingar mínar). Nú vil ég ítreka það að skylda býður mér ótvírætt að rengja þær upplýsingar að ríkissaksóknara- embættið og rannsóknarlögreglan séu að hlífa manni sem gerst hefur sekur um „fjárdrátt og annað mis- ferli“ aukinheldur sem mér ber alveg sérstaklega að rengja þann ótrúlega áburð í garð sjálfs dóms- málaráðherra að hlífð þessi stafí af því að viðkomandi sakborningur hafí á honum tangarhald út á vitn- eskju sína um „lagfæringar" á tjónaskýrslum varðandi bifreið ráð- herrans. Og forsætisráðherra á líka að tengjast þessu máli öllu saman með líkum hætti. Það er vissulega meira en nokkmm manni ber að trúa. Við fyrsta lestur taldi ég meira að segja fjarstætt að slík ásökun gæti í raun verið fram komin, enda mundi það hafa kastað dimmum skugga á veg minn ef minnsta gmnsemd fengi að vakna um þvílíka aðstöðu ráðherrans á þessum tíma (ágúst 1985). Að því vík ég síðar. Þetta varð þó til þess að ég grófst nánar fyrir um heimild- ir fregnarinnar. Og því miður stend ég nú með það í höndunum þau kæmbréf sem til er vitnað í Helgar- póstsgreininni. Og það í kópíum sem ég kann ekki að rengja. Og það virðist rétt farið með tilvitnaðan texta í blaðinu en þó sterkar að orði kveðið fyrr í bréfínu þar sem beinlínis er talað um „skjalafals" og „misnotkun á aðstöðu í starfi". Og staðreynd mun það líka vera að hvorki saksóknaraembættið né RLR hefur sinnt þessari ítrekuðu kæm né heldur svarað kærendum þeim rökum sem á neinn hátt styðji aðgerðarleysi viðkomandi embætta. Því er nú ver og miður. Svo bersýnilega sem það ætti að vera hagur allra að hreinsa ráð- herrana báða og viðkomandi stofn- anir af svo freklegum áburði. Enda getur naumast verið um að ræða neitt réttaröryggi þar í landi sem dómsmálayfírvöld líða þvflíkar gmnsemdir deginum lengur. Og þar tengjast einmitt þessar ótrúlegu ásakanir við mínar sakir. Með því að bendlast við sakadómsmál númer 3445/1985. Nú er sakadómsmál númer 3445/1985 lítið meira en hraðvaxandi aðhlátursefni hverjum þeim sem nennir að kynna sér málavöxtu. Og þeir em trúi ég fáir. En smæð þessa máls verður þó til þess ásamt fleiru, að það sýnist giska hentugt til að skoða, vilji maður kynna sér grundvallaratriði varðandi aðferðir þær í dómsmálum sem hér em undir smásjánni. Ég leyfí mér því að rekja lauslega ganginn í þessu stórhlægilega máli: Upphaf þessa máls var kæmbréf frú Svölu Thorlacíusar á hendur mér vegna greinar sem ég hafði skrifað í Morgunblaðið um lögregl- una og almenningsálitið. Kæmna sendi frúin til ríkissaksóknara fyrir hönd Lögreglufélagsins (sem raun- ar hefur ekki fengist til að staðfesta aðild sína að málinu á síðari stigum þess). Kæran er vitaskuld byggð á misskilningi og takmarkaðri lestr- argetu kæmaðilanna. I grein minni óbrenglaðri hvergi neinn flugufótur undir slíka kæm. Það skildi sak- sóknari undir eins, en vildi þó ein- hverra hluta vegna reyna sig við málið og ráðlagði frú Svölu að brjóta höfundalögin og slíta ein- staka setningarhluta út úr ritverk- inu og skeyta þá saman upp á nýtt Þorgeir Þorgeirsson „En mig skiptir það á hinn bóginn öllu máli að það séu notaðar rétt- ar aðferðir til að koma mér á fæði á Litla- hrauni. Og það á líka að skipta alla þegna samféiagsins máli að þetta sé gert að réttum lögum.“ til að fá þannig sakarefni. Það er gömul og löngu úrelt aðferð ritskoð- ara. Á þetta ráð brá frú Svala og byggði Þórður síðan ákæmna á því lögbroti. Hófst síðan málið fyrir sakadómi í ágústmánuði síðast- liðnum. Kært var undir 108. grein al- mennra hegningarlaga sem varðar allt að 3ja ára fangelsi. Veijandi benti þegar í stað á það að sjálf ákæra saksóknara væri brot á fyrr- greindum lögum sem Alþingi hefur samþykkt og forsetinn staðfest. Einnig benti hann á það að fjarvist saksóknara væri ekki í samræmi við lög um meðferð opinberra mála. Dómarinn bandaði þessum athuga- semdum frá sér með þeim orðum að sjálfum saksóknara ríkisins slq'átlaðist aldrei. Þá var hann beðinn að víkja sæti eins og leik- reglur segja til um en hann dæmdi sjálfan sig í dómarasætið á ný. Reynt var að kæra þann úrskurð til Hæstaréttar en þá beitti sak- sóknari valdi sínu (í fyrsta skipti svo kunnugt sé) til að loka því dóm- stigi fyrir sakbomingnum. Okkur þótti nú Þórður frændi vor orðinn dómari í sinni eigin sök ofan á tvöfalt lagabrot a.m.k. áður. Við slíka síbrotahneigð háttsettra emb- ættismanna getur vitaskuld enginn heiðarlegur þegn unað. Og gildir þá einu þó maður skilji mætavel hversu örðugt það getur orðið að koma lögum yfír fólk, sérstaklega ef það hefur nú ekkert gert af sér. Þá var það sem veijandi minn skrifaði dómsmálaráðherra kvörtun um þessi lagabrot Þórðar, sem okkur þótti deginum ljósari. Bað um það að skipaður yrði nýr sak- sóknari til að úrskurða hvort leyfa bæri málskot í sekt Þórðar til Hæstaréttar. Þar með var sakadómsmál númer 3445/1985 komið inn í segulsvið þeirra vafasömu ásakana sem Helg- arpósturinn gerði að viðfangsefni sínu hinn 13. febrúar síðastliðinn. Ekki vil ég reyna að lýsa undrun minni og furðu verjandans þegar Jón Helgason dómsmálaráðherra lét stallara sinn rita okkur það svar að ráðuneytið sæi ekki þau meintu brot sem okkur (og fleirum) höfðu þó virst svona augljós. Eiginlega fannst okkur sem þetta ráðuneytis- bréf ætti hvergi heima nema í skjalasafni Blindravinafélagsins. Og kannski verður það sent þangað. í furðu sinni varð Tómasi Gunnars- syni veijanda mínum það helst til ráða að skrifa alþingismönnum um þetta mál en þeir depluðu varla auga. Einna helst hef ég mátt skilja það á sumum þeirra að það væri naumast óeðlilegra að saksóknari bryti lög til að koma dómi yfír vesælan rithöfund en hitt sem við- gengist á hveiju ári að þeir sjálfír (hálfu ver launaðir sem saksóknar- inn) brytu lögin um fjárveitingar til höfundar. Má það svo sem rétt teljast frá því sjónarmiði ef sam- bærilegt væri. Ég vil þó ekki fallast á það að þetta sé neitt sambærilegt, enda hefí ég í máli þessu fengið að kynnast sjónarmiði sakbomingsins sem ætti að skipta verulegu máli þegar rætt er um réttaröryggi. Það sjónarmið hefur margoft hingað til verið sjónarhorn hljóðra og fámálla. Ætti því öllum nú að vera fengur í því að hafa talandi sakboming. Og þetta er það sem ég vildi sagt hafa út frá því sjónarmiði: Hversu mjög sem ég gæti skyldu minnar og neita því í huganum að sakargiftir um flekkaðan skjöld Jóns Helgasonar dómsmálaráð- herra séu eða geti verið á rökum reistar þá vantar mig þó enn skýr- ingar á því hvers vegna hann brást mér (og sjálfum sér) í þessu máli. Þá get ég hreinlega ekki gert að því að hugurinn beinist að þeirri einföldu staðreynd að beiðni mín um réttlæti hefur legið á borði hans á sama tíma (ágúst-september) sem önnur beiðni lá á borðum þeirra aðila (RLR og saksóknara) sem einmitt höfðu á mér brotið. Á ég þar við beiðnina um rannsókn á tryggingamálinu. En þá hefði ráð- herra einmitt þurft að vera mjög óháður þessum aðilum. Kannski var hann það líka. Samt vakna áleitnar spumingar í þessu samhengi: Því neitar embætti saksóknara sér um það að rannsaka þennan alvarlega áburð og hreinsa ráðherra sinn af honum? Nú hefur þessi sami emb- ættismaður lagt á sig mikla vinnu til að hreinsa lögregluna af sökum sem ég hef aldrei á hana borið? Er honum þá hreinleiki lögreglunnar meira virði en hreinleiki ráðherrans? Hvemig stendur á því? Er hér ekki komið sjálft höfuðeinkenni lög- regluríkisins þar sem lögreglan verður mikilsverðari en sjálf yfír- völdin? Vegna þess að hún kemst í aðstöðu til að búa jafnvel ráð- herrum hlutskipti hagsmuna- árekstrarmannsins. Stundum án þess ráðherrann viti. Getur þetta verið að gerast hér fyrir augunum á flestum nema vitaskuld alþingis- mönnum? Ek)a sjá þeir háskann líka kannski og þegja við? Alt em þetta háskaspumingar og fleiri gæti ég tíundað ef rúm gæfíst. En það vil ég ítreka að svona spumingar koma í hugann eins þó maður gangi út frá sakleysi ráðherrans. Yfírmenn dómskerfísins þurfa að vera meira en saklausir. Þeir verða að vera gjörsamlega sótthreinsaðir af öllum grunsemdum. Öðruvísi fæst réttar- öryggið aldrei tryggt. Þannig er þetta lítilsgilda má! á hendur mér orðið til að leiða í ljós bresti í réttarkerfinu, bresti sem minna óhugnanlega mikið á lög- regluríkið, bresti sem engan veginn geta varðað þetta eina mál heldur einkenna trúlega fleiri mál, ef ekki hreinlega alla framvindu allra mála. Því annað gengi beinlínis ekki upp í neinum líkindareikningi. Vonandi skiptir það engan neinu máli hvoru megin við rimlana ég sit. Sjálfur lít ég svo á beinlínis að fangelsisvist heyri til skyldunámi rithöfundar og mundi þess vegna fagna dómi. En mig skiptir það á hinn bóginn öllu máli að það séu notaðar réttar aðferðir til að koma mér í fæði á Litlahrauni. Og það á líka að skipta alla þegna samfélagsins máli að þetta sé gert að réttum lögum. Það er mergurinn málsins. Munurinn á réttarríki og lögregluríki. Þess vegna sný ég mér nú til yðar sameiginlega og bið yður að koma því til leiðar með einhveijum hætti að dómur yfír mér verði unninn af fólki með hreinar hendur og samviskuna þvegna af hverslags illum grunsemdum. Annað sæmir varla lýðveldinu. Og mig grunar að þið munuð finna ráð til þess ef þið bara viljið. En ég vara ykkur við því að láta þessu erindi mínu ósvarað því með því skiljið þið ekki bara mig heldur alla þegna landsins eftir í myrkri og öryggisleysi. Með virðingu og þökk. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.