Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.02.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR1986 fltagiiiifclafeife Útgefandi Framkvœmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Flokksþingið í Moskvu þing Kommúnistaflokks • Sovétríkjanna verður sett í dag, þegar rétt 30 ár eru liðin frá því að Nikita Khruschev, þáverandi flokksleiðtogi, flutti „leyniræðuna" svonefndu um ógnarstjórn Jóseps Stalín. Vegna dagsetningarinnar hafa verið uppi getgátur um það á Vestur- löndum í tilefni af flokksþinginu nú, að á setningardegi þess muni Mikhail Gorbachev feta í fótspor Khruschevs og gera upp við forvera sína í embætti flokksleið- toga. Talsmenn Sovétstjómar- innar segja, þegar spurt er um þetta, að á 30 ára fresti beri 25. janúar upp á þriðjudag. En flokksþingið hefst ávallt á þriðju- degi. Fyrir 30 árum frétti enginn nákvæmlega um efni ræðu Khruschevs fyrr en löngu eftir að hún var flutt. Það var Banda- rikjastjóm, sem birti texta henn- ar í júní 1956. Nú segjast Sovét- menn ætla að birta ræðu Gorbac- hevs og skýra hana út fyrir blaðamönnum. A því ári, sem Mikhail Gorbac- hev hefur gegnt embætti flokks- leiðtoga í Sovétríkjunum, hefur mátt sjá ýmis merki um breyting- ar, án þess þó að hróflað sé við alræðiskerfinu sjálfu eða for- sendum valda fámennisstjómar- innar í Kreml. Skipt hefur verið um menn í stjómmálaráðinu (politbiiro), sem fer með æðstu völd í Sovétríkjunum. Þau mannaskipti bera þess merki, að Gorbachev hafi verið fljótari en fyrirrennarar hans að ná undir- tökum í valdakerfínu. Talið er, að á þinginu verði gerðar miklar breytingar á miðstjóm flokksins. Raunar þarf ekki að koma á óvart, að fulltrúar öldungaveldis- ins víki fyrir yngri mönnum í kommúnistaflokknum. Hitt skiptir meiru, hvort mörkuð verði ný stefna á flokksþinginu. Stjómendur Sovétrílq'anna standa frammi fyrir gífurlegum vanda. Efnahagskerfíð er í rúst. Stöðnun er á flestum eða öllum sviðum nema í hergagnafram- leiðslu. Hugmyndafræði komm- únismans hefur ekki lengur neitt aðdráttarafl. Fyrlitning Kreml- veija á mannréttindum blasir við öllu mannkyni. Sovéski herinn á undir högg að sækja í Afganist- an. Með áróðursbrögðum hefur ekki tekist að ýta undir einhliða afvopnun á Vesturlöndum. Bandarílg'amenn hóta því að gera langdrægan kjamorkuherafla Sovétmanna óvirkan með geim- vömum. Ekkert af þessum vandamálum verður leyst með orðagjálfri, sama hvað Gorbac- hev talar í marga klukkutíma. Þau verða ekki leyst nema hin lokaða valdastétt Sovétríkjanna lini eitthvað á alræðinu og harð- ræðinu — til þess kemur líklega seint. Fyrir réttum þrjátíu ámm urðu afhjúpanir Khruschevs til þess að opna augu margra kommún- ista á Vesturlöndum; þeir sáu í fyrsta sinn, að fyrirheitna landið var fátækt lögregluríki. Sovét- ríkin hafa ekki breyst síðan, þótt skipt hafí verið úm stjómendur. A flokksþinginu nú munu þeir treysta sig í sessi, sem hafíst hafa til æðstu vaída, eftir að Stalín var afhjúpaður. Að því leyti er að heíjast nýtt tímabil í stjómmálasögu Sovétríkjanna, en það verða ekki þáttaskil, fyrr en hinir nýju valdhafar hverfa frá alræðisstefnunni. Þjóðviljinn og verkalýðs- hreyfingin A Iforystugrein Þjóðviljans á laugardag er lagt út af leiðara Morgunblaðsins um kosningar í verkalýðsfélaginu Iðju á þann veg, að Morgunblaðinu fínnist kosningar í verkalýðsfélögum „óeðlilegar". Þetta er alrangt. Morgunblaðið telur ekkert eðli- legra en að sem oftast sé efnt til kosninga í verkalýðsfélögum. Ætlunin var að vekja athygli forsvarsmanna Iýðræðissinna í verkalýðsfélögum á því, að þeir þurfí að búa sig undir kosninga- baráttu í sem flestum félögum launþega. Með öllu er ótækt, að þar sé starfað samkvæmt þegj- andi samkomulagi pólitískra afla um yfírráð í félögunum. Morgunblaðið vantreystir síð- ur en svo lýðræðinu. Kosningam- ar í Iðju, áhugaleysi félagsmanna þar, óvissa um, hveijir höfðu rétt til að kjósa, og önnur vafaatriði er varða gmndvallarþætti lýð- ræðislegrar atkvæðagreiðslu sýna best í hvert óefni er komið innan verkalýðshreyfíngarinnar vegna þess hve sjaldan er efnt til stjómarkosninga þar. Morg- unblaðið tekur undir það með Þjóðviljanum, að það er fyrir löngu kominn tími til að gera skipulagsbreytingar á verkalýðs- hreyfíngunni til að hún verði lýð- ræðislegri og opnari en nú er. FRÁ Manila I gær. Myndin er tekin í grennd við Camp Crame, þar sem mannfjöldinn stöðvaði herbfla stjóraarj Filippseyjar: Þjóðin verndar Marcos gefst el Manila, 24. febrúar. Frá fréttamanni Morgunblaðsins, Önnu Bjamadóttur. FERDINAND Marcos situr sem fastast í Malacanang-höll. Hann veitti hliðhollum sjónvarps- og útvarpsstöðvum viðtal fyrr í kvöld i gegnum sima og sagðist hafa fulla stjórn á öllu. Hann lýsti yfir neyðarástandi i landinu fyrr í dag og í kvöld bætti hann við útgöngubanni milli 18 og 6. Fáir taka mark á orðum hans og hundruð þúsunda eru utan dyra þrátt fyrir að útgöngubann sé skollið á samkvæmt orðum forsetans. Með þessu vildi Marc- os líklega sýna fólki að hann sé enn í höllinni. Hann var klæddur í vindjakka og kona hans og dótt- ir voru í síðbuxum. Marcos sagð- ist ekki vera að fara neitt. „Við erum fijálslega klædd af því að við verðum að vera viðbúin hveiju sem er dag og nótt,“ sagði hann. Atburðarásin hefur verið hröð síðan Juan Ponce Enrile, vamar- málaráðherra, og Fidel Ramos, herforingi, leituðu skjóls í Camp Aguinaldo og Camp Crame á laug- ardagseftirmiðdag. Þeir höfðu heyrt að það ætti að handtaka þá í sambandi við hugsanlega stjómar- byltingu. Hundruð þúsunda, ef ekki nokkrar milljónir manna, eru fyrir utan herstöðvamar til að veita hermönnum, sem hafa gengið til liðs við yfírmenn sína, styrk. At- haftiir fólksins eru mjög friðsamleg- ar. Það vamar landgönguliðum undir stjóm yfírmanna, sem eru hliðhollir Marcosi, að komast Ieiðar sinnar að Camp Crame, en það ríkir hálfgerð útihátíðarstemmning. Flestir em gulklæddir og ganga um með bros á vör og söngla nafn Coiy Aquino. Vopnaðir hermenn og kyrjandi nunnur Daglegt líf gengur meira eða minna sinn vanagang. Bankar og flestir vinnustaðir voru þó lokaðir í dag og fólk hlustar meira á útvarp en vanalega. Það safnast saman í kringum útvarpstæki á götum úti og reynir að fylgjast með hvað er að gerast. Allir virðast óhræddir og sjálf hef ég aðeins fundið til ótta fjórum eða fímm sinnum á sfðustu fíörutíu og átta tímum. Ég hef ekki heyrt eitt byssuskot og aðeins einu sinni sírenuvæl. Það var á leið inn í bæ frá herstöðvunum og sjúkra- bíllinn var líklega á leið í sjúkrahús með botnlangasjúkling. Það ríkir ekki neyðarástand í landinu frekar en útgöngubann. Marcos og hans menn eru í raunverulegri neyð en almenningur er ekki í hættu nema stuðningsmenn Marcosar missi stjóm á sér og ráðist gegn fólki. Enrile hélt til á skrifstofu sinni í vamarmálaráðuneytinu, sem er í Camp Aguinalaldo, fram á sunnu- dagseftirmiðdag. Ofurstar, óbreytt- ir hermennn og við fréttamenn vomm á kreiki í byggingunni og biðum þess að eitthvað gerðist. Hermenn voru í vamarstöðu og höfðu fyrirmæli um að veðra ekki fyrri til að hleypa af fyrsta skotinu ef herlið Marcosar nálgaðist. Marc- os kom fram í sjónvarpi í hádeginu og sagði meðal annars að hann gæti hreinsað út úr Camp Aguin- aldo og Crame á klukkutíma. „En það yrðu blóðug átök,“ sagði hann og bætti við að herlið hans ætti að taka stöðu í skotfæri frá herbúðun- um. Enrile var sagður sofa á meðan Marcos talaði. Vinir hans og kunn- ingjar sátu og biðu inni á skrifstofu hans og vonuðust til að geta heilsað upp á hann. En frétt barst um að herdeildir væru á ferð í nágrenninu áður en varð af því. Öllum var sagt að fara niður á neðri hæð bygging- arinnar. „Við höfum heyrt að her- deildir stefni hingað og það er öruggara niðri ef þær hefja skotár- Höll Marcosar og næsta nágrenni komið fyrir svo að mannfjöldinn ryc ás,“ sagði ofursti, og mér varð ekki um sel. Enrile kom skömmu seinna úr einkaherbergi sínu, klæddur í galla- buxur, ljósbláa strigaskó, skothelt vesti og var í grænum jakka, hann bar hríðskotabyssu og var hinn vígalegasti. Hermenn og frétta- menn umkringdu hann og hersingin gekk fylktu liði yfír til Camp Crame, þar sem höfuðstöðvar Ramosar eru. Þær eru góðan spöl frá Camp Aguinaldo. Enrile og hópurinn með honum gengu á annarri akrein götunnar en hópur af nunnum, sem kyijuðu sálma og fóru með bænir, á hinni. Mikiil mannfjöldi var sam- ankominn á hraðbrautinni, sem liggur á milli herstöðvanna tveggja,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.