Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986
„Hugmynd verður að sýna að hún
hafi gildi og sé ekki þekkt áður“
Rætt við Jóhannes Pálsson uppfinningamann
Kaupmannahöfn í febrúar.
Jóhannes Pálsson uppfinninga-
maður, sem búsettur hefur verið í
Danmörku undanfarin 5 ár, er
kominn í Jónshús til að rabba við
fréttaritara. Margir íslendingar
leita aðstoðar hans vegna uppfinn-
inga eða hugmynda sinna og reynir
Jóhannes að leiðbeina þeim eftir
beztu getu. En nú langar hann að
segja frá ýmsu, sem honum er
ofarlega í huga þessa stundina.
Um útvegun á
einkaleyfum
„Fyrst þurfa menn að leita til
einkaleyfa- eða patentskrifstofu
sem reynir að finna út hvort við-
komandi hugmynd er þekkt. Sé um
nýja hugmynd að ræða, er sótt um
einkaleyfi, sem kostar misjafnlega
mikið eftir eðli málsins. Eftir það
má uppfínningamaðurinn hefja
vöruþróun með leynd og í samráði
við patentskrifstofuna, sem hefur
færa menn í þessari grein og síðar
hefst markaðsleit. Gildir þessi fyrsti
réttur í 10—12 mánuði. Þá er komið
að því að kaupa einkaleyfi í einu
eða fleiri löndum. Loks má hefja
framleiðslu á hlutnum."
— Hvað ber að varast?
„Varast þarf að sýna nokkrum
hugmyndina í upphafi oðrum en
þeim aðilum sem fjalla á ábyrgan
hátt um svona mál, þ.e. patentskrif-
stofu og t.d. hér í borg deild hjá
Teknologisk Institut."
— Hver verður kostnaðurinn?
„Við skulum taka dæmi um það
í íslenzkum krónum:
1. Viðtal við patentskrif- 10.000
stofu vegna rannsóknar á
því hvort hluturinn er
þekktur:
2. Vöruþróun, módel- 75.000
smíði, hönnun:
3. Einkaleyfisumsókn: 70.000
4. Smíði á framleiðslu- 500.000
tæki (ef um plastmót er
að ræða):
Alls 655.000
Þetta er dæmi um einfaldan hlut,
sem ekki hefur mikinn kostnað í
för með sér, og þannig má koma
framleiðslu í gang og ná sölu.
Flóknari hlutur krefst auðvitað
fleiri móta og eykst þá kostnaður
rnikið."
— Hvemig er með sölu á einka-
leyfum?
„Sumir halda, að auðvelt sé að
selja hugmynd, einkaleyfisumsókn
eða einkaleyfí. Það er sjaldan hægt,
nema vöruþróun sé fulllokið, um
mjög góð módel sé að ræða, sem
sýna vel gildi hlutarins og sanna,
að hluturinn sé gróðavænlegur og
stórfyrirtæki vilji taka að sér fram-
leiðslu og kaupi þar með fram-
leiðslurétt. Ég verð var við misskiln-
ing hjáýmsum heima, segir Jóhann-
es, sem halda, að séu þeir með góða
hugmynd, komi strax gífurleg sala
um víða veröld, jafnvel svo að úti-
lokað sé að annast slíka eftirspum
frá íslandi. í landi, þar sem 240.000
manns búa, má kannski kynna vöru
á fáum mánuðum, en I milljóna
þjóðfélagi tekur það nokkur ár.
Vöruþróun og
markaðsöflun
Mikil vinna og kostnaður er
samfara vöruþróun, einkum fyrir
alþjóðlegan markað og er þar um
yfirgripsmikið rannsóknasvið að
ræða. Gæði og ending vörunnar
verður að vera framúrskarandi og
haft skal í huga, að ekki eru sömu
kröfur gerðar í hverju landi. T.d.
hef ég framleitt vöru, sem talin var
gallalaus hér á Norðurlöndum, en
frá Englandi var hún endursend
með þeim ummælum, að hug-
myndin væri góð, útlit og hönnun
afbragð en kröfur gerðar um 2
atriði, sem breyta þyrfti. Þetta
kostaði 2 nýjar umsóknir, móta-
smíði og 10 mánaða vinnu, en varan
er líka betri í dag, svo að þetta
skilar sér.
Það eru góðir markaðir fyrir
margar nýjar hugmyndir, allir þurfa
verkefni, bæði framleiðendur og
seljendur, en talið er, að venjulega
taki 1—3 ár að markaðsfæra nýja
vörutegund.
Ef uppfínningamaður fer sjálfur
í gang með framleiðslu, verður hann
að markaðsfæra sjálfur og gera sér
grein fyrir, hve gífurleg fyrirhöfn
það er. Hægt er að velja úr hundr-
uðum söluaðila, sem afla þarf upp-
lýsinga um, velja einn eða tvo úr,
sem koma þarf af stað. Oft reynast
fyrirtæki ekki nógu dugandi og þá
verður auðvitað að fela öðrum söl-
Lán og styrkir
Hér í landi geta menn fengið
styrki, vöruþróunarlán og markaðs-
leitarlán, ef þeir eru hér búsettir,
og það ekki eingöngu frá opinberum
aðilum, heldur og bönkum. Er um
mjög góða fyrirgreiðslu að ræða,
ef viss skilyrði eru uppfyllt. Hug-
mynd verður að sýna, að hún hafi
gildi og sé ekki þekkt áður. Þá má
nefna, að séu menn sendir á iðnað-
amámskeið af dönskum fyrirtækj-
um, fá þeir námskeiðið ókeypis og
kaup á meðan.
f félagi uppfinningamanna hér
eru rúmlega 600 meðlimir og er
Jóhannes meðal þeirra. Segir hann,
að sumir hafí aldrei fengið styrki
og séu þeir óánægðir, aðrir era á
fullum launum hjá ríkinu við upp-
finningar sínar, en þriðji hópurinn
hefur t.d. selt hugmyndir sínar til
verksmiðja, sem framleiða og sjá
um markaðsmál og vinna uppfinn-
ingamennimir oft hjá þeim. Er þá
viðkomandi verksmiðja skráð fyrir
einkaleyfinu. Þess má geta, að í
félaginu er Jóhannes talinn eiga
flest einkaleyfi af einstaklingum á
Norðurlöndum, eða 4 þegar í fram-
leiðslu og önnur 4 í undirbúningi.
Um málefni iðnaðar-
ins á Islandi
Það hefur verið vakning heima
varðandi undirstöðu iðnaðarins,
sem Jóhannes telur hugmyndimar
vera. En ekki skil ég, segir hann,
hvað iðnaðarráðuneytið er að fara
í sambandi við sýningu, sem það
auglýsir að halda eigi í haust. Það
geta ekki verið margir, sem eiga
einkaleyfi, án þess að hafa ráðstaf-
að þeim, en án efa fjöldinn allur,
sem á góðar hugmyndir og hefur
hvorki efni á að sækja um einka-
lejrfi né framkvæma vöraþróun.
Samkvæmt alþjóðalögum glata þeir
rétti sínum til að sækja um einka-
leyfi fyrir hlutum, ef þeir setja þá
á sýningu eða segja opinberlega
frá hugmyndinni. Svo gæti sýning-
argestur skroppið með hugmyndina
til útlanda og sótt um einkaleyfí.
Menn með góðar hugmyndir verða
því að sitja heima, ef þeir vilja
vemda rétt sinn til einkaleyfísum-
sókna. Þó kunna að vera til ein-
hverjir, sem nýlega hafa sótt um
patent eða ætla sér að sækja um
það fyrir þessa sýningu og fá fram-
kvæmda vöraþróun, en tíminn er
of skammur til þeirra hluta, þátt-
töku á að tilkynna þessa dagana."
— Hvað viltu ráðleggja íslenzk-
um uppfinningamönnum?
„Að koma ekki nálægt þessum
málum nema að skapa sér skilyrði
til að koma þeim áfram. Þá er óhjá-
kvæmilegt að hafa hó nokkurt fjár-
magn og þekkingu á framleiðslu
hlutaðeigandi vörategundar. Það
þarf að leggja hart að sér til að
hrinda slíku í framkvæmd, og þarf
helzt að vinna algjörlega við það
og taka þó nokkra áhættu. Heima
Jóhannes Pálsson
era margir erfiðleikar, varla um
ríkisstyrk að ræða og fáar verk-
smiðjur eða stórfyrirtæki, sem geta
lagt fram áhættufé og drifið vöra-
þróun áfram, en einmitt þess vegna
er enn frekari þörf á, að yfírvöld
komi til móts við uppfinningamenn.
Ég vil benda mönnum á SIS, segir
Jóhannes, en þar er mikill iðnrekst-
ur og leitað eftir hugmyndum.
Hreyfing er nú á Islandi í átt til
stuðnings uppbyggingu iðnaðarins
og skulu menn hvattir til að láta
meta hugmyndir sínar hjá patent-
skrifstofu og geta meðlimir félags
uppfinningamanna miðlað öðram
af reynslu sinni og Opfinderkontor-
et hjá Teknologisk Institut getur
ráðlagt ýmislegt, og þessum aðilum
er óhætt að sýna hugmyndir um
trúnaðarmál."
Akrópólis
— Fyrirtækið Akrópólis hefur
verið nefnt í sambandi við upp-
finningar þínar.
„Já, nokkrir framtakssamir
menn á íslandi gengust fyrir stofn-
un fyrirtækis, sem byggja á upp
vemdaðan vinnustað á Akranesi til
að auka atvinnumöguleika öryrkja.
Meðal hluthafa er Samband sveitar-
félaga á Vesturlandi. Keypti Akró-
pólis einkaleyfið á bamaöryggis-
læsingunum ásamt framleiðslu-
tælqum, og er ætlunin, að vinnu-
staðurinn sjái líka um framleiðslu
á öðram patentum mínum, þ.e. að
setja saman útiseríur og rafgeyma-
klær og koma þeim síðamefndu á
markaði. En þessar vörar hafa verið
markaðsfærðar.
Akrópólis er félítið fyrirtæki, en
mjög stórir markaðir geta opnazt.
Óttast ég, að það ráði ekki við
verkefnið, nema aðstoð við iðnaðinn
komi til, því vaxtakostnaður er svo
gifurlegur heima, flutningsgjöld
o.fl.“
„Ég vona,“ heldur Jóhannes
áfram, „að Akrópólis fái þá fyrir-
greiðslu í kerfínu, sem þörf verður
á til að takast á við verkefnið, en
allir era áreiðanlega sammála um,
að þarft er að útvega öryrkjum
atvinnu og að nota íslenzk einka-
leyfi í landinu. Reynsla mín og
margra annarra gefiir þó ekki til-
efni til bjartsýni varðandi iðnrekst-
ur á Islandi. Þar hafa margir komið
að lokuðum dyram og má minna á
grein vestfirzka skólastjórans ný-
lega í Morgunblaðinu, þar sem talað
er um fyrirgreiðslu Iðntæknistofn-
unar, sem er forsenda þess að hlust-
að sé á lánabeiðni, síðan afgreiðslu
Iðnrekstrarsjóðs og loks Utflutn-
ingsmiðstöð iðnaðarins. Ef eins fer
fyrir Akrópólis og Vestfirðingunum,
er óhætt að reikna allmarga mán-
uði, áður en framkvæmdir hefjast,
eða ár, ef nokkuð yrði úr á annað
borð. Sá rekstur sem byggja á upp
af félagi, verður ekki að veraleika,
ef lánasjóðir draga sífellt við sig
svör. Nú er það svo að patentin
mín era viðurkennd eins og að
framan greinir. Takist þeim mönn-
um, sem stofnað hafa fyrirtæki til
að fá verkefni við þessi íslenzku
patent, ekki að fá fyrirgreiðslu,
verður að auka framleiðsluna hér í
Danmörku, en nokkrir aðilar hafa
þegar vinnu við þau hér, og sá
gjaldeyrir, sem þessi iðnrekstur
gefur af _sér, verður þá ekki til að
skapa Islandi gjaldeyristekjur.
Mikið vildi ég óska, að þetta gæti
tekizt, en ég er afar svartsýnn á
það þessa dagana."
Vestfirzki skólastjórinn
— Grein Hallgríms Sveinssonar
skólastjóra vakti athygli þína.
„Samskipti mín við Iðntækni-
stofnun hafa ekki verið mikil, en ég
hef þó mína reynslu af stofnuninni
eins og vestfirzki skólastjórinn,
kannski þó örlítið örlagaríkari.
Stofnunin tók að sér fyrir 5 áram
að skoða uppfinningar mínar og
skera úr um, hvaða möguleika þær
hefðu og jafnvel að útvega um leið
styrki eða lán. Samin var mikil
skýrsla og tók það einhveija mán-
uði, en hvort skýrslan var mér
hagstæð, veit ég ekki, ég fékk
aldrei að sjá hana, þrátt fyrir beiðni
og enga fyrirgreiðslu. En stofnun-
inni var trúað fyrir hugmyndum
mínum, sem ekki vora orðnar að
einkaleyfum þá og mun einhver
hafa sýnt frönskum aðila eina
þeirra og var hluturinn kominn á
Evrópumarkað 18 mánuðum síðar.
Þetta olli tjóni og erfíðleikum, kost-
aði endurhönnun, sem að vísu bætti
hlutinn. En þetta er nú fyrirgefið,
skal tekið fram.
Rætt hefur verið um samvinnu
Iðntæknistofnunar og Teknologisk
Institut, þannig að fyrmefnda
stofnunin sendi hinni síðari hug-
myndir, en ég vil ráðleggja mönnum
eindregið að fara heldur sjálfir
milliliðalaust til góðrar patentskrif-
spidsert p40 key irttl iOet tro-.nc
noplohul orj pu.st kraitigt 3-4 rjango
Dcjn varme udándrngstuft optoei
omgáende isert i nogtehuiiet
stofu. Þar hefur hlutaðeigandi
möguleika á að kynna sér vanda-
málin, vera sjálfur viðstaddur og
veija sitt mál og breyta eftir eigin
hugsun en ekki annarra.
Ég er þess fullviss, að mín mál
væra enn ljósrit í hillum og skúff-
um, ef þau hefðu lent alfarið í
stofnanakerfínu fyrir 5 áram. Hér
gildir eigið framtak ásamt með rétt-
um skilningi og stuðningi yfirvalda
við einstaklinga og fyrirtæki, sem
reyna vilja nýjar leiðir.
Iðntæknistofnun hlýtur að hafa
ótvírætt gildi fyrir íslenzkan iðnað,
en mistök era mistök og skrif-
finnska er vaxandi atvinnuvegur,"
segir Jóhannes að lokum. Vonandi
era í sjónmáli leiðir í íslenzku kerfi
til vaxtaþroska þess gróðrar, sem
hugmyndir era. Það væri verðugt
verkefni fyrir Hagvang, sem kannar
hangikjötsát landsmanna og fleira,
að kanna, hvað íslendingar eiga
mörg einkaleyfí og hvað íslenzkur
iðnaður hefur í tekjur af þeim. Fá
svipaðar athuganir hér og í Noregi,
og finna hver munur er, miðað við
fólksfjölda að sjálfsögðu.“
Lásaþíðarinn nýi
— Segðu okkur í lokin frá nýjum
uppfinningum þínum.
„Þá vil ég nefna tvo af ijóram
hlutum, sem era í umsókn um
einkaleyfi núna. Bað ég Fram-
kvæmdastofnun um styrk til handa
tveim íslenzkum fyrirtækjum til að
koma framleiðslu á öðrum hlutnum
í gang, en var neitað. En hinn
hluturinn tók fjársterkt fyrirtæki
hér að sér og sá um vöraþróun og
módelsmíði. Tók það aðeins 4 mán-
uði, af því að peningar vora nógir
og nú er lásaþíðarinn minn kominn
á markað hjá Esso hér, einföld
hugmynd og ódýr í framleiðslu, og
vekur hann athygli og era fyrir-
spumir margar.
Á meðfylgjandi mynd má sá lása-
þíðarann, svolítinn staut opinn í
annan endann, en með götum á
botni, og er blásið í stautinn til að
þíða hélu úr læsingum, en andar-
drátturinn veldur þá ekki auknum
raka. Kalla Danir hlutinn O-key
skráargataþíðara, og hafa áreiðan-
lega margir gott gagn af slíkum
hlut núna í frostunum. Látum við
Jóhannes Pálsson spjalli okkar lokið
og vonum að góð tækifæri glatist
ekki heima á sviði uppfinninga.
G.L.Ásg.
Fjórar götur í Reykjavík ein-
göngn byggðar ellilífeyrisþegum
— Konur tæplega þrjú þúsund fleiri en karlar í borginni
ÍBÚAR í Reykjavík vojru 89.767 þann 1. desember s.I. samkvæmt
upplýsingum Hagstofu íslands, 43.548 karlar og 46.219 konur. Konur
eru því 2.671 fleiri í höfuðborginni en karlar, en karlar eru þó
heldur fleiri á landinu öllu, 121.501 karl og 120.249 konur. í Folda-
hverfinu búa hlutfaUslega flestir yngstu borgarbúanna, en þar eru
20% íbúa sex ára og yngri. Nokkrar götur í Reykjavík eru eingöngu
byggðar ellilífeyrisþegum 67 ára og eldri.
Konur era fjölmennari í flestöll- fleiri í Fossvogshverfí, en þar búa
um hverfum borgarinnar, en Hag-
stofan skiptir götum borgarinnar í
hverfi þar sem farið er eftir flokkun
gatna í Árbók Reykjavíkur sem
Reykjavíkurborg gefur út. í flestum
hverfum borgarinar era konur 2-
400 fleiri en karlar, með örfáum
undantekningum. Karlar era 61
2.104 karlar og 2.043 konur. Þá
era karlar 16 fleiri í Foldahverfinu,
en þar búa 380 karlar og 364
konur. í neðra Breiðholtinu era
karlar einnig í meirihluta, þar búa
2.280 karlar og 2.272 konur, karlar
því 8 fleiri. Sömu sögu er að segja
í Seljahverfínu en þar búa 4.501
karl og 4.493 konur og karlar því
8 fleiri en konumar.
Borgarbúar skiptast þannig eftir
aldri að 11% era á aldursbilinu 0-6
ára, 18% eru 7-18 ára, 60% 19-66
ára og 11% 67 ára og eldri. Nokkrar
götur í Reykjavík era eingöngu
byggðar fólki í elsta aldurshópnum,
í Templarasundi búa tveir einstakl-
ingar, í Sölvhólsgötu búa tveir, í
Traðarkotssundi þrír og Jökul-
grunni 19 manns 67 áraogeldri.
í Foldahverfinu er hæst hlutfall
yngstu borgaranna, en þar búa 744
íbúar og eru 20% þeirra sex ára
ogyngri.